Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 13
BÆTT HEILSA - BETRA LÍF Þættir um sjúkdóma, lœkningar og fyrirbyggjandi aðgerðir Eftir Dr. Michaet Hatberstam Augun eru undratæki Mannsaugað er mikið „tækniundur" og flóknara en nokkurt rafeindatæki sem upp hefur verið fundið. í nethimn- unni einni saman, p.e. himnunni sem pekur innra borð augans, eru 127 milljón præðir sem laga sig eftir pörfum að Ijósbrigðum, allt að hundr- aðpúsundföldum styrkleika og meira pó. Við gefum augum okkar almennt lítinn gaum og hiröum yfirleitt ekki um pau fyrr en við finnum aö pau eru farin að bila. Enda eru uppi ótaldir fordómar og ranghugmyndir um augun og sjón- ina. Flestir munu t.d. kannast við pað, að pað veiki augun og spilli sjóninni að lesa við dauft Ijós, sitja mjög nálægt sjónvarpstæki, ganga meö of veik gleraugu, nudda augun og svo mætti telja lengi. Sannleikurinn í pví máli er sá aö ekkert af pessu skaöar augun eöa sjónina, nema hiö síöast talda og pað ekki nema stundum. Þaö gerir augun- um ekkert til pótt maður lesi við dauft Ijós ellegar sitji mjög nálægt sjón- varpsskermi. Það skiptir ekki máli hvernig Ijósið berst inn í augun. Þaö gerir peim ekkert pótt maður sé að reyna að lesa í hálfgerðu myrkri og „rýni úr sér augun“ að manni finnst. Það er sem sé ekki hægt aö ofreyna augun. Sama er að segja um gleraugu eða snertigler, linsur, sem oröin eru of sterk eða veik; pau kunna að valda manni ópægindum, en pau gera aug- unum ekkert til. Menn purfa alls ekki aö skipta um gleraugu og línsur arlega eða annaö hvert ár eins og margir halda, peir purfa yfirleitt alls ekki að skipta nema peim finnist sjóninni hafa hrakað. En paö er pá ekki af völdum glerjanna. Og um síöast talda atriðið hér að framan, að pað geti skaðað augun að nudda pau, er pað að segja að oft berast einhverjar agnir ellegar smit af fingrunum upp í augun er pau eru nudduð og auk pess getur pað vitanlega verið merki pess að eitthvað sé að augunum ef menn nudda pau mikiö. En yfirleitt gerir pað ekkert. Þaö verður ekki ofbrýnt fyrir mönn- um aö gefa pví gaum ef peir veröa varir slíkra einkenna eða annarra, slikju fyrir augum, peír fá oft höfuöverk, eða svima, peim verður oft óglatt, peir verða oft að loka ööru auganu til að sjá sæmilega, verða aö halda lesmáli óeðlilega nálægt augunum til að nema orðin, depla augunum óeölilega oft, eru sí og æ að missa sjónar á staðnum par sem peir voru komnir í lestri eða peir taka eftir pví að sjónin og handahreyfingarnar eru ekki fyllilega samræmdar lengur. í slíkum tilvikum eiga menn að leita augnlæknis og heldur fyrr en síðar. Augnlæknar eru lærðir í almennum læknisfræöum en sérfróöir um augun. peir geta ekki einungis greint augnsjúkdóma heldur og marga aðra, svo sem sykursýki, heilaæxli, háprýsting, æöasjúkdóma, ýmsar tegundir krabbameins og jafn- vel iðrasjúkdóma. Allt petta geta peir greint, ef um pað er aö ræöa, af æðunum í augunum. Þær eru einu æðar líkamans sem sjást utan frá, pví yfir peim er engin húö. Það mun útbreitt álit aö helzt purfi maður að láta skoða í sér augun áriega eða annað hvert ár. Samband banda- rískra augnlækna telur pess pó ekki pörf, menn purfi ekki að láta líta á augun í sér nema peir gangi með einhvern augnsjúkdóm ellegar peir verði varir einkenna á borö viö pau sem að framan voru talin. Sambandið tekur pað hins vegar fram í upplýs- ingariti sem dreift hefur verið meðal almennings, að fólk eldra en fertugt, purfi að gæta betur að augum sínum en aðrir svo og purfi að gæta sérstak- lega að augum barna. Foreldrar ungra barna ættu að vera vel á verði viö hugsanlegum augngöllum og augn- sjúkdómum, og láta augnlækni líta á börnin á nokkkrum fresti. Fólki eldra en fertugu er aftur á móti oröin hætta búin af glákomu, eöa gláku, og eykst hættan meö aldrinum. Gláka er ein algengust orsök blindu og stafar af háprýstingi í augum; en sá prýstingur á ekkert skylt við ofháan blóðprýsting. Háprýsting í augum má finna með sérlegu tæki, svokölluðum „tonomet- er“. Ymsir læknar telja aö fólk ætti almennt að láta skoða augu sín á tveggja ára fresti eftir fertugt, ef ske kynni aö gláka væri komin í pau. Annars gildir pað um augun sem líkamann yfirleitt, að pau endast bezt ef menn gæta skynsamlegra lifnaðar- hátta — fá nægan svefn og líkamsæf- ingu og boröa hollan mat. Það parf ekki meira ef annað er með felldu. / Maríus Otafsson ÚTMÁNAÐASÓL Fannbrciðan logar í geislanna gliti, gullregnið bræðir hinn frostkalda snjó. Skammdegis drunginn sig dregur til baka, draumarnir vakna er oss sumarið bjó. Draumar með heiðríkju hækkandi sólar, hugboð um gróandans eilífa mátt; vonina að birti í mannshjartans myrkri, mannúðin veki þar bróðerni og sátt. (Endurbirt vegna þess að orð féll niður.) Smösagan Framhald af bls. 7 Skókaupmaðurinn spyr tíöinda að norðan. Hann hefur veriö í sjóhernum í heimsstyrjöldinni, segist þá hafa nálg- ast ísland og þykist vera þó nokkuö kunnugur íslandsmiöum æ síðan. Einkasendiherra íslenskrar menning- ar leysir úr spurningum fyrrverandi sjóliða eftir því sem tungumálskunnátt- an leyfir og tekur í þess staö aö spyrja hann leyndardómsfullra spurninga um menningu götunnar þeirra. Þaö er rólegt í skóbúöinni þessa stundina og kaupmaöur gefur sér góöan tíma til ræöuhalds. „Gistihúsiö, þar sem þú býrö, á sér undarlega sögu,“ segir hann. „Þegar ég var barn og faöir minn rak þessa skóbúö var þaö notaö til annars. Þá var þaö svo kallaö „stefnumótahús“ á fínu máli. Þangað komu þá nefnilega menn til aö hafa þar stefnumót viö léttlætis- konur. Þetta var hvorki meira né minna en stærsta hús þeirrar tegundar hér í landi. Eigandi þess rakaöi saman fé. Raunar mátti hann nú ekki reka þessa afþreyingarstofnun á eigin nafni. Konan hans var skráö eigandi fyrirtækisins. Sjálfur sveif hann yfir vötnunum eins og nokkurs konar drottningarmaöur. Gisti- húsþjónninn var einkabílstjóri hans. Hann var besta grey og geröi allt sem honum var sagt aö gera. En svo fór hann aö drekka til aö róa samviskuna og lenti þá auövitað í ýmsu, skinniö aö tarna. Meöal annars ók hann drukkinn á fólk og varð aö minnsta kosti valdur aö einu dauöaslysi. Þaö var þaggað niöur, en hann varö aldrei síöan samur og jafn. Sannleikurinn er sá aö hann þoldi ekki andrúmsloftiö í þessu furðu- lega húsi né þaö sem hann sá þar og heyrði. Upphaflega var þetta nefnilega mesti sómadrengur.“ íslendingurinn kvaöst hafa heyrt hans aö góðu getiö. „Því trúi ég vel,“ ansar skókauþmað- urinn, „og auk þess lék allt í höndunum á honum. Hann var sannkallaöur þús- und þjala smiöur. En í fyrra var honum sagt upp starfinu og nú er hann orðinn húsvöröur í stórri íbúöarblokk.“ „Hvenær breyttist stefnumótahúsiö í venjulegt gistihús?“ spyr íslendingurinn sem nú er kominn alla leiö'ofan úr himinbláma hugsjónanna niöur í gráan veruleika strætisins. „Jú, sjáöu til. Eigandi þess dó eftir aö hafa grætt of fjár í stríðinu þegar borgin okkar var hersetin. Hann var þá oröinn svo auðugur að hann átti húseignir út um allt, meira aö segja þrjú kvikmynda- hús. Ekkjan hans erföi síðan allt þetta, því þau voru barnlaus, og hún bjó áfram á efstu hæö hússins. Hinum hæðunum var síöan breytt í venjulegt gistihús, en á neöstu hæðunum eru verslanir eins og þú veist. Svo dó ekkjan fyrir skömmu, hún varö rúmlega níræö, og arfleiddi systurdóttur sína aö öllum eignum sínum, hef ég heyrt. Sú stúlka haföi hugsaö um hana síöustu árin. Hún er nú orðin um sjötugt og býr á efstu hæö gistihússins." Nú fyllist skóbúöin af viðskiptavinum og íslendingurinn hlýtur aö kveðja, enda oröinn stórum fróöari en áöur. Að skilnaði lofar skósalinn honum meiri mannlífsfræöslu þegar gott tóm gefst. Þau tíðindi hafa gerst hér í breið- strætinu aö ungur Islendingur hefur skyndilega veriö hrifinn úr paradísarvist og viö honum blasir Kröflusvæöi veru- leikans. En litli maöurinn okkar lætur sér ekki bilt við verða. Hann treöur kennslubók og oröabók niöur á botn í ferðatöskunni sinni, en raöar líkams- og sálfræöibókum úr kynfræöslubúöum í nýju bókatöskuna sína. Síöan kveöur hann þessar slóöir og heldur til höfuö- borgar landsins til aö takast þar á viö raunhæfari viöfangsefni en áöur. Ef til vil fréttum viö síöar af honum sem áhrifamanni í einhverri sendinefnd þjóöar sinnar, þar sem hann hefur lent af því aö hann hefur helgað stjórnmál- unum krafta sína. Þá þarf vonandi ekki aö kvíöa því aö honum veröi orös vant ef hann þarf aö bregða sér frá í fundarhléi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.