Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 12
Heimilisfaðir og fyrirvinna / Eftir Alfreð Böðvar Isaksson ROBERT BANGSI TRAVOLTA Soffía, táningurinn okkar konunnar minnar, er yfirleitt fjarska væn. Hún er á þeim aldri aö hún veit hvorki af foreldrum sínum né yngri bróöur, Eiríki, og veit mun betur hvaö gerist á heimili John Travolta heldur en heima hjá okkur. Ástarmál Johns heilla hana mun meira en matargerö og uppvaskið hér, og henni finnst meira variö í þaö þegar John Travolta sest upp í flugvélarnar sínar og tekur í stýri þeirra, heldur en þegar langþreytt móöir hennar biöur hana aö taka örskotstund í ryksuguna og fljúga yfir stofugólfiö. Soffíu er þaö líka bráönauösynlegt aö spandéra þremur kortérum á morgnana til aö snúa á skólasystur sínar meö því aö setja upp einhvers konar gríska leikhúsgrímu meö allri þeirri nútímatækni sem til er: húökremum, möskurum, augnskuggum, kinnalit, púöri, penslum og málningu. Ef hún er skotin í nýjum gæja bætist glimmer ofan á allt þaö sem fyrir er, þannig aö viö foreldrar hennar förum hjá okkur og finnst viö hafa tekiö ókunna manneskju inn á heimilið. Og vitaskuld dettur engum vitibornu fólki í hug aö biöja ókunna manneskju, gest á heimil- inu, um aö taka aö sér heimilisverk af neinu tagi. Ég hef því grun um að andlitsbreyting Soffíu sé útpæld, eins og börnin segja: Hún er ekki eingöngu aö snúa skólasystur sínar og vefja piltunum um fingur sér; hún er ennfremur aö beita foreldra sína óþokkabragöl til aö komast hjá því aö ryksuga, vaska upp, leggja á boröiö eöa vinna önnur þau þjónustu- störf sem heyra hverju heimili til. Annars er konan mín svo fjarska dugleg við aö vinna þessi störf, svo þaö kemur kannski ekki aö neinni sök, þegar allt kemur til alls. Ég hef oft velt því fyrir mér, af hvaöa rótum þessi sköpunarþörf dóttur okkar konunnar væri sprottin og hvers vegna hún beindist af jafnríkum ákafa og ofsa aö andlitinu, en ekki til dæmis höndun- um, sem viröast nægja smá handáburöur, nú eöa þá naflanum, sem ekkert er gert viö nema aö hylja. Þegar ég lagöi þessa spurningu í mesta sak- leysi fyrir Soffíu, sneri hún lítillega upp á sig, horföi á plakatið af John Travolta eins og til aö finna til einhvers konar samstööu meö honum gegn þessum glataöa gæja, sem var aö spyrja eins og asni, andvarpaði, og sagði: — Blessaður góöi, pældu ekki í því. Hefurðu áhyggjur eða hvaö? — Neei, ég hef nú engar áhyggjur, svaraöi ég. Mér datt bara sisona í hug aö spyrja, af því þaö er nú einu sinni ég sem borga allt þetta málningardót. Ég var nú bara aö spekúlera í, hvort þaö væri ekki fljótlegra og ódýrara aö einbeita sér til dæmis aö því aö fegra naflann. — Naflann hvaö, hnussaöi Soffía og leit aftur til Travolta sem brosti uppörv- andi til dóttur minnar ofan af plakatinu. Svo bætti hún viö til aö sýna fram á aö mér væri, sko, ekki viðbjargandi: — Klikkað lið, maöur. Þessu var kannski fremur beint til Travolta á plakatinu en mín, en þaö var hins vegar ég sem taldist vera „klikkað lið“. Soffía og John Travolta horföust í augu og mátti vart á milli sjá, hvort þeirra var meira dreymandi á svip. Ég dró mig kurteislega í hlé, því ég haföi vanist því í mínu ungdæmi, aö þegar fólk setti upp þennan svip, ætlaöi þaö aö fara aö ræöa einhver eldheit tilfinninga- mál sín í milli, sem ekki væru öörum ætluð. Kannski hef ég heldur ekki kært mig um aö veröa vitni aö vonbrigöum Soffíu þegar slæleg enskuframmistaöa hennar í skólanum yröi þess valdandi aö plakatiö þegöi sem fyrr. Soffía lét fööur sinn bjóöa sér fimmtán sinnum á Saturday night fever, og hún hefur hjálpað Friðfinni í Háskólabíó af alúð og festu aö útvega fjörtíu þúsund sýningargesti á Grís. Friöfinnur veit hins vegar varla, hvaö hann á mér aö þakka í þessu sambandi. Nýjasta flugan, sem Soffía hefur tileinkaö sér af fullum krafti er, aö hún dansar einu sinni í viku alveg eins og John Travolta. Það er þó ekki John sem borgar brúsann, heldur ég. Þó hefur mér skilist af oröum dóttur minnar, aö hann sé mun betur stæöur en ég. Hann á fasteignir og veröbréf og flugvélar og bíla og dansar á milli þessara eigna sinna, auk þess sem hann tekur nokkur hliðarsþor til {oreldra sinna sem hann ku víst kunna hugástum. En þaö er ekki nema von, aö Soffía blessunin geti ekki tekiö allt eftir Travolta. En dansinn hefur haft þau áhirf á Soffíu aö hún dansar þokkafullan dans framhjá öllum heimilisstörfum og réttum háttatíma, og meö sama léttleika dansar hún framhjá skólabókunum þegar þær fara aö leita á hana af einhverri hörku. Travoltann hans Eiríks litla, sem kominn er á sjöunda ár er hins vegar Róbert bangsi og stöku sinnum Rut Reginalds þegar enginn sér til. Þaö má ekki vera skotinn í stelpu á hans aldri. Núna eru til um þrjár eöa fjórar eöa fimm Róbert-bangsaplötur á heimilinu, og hver spiluð í kapp viö aöra. Svo þegar þær eru uþpétnar eru nýjar keyptar — annars fer Eiríkur bara í megrunarkúr eins og stóra systir, þegar hún fær ekki vilja sínum framgengt. Ast Soffíu á Travolta og ást Eiríks á Róbert bangsa er þar meö svipaös eölis. Bæði þeirra sjá ekki sólina fyrir elskum sínum, foreldrarnir gætu allt eins veriö týnd og tröllum gefin, frændsystkin og aðrir ættingjar eru samviskusamlega van- ræktir fyrir þá félaga. Þegar ástandiö haföi veriö svona á heimilinu hátt á annað ár, fannst mér kominn tími til að grípa í taumana, og þar sem ég veit að fjölmargir aörir foreldrar þjást eins og viö þjáöumst hér einu sinni, vil ég hér meö koma óbrigö- ulli lækningu á framfæri. Læknisráöiö var sálfræöilega úthugs- aö og sömuleiöis framkvæmd þess. Aldrei þessu vant vorum viö konan samtaka eins og hjónum sæmdi. Hún sá til fulls, eftir aö ég haföi bent henni á þaö, aö svona gat þaö ekki gengið lengur. Viö urðum okkur úti um eins margar hljómplötur og viö mögulega gátum af gömlum og góöum lögum frá tilhuga- tímabili okkar: Haukur Morthens, Ösku- buskur, Ingibjörg Þorbergs, Nóra Brocksted Alfreö Clausen og fleiri og fleiri. Viö grófum upp gamlar Ijósmyndir af þessum Travoltum og Róbertum böngsum vorra tíma og létum gera stór plaköt af þeim fyrir ærinn pening. Svo, þegar allt var tilbúiö í samsæriö gegn börnum okkar, létum viö til skarar skrtöa. Viö tókum niður hvert málverk úr stofunni og festum plakötin og Ijós- myndirnar upp í staöinn, ásamt einstaka blaöaúrklippu sem okkur haföi tekist aö næla í frá þessum tíma og fjallaöi um eitthvert þessara átrúnaöargoöa okkar. Rétt áöur en börnin okkar komu heim settum viö hljómplötu á fóninn og þegar þau Soffía og Eiríkur birtust í dyrunum sáu þau okkur dansandi inn í stofu viö Ijúfan vals, sem Haukur Morthens söng af hita og tilfinningu. Þaö er, held ég, alveg óhætt aö segja, aö eftirvænting, blandin Þórðargleöi, sauö í okkur hjón- um. Nú yröi gaman að sjá, hvernig börnin brygöust viö, ha, ha, ha,l Þau stóöu grafkyrr í yfirhöfnum sínum og útiskóm í stofudyrunum. Munnurinn hálfopinn, augun starandi og hendur þeirra héngu hreyfingarlausar niöur fyrir buxnavasana. Viö dönsuðum og dönsuöum, alveg þangaö til lagiö var búiö. Þá hlógum viö og horföumst full elsku og ástúöar í augu, og konan hló og skríkti! — Algjört æöi, maöur! — Ofsa stuö! sagöi ég og tók undir orö hennar af fullum krafti. — Snúum plötunni viö, sagöi hún. Skæslegt fjör, ha, ha,l Þetta orö haföi hún lært hjá Soffíu. — Auðvitað, hló ég. Klikkaö liö, maöur! Ha, ha! — Haukur og Alfreö eru algjört æöi, hí, hí! sagöi konan mín og hló ungæðis- lega. — Alveg ferlega, ha, ha,! sagöi ég. Svo sagöi ég um leið og ég horföi í augu hennar: — Æ lov jú, skvísan mín! Og við héldum í næsta dans. Ég skotraði augunum á Soffíu og Eirík, sem stóöu í sömu stellingum og fyrr. Þau voru nú orðin fremur hneyksluö en hissa. Eiríkur leit á Soffíu og nefndi lækninn, en Soffía hristi hausinn, leit móöurlega á Eirík og sagöi svo hátt aö yfirgnæföi plötuna, sem viö höföum sett á fóninn: — ÞEIM FINNST ÞAU VERA ORÐIN GÖMUL, GREYINM Og allt í einu var eins og glansinn rynni af herbragði okkar, dansinn fjaraöi út þangað til viö tvístigum vandræöalega á gólfinu og vissum ekki vel, hvað viö' ttum af okkur aö gera. Loks rauf konan þögnina og sagöi meö röddu sem sómt heföi frystihúsi: — Viltu hætta þessum kjánaskap, taka þessar fáranlegu myndir niöur og henda þessum plötum, svo krakkarnir geti spilaö. Og málverkin skulu vera komin öll upp á vegg fyrir kvöldmat! Ég stóö steini lostinn eftir. Herbragöiö haföi mistekist. Konan haföi fallið. Ég fann til heilagrar gremju í garð kven- veldisins og lofaöi sjálfum mér því, aö næst skyldi ég leita samstööu til Eiríks litla. Svo lengi lærir sem lifir. oy

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.