Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 5
en 2 háprestar komu þar inn til mín meö kveöju og skilaboð frá biskupi yfir Spanish Fork, Georg Snill, svoleiöis látandi, að hvort hann eigi aö strika nafn mitt út úr bókunum, eöa láta þaö standa. Ég væri hættur aö koma til kirkju og heyrt, aö ég væri orðinn trúblandaöur í þeirra trú. Þetta kom nokkuö flatt upp á mig, en segi: Trúir biskupinn bokinni eftir Brigham Young, útgefin 1852, Adam faöir og guö, Saltsjóstaönum, Brigham Young? Þeir svara: Já. Trúiö þiö henni, svar já. Ég haföi Biblíuna og Nýjatesta- mentiö á boröinu hjá mér. Ég tók sitt í hvora hönd, held þeim uppi og segi: Þessum bókum hef ég trúaö bókstaf- lega spjalda á milli síðan ég haföi vit á, og ætla mér, meö guös aðstoð, aö trúa þeim til dauöans, og megiö þiö segja biskupi, aö hann skuli strika mitt nafn út úr kirkjubókinni og tíundarbók- inni, því að ég vil ekki hafa samblendi meö þeim mönnum, sem aö rífa niöur þessar heilögu bækur, eins og þiö gjöriö meö ykkar trúvillu. Annar presturinn blóöroönaöi og sagöi ekki neitt, en annar fór lítiö eitt aö þvæla í vitleysunni, og svo fóru þeir. Kæru landar! Þarna sjáiö þiö nú framanskrifaöar orsakir eða tildrög aö því, er ég skildi viö mormónatrú, hvort sem ykkur finnst þær stórar eður litlar. hann aöhylltist sósíalisma; og aö æöru- laus uppgjöfin í bókarlok jafngildi því, þegar höfundurinn neitar nú aö láta bendla sig viö nokkra hugmyndafræöi.41 Hallberg varar réttilega viö þeim barna- skap aö setja einfalt jafnaðarmerki milli söguefnis og æviatriöa höfundar, en þó held ég ríöi á aö mormónskir lesendur geri sér Ijóst, aö Laxness er hvorki aö skrifa ævisögu Eiríks á Brúnum né sögu af mormónum beinlínis. Paradísarheimt er hvorttveggja í senn, persónuleg og algild. Þaö er eitthvað af höfundinum sjálfum í Steinari, eitthvaö af ódysseifsför hans sjálfs, andlegri og vitsmunalegri, þar sem leiöin hefir legiö frá munklífi um sósíal- isma að þeirri afneitun og tortryggni á hugmyndafræöi og kreddur sem hann nú lýsir yfir. Aö því leyti sem Paradísarheimt fjallar almennt um leit aö sannleik og sælulandi er ef til vill engin skáldsaga Laxness nær því að vera sjálfsævisögu- leg.42 Þrátt fyrir vonbrigöi og afneitun getur Laxness litiö meö kímni yfir þessa ódysseifsför sína: frásögnin af leit Stein- ars er ekki sniöin eftir hetjusögnum heldur eftir þjóösögunni sem stundum er kennd viö Hans klaufa, þar sem segir frá fávísum og auöginntum bónda sem heldur til markaðar með hross sitt, lætur þaö fyrir sauö og gerir síöan verri og verri kaup, uns hann heldur heim meö nokkrar Samkunduhús mormóna í smíðum. Þeir höföu ekki nagla og uröu aö festa trógrindina saman meö geirneglingu og nautshúöarþvengjum. Ég fór meö fúsum vilja til þeirra, og meö sama kjarki frá þeim aftur, þegar ég sá þeirra villu.39 Þetta er frægt atriði í íslenskum alþýöu- bókmenntum — einskonar almúgalúter meö sitt „Hér stend ég; ég get ekki annaö,“ — en Laxness gengur fram hjá því eins og allri beinni gagnrýni á mormóna í ritum Eiríks. Kenningunni um Adam sem guö lætur hann aöeins bregöa fyrir — og þaö í talsvert útvatnaöri gerö — í langri guöfræöiþrætu lúterstrúar- manns og Runólfs prests, sem varla gerir betur en mega heita mormóni.40 Eiríkur fer mörgum oröum bæöi um trúskipti sín og fráhvarf frá mormónakirkjunni, en Steinar segir ekki neitt. Enda skynjar lesandinn aö vonsvikin rista of djúpt og eru honum sjálfum of óljós tii þess aö hann geti komiö aö þeim oröum. En þaö sem vonsvikunum veldur er ekki trú mormóna né heldur samfélag þeirra. Síöasta og veigamesta atriöi þessarar afbötunar minnar varöar sambandiö milli sögunnar og höfundarins sjálfs. Peter Hallberg þykir þaö freistandi aö líta svo á, aö Kaupmannahafnarför Steinars (þar sem hann hefir meöferöis „sálarkistil" en er búinn aö gefa prinsinum „sálarhest" sinn) samsvari því, þegar Laxness á unga aldri sökkti sér niöur í kaþólsku; aö leit hans aö efnalegri paradís handa fjöl- skyldu sinni í Utah tákni þaö skeiö þegar skónálar, sem hann aö lokum týnir í læk sem veröur á vegi hans.43 Út úr þeirri venju Steinars aö játa aldrei né neita má lesa hugmyndafræöilegt hlutleysi höfundar. Þaö einkennir afneitun Laxness aö hann hefir misst áhugann á sannleikanum sem slíkum. Þegar spurt var: „Hefur athugun yöar á lífi mormóna fært yöur sjálfan nær sannleikanum, finnst yöur?“ svaraöi hann: „Sjálfur er ég ekki svo ýkja spenntur fyrir sannleikan- um, heldur staöreyndum. Sannleikurinn held ég sé svona háspekilegt hugtak. En þeir menn sem hafa fórnaö staöreyndun- um fyrir sitt kerfi og innlifaö sig í sinn sannleika fá styrk og sterka pósisjón. Ég trúi ekki persónulega á opinberun Jósephs Smiths, en hún getur veriö jafngóð fyrir það.“44 í ritgerð á ensku sem hann nefnir „The Origins of Paradise Reclaimed" (Uppruni Paradísarheimtar) lýsir Laxness því hvernig hugmyndin um fyrirheitna landiö, „ef til vill ein af þeim grundvallarhug- myndum sem mannkyninu eru meöfædd- ar“, og gott ef ekki fuglum og fiskum líka, sá hann ekki í friöi í meira en þrjátíu ár eftir aö hann í fyrsta sinni stóö frammi fyrir musterinu og sáttmálsörkinni í Salt Lake City áriö 1927 og minntist þess þegar hann í æsku las feröasögur Eiríks á Brúnum, „söguna af langferöum þessa litla manns um ríki veraldar í leit aö fyrirheitna landinu." Þó aö hann „reyndi aftur og aftur aö hemja... söguna innan bærilegra mar.ka," fór jafnan svo, aö „kjarni málsins, hið fyrirheitna land drott- ins, lenti fyrir utan brennivídd,“ og árum saman gafst hann upp. Þaö sem síðan segir í ritgeröinni er lesendum mjög til skilningsauka á tengslum höfundar viö viöfangsefni sögunnar: Satt best aö segja held ég aö til þess hægt sé aö setja sæmilega bók saman um fyrirheitna landið, þá veröi sá sem þaö gerir aö hafa leitað þessa lands sjálfur, og helst fundiö það. Hann verður aö minnstakosti gð þekkja úr lífi sjálfs sín alla málavöxtu sem varöa slíka stefnu hugarins; hann veröur aö hafa lagt einhverntíma í pílagrímsferöina sjálfur; feröast yfir höfin sjálfur á farrými sem hæfir tignarstiga kvikfénaöar, geingiö á sjálfs fótum yfir eyöimörkina miklu, að minnsta kosti í andlegum skilníngi, og slíkt hið sama barist í þeim stööugum orustum, ýmist innra meö sér eöa útáviö, sem nauðsyn er að heya ár og síö um Landið til aö eignast þaö. Að upphafi ferðar sinnar vitnar pílagrímur- inn í eldmóði æskunnar um drottin og lofar hann fúslega. En leiðina veröur hann aö finna sjálfur. Menn þreifa sig áfram í frumskógum hugmyndanna sem bækur verða aldrei nógu þykkar til aö útskýra. Stundum rekst maður inní aungstræti og verður að snúa við, ef maður erþá ekkisokkinn í kviksyndi þar sem björgun er ógerleg nema tyrir kraftaverk eöa tilviljun. En þar kemur aö vegfarandinn er staddur í ofurlitlu túni þar sem enn standa rústir af gömlum bæ; og hann fer hálfpartinn aö kannast við sig einsog hann hefði einhverntíma komiö hér áöur. Þetta er þó ekki túniö undir fjöllunum þaöan sem lagt var á staö? Svo mætti virðast; og samt er þaö ekki svo. Vitur maður hefur sagt, sá sem fer burt mun aldrei koma aftur; og þaö er af því aö þegar hann kemur aftur er hann oröinn annar maður en hann var þegar hann fór: partir est toujours un peu mourir. Og milli túnsins þaðan sem lagt var á staö og túnsins þángað sem komiö er aftur liggja ekki aöeins konúngsríkin og úthöfin ásamt eyöimörkum verald- arinnar, heldur einnig fyrirheitna landiö sjálft.45 Laxness snaraöi Candide á íslensku áriö 1945 og kallaöi Birtíng, og þaö er fróölegt að bera saman sögulokin hjá Voltaire og í Paradísarheimt í Ijósi ummæla Laxness hér aö ofan. Doktor Altunga, sem finnst kenning sín ekki geta komist af án sívirkrar hugvitssemi, sagöi stundum við Birtíng: í þessum besta allra heima eru öll atvik sama keöjan; því hefðuð þér ekki Framhald á bls 14. Hjörtur Pálsson VÉSTEINSMINNI Einar Vósteínn Valgarösson, t. 28. júnf 187% d. 3. marz 1979. Tii Dýrafjaröar féllu öll vötn svo skjótt í fjarska. Hneit Þar. Hrepptir pú Kaldbak? Lóztu ef tii vill akra? Ekkert svar. En góðum dreng, sem guöanna hylli naut, nú grandar ei neitt. Heimskortíð míkla alskyggn hefur hann ungum augum leitt. Ó, sólir, stjömuri Veröi hans veröld björt og vegur hans beinn. DauÖinn er snjór og hverfur, hvaö sem oss sýnist, hvltur, hreinn. Já, Einar Vésteinnl Öllum er búin för. Á undan fórst bú. Töfraflautunnar seiöur vekur Þér, vinur, von og trú. Ég sé Þíg, prúöi riddari, berast brott meö boga, spjót, sverö. Glókollur litli, glaöur, fastmaaltur, reifurl Góöaferöl ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.