Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 3
Gðmul teikning, sem sýnir mormóna á ferð vestur yfir óbyggðirnar. Þegar stórfljót urðu á veginum, var sá einn kostur fyrir hendi aö hefja brúarsmíöi. Og í grein sem hann skrifaði í Bombay nýkominn frá Kína árið 1957 hrósar Laxness Maó fyrir að fæða og klæöa þjóð sína, og samanburður á Kínverjum og mormónum verður honum tilefni til bjart- sýni á framtíðarhag Kína: Kínverjar eru núna á handvagnastig- inu sem mormónar voru á þegar þeir fóru yfir Miðvestureyðimörkina árið 1846. Mannlegar verur eru ennþá áburðardýr í Kína eins og tíðkaöist með mormónum á landnámsárum þeirra. Báðir höfðu að baki sér Gaung- una Miklu. Báðir halda að Sannleikur- inn og sérleg örlög þeirra sjálfra séu' partur af sömu visku, ritaðri á gullnar töflur. í báðum tilfellum vissu hand- vagnakeyrarar í hverja átt þeir voru að fara, og það var til fyrirheitna landsins. Það er ekki ástæöa til að halda að marxisminn, trú iðnbyltfngarinnar, sem kend er við London, reynist Kínverjum Ijúgfróðari boðskapur en tilamunda Gullnu Töflurnar hans Jósefs Smiðs, sem dugöu til þess áþreifanlega þó ósýnilegar væru, að gera úr mormón- um eitt farsælasta og geöugasta samfélag Bandaríkjanna.14 Laxness er síöur en svo blindur á galla og grillur mormónasamfélagsins í Utah. Hann fullyröir viö lesendur Samvinn- unnar að flest sé „með nokkrum hætti kalt vatn úr krananum. Ég byrjaði náttúrlega af kurteisi að lofa guð fyrir að fá nú loksins kalt vatn að drekka eftir að hafa veriö í tveim til þrem kokkteilboðum á dag í meira en mánuð austur í ríkjum; en rétt sem ég er byrjaður að vefja þetta, þá grípur frúin frammí fyrir mér og segir: Viljið þér lofa mér að fara með svolítið kvæöi sem ég hef gert um kokkteilinn. Nú upphófst ein geysileg ríma þar sem fyrst var sagt frá sköpun heims og syndafallinu, og síðan taldar allar meiri háttar slysfarir, sjálfskaparvíti og önn- ur ógæfa sem íþýngt hefur mannkyn- inu frá upphafi vega til þessa dags. Voru jafnan teknir apar til hliðsjónar, með þeirri ófrávíkjanlegu reglu, aö alltaf höfðu mennirnir lakar í samlík- íngunni. Þessi hrakfallabálkur mann- kynsins endaði á því slysi er menn fundu upp kokkteilinn, og var sannað í kvæðinu að þessi drykkur væri há- mark allra slysfara, heimsku og ógæfu á jarðríki. Þetta var mesta kvæði sem ég heyrði á allri för minni umhverfis jörðina.18 Öllu meiri alvöru gætir í bréfi Laxness til kaþólska tímaritsins Wort und Wahrheit þar sem hann tekur prest einn í Vínarborg til bæna fyrir að ráöast með ofstæki og skömmum á skoöanakerfi sem ekki er svara eftir bestu samvisku, að mér sé nákvæmlega sama hvort aðrir menn eru fjölkvænismenn eða ekki. Það er ekki svo að sjá að Laxness hafi mikinn áhuga eöa sérlega glöggan skiln- ing á mormónakenningunni í sjálfri sér. í frásögn hans af guðræknisamíbmu í Brigham Young háskólanum þar sem David O. McKay ávarpaði nemendur, segir meðal annars svo: „Þetta hraustlega vel búna og þó tilhaldslausa æskufólk, sem virtist hafa alt til als þeirra hluta sem gera menn að mönnum, hlustaði með hátíðlegum áhuga á einhverskonar kristi- lega eða hálfkristilega speki sem hefði getað verið hver fjárinn sem var, en hefur án efa verið ómeingaður mor- mónismus."11 Hann virðist líta á kenning- una sem sambreisking úr hugmyndum héöan og þaðan, enda beinist áhugi hans George S. Tate tók doktorspróf í miðalda- fræðum frá Cornell-háskóla. Hann er kunnugur íslandi og íslenzkum bókmenntum og var gistiprófessor viö Háskóla íslands á vegum Ful- bright-stofnunarinnar veturinn 1971 — ’72. Núna er hann pró- fessor í samanburðarbók- menntun viö Brigham Young háskólann í Utah. fyrst og fremst að þeim efnalegu og félagslegu afleiðingum sem af því hljótast þegar menn helga sig yfirskilvitlegri hugsjón sem komin er til fyrir opinberun. Hann lýsir glettinn furöu sinni á auöæfum mormónakirkjunnar og lífskjörum manna í Utah: Þeir [þ.e. mormónar] lúta kirkjulegri hagstjórn sem naumast á sinn líka með vestrænum trúflokkum þegar kaþólsk kirkja er undanskilin. Obbinn af jaröargæðum er kirkjueign í Utah, auk þess er kirkjan frumhreyfill líkrar sem ólíkrar starfsemi og mikill atvinnu- rekandi. Hér er ekki ríkisauðvald heldur kirkjuauðvald. Þegar ég ók með Bearnson biskupi þá benti hann oft á óvænta hluti og sagði, þetta á kirkjan. Það minnti mig oft á Kannitferstan12 í þýsku sögunni. Hann benti uppum fjöil og hálsa þar sem var veriö að byggja landhús í ríkismannastíl og sagði: þetta á kirkjan. Við komum inn í veitíngahús að kaupa okkur límonaði: þetta á kirkjan (bæði veitingahús og límonaöiverksmiðjuna). Undir fjallshlíð standa miklir járnbræðsluofnar: kirkj- an enn. í miðri Saltsævarborg ökum við á bílastæði og borgum 25 sent: þetta Pílastæði á kirkjan... Óvíða sem maður kemur í Ameríku mætir auganu jafn gróin velsæld með algerðri fjar- veru fátæktarbæla... Ég hlýt aö viöurkenna að almenníngur í mor- mónaríkinu býr við meiri hagsæld en almenníngur víðasthvar annarstaðar þar sem ég þekki til; og þó skömm sé frá aö segja mundi það gleðja mig ef ég rækist á sannfærandi skýrslur um fátækt og eymd, sukk og svall í Utahríki. Mér er ekki nema í meðallagi ijúft að verða að játa að flokkur sem hefur svo gerólíkar hugmyndir mér sjálfum um þaö hvernig efla skuli alsnægtir og hamíngju í mannlegu félagi, skuli bera góðan ávöxt, og jafnvel betri en ég þyrði að láta mig dreyma um.13 merkilegt i gerðum mormóna"15 og aö tal þeirra sé „fræöandi, ’uppbyggilegt', en heldur leiðinlegt.”16 Hann hendir gaman að því þegar sannleikurinn er studdur efnalegum rökum og talinn birt- ast í því, ef tóbaksbindindismaður ekur í Cadillac en reykingamaður í Chevrolet.17 Og í einhverjum alskemmtilegasta kaflan- um í „Ævintýri um fyrirheitna landið” tekur hann fyrir annað atriöi úr Spekiorðinu: Ég vil ekki segja að ég sé mjög gefinn fyrir kokkteil, en ég vil þó heldur einn kokkteil en mikið af límonaöi með guöbænum. Mér er sérstaklega minn- isstætt er ég ók meö Bearnson biskupi til að heilsa uppá tengdamóður hans daginn eftir að ég kom til Utah austanúr ríkjum. Ég var þyrstur og bað frúna aö gefa mér að drekka. Frúin flýtti sér frammí eldhús og sótti mér Jósep Smiður, upphafsmaður mormóna- trúar og aá er gulltöflurnar fann í Kúmóruhóli. Hann var myrtur í fangelsi 1844. eins og hans. Þar segir: Það hefur hryggt mig stundum að hlusta á góða vini mína meðal mormóna og aðventista, og reyndar fleiri herskáa sértrúarflokka, útskýra fyrir mér hversu kaþólskir menn séu allir fordæmdir af guöi, nema til komi sérstök guðleg náð, ofar réttlæti, og muni kannski frelsa einstöku sál meðal þeirra. Þrátt fyrir þennan skort á umburðarlyndi, er það þó reynsla mín aö mormónar og aöventistar, ef miöað er viö einstaklinga eins og gerist og gengur, séu jafngott fólk og stundum betra en þeir kaþólsku upp og ofan.19 Þrátt fyrir ummæli á borð við þetta ber Laxness mormónum allt í allt mjög vel söguna. Framarlega í skáldsögu sinni Brekkukotsannál, sem kom út árið 1957, þegar Laxness var að viða að sér efni í Paradísarheimt, leggur hann sögumanni þessi orð í munn: „Þessi kona var á leið til Amríku af fátæktarsökum sínum og einstæðíngs- skapar, á flótta undan þeim sem réðu fyrir íslandi. Mér hefur verið sagt að borgað hafi verið undir konuna af mormónum, enda hef ég sannspurt að í þeim flokki séu ágætastir menn einhverjir í Vesturheimi.” Það fer ekki framhjá lesandanum hve tilefnislaus þessi ummæli eru í munni sögumanns, sem hefir ails enga reynslu af Ameríku að byggja þau á; en þau eru gott dæmi um hve gjarnt höfundinum var það þessi árin aö taka á sig krók til aö hæla afrekum mormóna. í viötali viö Morgunblaðið áriö 1960 var Laxness spuröur: „Og hvað finnst yður svo sjálfum um þennan sannleik mormón- anna, Halldór?” Hann svaraði: „Ef það er rétt að sannleikurinn sé fólginn í því að lifa vel, þá hafa mormónar komizt nær sannleikanum en flestir menn. Þeir lifa ákaflega fallegu og heilbrigðu lífi, ekki endilega í mórölskum skilningi, heldur blátt áfram í lífi sínu almennt. Þeir lifa i Sjá næstu síðu ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.