Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 14
/ Af Islandsvinum Einlægt kitlar þaö hégómagirnd landans, þegar erlendir menn ausa loffi á land og Þjóð. Hér fyrrmeir höföu menntamenn, einkum og sér í lagi Þýzkir, rómantískar hugmyndir um afkomendur víkinga og skrifuðu langar iofgjörðir um Þá sönnu menningu, sem samastað átti í torfbæjum á íslandi. Þeir hafa séð ísland í rósrauðum bjarma; sú augljósa vanÞróun, fátækt og allsleysi, sem við hefur blasaö, er lítt eða ekki gert að umtalsefni. Fullyrt er, að á vorum dögum sé áhugi og almenn vitneskja um ísland til í ríkari mæli í Þýzkalandi en víðast annarsstaðar. Vera má, að Það sé rétt; að minnsta kosti eru Þjóðverjar manna ötulastir í óbyggðaferðum og koma sumir ár eftir ár. Tengsli okkar viö Skota hafa aftur á móti verið nærri núllpúnktinum fyrr og síðar og er Þó Skotland meö Þeim byggðum bólum, sem hvað næst eru íslandi. Samskipti af okkar hálfu hafa einna helst verið fólgin í verzlunar- ferðum húsmæðra til Glasgow en Skotar vita varla hvar ísland er á landabréfinu. Hvergi hef ég kynnst svo algerum pekkingarskorti á íslandi sem Þar og er trúlega vonlítið að bæta Þar um nema með Því einu að sigra Þá rækilega í knattspyrnu. Skotar hafa átt eitt skáld og langt er nú síðan, en peir eru sportmenn af lífi og sál; fundu upp golfið og knattspyrna er Það sem verulega skiptir máli í lífinu hjá Þeim. Sterklegur Skoti, sem ég hitti nýlega á bjórkrá Þar í landi, spuröi mig, hvort ísland væri ekki rétt hjá Noregi. Og annar spurði, hvort Það væri ekki rétt hjá Orkneyjum. Við teljum okkur samt vera í Þjóöbraut og hingað koma árlega menn sem stinga niður penna á eftir og bera okkur allavega söguna. Víðs fjærri er hinn rósrauði bjarmi róman- tíkera frá 19. öld; ferðalangar þykjast sjá með eigin augum hrikalegra fyllirý meðal inn- fæddra en peir höfðu áður haft spurnir af. Þeir horfa meö forundran á Þá velta sér uppúr hitaveítuafrennsli viö Öskjuhlíð á sumarnótt- um, ýmist allsnakta eða ballklædda, — og sumir sjá ekki betur en lækurinn sé klóak. Kannski Þykir einhverjum hér, að Það sé öldungis óÞarft að lýsa einkum skemmtanalífi og drykkju, Þegar gerð er úttekt á íslending- um. Væri ekki nær aö tala um íslendingasög- urnar, sem eru í skinnbandi á hverju heimili? En við hverju er að búast? Þrátt fyrir allt eru til menn á fjörrum stöðum, sem bera í brjósti rómantíska ást til íslands. Einn Þeirra datt inn úr dyrunum hér á Lesbók í sumar leið: Sextugur Ameríkani úr smábæ vestur í lowa. Hann spuröi kurteislega á sínu móðurmáli, hvort hann mætti tefja mig smástund og hóf síðan að tala á íslenzku, að vísu með dálitíð amerískum hreim sem vonlegt var. En ekki var honum orða vant. Hann sagði: „Ég var hér ungur maöur í hernámsliðinu á stríðsárunum. Og Þá læröi ég aö tala íslenzku. Við bjuggum lengst af í bragga innan við Akureyri og ég festi slíkar rætur Þar, að Þegar ég er spuröur um uppruna, kveðst ég vera úr Eyjafirðinum. Nú eru liöin 35 ár síðan ég var Eyfirðingur og á Þessum árum hef ég prívegis komið til íslands. Þá hef ég haldið beina leið noröur í Eyjafjörð. Ég er nýkominn Þaðan núna og vona að Ijós augna minna eigi einu sinni enn eftir að líta Eyjafjörðinn af Vaölaheiði. En Því miður hefur íslenzkan mín ryðgaö; aðeins örsjaldan hitti ég menn, sem ég get rætt við á íslenzku". Ég spuröi hann hvort hann hefði. lesiö „Norðan við stríð“, sögu Indriða G. Þorsteins- sonar, sem bregður upp mynd af Akureyri stríðsáranna. Hann vissi ekki um Þessa bók, en tókst allur á loft og kvaðst verða að ná í hana áður en hann færi. Svo bætti hann við: „Annars var erindi mitt ekki að segja ókunnugum blaðamanni frá sérstökum tengslum mínum við Eyjafjörð. En í mínum heimabæ er ungur maður, sem gluggar í norræn fræði, einkum skáldskap og hann Þekkir vel til íslands, Þótt hann hafi aldrei komið Þangað. Þessi ungi maður hafði einhvern pata af Því, að á dögunum mundi hafa birzt í Lesbók greinarkorn um tvær vísur eftir Halldór hagyröing á Ásbjarnarstöðum fyrir norðan og Ijóð, sem Halldór Laxness hafi sett saman uppúr vísunum. Þessi ungi maður bað mig að koma við á blaðinu, ef ég færi til íslands og fá Ijósrit af greininni. Hann les alveg íslenzku og kannski á hann eftir að koma hingaö. En ég veit að honum Þætti vænt um að fá að sjá Þetta greinarkorn.“ Svo baðst hann afsökunar á ónæðinu og stakk á sig Ijósriti af Ijóðínu „Snjógirni" eftir Halldór Laxness handa ungum manni vestur í lowa. „Bara aö myndirnar mínar verði nú í lagi“, sagöi hann um leið og hann kvaddi; „Þær eru úr Eyjafirðinum. Ég ætla aö orna mér við að skoöa Þær í vetur“. Gísli Sigurösson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu L/ jd'i' i|i FfI M' r.v: r. " WL <■ ; ■ á T K o K Ut F R t K ■í? o A r (je 'iik F u A fc V F o a F T D U L b L £ R L* ; Þ C> (l ? A- a l t N ' £ £> A L F A L A P & 1 u /J J> A R ■ > ' N l T .HlD U £.UÍ< R 7 K « K i ó zz A ý /J 1 AJ ,t? M0/T* A í T U |m£|T Ia l-tT At>' F A F r & L IK $ Líhl. N A 'T £ 'd A Z. j. £ R A R (Kb> i R £ r>nc l> /V K o T T a A L V 't £ KlAf i t M /0 10 ITAbl) p. ro T (•',< u X 'o £> A s> <? AL 6. l Kaor K R A $ F >-> VI ruO F ‘A &(ft yJ i $ K Ý K 1 /L ÍÍ 4 $ K A \J 1 L 1 je^ £ l £) Aí ’c? N * r A R T K Lí G. IHL A R 'o M A A X T $ vc A 6 í R JTA V- Att - Dý'fl Ar £> A A A F A R. fl^VA Mfmi ftZi.LT Tuuri Kv/fiK- DK tx £Fri&\ LoCfí- nz É-1 'Wl' h 3 f/HS FIÍK- Htz /AJAJ m £/MS rm ELLl\ 1 Sumþin WFVRfl Tusw 'i £> - MlBRI 'ft? "I 'Ú V fl £LO- 57Æ - Æ>( u M FA-'lÐ TÍ/aT fkpt-l H 0 - evF- / L£C.F) u eir A<^ TP.S i pyi- T(5k fíUU\l ~T(pbS AO Ær kiP- ixnrr- uRihn t*eri 'lLfíT , TiluR ' ■ anuv1 1 ft MPAZilS CcA~ KoM^) Þukí- AR, bínfífi J>ý'R ÍTÓH Tua/R. S4£) v/dfai E hJ Cr -1 / M CZ. &v- lcst £€>US- FfíK. Sikl'i T- « p- k riT- I fO U. 'ofíH- £/AJ - FULL TZfn JT'RV' /.fVN- IR fcuNfev/ oL- IFSJ I | AR SoftlÉ) X + , MAFN *•

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.