Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 5
flæmi og hafa aldrei fengizt til aö lúta formlegri stjórn. Aðeins 10 af hundraði eru Múhameðstrúar Á þessu fjölbreytilega, frjósama og fagra landi — Churchill kallaði þaö „Perlu Afríku" — hafa átt sér staö þrætur og illdeilur, sem hafa haft .mikil áhrif á þróun mála í Uganda undanfarin ár. Til dæmis hefur verið fjandskapur frá fornu fari milli konungdæmanna Bunyoro og Buganda í suöri og hliöstæð dæmi mætti nefna úr norðri. Þegar Evróþumenn komu, bættust þrjú önnur fyrirbæri við þjóölíf Uganda. Eitt var evróþsk trúarbrögö. Bretar fluttu meö sér trú ensku kirkjunnar, en Frakkar kaþólskuna sína. Þetta var ofviöa þeirri múhameðstrú, sem hinir arabisku þrælakaupmenn höföu flutt meö sér snemma á nítjándu öldinni. Nú eru aðeins 10 af hundraöi íbúanna múhameöstrúar, en hinir eru tíl helm- inga kaþólskir eöa kristnir á enska vísu. Evrópumenn settu á stofn kristna skóla, en þar sem múhameðstrúarmenn geröu ekkert slíkt, jafngiltu trúarbrögö þeirra brátt menntunarskorti. Bretar báru einnig ábyrgö á innflutn- ingi Asíubúa til Uganda. Upþrunalega voru þeir fluttir inn til aö byggja Kenya—Uganda járnbrautina, sem var ætlaö aö flytja hersveitir til aö vernda upptök Nílar gegn ágengni Frakka, Belgíumanna og Þjóöverja. Þaö varð aldrei af þeim herflutningum, en járnbrautin geröi Asíumönnum kleift aö hefja verzlun og viöskipti. Þeir uröu millistéttin í Uganda og reyndar í allri brezku Austur-Afríku. Þriöja atriðið, og þaö sem hefur haft hörmuleg áhrif fyrir Uganda nú á tímum, var innflutningur Suöur-Súdana, sem Bretar fluttu inn sem málaliöa til aö taka aö sér undirtyllustööur í her og lögreglu. í Uganda og allri Austur-Afríku kallast þeir Núbíanar. Þeir hafa haldiö séreinkennum sínum eins og Asíu- búarnir og ekki blandazt öörum. Þeir eru allir múhameöstrúar og tala sína eigin arabísku mállýzku. Fundum okkar Idi Amin ber saman Ég fæddist í desember 1939. Faðir minn var ekki höföingi í gömlum skilningi, heldur öllu fremur embættis- maöur hinnar brezku landsstjórnar og gegndi fjölþættum störfum. Ég kynntist því snemma opinberum störfum, enda ólst ég upp í hinum dæmigerðu embættismannabústööum nýlendutím- ans, einlyftum húsum meö svölum og geröi í kring. Faðir minn var strangur, en ástríkur. Hann notaöi mest af launum sínum til aö greiöa fyrir menntun okkar. Fjöl- skyldan átti ekki bíl, þegar viö vorum ung — viö gengum öll nokkra kílómetra í skólann, en hann fór um á reiðhjóli. Þó aö eldri bróöir minn og ég yrðum hinir einu til aö fara í háskóla, hlutu allir bræöurnir góöa menntun. Þegar ég var í barnaskóla, var ég eitt ár í Busesa, en skólastjórinn þar var Kibedi, sem seinna varö tengdafaöir Idi Amins. Hann var einnig faðir veröandi utanríkisráöherra landsins (hann hefur flúiö land). Ég fór síöan í Busoga menntaskólann, þar sem meöal nem- enda var Milton Obote, sem varö fyrsti forsætisráðherra Uganda, eftir aö þau hlaut sjálfstæöi. Hann var nokkrum árum eldri en ég, og ég kynntist honum ekkert þá, en þekkti hann af afspurn. Þaö var um þetta leyti, sem ég hitti Idi Amin fyrst. Eldri bróöir minn, Kisajja, ann í útjaöri Kampala til að stunda nám í sögu. Obote hafði verið þar á undan mér, og nú haföi hann getið sérorö fyrir afskipti sín af þjóðmálum og þá fyrst og fremst þeim, er vöröuöu væntanlegt sjálfstæöi landsins og stööu Kabaka af Buganda, Mutesa 11., sem þekktari er undir nafninu King Freddy. Brezka nýlendustjórnin haföi gert hann land- rækan, en 1957 var hann kominn til landsins aftur og allir vissu, aö sjálfstæöis væri ekki lengi að bíöa. Einkaritari hjá Obote Þegar eftir kosningar til stjórnlaga- þings í aþríl 1962 gekk ég í þjónustu hins opinbera. Þaö kom mér mjög á óvænt og gladdi mig um leiö aö vera skipaður fulltrúi í forsætisráöuneytinu. Uganda fékk síöan sjálfstæöi 9. október 1962, og Obote varö forsætis- ráöherra meö stuöningi hins volduga Kabaka af Buganda, en hann varö svo forseti áriö eftir. Sex vikum eftir sjálfstæöisyJirlýsinguna voru Einingar- samtök Afríku stofnuö. Ég fór til Addis Ababa til aö aðstoða við aö koma á fót höfuðstöðvum samtakanna og tók einnig þátt í fundi Varnarmálanefndar Einingarsamtakanna í Accra í Ghana í október 1963. Þegar ég kom frá Accra, gerði Obote mig aö einkaritara sínum. Ég held, aö hann hafi gert þaö, af því aö ég haföi verið í menntaskólanum í Busoga og af því aö hann lagöi mikla áherzlu á hina formlegu hliö hins opinbera, en ég haföi verið eins konar siöameistari í ráöu- neytinu. Hann haföi auk þess. verið óheppinn meö einkaritara. Haföi reynt tvo úr eigin ættflokki, en þeir höföu enga reynslu af oþinberum stjórnar- störfum og lentu í fangelsi fyrir fjársvik. Fyrsta meiri háttar vandamáliö, sem hiö sjálfstæöa Uganda þurfti aö leysa, varöaöi „hin glötuöu héruö“, sem áöur höföu tilheyrt Bunyoro, en voru nú hluti af Buganda. Nokkru fyrir aldamótin 1900 höföu Bretar barizt gegn Bunyoro meö aðstoð Kabaka af Buganda og sigrað. Aö launum fékk Kabaka hluta af Bunyoro. Þessu þótti íbúunum illt aö una, og hið nýkjörna þing ákvaö, aö íbúarnir skyldu ákveöa meö kosning- um, hvoru landinu eöa umdæminu þeir vildu tilheyra. Kabaka haföi engan áhuga á slíkri atkvæöagreiðslu, en Obote fylgdi fast fram samþykktinni um hana. Kabaka missti héruöin, og þar meö var komin sú ósátt miili forsætis- ráöherrans og forsetans, sem í rauninni leiddi til endaloka lýöræöislegrar stjórnar í Uganda. Amin byrjar að sanka saman fé Til aö treysta stööu sína tók Obote uþp beint samband viö Idi Amin, en gekk framhjá yfirmanni hersins, Opolot, sem hann taldi líklegan til aö styöja keppinautinn, Kabaka. Um þessar mundir var borgarastyrjöldinni í Belgísku Kongó — nú Zaire — aö Ijúka, en Obote studdi uppreisnarmenn þar eftir mætti og fól Idi Amin, sem var ættaður frá landamærahéruöum viö Zaire, aö annast sambandiö og aöstoð- ina viö upþreisnarmenn. Hið beina samband Obotes og Amins fór leynt. Meö þessu fylgdist ég náiö. Obote og ég höföum þersónulegt firösamband viö Amin. Kallmerki okkar stöövar var „Sparrow", en Amins „Kisu“. Uppreisnarmenn þurftu fyrst og fremst vopn og farartæki. Þeir höföu enga peninga, en komu meö bílfarma af gulli Framhald á bls. 15 Milton Obote forseti Uganda studdist m.a. viö Amin og herinn og paö varð auövelt verk fyrir Amin aö steypa honum af stóli. Hér er ríkisstjórn Obotes aö „tollera" hann eftir kosningarnar 1962. Slóð blóði drifin. Eftir valdarániö lagði Amin áherzlu á að útrýma fylgismönnum Miltons Obote og dauðir fylgismenn voru gjarnan haföir til sýnis á almannafæri. og Amin voru ástfangnir af tveimur systrum, Mary og Malyamu, dætrum míns gamla skólastjóra, Kibedi. Malyamu varð síöar fyrsta kona Amíns, og bróðir minn eignaðist síðar barn meö Mary, systur frú Amins. Aö málvenju í Uganda er ég þess vegna í fjölskyldu viö Amin. Ég hitti Amin oft, meðan ég var í menntaskólanum í Busoga. Ég man vel eftir því, þegar viö vorum kynntir fyrst í verzlun, sem einn af bræðrum mínum rak í námunda viö skólann. Hann var kynntur fyrir mér sem veröandi tengda- sonur skólastjórans. Þaö vakti þá sérstaklega athygli mína, hve stór hann var vexti, hann var 190 cm, en þaö var mikið jafnvel af hermanni aö vera. Hann var þá aöeins liðþjálfi, en var þá þegar þekktur sem hnefaleikameistari Uganda í þungavigt. Þeim titli hélt hann í níu ár. Hann þótti góður hermaður og var vel látinn af félögum sínum og yfirmönnum, sem sáu í gegnum fingur viö hann, þótt hann talaöi mjög illa ensku. Hann hækkaði fljótt í tign. Ég sá hann sjaldan næstu árin. Hersveitirnar lutu ströngum aga og sáust mjög sjaldan. í þá daga var Uganda rólegur og friösæll staöur, og í borgunum sáust hermenn aðeins tveir eða þrír saman eöa þá viö hátíðleg tækifæri. Áriö 1957 fór ég í Makerere háskól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.