Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 2
Vegg- skreyt- ingá Lanpm í Reykjadal Hringur Jóhannesson listmálari hefur unnið að skreytingu á veglegu íþróttahúsi, sem byggt hefur verið að Laugum í Reykja- dal. Eins og sést af myndunum, er húsið bogaskemma og bogarnir úr samlímdu tré og sjást innanfrá. Þarna er einn stærsti og veglegasti íþróttasalur landsins og vænkast mjög hagur Þingeyinga til innan- hússíþrótta. Arkitekt hússins er Jes Einar Þorsteinsson. Út úr gafli hússins skagar steinsteypt útskot vegna leiksviðs, sem einnig er í húsinu og arkitekt- inn gerði ráð fyrir veggskreytingu á þennan flöt. Þingeyingar sneru sér til Hrings Jóhannessonar listmálara frá Haga í Aðaldal og hann tók að sér verkið og gerði tillögur, sem Jes samþykkti. Hug- myndin var útfærð í líkan og byggingarnefnd hússins lýsti sig samþykka. Skreytingin er abstrakt, en gefur hugmynd um hreyfingu og leik. Eins og sést af myndunum, er hér um að ræða aðskildar eining- ar, sem voru steinsteyptar á staðnum og liturinn á þeim er einungis hvítt sement. Rör voru steypt í einingarnar og síðan var þeim smeygt uppá bolta í veggn- um. Hvert stykki vegur yfir 300 kíló. Xýja íþróttahúsið á Laugum er byggt við suðurendann á Tjörninni á Laugum, sem margir kannast við. í henni er fallegur hólmi með trjágróðri og í logni speglast húsið og skreytingin í tjörninni. Falleg- ast verður það á síðkvöldum, þegar sólin skín á gaflinn. Sterkum ljóskösturum verður hinsvegar béint að skreytingunni eftir að dimma tekur. Þingeyingar eru yfirleitt ánægö- ir meö þetta framtak og þykir það staðarprýði. Formaður byggingar- nefndarinnar lét svo um mælt, aö skreytingin væri svo einföld, að merkilegt væri að honum hefði ekki dottið þetta sjálfum í hug. GS. © Júlíus Jónsson. Mosfelli Dagur með gángnamönnum Svefni rift og sofinn sæll sööli vift á blakkinn tjaldi svift og tekinn hæll trússi lyft á klakkinn Hratt fer glettið hófa tröll herðir sprett á rindum Hundur léttur hendist fjöll hleypur rétt að kindum Eygló kyndir efst við tind iða lindir tærar hér er yndi engin synd allar myndir kærar Smala hæðir holt og börð hverfult næði mannsins noröur flæöir fögur hjörö feit af gæöum landsins Flanar stóöið forna slóð fremst á gróður leita Fákar móðir fjörs í móð fimi hljóðir beita Reiðs í byljum athöfn ör afl ei dylja fætur Mansins vilja, fáksins fjör fálur skilja lætur Upp til fjalla iðgræn jörð ég held valla hríði degi hallar, dreifð er hjörð dýrðleg vallar prýði Náttstað taka í norðan átt nú ey hrakast gengi ort er staka kvöld er kátt kveðið, vakaö lengi Úti víða orðið hljótt angar þýöur svalinn, görpum býð ég góða nótt glæsta tíö í dalinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.