Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 9
dborg á sandi ofan viö baðströndina en til hægri gefur að líta urmul af »i á Costa del Sol. 25 milljónir manna þyrptust á sólarstrendur Suður Evr- ópu í sumar — þar var eins og mauraþúfa og ekki einu sinni tjaldstæði að fá og vandræðin hófust hjá mörg- um fyrir alvöru, þegar átti að komast heim. Ljúfa lífið verður sífellt Ijúfara. Nú er spænska stjórnin búin að leggja blessun sína á spilavíti á helztu ferðamannastöð- unum, en alger nekt er hinsvegar bönnuð á baðströndum. Þessi lög eru brotin eins og önnur og bönd látin duga til málamynda. iURS á feröamannastraumi til Spánar og var hann þó nokkur fyrir. í árslok ætla ferðamálayfirvöld þar í landi aö 36 milljónir feröamanna hafi gist Spán, — þaö samsvarar íbúatölu lands- ins. Spánverjar hafa aöra stefnu en Islendingar gagnvart erlendu fjármagni og hafa þeir reynt að laða erlent fjármagn til að taka þátt í uppbyggingunni, hótelum og öðru. Því haföi lengi verið spáð, að allt færi í bál og brand og óeirðir eftir dauða Francos, en sú spá hefur sem betur fer ekki ræzt. Stjórnin skilur vel þýðingu ferðamannastraumsins og hefur nú ákveðið að gefa leyfi fyrir fjárhættuspilum á 18 ferða- mannastöðum. Fjögur spilavíti hafa þegar verið opnuð. Leiguflugvéiar hafa komið í stríðum straumum til Grikk- lands og Islendingar hafa verið þar á meðal. Um það bil hálf önnur milljón ferðamanna gisti Grikkland í sumar. Þar er boðið uppá skemmtisiglingar 'milli nafnkunnra eyja, sem áður voru lítt byggðar öðrum en fiski- mönnum. Nú er risin upp þar einskonar stóriðja: Þjónusta við erlenda ferðamenn og allir ætla að græða. Mengunin er nokkur í hafinu austur þar, en minni en vestar. Frægir sögustaðir svo sem Akropolishæðin í Aþenu og Delfi, sem eitt sinn var kallaður nafli heimsins, eru innan seil- ingar og hvergi í nálægum löndum er sólskinið öruggara en í Grikklandi. Hversu lengi standa þessi ósköp yfir? Þótt hlýtt sé og gott og bjart við Miðjarðarhafið á okkar mælikvarða allan septem- ber og jafnvel út október, telst vertíðin búin eftir fyrstu helgina í september. Þá eru menn einfaldlega bunir að eyða sumar- leyfisdögunum sínum og geta ekki verið lengur þótt þeir fegnir vildu. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að lengja ferða- mannavertíðina á sólarströnd- um og dreifa þessum mikla mannfjölda á fleiri mánuði, en ekki hafa þær borið árangur. Þegar öllu er á botninn hvolft, lítur helzt út fyrir að Evrópubú- ar hafi síður en svo á móti því að lifa og hrærast innanum mikinn mannfjölda — einnig í sumar- leyfinu. Bent hefur verið á til dæmis, að í franska ferða- mannabænum Saint-Tropez eru 25 kaffihús á ströndinni, en aðeins á tveimur þeirra er alltaf troðfullt. Fólk fer þangað sem fólk er fyrir í stað þess að sækjast eftir næði. I skoðana- könnun, sem franska blaðið Le Figaro gekkst fyrir, kom fram að verkamenn þar í landi vildu heldur meira frí en samsvarandi hærra kaup. Evrópubúar meta ákaflega mikils að losna undan klafanum. Talið er að þróunin verði sú, að sumarleyfi manna lengist i iðnaðarlöndunum eftir þvi sem hagsæld vex. Þarf raunar ekki að líta langt yfir skammt: Hér á landi þ.vkir nánast viðmiðunaratriði í sam- bandi við lífskjör að geta farið í sólarlandaferð einu sinni á ári. Svo það er alls ekki líklegt að kroppum fari fækkandi á hinum hvítu ströndum Miðjarðarhafs- ins á næstunni, né heldur að linni ýmsum þeim óþægindum sem verða í mikilli örtröð. í sumar hófust vandræðin fyrir alvöru, þegar átti að leggja í‘ann heim. Flugumferðarstjórar í Frakklandi áttu i launadeilu og létu það óspart bitna á saklaus- um ferðalöngum við Miðjarðar- hafið. Verulegur hluti af flugum- ferðinni þaðan liggur yfir Frakkland og um tíma levfðu Fransmenn aðeins örfáum flug- vélum á dag að fljúga yfir franska stjórnsvæðið. Urmull ferðalanga, sem búinn var með sumarleyfið sitt, lenti í algerum vandræðum. Fólk varð að láta fyrir berast í flugstöðvarbygg- ingum og jafnvel úti undir berum himni, þar sem hægt var að hola sér niður. Það hefur vissulega verið dapurlegur endir á sumarleyfinu og ekkert hægt að gera annað en bíða uppá von og óvon. Þannig var sumarið ‘78. Fleiri íslendingar fóru til sólarlanda en nokkru sinni áður og hófu nýtt landnárri ef svo mætti segja á Florida og Bahamaeyjum. Samt var sumarið ‘78 gott á Islandi og margfalt betra á Suðurlandi en undanfarin þrjú snmur. Venjulega er þá vætu- samt sunnan við okkur og svo var nú. Sumarið var með því versta í Bretlandi og í norðan- verðri Evrópu eins og áður er frá greint. Líklegt má telja í fram- haldi af því, að gífurleg eftir- spurn verði eftir ferðum og hótelherbergjum á hinum suð- lægu slóðum að sumri. G.S.- Byggt á Time. Der Spiegel. Stern og Observer. álíka vinnustöðum, vilja helzt af öllu komast á baöströnd í sumarleyfinu, Þar sem kraðakið er eins og myndin sýnir. Þannig var umhorfs einn dag í ágúst í sumar á ströndinni milli Saint Tropez og Sainte-Maxime á Frönsku Riveriunni. Meöan á hægagangi stóö hjá frönskum flugumferðarstjórum, áttu margir langa og leiöa bið á flugstöðvunum, pegar heim átti að halda úr sumarleyfinu. Sumir reyndu að sofa á bekkjum og gólfum og jafnvel úti undir beru lofti. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.