Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 12
Arkitekt á faraldsfæti Ulrik Arthursson Stahr heldur áfram frásögn sinni og segir nú af ferð frá Alpafjöllum til Verona og Feneyja, suður með Adria- hafsströnd til Pescara, yfir Ítalíuskaga til Napoli, Pom- pei og Sorrento, — til Brindisi, Korfu, Padras, Peloponissosskaga og Aþenu í Grikklandi, — norður um Makedoníu, til Serbíu í Júgóslavíu, til Montenegro, norður Dal- matíuströnd til Trieste. Það sem hann gerir að umtalsefni hér, er einkum arfleyfðin í húsagerðarlist, sem við blasir í þessum' löndum. í fyrri kaflanum „Meö Smyrli áleiöis til Brazilíu" fjallaði ég meöal annars um fjölbreytni evrópskrar byggingarlistar sem hinir nýju landnemar fluttu meö sér alla leið til Norður- og Suöur Ameríku. í þessum pistli langar mig til aö skrifa dálítið um seinni'afanga ferðar okkar um nokkur lönd viö austurhluta Miðjaröar- hafsins . .. Flestir íslendingar eiga í dag kost á því að fara á tiltölulega hagstæöu verði til þessara landa í svokallaðar sólarferðir. Einu sinni fyrir nokkrum árum las ég grein eftir þekktan reykvískan borgara sem hafði látið „plata" sig í slíka ferð og kom vonsvikinn heim vegna þess hve leiðinlegt það hefði verið að flatmaga á yfirfullri baðströnd. Þessum góða manni hefði verið nær að líta svolítið í kringum sig, þá hefði örugglega farið öðruvísi fyrir honum því nóg er að skoða og „uppgötva" á þessum slóðum. Ef farið er aðeins út fyrir aðalferðamannaleiðir, þarf enginn að bíða lengi eftir ævintýrunum sem leynast svo að segja í hverri vík við þetta sögufræga haf. Við vorum svo heppin að vera á okkar eigin bíl, auk þess ferðuðumst við talsvert á ferjuþátum, sem innfæddir nota, einnig fótgangandi og síðast en ekki síst á litlum gúmbáti sem hægt er að blása upp og tekur 3 farþega. Það voru ógleymanlegar stundir þegar viö sigldum undir snar- brattri klettaströnd sem óaögengileg var frá landi, flutum framhjá gömlum sjávar- þorpum, tókum land inni á smávíkum og könnuðum fótgangandi fjöll og píníuskóga í grennd. Borgir og bæir, sem falla inn í umhverfið Um leið og grænu túnin komu undan snjónum á austurrísku Ölpunum í apríllok yfirgáfum við Alpakofann okkar sem við höfðum búið í veturlangt og fórum suður Það sem búið er að glata á steinsteypuöld Gamalt bóndabýli í Alpafjöllum. Húsið er úr hlöðnu grjóti að hluta, en miklu mest úr tré. Snjórinn liggur á Þökunum allan veturinn og kemur aö gagni sem einangrun. yfir fjöllin til blómstrandi trjágarða Norður ítalíu. Eins og á leiöinni frá íslandi til Miðevrópu haustið á undan kom tjaldið sér að góöu gagni. Víst kann mörgum að finnast þessi feröamáti nokkuð fyrirferða- mikill en eins og ég sagði í upphafi fyrri kaflans þá ætluðum við að breyta til í öllu, þar með talið að sofa í húsum. Vorið er sennilega heppilegasti tíminn til að ferðast á þessum slóðum. Ferðamannastraumur- inn er með minnsta móti, hitinn ekki orðinn of mikill, tré og runnar í ferskum grænum klæöum eða blómstrandi í rauðum, gulum og bláum lit. Það sem í júlí- og ágústmánuði er aðeins brúnt og brunnið af sólskini er nú eitt ilmandi haf af villtum blómum og hvarvetna heyrist í næturgalanum, þessum litla söngfugli sem að dómi margra syngur fallegast allra fugla. Leiðin okkar lá fyrst um Gafdavatnið og Verona til Feneyja, síðan suður með Adriahafsströndinni til Pescara, þaöan þvert yfir ítalíuskaga um Abruzzofjöllin til Napoli, Pompei og Sorrento. Þaðan fórum við til Brindísi syðst á skaganum um Appennino Lucano fjöllin. Frá Brindísi var siglt á ferjuskipi til eyjarinnar Korfu og áfram til Patras í Grikklandi. í Grikklandi vorum við á ferð á Peloponisos skagan- um, í Aþenu og á eyjunum Poros og Euboea, en fórum svo norður um Makedóníu til Serbíu í Suöur Júgóslavíu. Síðan lá leið okkar um hrikalegan fjallgarð til Montenegro, þar sem menn eru Múhammeðstrúar, að Skútarivatni á landamærum Albaníu og Júgóslavíu við Adriahafiö, og svo norður Dalmatiu- ströndina til Trieste. Síðasti áfangi feröarinnar var um Austurríki, Þýzkaland, Danmörk og Sví- þjóð til Björgvinar í Noregi, en þaðan sigldum viö heim til íslands með Smyrli. Hér við Miðjarðarhafið er talsvert af bæjum og borgum frá miðöldum sem varðveitzt hafa nær óbreytt fram á okkar daga. Það fyrsta sem aðkomumaðurinn tekur eftir er á hve sjálfsagðan hátt þær falla inn í landið, verða hluti af umhverfinu. Ég lýsti þessu lítillega með dæminu Ouro Preto í Brazilíu en hér endurtekur sig nákvæmlega sama saga. Hér á ég ekki einungis við borgir á borð við Flórenz, Feneyjar eða Dubrovnik heldur fyrst og fremst við það sem mætti kalla „hvers- dagsarkitektúr", þaö eru hús alþýðunnar svo sem bændabýli, lítil þorp, bú- og vinnustaðir iðnaðarmanna svo eitthvað sé nefnt. Það fylgir þessum mannvirkjum eitthvaö sem við á steinsteypuöld erum búin að glata og er í raun og veru sjáanlegt hvar sem er í heiminum. Gott dæmi er íslenzki torfbærinn sem vex út úr landinu undir grasþökum sínum, með grjótveggjum og tjargaða timburklæön- ingu á framhliöinni. Þannig verður byggingarlist þessara tíma eins og opin bók um lifnaðarhætti og lífsvenjur þessa fólks í baráttu við umhverfið og veðurfar. Svo háð var fólkið byggingarefnum sem fyrirfundust á hverjum stað að stíllinn breyttist oft frá einum dal yfir í þann næsta. Útkoman er undravert lítið listaverk Gott dæmi um þetta eru þorpin í Abruzzofjöllunum á Mið-ítalíu. Af ótta við bófaflokka voru þau yfirleitt byggð hátt uppi á klettanefum eöa illaðgengilegum fjallshlíðum. Húsin standa þétt við krókóttar götur — oft tröppugötur, byggingarefnið er náttúrusteinn í veggj- um, en þaktígulsteinar úr brenndum leir í rauðbrúnum lit á þökunum. Vegna þess að jarðýtur voru til allrar guðslukku ekki til, fylgir byggðin hverri bugðu í landinu og útkoman er undravert lítiö listaverk, allt eins og úr einni og sömu hendi. Nokkrir nútímaarkitektar hafa fengið tækifæri til þess að reyna að ná fram svipaðri „stemningu" með nútímaaðferð- Klausturkirkja í Mistras á Peloponnesos-skaganum í Grikklandi. Hér er allt úr steini og mikið.„landslag“ í þökunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.