Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Blaðsíða 6
KOSTGAN G AR AR hjá Guðrúnu á Bókhlöðustíg 10 Pétur Sæmundsen, nemandi í 6. bekk Verzlunarskóla íslands. Fæddur á Blöndu- ósi. Undirrituöum var Pétur kunnur frá æskudögum, því aö oft lá leiðin á Ósinn í verzlunarerindum, annaö hvort í kaup- félagiö eöa til Thorsteinsons. Pétur var prúömennskan uppmáluð og er enn. Kurteis, fágaöur heimsmaöur. Hann hefur veriö framámaður í iönaði frá því að hann lauk prófi í viöskiptafræðum, nú banka- stjóri Iðnaöarbankans í Reykjavík. Móöir Péturs var Þuríður Siguröardóttir Sæmundsen, systir Siguröar fyrrv. land- læknis frá Húnsstöðum í Þingi, en hún var gift Evald Sæmundsen verzlunarstjóra á Blönduósi, sem lézt á bezta aldri. Ragnar Kristjánsson, nemandi í 3. bekk Kennaraskóla íslands. Prúöur piltur, stilltur svo aö eftir varö tekið. Ekki fjáður fremur en margir aörir, sem nám stunduðu um þær mundir. Ragnar fékk sér vinnu í jólafríinu, bar út póst. Aðfangadagskvöld jóla fylgdist sá sem þetta ritar meö Ragnari um gamla bæinn, er hann deildi út jólaþósti. Er það ógleymanlegt. Aö því loknu var haldiö heim í herbergiskytruna í Njaröargötu. Einstakt jólakvöld. Ragnar er frá Stöövar- firöi. Að kennaraprófi loknu hóf hann kennslu, en aö því var aö sjálfsögöu stefnt, og það sem allra fyrst, svo aö menn gætu farið að vinna fyrir sér. Frá 1950 hefur Ragnar kennt viö Austur- bæjarskólann, lengst af smíði. Siguröur Ármannsson endurskoðandi boröaöi þarna, myndarmaöur. Hér veröa engar sögur af honum sagðar, en hann geymist í minni sem prúðmenni, yzt sem innst. Naut hins ágæta matar, sem þarna var fram borinn. Ríkharður Sumarliðason símvirki. Meðalmaður á hæö, grannur, léttur í hreyfingum. Samræðugóður. Ríkharður er fróöleiksfús maður. Hann lærði esperanto ungur og hefur tekiö þátt í félagsskap esperantista. Hann hefur kennt viö Loftskeytaskólann og á símvirkjanám- skeiöum. Vera má, aö mynd sú sem hér er upp dregin sé ekki mjög skýr, en jafnvel litríkt mál nær aldrei aö lýsa einstaklingi sem á leið okkar veröur nema aö takmörkuðu leyti. Finna þetta sjálfsagt allir, sem geta fólks á einhvern hátt. Sjálf persónan næst aldrei öll. Hætt viö aö ytra boröið sitji í fyrirrúmi. Og máltækið segir líka, að enginn viti hvaö undir annars stakki býr. Stefán Jónsson, nemandi í húsasmíöi. Lítill vexti, knálegur, vinnulegur. Sat oft til borös meö undirrituðum. Léttur í máli, bjartsýnn, trúöi á framtíöina. Stefán er látinn fyrir allmörgum árum, vart miö- aldra. Hann var einn af fáum þarna, sem lagði stund á erfiöisvinnu. Flestir stund- uðu andleg störf og nám. Húsnæöið var tvær samliggjandi stofur, rúmgóðar. Fyrir utan hádegismat og kvöldmat fengu menn morgunverð og síðdegiskaffi. Morgun- veröur var annaðhvort hafragrautur og brauð meö áleggi, ásamt mjólk vitanlega, eða kaffi og brauö. Menn gátu valið um það. Sigurður Einarsson skáld. Enginn sem kynntist Siguröi Einarssyni getur gleymt honum, því aö ef nokkur maöur hafði það sem kallað er persóna, þá var þaö hann. Hrífandi mælska, glettni, skarpar ályktan- ir, lærdómur, mannþekking, skjótar ákvarðanir. Ævi Sigurðar var óvenju litrík. Hann var prestur, þingmaöur, dósent, skrifstofustjóri, fréttastjóri viö Ríkisút- varpiö, kennari við Kennaraskólann, rithöfundur og skáld. Hiö síöasttalda mun halda nafni hans lengst á lofti. Sigurður var starfsmaður fræöslumálastjóra um þetta leyti. Hanna kona Siguröar boröaöi þarna einnig, og hefur hennar verið minnzt hér aö framan. Er undirritaður var skólastjóri undir Austur-Eyjafjöllum bjó sr. Sigurður í Holti. Hann var prófdómari viö skólann. Vildi jafnan rétta hlut þeirra, sem lága einkunn höfðu hlotið. „Ætli viö gefum ekki greyinu fimm," sagði hann. Manngæzka hans voru einstök. Á Bók- hlöðustíg var Sigurður ræðinn og skemmtilegur. Hann var þá nýlega kvæntur. Sigurður andaöist 23. febrúar 1967, 68 ára að aldri. Daginn eftir lát skáldsins orti undirritaöur minningarljóö, sem birtist í Tímanum föstudaginn 3. marz á útfarardaginn. Er víst viö hæfi aö Ijóöiö birtist hér: Nú kveður snilling hnípnum huga þjóö. Frá Holti berast ekki fleiri Ijóö; þar átti skáldið skjól og vistir góöar. En eitt er víst, aö enn um langa hríö mun orðsnilld klerksins hljóma sterk og blíð og geymast vel í vitund frónskrar þjóöar. Því röddin styrk og einstakt orðaval í okkar huga varðveitt lengi skal, sem hlýddum máli hans á vegferðinni. Og það er bjart og hlýtt um nafnið hans, er hugir flétta minninganna krans. —t Ég þakka honum góö og gagnleg kynni. Sólrún Elsa Stefánsdóttir, skrif- stofumaður, trúlofuð Kristjáni Gíslasyni hjá skömmtunarskrifstofu ríkisins, síöar forstjóra Verðlagsskrifstofunnar. Sólrún er jafngömul undirrituðum, alin upp í sama dalnum, en yfirgaf hann á unga aldri eins og flestir aðrir sem þar bjuggu, í von um betri heim annars staöar. Flestir fóru til höfuðstaðarins. Á stríösárunum magn- aöist þessi skriöa mjög eins og kunnugt er. Stefán Friðbjarnarson, nemandi í Verzlunarskólanum. Fremur smár vexti, snotur maöur, háttvís. Stefán bjó lengi á Siglufiröi og gegndi þar ábyrgðarstörfum. Var bæjarstjóri alllengi. Nú blaðamaöur hjá Morgunblaðinu. Steindór Hjörleifsson bankaritari í Landsbankanum. Lagöi stund á leiklistar- nám og var í upplestrartímum hjá Sigurði Skúlasyni ásamt undirrituöum. Þess er gott aö minnast. Nemendurnir fengu tappa til aö setja upp í sig, er æfa skyldi ákveöin hljóð. Steindór sýndi þá þegar, að hann er góður upplesari. í lok námskeiðs- ins máttu nemendur velja sér eitthvert kvæði til flutnings. Valdi Steindór kvæöi Davíös frá Fagraskógi: Á Dökkumiöum. Las hann það meö tilþrifum eöa flutti öllu heldur, því að hann fór meö kvæöiö utanað. Er þeim sem þetta ritar í minni, er Steindór las eftirfarandi Ijóðlínur og lagöi mikla áherzlu á síðasta orðiö: Og surrrir segja aö karlinn, sem aö þangaö rær, sé meö horn og hala og hófa — og jafnvel klær. Undirritaöur valdi sér kvæöi Jakobs Jóh. Smára: Þingvellir, sem er hugljúft og sterkt um leið. Hver gleymir niðurlaginu: Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkveldi hljóöu. En Steindór er ekki aöeins góöur uþþlesari, heldur leikari og söngvari. Hver gleymir því, er hann söng: „Einu sinni á ágústkvöldi“? Um skeiö var Steindór dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu, en sagði því starfi lausu, því aö hann vildi ekki segja skilið viö leiklistina. Má segja, aö hann hafi vériö list sinni trúr. Framan af stundaöi hann list sína samhliöa þreytandi bankastörfum. Er það aö vísu saga margra fyrirrennara hans í greininni. En þaö hlýtur að kosta mikla áreynslu aö sinna þannig um árabil tveimur krefjandi störfum og vera báöum trúr. Steindór er fæddur og alinn upp í Hnífsdal, var í gagnfræðaskólanum á ísafirði hjá Hanni- bal Valdimarssyni og lofar hann mjög sem kennara og skólastjóra. Er það skoðun allra, sem honum kynntust á þeim vettvangi. Þaö eru fáir fæddir kennarar, en slíkt má meö sanni segja um Hannibal. En þetta var víst útúrdúr. Steindór hefur alla sína leikaratíð starfaö hjá Leikfélagi Reykjavíkur, að undanteknum tveimur árum, eftir aö Þjóðleikhúsiö tók til starfa, aö hann lék þar nokkur hlutverk. Auk þessa hefur Steindór leikiö í mörgum útvarps- og sjónvarpsleikritum. Steinn Dofri ættfræöingur. Sá maður sem minnistæöastur var á Bókhlööustíg 10 var aldinn að árum, kominn yfir sjötugt, sjálfsagt aldursforseti á staönum. Hann var ern vel, málglaöur og reifur. Talaði um ættir aö sjálfsögðu, einkum við Arnór Sigurjónsson og Haralds Sigurösson. En kærasta umræðuefni hans var þó svo- nefndir hreppstjórar, en þaö voru fress- kettir, sem hann sá á götunni. Steinn Dofri hét í kirkjubók Jósafat Jónasson og var úr Þverárhlíö í Mýrasýslu. Dvaldi lengi í Vesturheimi eöa milli 30 og 40 ár. Fluttist þá til Reykjavíkur og sinnti ættfræðirann- sóknum til æviloka, 1966. Eitt sinn varö undirritaöur samferða Steini Dofra heim til hans, en hann átti heimili sitt í Þingholts- stræti 28. Bjó í litlu herbergi uppi á lofti. Þaö sem gesturinn rak fyrst augun í voru aflangir trékassar, slegnir saman úr óhefluðum boröum. Mun eigandinn hafa þar aö unniö. Kössum þessum var staflað hverjum ofan á annan. í þeim voru ættfræöihandrit Steins. Húsbúnaöur var allur einkar fábrotinn. Eins og kunnugt er var Steinn alla ævi einhleyþur. Hann liföi mjög sparlega. Ríkið veitti honum smálíf- eyri gegn því að ættfræðihandrit hans yröu eign þess að honum látnum. Lítið vildi Steinn tala um fræðigrein sína viö gestinn, þó aö hann væri hnýsinn í þá átt, heldur eyddi hann öllu slíku og ræddi mest um Ijúflinga sína, kettina. Allt í einu segir hann við gestinn og bendir út um gluggann: „Séröu þennan? Þetta er virðulegur hreppstjóri, finnst þér þaö ekki?“ Þetta var stór fressköttur, grár aö lit, úfinn og Ijótur. Gleggsta lýsing á Steini Dofra er í bók Theódórs Friðrikssonar: Ofan jaröar og neöan. Nöfnin sem hann gaf köttum sínum, er hann bjó í Vesturheimi, eru kostuleg. Má þar nefna þessi: Ingjaldur biskup skaðmígandi, Hermundur háloftamígur, Örnólfur uröar- draugur, Þorgrímur þrídrepni. Samtímis mun hann hafa átt tólf ketti, þegar hann dvaldi vestra. Þar bjó Steinn í kofa úti í skógi og lifði af veiöiskaþ í vatni þar í grennd. Kettirnir voru honum til skemmt- unar í einverunni, en einnig varnarlið. Kettirnir voru grimmir og þess vegna ekki árennilegt aö sækja einbúann heim. Eitt sinn var Steinn í samvinnu viö annan mann um veiöiskapinn. Sá hinn sami geröi eitt sinn tilraun til aö drepa Stein, og sagði hann í viðtali í blaði, aö hann heföi gert þaö til aö erfa netin sín. Steinn orti nokkuö, en varla gat þaö kallast lipur kveöskapur. Til þess var maöurinn of forn í skapi. Eitt sinn var undirritaöur í heimsókn hjá Steini, en þá bjó hann vestur á Nýlendugötu í smáíbúð sem hann átti. Þekktur fræðimaður og vísnasafnari var einnig gestkomandi hjá honum. Nú tekur Steinn aö þylja kveðskap eftir sig. Kom á einum staö fyrir oröasambandiö pykksneidd endalykt. Brostu gestirnir aö í laumi, en létu ekki í Ijós álit sitt á kveðskapnum. Gestirnir héldu jafn- snemma heimleiðis frá Steini. Segir þá fræöimaöurinn viö undirritaöan: „Mikill bölvaður leirburöur er þetta hjá karlin- um.“ Steinn lagði mest stund á aö rannsaka forn- og miöaldaættir. Safn hans er geysimikið að vöxtum og varðveitt í Landsbókasafni. Vel má vera, að þaö þyki merkilegt er tímar líöa. Aldrei mátti nefna Stein sínu skírnarnafni. Menn geröu þaö, ef þeir vildu koma karlinum upp sem kallað er. Hann hét bara Steinn Dofri. Sérkennilegum mönnum fer nú ört fækkandi. Steinn var með þeim síöustu, er nokkuð kveður aö. Sturla Bogason vélstjóri. Grannholda maöur, Ijós á brún og brá, fáskiptinn, þó er mynd hans vel greypt í hugann eftir öll þessi ár. Sturla var vélstjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins lengi. Sverrir Finnbogason rafvirki. Þreklegur maður, frjálslegur í framkomu. Líflegt var við hann aö ræða. Hér var enginn pappírsbúkur á ferð. Heitbundinn var Sverrir þá Ingunni Árnadóttur kennara- nema, sem tók próf út úr skólanum þá um vorið. Þau giftust ári síöar. Sveinn Ólafsson myndskeri, bróöir Magnúsar Torfa. Viðkunnanlegur maöur. Þéttur á velli og þéttur í lund. Margir munu þeir vera, sem eiga útskorna muni eftir Svein, listilega gerða. Þarna voru sem sagt þrjú systkin á sama matsölu- Minmngar frá námsámm í Reykjavík við lok heimsstyrjaldar. Síðari hluti. Eftir Auðunn Braga Sveinsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.