Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 12
hann segir, ég segi, hún segir, ég segi, ég segi. . ,,Bert minn, afi, gamli maður- inn, sykur, hveiti, reykt síld, grænmeti, sykur, sykur, sykur.“ Þunglamalega konan horfði undrandi í gegnum slæðu orða- flaumsins á blómin, sem stóðu svöl, sterk og upprétt í sverð- inum. Hún sá þau eins og sofandi maður, sem vaknar af þungum svefni og sér látúnskertastjakann endurkasta ljósinu á nýstárlegan hátt og lokar augunum og opnar þau aftur, glaðvaknar allt í einu og starir af ö!lu afli á kertastjak- ann. Þannig staðnæmdist þung- lamalega konan á móts við spor- öskjulagaða blómabeðið og hætti jafnvel að látast hlusta á það, sem hin konan sagði. Þarna stóð hún og lét orðin fossa yfir sig og sveigði efri hluta líkamans hægt fram og aftur og horfði á blómin. Síðan stakk hún upp á því, að þær f.vndu sér sæti og fengju sér te. Snigillinn hafði nú yfirvegað allar mögulegar leiðir til þess að ná ákvörðunarstað sínum án þess að fara framhjá dauða blaðinu eða klifra yfir það. Látum nú vera erfiðið, sem það hafði í för með sér að klifra yfir laufblað, en hann efaðist um að þunnt blaðið, sem titraði og brast svo ógnvekj- andi, ef hann aðeins snerti það með hornbroddi sínum, myndi þola þunga hans. Þetta varð til, að hann ákvað loks að skríða undir það, því að á einum stað hvelfdist laufblaðið svo hátt yfir jarðveg- inum, að hann komst þar undir. Hann hafði rétt stungið höfðinu inn um opið og var að mæla hæð- ina upp að háa, brúna þakinu og farinn að venjast svalri, brúnni birtunni, þegar tvær manneskjur gengu framhjá yfir grassvörðinn. í þetta sinn voru þær báðar ungar, ungur maður og ung kona. Þau voru bæði í blóma lífsins eða jafnvel á því skeiði, sem kemur á undan blóma lífsins, á skeiðinu áður en mjúkar, ljósrauðar fell- ingar blómsins hafa sprengt kvoðukennt hylki sitt, þegar vængir fiðrildisins, þó fullþroska séu, eru hreyfingarlausir i sól- inni. „Heppni, að ekki er föstudag- ur,“ sagði hann. ,,Nú, trúir þú á heppni?" „Maður þarf að borga sexpence á föstudögum.“ „Hvað er sexpence svo sem? Er það ekki sexpenca virði?“ „Hvaða ,,það“? Hvað áttu við með ,,það“?“ „Ó, hvað sem er, ég á við, þú veizt, hvað ég meina." Langar þagnir urðu á milli þess- ara setninga, sem sagðar voru :neð hljómlausum, tilbreytingar- lausum röddum. Parið stóð hreyf- ingarlaust við jaðar blómabeðsins og saman þrýstu þau oddinum á sólhlífinni hennar djúpt ofan í mjúkan jarðveginn. Þessi verkn- iður og sú staðreynd, að hönd nans hvíldi á hennar, gáfu tilfinn- ingar þeirra til kynna á undar- ægan hátt eins og þessi fáu, mein- ingarlausu orð, sem létu líka eitthvað í ljósi, stuttvængjuð orð, sem báru þunga merkingu, óhæf til þess að lyfta þeim langt, svo að þau settust því klaufalega á hina iiversdagslegustu hluti, sem um- xringdu þau og urðu óþroskaðri snertingu þeirra svo þungvæg. En '-iver veit (þannig hugsuðu þau jm leið og þau þrýstu sólhlífinni •úður í jörðina), hvaða þverhnipi eru fólgin i þeim eða hvaða ís- brekkur myndu ekki glampa við sólu hinum megin? Hver veit? Hver hefur nokkru sinni séð þetta áður? Jafnvel, þegar hún var að bollaleggja um, hverskonar te maður fengi í Kew, fann hann, að það grillti i eitthvað í orðum hennar, eitthvað afarmikið og traust. Og svo létti þokunni, mjög hægt og I ljós komu — ó, drottinn, hvaða hlutir voru þetta? — lítil, hvít borð og veitingastúlkur, sem litu fyrst á hana og svo á hann. Og þarna vár reikningur, sem hann myndi borga með raunverulegum tveggjashillingapeningi og þetta var raunverulegt, allt raunveru- legt, fullvissaði hann sjálfan sig um og fitlaði við peninginn i vas- anum, raunverulegt í augum allra nema hans dg hennar. Það var jafnvel að verða raunverulegt fyrir honum. Og þá —, en það var of æsandi að standa lengur og hugsa og hann dró sólhlífina upp úr moldinni með rykk g vildi nú óþreyjufullur finna st; , þar sem maður fékk sér te með óðru fólki, eins og annað fólk. „Komdu nú, Trissie, það er kominn tími til að við fáum okkur te.“ „Hvar fær maður sér te,“ spurði hún með skrýtinni, titrandi og æstri röddu, horfði lauslega i kringum sig og lét draga sig niðureftir grasivöxnum stígnum og dró á eftir sér sólhlífina, sneri höfðinu sitt á hvað og gleymd þannig teinu sinu, langaði að fai a þarna niðureftir og þarna inneft- ir, mundi eftir orkídeum og trön- um innan um villl blóm, kin- versku hofi og fugli með rauðan kamb. En hann dró hana áfram. Þannig gekk hvert parið af öðru framhjá blómabeðinu og hreyf- ingar þeirra flestra voru óreglu- legar og markmiðslausar. Og þau sveipuðust mörgum lögum af grænbláum eimi, þar sem líkamir þeirra höfðu i fyrstu li* og lögun, en seinna leystust bæ lögun og litir upp í grænbláu lof . En hvað það var heitt! Svo heitt aðjafnvel þrösturinn kaus að hoppa eins og upptrekktur fugl í skugga blóm- anna og langt hlé varð á milli hreyfinga hans. I stað þess að flögra rólega um dönsuðu hvítu fiðrildin hvort upp af öðru og teiknuðu þannig með sífelldu flökti sínu útlínur molnaðrar marmarasúlu yfir hæstu blóm- unum. Það glampaði á glerþak páimahússins eins og opnaður hefði verið markaður glansandi, grænna regnhlífa í sólskininu. Og sumarhiminninn gaf til kynna óhemjulegt eðli sitt með rödd drynjandi flugvélar. Gult og svart, ljósrautt og snjóhvítt, allir þessir litir tóku á sig lögun karla, kvenna og barna og bar um ör- skotsstund við sjónhring og svo, þegar þau sáu gulu slæðuna, sem lá yfir grasinu, fóru þau að titra og leituðu í forsæluna undir trjánum og leystust upp eins og vatnsdropar í gulu og grænu loft- i.iu og lituðu það daufrautt og daufblátt. Svo virtist sem allir stórir og þungir líkamir hefðu hnigið hreyfingarlausir niður í hitanum og lægju þar í hnipri á jörðinni, en raddir þeirra lagði vitrandi upp af þeim sem væru þær logar, blaktandi upp af digr- um vaxkertum. Raddir. Já, raddir, orðlausar raddir, sem rufu þögnina skyndilega með svo djúpri ánægju, svo ákafri löngun eða svo sannri undrun, ef um barnaraddir var að ræða. Rufu þögnina? En það var engin þögn. Allan tímann snerust hjól strætis- vagnanna og þeir skiptu um gíra. Borgin niðaði eins og risastórt kubbasett úr undnu stáli, þai sem kubbarnir hreyfðust án afláts hver innan í öðrum. Yfir öllu þessu gullu raddirnar hátt og kórónublöð blómanna þeyttu litum sínum upp í loftið. Anna María Þórisdóltir þýddi. HINAR MANJSÍSKÆÐU BYFLUGUR Eitrið úr kynblendingum afrískra og evrópskra býflugna er ekki hættulegra en eitrið úr öðrum býflugum. Hins vegar eru blending- arnir ákaflega uppstökkir og fara fleiri saman. Bianca Lavies, Ijósmyndari, átti f vök að verjast. Hún var í býflugnabrynju, en hlaut þó nokkrar stungur. 1 hvert sinn, sem hún smcllti af kramdi hún nokkrar flugur. Svo þétt sátu þær! ÞAÐ var erindi okkar f Brasilfu að fræðast um þarlendar býflug- ur. Nú vorum við á meðal þeirra. Og okkur leizt ekki á blikuna. Vorum við þó í sérstökum bý- flugnabrynjum frá hvirfli til ilja. Fyrst réðust á okkum nokkrir framverðir. Þegar þeir höfðu sannreynt að óvinir væru á ferð kom aðalherinn á vettvang. Vctt- vangurinn, það vorum við. Fyrr en varði vorum við alþakin bý- flugum og suðið lét sem fossniður f eyrum. Flugurnar birtust óðar af illsku. Þær stungu broddunum á kaf f þykkt varnarklæðið og gengu þeir stöku sinnum inn úr. Þá urðum við að taka á honum stóra okkar svo að við legðum ekki á flótta. Raunar varð leið- sögumaður okkar að draga sig f hlé og sleikja sár sfn. Við ljós- myndarinn þraukuðum lengur og áttum við þó f nokkrum erfiðleik- um; t.d. kramdi ljósmyndarinn nokkrar flugur til bana f hvert sinn, sem hann smellti af mynd og blfðkaðist flugnagerið ekki við það. Brasilískar býflugu- urðu til f meinlegu kynblöndunarslysi fyr- ir 19 árum. Býflugur af evrópsk- um stofni voru fyrir f landinu. Það voru friðsemdarskepnur og vel viðráðanlegar mönnum. En svo voru fluttar inn afrfskar flug- ur. Það voru hin mestu villidýr. Voru þær hafðar til rannsóknar f Sao Paulo og þeirra vel gætt. Ekki þó betur en svo, að nokkrar sluppu úr haldi. Lögðu þær lag sitt við hinar Evrópsku og varð þá til ný tegund. Það voru þær flug- ur, sem vildu okkur feig. Nú eru þessir kynblendingar komnir um mestalla Suður- amerfku og halda sffellt áfram landvinningum. Er von á þeim til Miðamerfku og Mexfkó innan skamms og er þá ólfklegt, að þeir némi staðar við tollhliðin á landa- mærum Mexfkó og Bandarfkj- anna. Þykir norðanmönnum góð ráð dýr, þvf flugurnar eru þegar búnar að drepa 150 manns f föð- urlandi sfnu, Brasilfu. Býflugur komu f fyrndinni austan úr Asfu og dreifðust; fóru sumar til Evrópu en aðrar til Afrfku. Loftslag er milt vfðast hvar f Evrópu og urðu býflugur þar rólyndar og óáreitnar, — eftir þvf sem gerist um býflugur. t Afrfku er aftur á móti örðugt að lifa; þar er vfða mjög heitt og þurrt. Fór svo, að býflugurnar þar urðu á stöðugu flakki og leituðu æ nýrra bústaða. Þær sættu líka áreitni manna, sem stálu frá þeim hunanginu f stórum stfl og kann það að hafa haft talsverð áhtif á lundarfar flugnanna. Þær urðu að minnsta kosti ilfvfgar svo að af bar, þegar tímar liðu. Afrfsku flugurnar eru ekki skæðari en aðrar hver um sig, en þær fljúga hins vegar fleiri til atlögu f eir.u. Og enginn maður lifir af nokkur hundruð stungur. Afrfsku flugurnar gefa af sér meira hunang en aðrar. Þess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.