Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 10
MAGNClSMClRARI Guðmundur A. Finnbogason Árið 1865, það er fyrir 111 ár- um, kom ungt kærustupar aust- an undan Eyjafjöllum suður að Gauksstöðum í Garði. Stúlkan hét Þuríður Jónsdóttir, fædd að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 19. ágúst 1844. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir, vinnu- kona í Stóru-Mörk þrítug að aldri, og Jón Jónsson, vinnumaður, þá rösklega tvítugur, sonur Helgu Hallgrimsdóttur húsfreyju í Stóru-Mörk og Jóns Guðmunds- sonar, bónda þar. Voru þau Þur- íður og Þorsteinn Erlingsson skáld systkinabörn. Ungi mað- urinn hét Magnús Magnús- son, fæddur að Berjanesi í Landeyjum 25. júlí 1840. For- eldrar hans voru hjönin Magnús Ölafsson og Oddný Jakobsdóttir, er þá bjuggu þar, en þau fluttust laust fyrir 1850 að Efstu-Grund undir Eyjafjöllum. Bróðir Magnúsar, Sveinn Magnússon, hafði þá fyrir nokkrum árum flutzt að Miðhúsum í Garði og farið að búa þar með konu sinni, Eyvöru Snorradóttur, ættaðri úr Garðinum. Þau bjuggu sfðar og lengst af í Gerðum, og voru mestu merkishjón. Mððal barna þeirra voru Theódóra Sveinsdóttir og Sigmundur Sveinsson, bæði vel- þekkt. Þau Sveinn og Eyvör fluttust úr Garðinum til Hafnar- fjarðar laust fyrir síðustu alda- mót. Unga parið, Þuríður og Magnús, tóku við búi á Gauksstöðum eftir Jón Gamalielsson og Ingveldi Þor- steinsdóttur, hjón er þar höfðu búið í nær fjóra áratugi. 20. júlí þá um sumarið 1865 létu þau Þuríður og Magnús gifta sig. Séra Sigurður Br. Sivertsen gifti þau í Utskálakirkju. Svaramenn þeirra voru Sveinn í Miðhúsum, bróðir brúðgumans, og Árni Þor- valdsson bóndi og hreppstjóri á Meiðarstöðum. Á Gauksstöðum var dálitið gras- býli og gátu þau hjón haft lítils- háttar búpening, en aðalatvinna Magnusar á þeim árum var sjómennska. Heimavör hafði Magnús til að róa úr. Þau Þuríður og Magnús höfðu eignazt döttur, Vilhelmínu, áður en þau giftu sig, en hún fæddist árið 1865. Svo komu fleiri börn hvert af öðru, Guðbjörg fædd 14. jan. 1866, dó kornung, Guðbjörg aftur fædd 18. apríi 1867, komst upp, Jakob fæddur 30. mai 1869, dó ungabarn, Álfur fæddur 26. febrúar 1871, komst upp, Helga fædd 10. apríl 1872, Frímann fæddur 1. sept. 1874, þau dóu bæði ungabörn. Nóg hefur Þuríður húsmóðir haft að gera við heimilisstörfin með börnin sín í þeim fátæka, dimma og kalda heimi, er þá var hjá alltof mörgum íslendingum. Eftir tíu ára búskap á Gauksstöð- um fluttust þau hjón að Eiði (tómthúsi) í Garði og voru þá þrjú börn á lífi af sjö, er þau höfðu eígnazt, og nú gekk Þuríður með áttunda barnið og var það hennar síðasta meðganga. Þá um haustið 1875, 16. okt., dó Þuríður af barnsförum, rösklega 31 árs að aldri. í prestsþjónustubók Utskála- kirkju segir: „Dó af bióðláti, barnsförum, læknir sóttur til hennar, gat ekki fætt, búin að vera 11 ár í hjónabandi, 3 börn lifa.“ Svona endaói æviganga hinnar ungu konu og margra- barna móður. Þær voru æði margar mæðurnar á þessum timum, er máttu fylgja öðru hverju barni sínu eða fleirum til grafar og falla svo að tokum sjálfar í lifsbaráttunni með af- kvæmi sínu. Nú var Magnús orðinn ekkill, heimilið var leyst upp og börnun- um komið fyrir hjá nágrönnun- um. Vilhelmína, elzta barnið, fór að Rafnkelsstöðum og var þar vinnustúlka 1880 hjá hjónunum Arna Grímssyni og Elínu Árna- dóttur. Guðbjörg var tökubarn á Skeggjastöðum hjá Halldóri Einarssyni og Sigríði Felixdóttur, hjónum er bjuggu þar á þurra- búðarbýli. Magnús fór að Melbæ í Leiru til Kristínar Magnúsdóttur, er þá var orðin ekkja eftir mann sinn Guðmund Auðunsson. Magnús hafði Álf son sinn þar hjá sér. Þá var þar á heimilinu Þorsteinn Gislason, faðir Hatldórs f Vörum og þeirra systkina, var alinn þar upp frá 10 ára aldri. Hann var orðinn vinnumaður þar 1880. Á heimilinu var einnig 17 ára vinnukona, Kristín Þorláks- dóttir, er síðar varð kona Þor- steins Gíslasonar. Þau tóku við búi i Melbæ af Kristínu Magnús- dóttur vorið 1882. Þar bjuggu þau fyrstu búskaparárin, fluttust þaðan að Meiðarstöðum í Garði. Voru þau mikilhæf merkishjón og er margt velþekkt sæmdarfólk frá þeim komið. Séra Sigurður Br. Sívertsen segir í Suðurnesjaannál sínum um Kristínu Magnúsdóttur ekkju i Melbæ: „Hana má kalla kvenskörung og ráðdeildiskonu, hún er tápmikil, greind og góðgerðarsöm, hefir þó OG HANS Hvalsneskirkja ekki mikil efni, en verður allt drjúgt í hendi. Stjórnsöm úrræða- og atkvæðagóð.“ Hún hefur arfleitt tvö fóstur- börn sín og ætlar þeim að setjast að búi eftir sinn dag. Þor- steinn Gíslason var annað fóstur barnið. Álfur Magnússon var skráður fósturbarn Kristínar, en hann fór þaðan burt 10 ára gamall, 1881, og kom ekki aftur. Á þessum árum var Magnús ekki að staðaldri i Leirunni. Á árunum 1880 og 1881 var hann við byggingu Alþingishússins í Reykjavík. Þar lærði hann að höggva til hleðslugrjót og hlaða úr því veggi og múra á milli. Einn þeirra manna er Magnús vann þar með var Björn Guðmundsson tómthúsmaður í Stöðlakoti í Reykjavík. Var hann nefndur Björn múrari. Sagt er að Björn hafi kennt mörgum sitt fag og að aðal námskeið hans hafi verið við byggingu Alþingishússins. Sæmir hér að segja frá, söguslóðir geri fita. Mjög er skylt að minnast á mannaverk og um þau rita. Magnús hét hann maður knár, múrari var lengi tainn. Kirkjusmiðsins heiður hár, hann má ekki falla í valinn. Minnisvarða hefur hann helga reist sem lengi standa. Minna þeir á meistarann, mátt og snilli traustra handa. I Innri-Njarðvík kirkjan klár, kom úr listamannsins höndum. Á Hvalsnesi hálfnuð stár, þá hrifin var úr jarðlífsböndum. Víst er það, að þetta frávik Magnúsar frá hinu svo til ein- hliða starfi Suðurnesjamanna, sjómennskunni, hefur orðið eftir- minniiegt, og áreiðanlega hefur Magnús ekki órað fyrir þvi, er hann vann að byggingu Alþingis- hússins, að hann ætti eftir að byggja musteri, fagrar kirkjur er geymdu minningu hans um langa framtíð. Innri-Njarðvíkurkirkju hlóð hann að öllu leyti, en Hvals- neskirkju að miklu leyti. Magnús var nefndur múrari eftir veru sína í Reykjavík. Hefði hann eins mátt kallast Magnús steinsmiður. Svo var nú ekki og Magnús múrari var hann og er hann í minningu okkar sem heyrðum um hann talað. Timburkirkjan í Innri- Njarðvik, sem byggð hafði verið upp að nýju árið 1859 var farin að láta undan vindum og veðrum á fyrstu árunum eftir 1880, og fóru sóknarmenn að ræða um hvað gera skyldi til úrbóta kirkjunni. Svo var það sunnudaginn 6. júlí 1884 eftir messugerð hjá sóknar- prestinum, séra Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn, að haldinn var almennur safnaðar- fundur í kirkjunni í Innri- Njarðvík. Þar var fyrst rætt um fjárhag kirkjunnar. Þar kom fram að kirkjan átti til góða í fardögum þá um vorið kr. 1.096,64. Aðalmál þessa safnaðar- fundar voru umræður um viðgerð á gömlu timburkirkjunni er þar stóó. Hvort tveggja var rætt að gera við hana svo hún yrði I góðu standi næsta vor og eins að byggja nýja kirkju frá stofni. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að byggja skyldi nýja kirkju næsta sumar. Sóknarnefnd var falið að hefja þá þegar undir- búning að þeirri byggingu og ákveðið að kirkjan skyldi byggð úr timbri og járnklæðast að utan. Því næst fóru fram kosningar safnaðarfulltrúa og sóknar- nefndar. Ásbjörn Ólafsson bóndi i Innri-Njarðvík var kosinn safnaðarfulltrúi. I sóknarnefnd voru kosnir Ársæll Jónsson bóndi í Höskuldarkoti, Arinbjörn Ólafs- son bóndi í Tjarnarkoti (bróðir Ásbjarnar) og Jón Magnússon bóndi í Narfakoti, sonur Magnús- ar Jónssonar alþingismanns í Bráðræði í Reykjavík. Ásbjörn gaf sóknarnefnd loforð um að aðstoða hana eftir mætti í KIRKJURNAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.