Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 11
KEW- GARÐ- ARNIR Smásaga eftir Virgiriia Woolf störfum við kirkjubygginguna og annað ef með þyrfti. Undir þessa fundarsamþykkt skrifuðu, auk þeirra er hér hafa verið nefndir, sóknarprestur séra Stefán Thor- arensen á Kálfatjörn, Jóhann Kr. Jónsson bóndi í Ytri-Njarðvík, Jón Þórðarson tómthúsmaður í Lambhúsum, Þórður Thoroddsen læknir sem þá bjó í Þórukoti (og fluttist árið eftir að Hákoti), Árni Pálsson kennari , þá i Narfakoti, og Jón Pétursson bóndi í Höskuldarkoti. Einn þessara manna, Ásbjörn Ólafsson, skrif- aði í sviga undir nafn sitt: „Vil ekki timburkirkju". Varð sjónar- mið hans ráðandi um kirkjubygg- inguna og Magnús múrari fenginn til að taka að sér verkið. Sunnudaginn 21. júní 1885 að lokinni messu var haldinn safnaðarfundur í kirkjunni. Þá lét Ásbjörn Ólafsson safnaðar- fulltrúi í ljós ánægju sína yfir því, hvað sóknarmenn hefðu hjálpað vel til við byggingu hinnar nýju steinkirkju, sem byrjað væri að hlaða upp og óskaði þess að sama almenna hjálpin yrði í reynd meðan á verki þessu stæði. Sama sóknarnefnd og sami safnaðar- fulltrúi voru kosin í fundarlok. Árið 1886 voru ibúar (sóknar- menn) Njarðvíkursóknar, sem þá var Innra- og Ytra- Njarðvíkurhverfi ásamt Vatns- nesi, 227 að tölu. Af þeim voru 79 vinnufærir karlmenn á aldrinum 17—60 ára, heimilisfeður 30. Nú 90 árum siðar er þetta sama byggðarsvæði sem hét Njarð- víkursókn i þremur kirkjusókn- um. Skal nú aftur vikið að kirkju- smíðinni hans Magnúsar múrara. Eins og Ásbjörn safnaðarfulltrúi vitnar til voru sóknarmenn mjög samhentir og lögðu vel til við kirkjusmíðina, hver eftir sinni getu. Flestir höfðu ekki annað en vinnu sína fram að leggja, og var það ekki hvað sizt til þarfa, því ekki var um annað að ræða en líkamskraftana. Hestar voru fáir og þá helzt reiðhestar sem til voru. Guðmundur Gíslason, afi minn, er bjó á Vatnsnesi, var rösklega fertugur að aldri þegar byrjað var að viða að grjóti í kirkjubygging- una í desember 1884. Hann var einn þeirra er vann við grjót að- drættina. Hann sagði að grjótið hefði verið sótt niður í Kirkjuvik og upp í heiði, dregið á sleðum þegar jörð var ísalögð og mátuleg- ur snjór var á. Það voru engin vetlingatök hjá þeim sem þar unnu að, þó svo að vetlinga þyrfti á hendur í vetrarkuldanum. Musteri úr mörgum steinum máttur handa gjörði byggja. Fortíóinnar framlífsgreinum feðraverkum að skal hyggja. Afram héldu sóknarmenn að byggja undir forustu hins mikla framtaksmanns Ásbjarnar Ólafs- sonar bónda og safnaðarfulltrúa i Innri-Njarðvík er hafði alla for- ustu um útvegun á þvi er til þurfti. Hefur samvinna hans og Magnúsar múrara með öðrum er þar að unnu verið hin bezta. í Suðurnesjaannál séra Sig- urðar Br. Sivertsen á Utskálum segir í árslok 1885: „Nú var að kalla fullbúin Njarðvikurkirkja, sem byggð hefur verið úr steini með prýðilegum frágangi eftir múrara Magnús Magnússon, sem unnið hefúr með þessu verki sinu mikið lof, eins og það er líka til sóma þeim, sem fyrir því hefur Framhald á bls. 16 Upp úr sporöskjulöguðu blóma- beðinu spruttu urn hundrað stilk- ar^, sem greindust í hjarta- eða tungulöguð blöð í miðjunni og í toppinn breiddu þeir úr sér í rauðum, bláum eða gulum krónu- blöðum, settum upphleyptum lita- deplum. Og upp úr rauðu, bláu eða gulu rökkri blómkoksins kom í ljós beinvaxinn stöngull, hrjúfur af gulldusti og ofurlítið breiðari í annan endann. Krónublöðin voru það fyrirferðarmikil, að þau bærðust I sumarblænum og þegar þau hreyfðust, liðu rauðu, bláu og gulu litirnir hver yfir annan og smáblettur af brúnni moldinni undir tók á sig margvíslegustu litbrigði. Ymist féll ljósið á mjúka, gráa steinvölu eða á snigil- skel með brúnum, hringlaga æðum ellegar á regndropa, sem það virtist þá þenja út með svo miklu magni af rauðu, bláu og gulu, að þunnir vatnsveggirnir virtust mundu bresta og hverfa. En i staðinn varð vatnsdropinn í annað sinn umlukinn silfurgráma og birtan hafði nú setzt á laufblað og lýsti upp greinótta trefjaþræð- ina undir yfirborðinu og enn færðist hún til og lýsti nú upp græna víðáttuna undir hvelfingu hjarta- og tungulöguðu blaðanna. Síðan færðist golan ofurlítið í aukana og litunum var þeytt upp í loftið og i augu karlanná og kvennanna, sem ganga um Kew- garöana í júlí. Þessir karlar og konur gengu í smáhópum framhjá blómabeðinu og hreyfingar þeirra voru undar- lega óreglulegar og líktust hreyf- ingum hvftu og bláu fiðrildanna, sem flugu fram og aftur yfir gras- sverðinum á milli blómabeðanna. Maðurinn var örlítinn spöl á undan konunni og reikaði kæru- leysislega áfram á meðan hún hélt ákveðnari stefnu og leit aðeins öðru hverju við til þess að börnin drægjust ekki um of aftur- úr. Maðurinn hélt þessari fjar- lægð frá konunni af ásettu ráði, þó að hann gerði sér kannski ekki grein fyrir þvi, vegna þess að hann vildi halda áfram með hugs- anir sínar. „Fyrir fimmtán árum kom ég hingað með Lily,“ hugsaði hann. „Við sátum einhversstaðar þarna yfirfrá, við vatn og ég gekk á eftir henni að giftast mér allt þetta heita síðdegi. Hvernig drekaflug- an flaug stöðugt í kringum okkur, hvað ég sá greinilega fyrir mér drekafluguna og skóinn hennar með ferköntuðu silfurhringjunni á tánni! Allan tímann meðan ég talaði, sá ég skóinn hennar og þegar hún hreyfði hann óþolin- mæðislega, vissi ég, hvað hún ætlaði að segja án þess að líta upp, hún öll virtist vera i skónum. Og ást mín, löngun mín voru í drekaflugunni. Af einhverjum ástæðum hugsaði ég, að ef hún settist þarpa, á þetta lauf, þetta breiða með rauða blóminu í miðj- unni, myndi hún segja „já“ undir- eins. En drekaflugan flaug hring eftir hring, hún settist aldrei neinsstaðar, auðvitað ekki, til allrar hamingju, annars væri ég ekki á gangi hér með Eleanor og börnunum." „Segðu mér, Eleanor, hugsar þú aldrei um for- tiðina?" „Hvers vegna spyrðu, Simon?" „Vegna þess, að ég hef verið að hugsa um hið liðna. Ég var að hugsa um Lily, konuna, sem ég hefði kannski gifzt . . . Jæja, af hverju ertu þögul? Er þér ekki sama, þó ég hugsi um fortíðina?" „Hvers vegna skyldi mér ekki vera sama? Hugsar maður ekki alltaf um hið liðna úti í garði, þar sem karlar og konur liggja undir trjánum? Eru þau ekki fortíð okkar, allt sem eftir er af henni, þessir karlar og konur, þessar vofur liggjandi undir trjánum . . . hamingja okkar og raunveru- leiki?“ „Fyrir mér ferköntuð silfurskó- spenna og drekafluga . . .“ „Fyrir mér koss. Hugsaðu þér sex litlar stúlkur sitjandi fyrir framan myndatrönurnar sínar fyrir tuttugu árum síðan, niðri á vatnsbakkanum að teikna vatna- liljur, fyrstu rauðu vatnalilj- urnar, sem ég hafði nokkru sinni séð. Og svo allt i einu koss, þarna aftan á hálsinn á mér. Og höndin á mér skalf allt síðdegið, svo að ég gat ekki málað. Ég tók frarn úrið mitt og ákvað þær stundir, þegar ég gat leyft mér að hugsa um kossinn, aðeins fimm mínútur í senn, hann var svo dýrmætur, koss gamallar, gráhærðrar konu með vörtu á nefinu, móður allra minna kossa i lífinu. Komdu, Caroline, komdu, Hubert.“ Þau gengu áfram framhjá blómabeðinu, nú fjögur samsiða og brátt virtust þau minnka, þar sem þau gengu undir trjánum og urðu eins og hálfgagnsæ, þegar sólskinið og skuggarnir liðu yfir bök þeirra í stórum, titrandi óreglulegum flekkjum. Kuðungur snigilsins í blóma- beðinu hafði nú verið rauður, blár og gulur uni tveggja mínútna skeið og nú kom i ljós, að íbúi hans hreyfði sig lítið eitt og hóf nú erfiða göngu yfir lausa moldarköggla, sem brotnuðu undan honum. I ljós kom, að hann stefndi á ákveðið takmark fram- undan, en var truflaður af skrýtnu. háfættu skordýri, hyrndu og grænu, sem reyndi að ganga þvert fyrir hann, svo að hann beið andartak og horn hans skulfu eins og hann væri að hugsa sig um og síðan hélt hann af stað jafn hratt og undarlega og áður, en í þveröfuga átt. Brúnir klettar og djúp, græn stöðuvötn í lægðum á milli, slétt, blaðlaga tré, sem sveifluðust frá rót að toppi, ával- ir, gráir steinhnullungar, viðáttu- mikið, hrufótt yfirborð þunns brakandi trefjavefnaðar, allt þetta var á vegi snigilsins frá einum stöngli til annars að marki hans. Áður en hann hafði ákveð- ið, hvort hann ætti að fara fram- hjá tjaldhvelfingu úr dauðu lauf- blaði eða skríða yfir hana, fóru fætur annarra mannlegra vera framhjá blómabeðinu. 1 þetta skipti voru það tveir karlmenn. Sá yngri virtist máski óeðlilega rólegur. Hann horfði hátt og augun hvíldu stöðugt á einhverju framundan á meðan fé- lagi hans talaði og um leið og félaginn hafði lokið máli sinu, horfði hann aftur til jarðar og stundum opnaði hann ekki munn- inn fyrr en eftir langa þögn og stundum alls ekki. Göngulag eldra mannsins var undarlega ójafnt og valt. Hann rak höndina framundan sér og rykkti höfðinu snöggt upp á við og líktist helzt óþolinmóðum dráttarklár, sem var orðinn þreyttur á að bíða fyrir utan hús. En hjá manninum voru þessar hreyfingar hikandi og tilgangs- lausar. Hann talaði hérumbil stanzlaust. Hann brosti með sjálf- um sér og byrjaði aftur að tala eins og brosið hefði verið svar. Hann var að tala urn anda, urn anda hinna dauðu, sem eftir því, sem hann sagði, voru jafnvel nú að segja honum alls konar skrýtna hluti um tilveru sina á himnum. Þessalíu, William, og núna, þegar þessi styrjöld geisar, veltur anda- efnið á milli hæðanna eins og þrurnur." Hann þagnaði og virtist hlusta, brosti, rykkti til höfðinu og hélt áfram: „Maður hefur litla rafhlöðu og gúmmíbát til þess að einangra? . . . ísólera? . . . jæja, jæja, sleppum smáatriðum, ekk- ert gagn að fara út í smáatriði, sem ekki skiljast, — og svo í stuttu máli: litla vélin stendur á hentugum stað við höfðalagið, lát- um okkur sjá, á laglegri mahoní- stétt. Gengið hefur verið frá öll- um útbúnaði á réttan hátt af fag- mönnum undir minni stjórn, ekkjan leggur eyrað að og kallar á andann með því merki, sem sam- þykkt hefur verið. Konur! Ékkj- ur! Svartklæddar konur . . .“ Hér virtist hann hafa komið auga á kvenklæðnað i fjarlægð, sem virtist svarblár í skugganum. Hann tók ofan hattinn, Iagði höndina á hjartað og flýtti sér í áttina, muldrandi og patandi í ákafa. En William greip í ermina hans og benti á blóm með staf- broddinum sínum til þess að dreifa athygli gamla mannsins. Eftir að sá gamli hafði horft andartak eins og ruglaður á blóm- ið, lagði hann eyrað að því og virtist svara rödd, sem barst frá þvi og byrjaði nú að tala um skóg- ana í Uruguay, sem hann hafði verið í fyrir hundruðum ára með fallegustu ungu konunni í Evrópu. Hann heyrðjst muldra unt skógana í Uruguay, þar sem svörðurinn var þakinn vaxkennd- um krónublöðum hítabeltisrósa, um næturgala, sjávarstrendur, hafmeyjar og konur, sem drukkn- uðu i sjónum á meðan William teymdi hann áfrant og andlit hans tók á sig æ þolinmóðari rólyndis- svip. Á eftir þeim komu tvær aldrað- ar konur af lægri millistétt, önnur þrekin og þunglamaleg, hin rjóð og kvik og virtust undrast hátt- erni hans. Eins og flest fólk af þeirra stétt voru þær augljóslega hrifnar af öllu óvenjulegu, sem benti á ruglaðan heila, sérstak- lega hjá þeim velstæðu. En þær voru í of mikilli fjarlægð til þess að vera vissar um hvort þessir tilburðir væru bara dálitið yfir- drifnir eða bæru vott um ekta brjálsemi. Eftir að þær höfðu at- hugað baksvip gamla mannsins þegjandi andartak og litið skrýti- lega og lævislega hvor á aðra, héldu þær ákveðnar áfram göngu sinni og skiptust á sinum marg- brotnu orðum: „Nell, Bert, Lot, Cess, Phil, Pa, Franthald á næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.