Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 6
KONUR . OG JAFNRETT Ljös- möðirin hefurhugö að lœra trésmíöar ÞURÍÐUR J. ÁRNADÖTTIR RÆÐIR VIÐ SVANBJÖRTU ÞORLEIFSDÓTTUR ^‘avAv, m* * ***** £■**.*:* ** r, ^AVAV'- Svanbjört og Hrafnkell með barnahópinn sinn í garðinum. Næst Svanbjörtu situr Hrönn, sem er yngst og aðeins 15 mánaða þá Hreinn, 7 ára, Heiðdfs 12 ára og Berglind, 10 ára. 1 tjörninni framan við steininn stendur Óttar, 9 ára. Á SÍNUM tíma ákváSu SameinuSu þjóSirn- ar aS alþjóSlegt menntaár skyldí vera áriS 1970, en alþjóSlegt kvennaár fimm árum síSar eSa 1975, eins og mörgum er enn í fersku minni. Ég nefni þessi tvö ár í sömu andrá vegna þess aS þau tvö menningarmarkmiS, sem stefnt var aS, eiga aS mínu viti samleiS. Ekki svo aS skilja, aS vanþörf sé á aukinni almennri menntun í heiminum, þar sem nokkur hluti mannkyns er enn ólæs og óskrifandi. En því verSur ekki mótmælt aS konur hafa veriS og eru enn, afskiptar um mögu- leika til menntunar og aSstöSu til aS nýta fengna starfsmenntun. Þrátt fyrir baráttu til jafnstöSu kynjanna í atvinnumálum er takmarkiS enn í nokkurri fjarlægS. HvaS veldur? Fastheldni á hefðbundin sjónarmið? Skortur á framlagi samfélagsins til þess að konur fái notið hæfileika og menntunar i athafnalífi? Náttúrlegur eðlis- munur á hlutverki karls og konu í fjöl- skyldulífi? Hlédrægni kvenna að leggja út á nýjar brautir í lifnaðar- og atvinnuháttum? Skortur á hagnýtri fræðslu til viShatds og aukinnar starfsþjálfunar? Fróðlegt væri að leita álits nokkurra ís- lenskra kvenna á þessum og þvilíkum spurningum, en ætla má að þær eigi svip- aða farartálma að yfirstíga og kynsystur þeirra viða um heim. Þótt hér verði fremur rætt við konur um persónulega reynslu þeirra og afstöðu i jafnstöðumálum er engan veginn átt við aS körlum séu þau mál óviðkomandi. Þátttaka þeirra i jafnréttismálum er ekki síður mikil- væg hvort heldur er innan fjölskyldunnar eða samfélagsins i heild. Benda má á, aS einnig þeirra hagsmunir hafa veriS fyrir borð bornir í hinni hefðbundnu hlutverka- skiptingu. En flestir njóta þeir þeirra forréttinda að geta gengið óskipt að því lífsstarfi, sem þeir hafa valið sér. Öðru máli gegnir um stúlkur þegar heimilis- og fjölskyldustofnun tekur við: Svanbjört Þorleifsdóttir veitti mér greinargóð svör við spurning- um um reynslu hennar í þeim efnum, þegar ég hitti hana á heimili hennar að Alfhólsvegi 44. Þar býr hún ásamt manni sínum, Hrafnkatli Gunnarssyni, og fimm börnum þeirra en þau eru á aldr- inum tólf, ellefu, níu, sjö og eins og hálfs árs. Þau fluttust fyrir skömmu í Kópavoginn; skiptu á húsinu og íbúð, sem þau áttu í Vesturbænum. Húsið er hentugt fyrir mannmargt heimili en er ekki fullfrágengið, garðurinn er stór svo fjölskyldan hefur næg verkefni framundan. Svanbjört er ein hinna svoköll- uðu heimavinnandi húsmæðra enda mikið verk að sinna heimil- isstörfum fyrir sjö manna fjöl- skyldu. Hún unir þessu hlutskipti vel. — Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegur tími, sem ég hef verið alveg heima og hugsað um börnin og heimilið, segir hún. Húsmæður sem þannig eru settar geta verið frjálsar að miklu leyti með sinn tíma á heimilinu. Ég hef ekkert unnið utan heimilis. Við höfum velt þvf fyrir okkur en komist að þeirri niðurstöðu að það mundi ekki svará fyrirhöfn og auknum kostnaði, sem hlytist af því. En ég vinn allt heima, sem hægt er m.a. fatnað á börnin og sjálfa mig. » Á heimilinu er þá líklega hefð- bundin verkaskipting? — Já, ég hef ekkert við það að athuga meðan ég er óskipt við heimilið. Hins vegar kemur mér ekki í hug að ég verði alltaf svona bundin heimilinu. Börnin eru svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.