Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 5
þau vonbirgði hafi sárust orðið og afdrifaríkust. Einu sinni aðeins þennan vetur náðist i mjólk úr fjarlægu byggðarlagi. Hún var flutt frosin á skíðasleða, klaki, umbúðalaus. Sem von var leist öllum illa á blikuna þegar hér var komið og slitnaði þá enn útúr hópnum, syo vafasamt er að eftir hafi verið nema um 150. Að kvöldi þessa síðasta sumardags varð kona léttari i skjóli við stóran stein. Hvergi var húsaskjól að hafa. Sá steinn er nú frægari öðrum steinum þar í landi. Ekkert húsdýr var í Nýja-Islandi fyrsta veturinn nema einn hundur. Fyrsta vetrardag var byrjað að byggja í nýlendunni og hjálpuðust margir að við það. Fyrsta húsið var handa „lasburða fólki og aumingjum", segir Þ.Þ.Þ. I bók sinni, er hann kallar Vestmenn. Daginn eftir byrjaði að snjóa. Þótt ekki blési sérlega byrlega létu iandnemarnir. hvergi deigan síga. Um jól voru komin upp 30 hús með 30 eldstóm. Og um svipað leyti fóru þeir að efna til funda- halda og koma út sveitablaði. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson talar þó um ógurlega örbirgð. Sem sjá má af bessu hefur undirbúningur þessa land- náms verið frámunalega glannalegur og hljóta fulltrúar landnemanna að hafa orðið fyrir miklu ámæli, meira en Kanadastjórn, sem farið hefur mest eftir tillögum þeirra. Hún fékk frumbyggjunum fulltrúa með talsvert mikil fjárráð, John Taylor. Hann reyndist þeim framúrskarandi vel og gerði allt sem hann gat til að afstýra sárustu neyð. Þegar fór að líða á vetur byrjaði skyrbjúgur að láta á sér brydda og fleiri sjúkdómar, sem næringarskorti fylgja. Þegar snjóa tók að leysa um vorið voru 36 af um 150 Ný-íslendingum horfnir úr lifandi manna tölu. Um sumarið kom Sigtryggur Jónasson heiman af Islandi, nýkvongaður glæsilegri konu, og á hans vegum fjöldi innflytjenda, sem flestir settust að í Nýja-Islandi. Talið er að þeir hafi verið um 1200. Um haustið barst þangað bólusótt, skæð drepsótt. Þ.Þ.Þ. segir: „Hún varð að síðustu 102 mönnum að bana, mest ungu fólki og börnum, auk þess sem dó af illum aðbúnaði, skyrbjúg og fleira.“ Af ástandinu næsta vetur fara hroðalegar sögur. Þor- steinn segir: „Bólutlmabilið eru örðugustu, sárindamestu og döprustu dagar Nýja-Islands og allra íslenskra nýlendna í Vesturheimi. Allt illt hjálpaðist að: óyndi, hryllileg veikindi, þjáningar sjúkra og deyjandi, alls- leysi á öllum sviðum, hörmuleg húsakynni, þekkingar- leysi og ókunnugleiki þessa útilokaða, útlenda fólks í afskekktu héraði, ástvinamissir og ömurlegustu von- birgði á óteljandi vegu.“ Verra var ástandið þó fyrri veturinn að dómi samtíma- manna: „Þetta var mesti hörmungavetur Nýja-tslands. Bóluveturinn ekki nærri eins, þó sorglegur væri.“ Þeim hefur sannarlega ekki verið fisjað saman sem framúr öllum þessum ósköpum brutust. Þrem árum seinna, 1880, urðu stórskaðar af flóðum í Nýja-Islandi. Menn voru ekki þá búnir að læra á að halda vötnum f skefjum. Þá hefur víst mörgum fundist að mælirinn væri fullur í landi allra þessara áfalla. Fjöldamargir tóku sig upp og fluttu í önnur byggðarlög. I skarðið komu „fátækustu fátæklingar" hciman af Islandi. Síðan fara ekki sögur af að neitt ólán elti íbúana eins og fyrstu landnemana. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson spáði því fyrir meira en 30 árum, ef ég man rétt, að á þessum stað myndu Islendingar lengst og best halda velli I Vesturheimi. Enn hafa þau orð ekki orðið honum til minnkunar. Fjallkonan frfð. Hvers vegna svo þessi upprifjun? Ekki til að koma út tárum yfir 100 ára gömlum atburðum. Það er engum að gagni. Af þvi að vera kominn að götubakka þeirra, sem aldrei komust lengra en að vallargarði fyrirheitna landsins? Aðdáun á þeim sem fram úr ósköpunum komust? Þarna voru margir samsýslungar mínir ef svo er hægt að segja um þá, er uppi voru aldarfjórðungi áður en ég fæddist. Sumra blóð rennur nokkuð lengi til skyldunn- ar. Kannski rifjast fleira upp en ella vegna þess að deginum hefur verið eitt I engar athafnir. Þannig fer fyrir ungum athafnamönnum. Þeir verða gripnir leiða I aðgerðarleysi. Sem best gæti það sannast á mér. I gærkvöld var hálf óhugananlegt að taka náttból við langa ganginn. Nú sólarhringnum seinna er hann að verða heimilislegur. Ung stúlka, ófslendingsleg til augna en falleg. hefur sagst vera leið vfir því að geta ekki talað við gestina „af því að amma var íslcnsk og góð“. Svo er það allt I einu úti að upp að hlið minni ekur Gimli-bíll, nemur staðar og hönd dregur niður rúðu. „Islendingur?" er spurt innan úr bifreiðinni. „Já, svo á það nú að heita,“ segi ég. Þarna sitja Nýja-Islands hjón, myndarleg, og segjast vera að leita að íslendingum sem fáanlegir séu að koma inn I bílinn hjá þeim og ferðast ofurlltið um bæinn þeirra og þiggja svo á eftir mola- dropa. „Kannski þú...?“ spyr konan varfærnislega. Áður en ég vissi af hafði ég játast henni og einnig þvi að finna þrjá aðra, sem þessa bón vildu gera, ókunnugs fólks I ókunnu landi. Fyrst varð mér það fyrir að leita til þeirrar konu, sem mér er ómögulegt að lita af stundinni lengur og síðan til tveggja annarra af Akureyri. Allar reyndust konurnar auðteygðar útl ævintýri I útlandinu. Ekki var ég viss um að þessi elskulegu hjón hefðu valið mig úr öllum þeim skara, sem þarna var á stjái, af því konunni hafi þótt ég allra manna myndarlegastur. Samt hélt ég það og hagaði mér drýgindalega á eftir, betur en ekki upp með mér. Á þili heima hjá gestgjöfum okkar sá ég mynd af húsfreyju i Fjallkonubúningi tslendingadagsins. Þar kom uppúr kafinu að hún hafði verið Fjallkona Vestur- Islendinga fyrir stuttu og flutt ávarp. Við sátum þarna lengi kvölds við veitingar og gott atlæti og vorum svo beðin að koma aftur og einnig að láta þau vita ef okkur langaði til að bregða okkur bæjarleið. Næsta morgun hnippti I mig Reykjavíkurkona og sagði: „Veistu hvað? Okkur var boðið I ökuferð heim á einn sveitabæinn, eitt stórbýlið, bara tekin upp af götu og ekið þangað heim. Þar sátum við svo í veislu lengi dags. Að hugsa sér annað eins á bráðókunnugum stað.“ Um margt fleira þessu likt fréttum við. Hjónin okkar góðu á Gimli ástunduðu meiri mannaveiðar næstu kvöldin. Ein af hjartadrottningum hópsins sagðist hafa sett sitt nafn hjá mínu I gestabók þeirra. Það þótti mér gott að heyra. Þá fyrst skildi ég Fjallkonu sléttunnar alveg. Svona elskulega heilsaði hún og hennar börn okkur krökkunum af gamla landinu einum og öllum. Eftir sem áður stóð þá nafnið mitt eða hvíldi hjá drottningunni. Svo framarlega sem að séra Ágúst hafi ekki farið að troða sér þar uppá milli. Hijóðskraf millum grænna bala. Með leyfi konunnar minnar, ektapars úr Reykjavík og Þormóðs, sem búinn var að týna Þuríði, gekk ég á fund T.eifs oe bað hann að útvega okkur leigubíl. Það gerði bæði fljótt og vel og sendi okkur Svein bróður sinn. Ók hann okkur norður I Islendingaland, eins og við ættum þar hverja þúfu. Eins og við ættum þar hvern akur og ax, ættum við heldur að segja, því I Nýja-Islandi sést hvergi þúfa. Eins og við ættum þar hvert tré I skógi, hverja gripagirðingu, hvert verkstæði, hvern bæ, hvern dropa I Islendingafljóti, hvern ugga I Winnipegvatni. En þeir eru sagðir margir og öllu vatninu enn líkt við gullkistu. Sveinn ökumaður er þarna borinn og barnfæddur. Hér bjó afi hans af Islandi og varð meira en 100 ára. Hér bjó faðir hans. Hann þekkir þvi hvern bæ með nafni, hverja götu og stíg, þótt bæir séu kannski orðnir að númerum. öll trjábolahús eru nú orðin að dufti, svo ekki sést þar einu sinni tóttarbrot, bara bali, ef ný eru ekki risin á sama stað. Balar gömlu Islendingahúsanna eru grænir og á tali við horfinn tíma. Vilhjálmsbali Stefánssonar, skýtur ökumaður inn I þeirra hjal, sem við erum reyndar ekkert farin og botna I, og ekur útaf sveitarveginum. Hulduárhvammur hét bærinn, iandnemabær. Það veit ég úr annarra átt, og þar fæddist Vilhjálmur 1879. Án fræðslu vitum við líka að foreldrar hans komu úr Eyjafirði. Um leið og hjólin hætta að snúast opna myndavélarnar augu sín frammi fyrir minnismerki eins frægasta Kanadamanns sem við vitum deili á. Islendings viljum við líka segja. Hann varð heimsfrægur um þrítugt. Varði hans er vörpulegur og fyrir utan vegg stendur úlpumaður og albúinn að halda út I heim. Og þó. Vissara sýnist honum að gá áður að öllum veðurfarsmerkjum. Segjum það. Þótt enginn viti að vísu hvað klukkan slær hjá listamönnum til fullnustu. Liklega finnst mér samt aó merkismaður sá ætli sér alla leið út á veraldarenda. Einhvern tíma hef ég séð annan mann gá svipað þessum til veðurs fyrir norðan vegg. Honum þó fremri að því leyti að þar var hold og blóð; en þessi er aðeins steinn eða annað hart og kalt. Minn maður var að athuga þokukúf á Grímsey úr talsverðum fjarska, meinvættiskúf og illviðrisboða. Axarfjarðarmóðu I annað sinn, litlu betri, ef ekki verri, rosabaug og gýl. Klósigi frá not^vestri var hins vegar bjartviðrisboði og hlýinda, en lægi hann frá suðaustri hins vegar grábölvaður. Langt er nú orðið síðan. A bákni Vilhjálms standa þessi orð: „Eg veit hvað ég hef reynt og hvers virði það var mér.“ Hús balans varð frægt af frama Vilhjálms Stefánssonar. Yfirvöldin tóku sig til og sendu menn á vettvang að taka þaó til handargagns og flytja burtu til geymslu á virðulegum stað. Þá datt það sundur. Fúinn hafði áður slegið á þaó sinni eign. Of seint af stað farið, of seint. Ein hjón misstu 7 börn sín af 9, er frá íslandi komu hingað haustið 1875. Það gæti hafa verið á næsta bala. Æi, hvers vegna að hugsa um þetta eftir öll þessi ár? ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.