Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 8
Victor Vasarely hefur verið áhrifatnikiil myndlistarmaður I óhlutlæg- um stfl og sumir islenzkir myndlistarmenn hafa orðið fyrir áhrifum af honum. Hann er nú kominn yfir sjötugt, en er síungur f list sinni. Að neðan má sjá hvernig Vaserely hugsar sér biómaskreytingar á nokkr- um húsgöflum. VASARELY segir grámuskunni stríðá hendur Þessi víðkunni myndlistarmaður hefur líkt og Hundertwasser sgnt þróun hgggingarlistarinnar áhuga og þgkir mannlegt umhverfi vera æði kaldranalegt og fátt þar að finna, sem gleðji augað. VICTOR Vasarely er franskur myndlistarmaður og löngu heims- kunnur. Hann er nú kominn yfir sjötugt, en síungur í list sinni engu að síður og alltaf áhrifamik- íII. þótt það sé kannski ekki í sama mæli og áður. Hér á árunum hafði Vasarely m.a. mikil áhrif á nokkra íslenzka myndlistarmenn. Vasarely hefur látið mikið til sín taka í svonefndri op-list, þ.e. litasamsetningum, sem erta sjón- taugina og nást með því sérstök áhrif. Nú hefur Vasarely komið til hugar að Iífga mætti uppá ýms- ar hinna þrautleiðinlegu kassa- byggingum samtímans með op- listarskreytingum og getur að líta hugmyndir hans hér. Þar að auki leggur Vasarely til, að nota mætti önnur skreytingarform, til dæmis forn-egypzk. Hafa ber í huga, að allt er þetta einfaldara í fram- kvæmd þar sem sólin skín meiri- part ársins og að lítið mundi þýða að nota venjulega íslenzka máln- ingu, sem rignir af á tveimur ár- um í skreytingar af þessu tagi. Stór, gluggalaus húsgafl með op-listarskreytingu, sem verður að teljast mjög einkennandi fyrir verk Vasarelys uppá sfðkastið. Formin eru endurtekin með breytilegum litum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.