Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 13
Greinarhöfundur um borð f Suzanne I aprll 1 932. Jón hefur löngum verið I langfart og segir frá því I greininni. Hann er nú stýrimaður á sænsku ávaxtaskipi. Jón á til skálda að telja, þar sem afar hans voru þeir Matthfas Jochumsson og Jón Thoroddsen. búið að liggja nokkurn tima i salti. Skipstjórinn reiknaði það rétt út, það varð drýgra þannig. Það var 17 manna áhöfn og við vorum 10 hásetar, sem bjuggum i þilfarshúsi (ruffet), fyrir aftan fokkumastrið. Þetta var einn salur þar sem við sváfum og mötuðumst. Eldhúsið var áfast fyrir aftan, og þar fyrir aftan var svo gufuketillinn og vindan rétt fyrir framan stórlúguna. 1 vond- um veðrum þegar skipið var lestað var þetta æði kuldalegur j bústaður. Sjórinn sullaðist inn ' um óþéttar dyrnar og skolaðist aftur og fram um gólfið, öll föt blotnuðu og það var ekki hægt að kynda ofninn. Afturámóti í heitu veðri, þegar verið var með þilfars- farm, fylltist allt af pöddum og þær voru ekki allar af minni sort- inni. Það voru sporðdrekar, þúsundfætlur, maurar og köngulær, og jafnvel smásnákar. Þessi kræklótti viður sem við lest- uðum, hafði staðið lengi á hafnar- bakkanum svo dýrin höfðu haft nægan tima til þess að koma sér þar vel fyrir. Eg taldi ekki kakkalakkana með vegna þess að þeir voru „daglegt brauð“ (í brauðinu og súpunni). En öllu má venjast, þannig að þetta angr- aði okkur ekki nema í fyrstu. Þegar siglt var með seglfestu, þá komu aftur rotturnar á kreik, þá var minna fyrir þær að hnusla í lestinni. Við veiddum þær til dægrastyttingar, höfðum á þeim bönd og reyndum að temja þær. Vinnutíminn var til jafnaðar 12 tímar á sólarhring, en þegar veður breyttist og mikið þurfti að vinna við segl, þurftu allir að hjálpast að og frívaktir kallaðar út. Yfirvinnugreiðsla þekktist ekki. Frístundirnar voru vel notaðar og alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu. Tvær harmónikkur voru um borð, og voru þær óspart þandar og oft sungið. Þá voru fötin líka þvegin og gert við þau, og mátti oft sjá fallegar bætur. Núorðið efast ég um að frístund- irnar notist eins vel og þá, þótt séu fleiri. I öllum skipum eru komnir íþrótta- og frfstundaSalir með allskonar íþrótta- og leik- tækjum. Svo eru fullkomin hljómburðartæki með plötusafni og segulböndum, sjónvarpstæki af „video“ gerð, sem flylja efni í litum af segulböndum. Bókasöfn ganga á milli skipa, auk eigin bókakosts. Það er lika skipst á kvikmyndum og sýningar tvisvar í viku. A flestum stærri skipum eru lika sundlaugar og þægilegir sólstólar i námunda. Þessi lýsing að framan á aðstæðum þegar ég byrjaði til sjós verður að duga. Reyni ég nú i sem stystu máli að lýsa skipinu sem ég er á, svo munurinn á aðbúnaði komi í ljós. Þetta er sænskt skip, m/s „Atlantic Wasa“, af þeirri gerð og stærð sem talsverð þörf er á nú. Við sóttum það nýsmiðað út til Kyushu f Japan. Nokkrir okkar höfðu dvalið úti um tíma til þess að fylgjast með smíðinni, og tók- um svo við skipinu fullbúnu að loknum tveim reynsluferðum um miðjan nóvember. Allt hefur reynst vel til þessa og ekkert bilað, sýnir það vandvirkni Japana. Skipið er ekki sérhæft en getur lestað ýmsan lausan farm og þungaflutning, er þess vegna með 5 hraðvirkar ,,Thomsons“-bómur, sem vinna eins og kranar og þola 22 tonn. Stærðin er 30 þús. dwt. Ganghraði 17,7 milur í reynslu- ferð. Vindurnar knúóar þrýsti- vökva. Akkerisvindan getur hift hratt, ruslað upp hverjum lið (15 fm) á 40 sek. (Venjulegar vindur hifa liðinn á 3 mín). Að framan og aftan eru sjálfvirkar vindur, eins og nú er orðið á flestum skipum, sem halda þvi að bryggju með sama afli hvort sem það hækkar eða lækkar í sjó. Ibúðirnar eru rúmgóðar og þægilegar. Einsmannsklefar með baði, tvibreið rúm, teppi á gólfum og auk venjulegra húsgagna er nýtfsku hægindastóll i hverjum klefa. Stillanleg loftkæling er og í hverjum klefa. Tómstundatæki eru eins og að framan getur. Fæðið er eins og á góðum hótelum i landi. Stýrishús er sambyggt korta- klefa, aðskilið aðeins með stóru vinnuborði i miðju með rafmagns- töflum þar-fyrir framan, og tjöld VÍSUR þar yfir, sem dregin eru fyrir þegar dimmt er. Hvorttveggja er mjög rúmgott. öll áríðandi tæki eru komin með tvöfalt öryggi. Gyrókompásinn er með sjálfstýr- ingu og sjálfritara og er þetta endurbót á „Anschtits" hinum þýska og heitir „Hokushin". Kompásþjónar (slaves eða Framhald á bls. 16 úr vísnasafni Sigurðar Björgólfesonar og aðsendar vísur í Safni Sigurðar Björgólfssonar eru nokkr- ar vlsur merktar með SB og má ætla, að safnarinn sé sjálfur höfundur þeirra. enda var Sigurður ágætur hagyrðingur. Hér er ein sllk, sem heitir Vonin: Þótt státir þú af sterkri tru og stiklir þrönga veginn, mun ég eiga eins og þú athvarf hinum megin. Fátt hefur orkað eins hvetjandi á hagyrð- inga og vorkoman með öllum þeim breyting- um, sem þá verða á náttúrunni. Um þetta yrkir Benedikt Einarsson svo: Svanir indæl syngja Ijóð sveiflur vindar mynda. Jökultindum geislaglóð gylltum bindur linda. Óllnu Jónasdóttur virðist hafa þótt eitt- hvað miður, hvernig dansmenntin þróaðist. Það er svo sem ekki neinn þjóðrembings- blær á nuddi og vaggi, en dansinn er eins og tlminn og tizkan, nokkuð sem aldrei stendur I stað. Á því sé ég engan glans þótt yfir blakti landsins flagg. Þetta er ekki þjóðardans, það er bara nudd og vagg. Og hér er önnur vlsa eftir Ólinu; hún fjallar um yfirvöldin: Stjórnin vakir vizkuslyng við að semja ótal höft tæpast eftir þetta þing þjóðina vantar axarsköft. Þegar lesið er úr forustugreinum dagblað- anna á morgnana, má oft heyra, að ritstjórar eru ekki af baki dottnir með skammirnar en lltilfjörlegar eru skammir þeirra hjá skömm- um Sveins frá Elivogum. Þannig skammaði Sveinn ritstjórana: Rósemd skerða ritstjórar rita ferðugt skammirnar huldirgerðum háðungar höfuðverðir lyginnar. Sveinn skammaSi ráSherrana lika: Rándýrsfingur ráðherra rétta á þingi bitlinga, þeim er syngja og samþykkja sjóðreikninga falsaða. Þingmennirnir fengu Ifka sinn skammt hjá Sveini: Þinmenn heyja þræturnar þunnar teygja ræðurnar, sóma fleygja í sölurnar sér til eign framdráttar. En þegar Sveinn yrkir um Þorstein Er- lingsson, eru honum annað en skammir í huga: Vakt hann stóð og vígi hlóð víst á hróður skilinn lagði á þjóðar listasjóð landsfræg óðarspilin. Árna Jóhannssyni á Sauðárkróki er eign- uð eftirfarandi vísa: Sit ég með sólbjörtum sprundum hjá svalandi ástalindum; þó að mér standi stundum stuggur af mínum syndum. Og Andrés Björnsson gaf eftirfarandi fyrir- heit: Leiðist mér og líkar ei að lifa meðal varga. En aftur geng ég er ég dey og ætla að drepa marga. Að lokum er hér aðsent bréf frá Jóni Thor Haraldssyni: Vlsan „Ætti ég ekki vifaval" hefur lengst af verið eignuð Árna Böðvarssyni á Ökrum; honum er hún eignuð I bókinni „Sól er á morgun", sem er safn Ijöða frá 18. öld I samantekt Snorra Hjartarsonar, nánar til tekið á bls. 66. I 34. hefti Lesbókar er, að þvl er virðist. prentvilla I vlsu Konráðs Vilhjálmssonar, rétt er hún svona: Austan renna essin þrenn, eitt er hennar Þokki. Fæ ég enn að sjá þig senn, sól í kvennafiokki. Þannig er visan prentuð I Ijóðabók Krist- jáns frá Djúpalæk: „7x7 tilbrigði" — á bls. 69. f 33. tölublaði Lesbókar er vlsa eftir Pál á Hjálmsstöðum, hana hefi ég lært svolitið öðruvlsi. Tildrögin voru þau, að Páll mætti Einari Sæmundsen („skógarmanni") árið eftir að innflutningsbannið á vlni var I lög leitt, sem æva skyldi. Þetta mun hafa verið á Hellisheiði. Páll varpaði þá þessu fram: Þetta er fyrsta ferðin min, sem fékk ég engan sopa. Fyrir bjór og brennivín ber ég hoffmannsdropa. „Sem auðvitað voru uppgengnirl" bætti Sigurður magister Skúlason við, en hann sagði mér þetta og kenndi mér visuna. Sigurður kenndi mér aðra visu, sem hann hélt vera húsgang. en væri fróðlegt að vita, hvort einhver kannast við. Sú vísa er svona: í himnariki er hópur stór, í helvíti öllu fleira, en hvora leiðina faðir minn fór fáum við seinna að heyra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.