Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 2
Tony var hár, dökkur yfirlitum, með ótrúlega göfug- mannlegt yfirbragð meitlað í hvern drátt á svipbrigða- lausu andlitinu, og Claire Belmont horfði á hann í gegnum rifu á hurðinni lostin skelfingu og viðbjóði. „Eg get það ekki, Larry. Ég bara get ekki haft hann i húsinu.“ Örvæntingarfull leitaði hún að nógu sterkum orðum til þess að gera sig skiljanlega og binda enda á þetta, en fann ekkert annað en endurtekningu: „Heyrðiröu það, ég get það ekki“ Larry horfði á konu sína svipbrigðalaus, og i augnaráði hans brá fyrir þessum glampa af óþol- inmæði sem hún hataði, því í þessu augnatiliiti fannst henni, sem hún sæi eigin vanmætti endurspeglast. „Við erum búin að lofa þessu, Claire," sagði hann, „og þú mátt ekki hætta við þetta núna. Fyrirtækið er að senda mig til Washington núna vegna þess, og það þýðir sennilega að ég verð hækkaður i stöðu." Áhyggjufull og ráðþrota, sagði hún: „Ég er dauðhrædd við þetta, ég mundi ekki þora að hafa hann nálægt mér.“ ,,-lann er nærri því eins mannlegur og þú eða ég. Svona, enga vitleysu, komdu hingað inn.“ Hönd hans hviidi á baki hennar, og hann ýtti henni titrandi inn í setustofuna. Það stóð þarna, og horfði á hana með nákvæmri kurteisi, eins og það væri að meta þessa konu, sem átti að vera htísmóðir þess næstu þrjár vikurnar. Dr. Susan Calvin var þarna Iík, hún sat stíf, samanbitinoghugsandi. A henni var kaldur, fjarrænn svipur þeirra, sem hafa unnið við vélar það lengi, að því er líkast, að eitthvað af stáltinu sé runnið þeim i merg og blóð. „Sæl,“ stundi Claire. Það var heldur áhrifalítil og vandræðaleg kveðja, en Larry reyndi að bjarga við málinu með uppgerðarkæti. „Sjáðu, Claire, mig langar til að kynna þig fyrir Tony, ágætis náunga. Þetta er Claire, konan mín, Tony gamli vinur.“ Larry lagði höndina vingjarnlega yfir öxlina á Tony, en Tony stóð hreyfingarlaus og breytti ekki um svip. Hann sagði: „Komið þér sælar, frú Belmont.“ Claire hrökk við þegar hún heyrði rödd Tony. Hún var djúp og mjúk, slétt og felld og fullkomin eins og hárið á höfði hans og húðin á andlitinu. Áður en hún gat áttað sig, sagði hún. ,,Ö, þú getur talað.“ „Þvf ekki það? Hélduð þér að ég gæti það ekki?“ En Claire gat aðeins brosað vandræðalega, og vissi raunverulega ekki við hverju hún hafði búizt. Hún leit undan, síðan gaut hún augunum til hans aftur. Hárið var slétt og svart eins og fágað plast eða var það raunverulega samsett úr einstöku hárum? Var þessi slétta, brúna húð, sem sást á höndum hans og andliti líka á þeim hlutum líkamans sem huldir voru vel sniðnum fötum hans? Með óttablandinni undrun horfði hún á það, og varð að einbeita sér til þess að hlusta á tilfinningalausa rödd dr. Calvins. „Frú Belmont, ég vona að þér skiljið mikilvægi þessarar tilrauna. Eiginmaður yðar segir mér að hann sé búinn að skýra málið að nokkru fyrir yður. Ég vil gjarnan, semyfirsálfræðingurAmerískavélmennafyrirtækisins, skýra það nokkru nánar. Tony er vélmenni. Raunverulegt skrásetningarnúmer hans hjá fyrirtækinu er TN-3, en hann gegnir nafninu Tony. Hann er hvorki vélskrimsli né reiknivél af svipaðri gerð og framleiddar voru eftir seinni heimsstyrjöldina fyrir 50 árum síðan. Hann hefurgerviheila.sem er nærríþvíeins flókinn og okkar eigin. Þessi heili líkist geysistóru simaskiptiborði, sem smækkað er niður í stærð atóma, þannig að billjönir tenginga eru mögulegar I þessu tæki, sem kemst fyrir í höfði hans. Þannig heilar eru framleiddir sérstaklega fyrir sérhverja gerð vélmennis. I sérhverjum þeirra er komið fyrir ákveðjum fjölda tenginga, sem eru reiknaðir út fyrirfram, þannig að sérhver vélamaður kann frá byrjun ensku og auk þess hvað eina sem nauðsynlegt kann að reynast til þess að hann geti framkvæmt þau störf sem honum eru ætluð. Hingað til hefur fyrir- tækið aðeins framleitt gerðir til nota í iðnaði, þar sem óhentugt er að nota menn, t.d. i djúpum námum eða neðansjávar. En við höfum áhuga á að víkka markaðinn og ná til borgaranna og inn á heimilin. Til þess að ná þessu marki verðum við að fá venjulegtfólk, karla og konur, til þess að líta á þessa vélmenni sem sjálfsagðan hlut og án ótta. Eg vona að þér skiljið að það er raunverulega ekkert að óttast.“ „Það er satt, Claire," skaut Larry inn, fullur áhuga. „Trúðu mér, það er ómögulegt fyrir hann að gera þér nokkurt mein. Þú veizt að ég mundi annars ekki skilja hann eftir hjá þér.“ Claire renndi augunum I laumi til Tonys og lækkaði röddina. „En ef ég geri hann nú reiðan?“ „Þér þurfið ekki að hvísla, sagði dr. Calvin rólega. „Hann getur ekki reiðst yður væna min. Ég sagði yður að tengingarnar I heila hans væru fyrirfram ákveðnar. Sjáið þér nú til: Mikilvægust af þessum tengingum öllum, er sú, sem við köllum, „Fyrsta boðorð vélmenna“. Það er einfaldlega þetta: „Ekkert vélmenni má gera manni mein né láta mannveru skaðast vegna aðgerðarleysis og á einnig að forða mannverum frá yfirvofandi hættum.“ öll vélmenni hafa þannig fyrirmæli. Ekkert vélmenni er hægt að þvinga til að gera manni mein á neinn hátt. þörfnumst yðar og Tonys til undirbúningstilrauna okkur til leiðbeiningar á meðan eiginmaður yðar er í Washington til að undirbúa löglegt próf undir stjórn rikisins." „Eruð þér að segja að þetta sé ekki löglegt?" Larry ræksti sig. „Ekki enn, en það er allt i lagi. Hann fer ekki úr húsinu, og þú mátt ekki láta neinn sjá hann. Það er allt og sumt... og, Claire, ég myndi vera hjá þér, ef ég vissi ekki of mikið um vélmenni. Við verðum að hafa algerlega óvanan prófara svo að öll skilyrði verði sem erfiöust, það er nauðsynlegt.“ „Nú, jæja,“ sagði Ciaire lágt. En skyndilega datt henni i hug: „Hvað getur hann gert?“ „Unnið heimilisstörf," sagði dr. Calvin stuttaralega. Hún stóð upp og bjóst til brottfarar og Larry fylgdi henni til dyra. Claire stóð kyrr, þreytuleg. Hún sá sjálfa sig sem snöggvast i speglinum fyrir ofan arininn, og leit skjótt undan. Hún var leið á að sjá litið og litlaust andlitið og hárið, sem var illa greitt. Þá sá hún að Tony horfði á hana og var nærri farin að brosa áður en hún mundi ... Hann var aðeins vél. Larry Belmont var á leið til flugvallarins þegar hann sá Cladys Claffern bregða fyrir. Hún var ein af þeim konum, sem gaman var að sjá bregða fyrir ... Einstaklega vel vaxin, klædd af smekkvísi og öll svo fullkomin að varla var leyfilegt að horfa á hana. Hún brosti sem snöggvast þegar þau mættust og hann fann veikan ilm þegar hún fór framhjá. Þetta verkaði á hann eins og lokkandi bending og Larry fataðist gangan, og hann bar höndina upp að hattinum og flýtti sér síðan áf ram. Hann fann til óljósrar reiði eins og jafnan áður. Ef bara Claire gæti komist í Claffernklíkuna, þá væri mikil hjálp í þvi. En til hvers var að hugsa um það. I þau fáu skipti sem Claire hafði staðið andspænis Cladys missti hún alveg málið, kjáninn sá arna. Hann gerði sér engar grillur. Prófunin á Tony var hið gullna tækifæri hans, og nú var það i höndum Claire. Hversu öruggara hefði það ekki verið i höndunum á einhverri eins og Gladys Claffern! Claire vaknaði næsta morgun við að bankað var varlega á svefnherbergisdyrnar. Hún komst í uppnám en varð fljótt róieg. Hún hafði forðast Tony fyrsta daginn, brosað veiklulega, þegar hún mætti honum og flýtt sér áfram afsakandi. „Ert þetta þú, Tony?“ „Já, frú Belmont. Má ég koma inn?“ Hún hlýtur að hafa sagt já, því skyndilega og hljóðlaust var hann kominn inn í herbergið. Hún sá um leið bakkann sem hann hélt á, og fann ilminn, sem lagði af honum. „Morgunverður?“ spurði hún. „Gjörið svo vel.“ Hún hefði ekki vogað að segja nei, svo hún reis hægt upp og tók við honum: Steikt egg, ristað brauð, smjör og kaffi. „Ég kom með sykurinn og rjómann sér,“ sagði Tony: Ég mun læra óskir yðar i þessu tilliti sem öðru smám saman.“ Hún beið. Tony stóð þarna þráðbeinn eins og reglustika en sagði svo. „Viljið þér heldur snæða í einrúmi?" „Já... það er að segja ef þér er sama.“ „Þarfnist þér hjálpar á eftir við að klæðast?" „Ó, almáttugur nei.“ Hún þreif í örvæntingu I ábreiðuna, svo að við lá að kaffibakkinn færi í gólfið. Svo sat hún þarna skelfingu lostin, þar til hurðin lokaðist á eftir honum. Einhvern veginn gat hún lokið morgunverðinum... Hann var aðeins vél og þetta væri ekki svona skelfilegt ef hann bara líktist vél svolítið meira. Eða ef svipurinn á andlitinu breyttist einhverntíma, en það gerði hann ekki, heldur var eins og negldur fastur. Engin leiðvaraðsegja hvaða hugsanir leyndust bak við dökk augun og slétta gulbrúna plasthúðina. Það glamraði í kaffibollanum um leið og hún setti hann aftur á bakkann. Þá sá hún að hún hafði gleymt að setja sykur og rjóma i kaffið, þó henni þætti svart kaffi vont. Þegar hún var klædd gekk hún rakleiðis frá baðherberginu til eldhússins. Þegar öllu var á botninn hvolft var þetta hennar eigið hús. Þó hún væri ekki ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.