Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 6
„Þegar sverfur að þjóð- inni í fyrri heimsstyrjöld- inni, efnisskortur mikill, atvinnufagmennska í lágmarki, en sjávar- plássin í örum vexti, fer að myndast ótrúleg festa í byggingarháttum fjöldans, þannig að úr verður fast mótað og hlutfallafagurt hús. Dæmi um þetta eru gömlu húsin í Hafnar- firði." um hér syóra og austanlands, og má rekja til þess verulega áhrif á húsagerð fram undir fyrra stríð. Noróanlands bjuggu menn meira aó sinu, vegna ágætrar forustu eyfirzku meistaranna, hægari þróunar og betri endingar bygg- inga. — Við erum sem sé að mestu þiggjendur á þessu sviði? — Að mestu, en þó ekki alveg. Þegar aftur sverfur að þjóðinni í fyrri heimsstyrjöldinni, efnis- skortur mikiil, atvinnufag- mennska í lágmarki, en sjávar- plássin i örum vexti, fer að mynd- ast ótrúleg festa í byggingarhátt- um fjöldans, þannig að úr veróur fastmótað og hlutfallafagurt hús. Dæmi um þetta eru gömlu húsin í Hafnarfirði. Þessi vinalegu hús, einlyft, með háu risi, og typískum tvísettum gluggum, og oft á fuil- háum kjallara, fara svo vei i hinu viðkvæma landi, að þau virðast eins og á eintali við umhverfið, kletta og græna bala. Þessarar hústýpu gætir m.a. i Eyjum, þar sem hún vitnar um rýmri fjárhag og meiri stórhug. Einhverjir vildu vist kenna þennan fjörkipp við bárujárn, en það er hreinn fúnk- sjónalismi i þessum húsum, enda þótt stefnan sú væri óþekkt þá. Það verður að friða eitthvað af þessum látlausu, fallegu húsum og grafast fyrir um forsendur þeirra. Hver veit nema einokun- arskrifstofur ríkisins gætu grætt eitthvað á þvi. — Sagóirðu einokunarskrifstof- ur? — Æ, sleppum því núna. Já, þetta slokknaði allt i striðsgróðan- um. Nýmilljónerarnir, sem spruttu upp þá, höfðu heldur lit- inn kúltur til að standa á, og það er ekki iaust við, aó þess gæti enn. — Og menningarástandið spegl- ast jafnan í byggingarlistinni. — Ja, ég vildi nú kannski frek- ar orða það þannig, að öll sönn byggingarlist sé barn sins tima og beri samtíðinni vitni. Allar til- raunir til að skreyta sig með láns- fjöðrum liðins tíma eru sjálfs- flótti. Nú er ég vist farinn að endurtaks sjálfan mig, þvi þetta hef ég einhvern tímann sagt áð- ur, en sjálfsagt verður aldrei nægilega hamrað á þessu. Og hérna er einmitt ástæðan fyrir því, að við viljum friða gamlar byggingar. Þær segja frá sinni samtið, en ekki einhverju öðru. Þótt stigin hafi verið ýmis víxl- spor og heil tímabil hafi farið i ófrjóa eftiröpun „klassískrar“ byggingarlistar, er byggingarlist enginn grímudansleikur, — af- Framhaid á bls. 11. Ö) GÖMLU HÚSIN ÍFIRÐINUM „Þessi vinalegu hús, einlyft meS háu risi og typiskum tvísettum gluggum, og oft á fullháum kjallara, fara svo vel i hinu viðkvæma landi, að þau virðast eins og á eintali við umhverfi, kletta og græna bala."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.