Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 12
Eins og lesendum biaðsins er kunnugt, þá er sjómennskan ekkert grin. Sjómenn þurfa ávallt að vera viðbúnir eins og skátar, Þegar ég nú pakka sjópokann minn í síðasta sinn, þá dettur mér í hug, að framar munu engin „ræs“ dynja á manni, hvorki i tíma né ótíma. Nú verður bara vaknað á venjulegum tima, eins og fólk í landi, og svo segir konan kannski: „Ætlar þú að skreppa fyrir mig í mjólkurbúðina væni minn, þegar þú ert búinn að drekka kaffið og lesa blaðið?" Þá segir maður: „Já, alveg sjálfsagt heillin mín,“ af þvi sjómenn eru líka hjálplegir, eins og skátar. Sum „ræs“ til sjós eru nú alveg úr sögunni, eins og t.d. þegar menn þurftu að þjóta úr kojunni og fara á brókinni upp i stórmast- ur til þess að bjarga seglum. Segl- skipin eru úr sögunni. „Klárir í bátana" heyrist ekki lengur vegna breyttra veiðiaðferða, og svo er heldur engin síld. „Hív upp“-ið er víst ekki lengur eins spennandi og á gömlu togurunum þegar veitt var í salt á Selvogs- banka á vetrarvertið, og skipin fylltu sig á fjórum dögum. „Arás á skipalestina“ er ekki hrópað meðan ekki er barist á sjónum. Það er samt alltaf nóg af „ræs- um“, og ég held að „klárir i end- ana“ (stand by fore and aft), sem kallað er áður en skip leggjast að bryggju, verði áfram einna vinsælast. Sjómennskan er alltaf söm við sig, þótt vinnubrögð hafi breyst með breyttri tækni. Siðirnir eru næstum þeir sömu þótt einstaka týnist niður. Nútima sjómenn nota lítið kompásstrikin gömlu en stýra eftir gráðum, og ber ekki á öðru en það gefist vel. Þeir tilkynna lika i gráðum hvað skip, sem kemur á móti, sé mikið á bóginn. Að „slá glas“ á hálftima fresti á bjölluna í brúnni er víst alveg hætt að hafa við, og mun flestum nú jafn framandi eins og það væri að slá „köttinn úr tunnunni" í Keflavík. Þó má vera að varð- skipin haidi þeim sið við (glasinu, ekki kettinum). Bjöllur eru líka búnar að missa gildi sitt til sjós þegar skipin eru orðin það stór að hljómurinn heyrist ekki upp i brú þegar danglað er á bakkanum. Ef svona bjöllur eða klukkur hefðu stækkað í sama hlutfalli og skipin, þá hefði þurft að byggja einskonar kirkjuturna á bakkanum. Siglingatækin sem notuð voru til sjós fyrir 45 árum eru að öðru leyti í fullu gildi og nokkuð endurbætt. Það er seguláttaviti, sextantur, sjóúr, vegmælir (logg), handlóð og sjónauki. Loft- skeytatæki voru þá orðin nokkuð algeng í skipum, og miðunar- stöðvar rétt að ryðja sér til rúms. Gömlu mennirnir treystu þeim samt ekki of vel til þess að byrja með. Það var á þeim árum, sem ég fór fyrst til sjós, og hafði verið léttadrengur á tveim skipum, íslensku og norsku, áður en ég skráði á stóra seglskipið Le Havre i byrjun árs 1931. Þegar ungling- urinn, sem alist hafði upp í eyfirsku logni var farinn að dingla uppi í reiða í misjöfnu veðri á Biscaya, má teljast að sjómennskan hafi hafist. Siðan hefur verið siglt á flestum tegundum flutningaskipa og á timabili á togurum og öðrum fiskiskipum. Ég hef tekið eftir því, að núorðið vita fæstir hvað orðið barkur þýðir, og sumir nota það í rangri merkingu. Barkar voru algengustu flutningaseglskipin i lok síðustu aldar og fram yfir Seglskipið Suzanne, sem greinarhöfundur var skipverji ð. Jön Steingrímsson FJÖSA- KONUR A HAUS Stýrimaður I langfart segir frö skipum og búnaði M/s Atlandic Wasa, 30470 TDW smlðað I Japan fyrir Salén skipafélagið 1974 og kemur við sögu I þessari frásögn. Að neðan: Séð frá stór-ránni á Suzanne 1932. aldamót. Þeir voru yfirleitt mun stærri en skonnorturnar, sem höfðu ýmiskonar seglaútbúnað, en barkar voru oftast þrí- eða fjórmastraðir, og einstaka með fimm möstrum. Þeir höfðu rásegl á fremri möstrum en mesan og gaffaltoppsegl á því aftasta. Stag- segl, auk þess að vera í bugspjóti, voru höfð mismunandi mörg milli mastra. „Fullriggers" voru af svipaðri stærð og gerð, þeim tilheyrðu hin frægu „clipper"- skip, og þau höfðu rár á öllum möstrum auk mesans á því aftasta. Þessi barkur sem ég skráðist á i Frakklandi var þrimastraður, og gat borið um 3000 tonn. Eigand- inn var franskur, og átti þrjú samskonar skip, sem hétu eftir hjákonum hans: „Germaine", „Suzanne“ og „Claudia". Þau voru undir dönsku flaggi. Það var n.l. hægt að fá danska áhöfn fyrir lág laun, vegna þess að stýri- mannaréttindi fengust ekki nema menn hefðu tveggja ára siglinga- tima á seglskipum. Þaó var aðal- lega þessvegna að seglskipaút- gerð gat borið sig á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Gustav Eriksson i Mariehamn á Álands- eyjum átti flest seglskip á þeim árum, og voru þau flest í korn- flutningum frá Astraliu. A þeim þurftu allir nema skipstjóri, stýrimenn og matsveinn að greiða hátt gjald fyrir hverja ferð og leggja sér til allan fatnað. Eftir styrjöldina lagðist öll seglskipa- útgerð niður af því tagi, sem gæti borið sig, en nokkur skólaskip hafa þó alltaf verið hjá nokkrum þjóðum. Það voru sorgleg afdrif margra stóru seglskipanna, mörg fórust í ofviðrum, sum strönduðu og,önnur voru sigld í kaf af gufu- skipunum, vegna þess hvað segl- skipin voru illa lýst, höfðu aðeins hliðarljós á siglingu. Mörgum var lika sökkt af striðsvöldum i báðum heimsstyrjöldum. A seinni árum höfðu slæðst um borð í seglskipin nokkrar tækni- nýjungar, svo sem „brasspil" eða vindur til þess að hagræða rán- jm, og gátu þá 4 eða 6 menn ,brasað“ ránum á hverju mastri. Gufukatlar voru líka komnir, sem gátu knúið eina eða tvær vindur við fermingu og affermingu. Það var einnig hægt að tengja vindurnar með kveðju fram i akkerisspil þegar þurfti að létta akkeri. Það var sjaldan notað, þótti ekki svara kostnaði að kynda upp ketilinn til þess að létta, heldur var öll áhöfnin látin ganga kringum „kapstaninn” á bakkanum og vinda upp akkerið á gamla mátann. Barkurinn hét „Suzanne", sem ég var á. Seglabúnaður var 10 rásegl, 8 stagsegl og svo mesan og gaffaltoppsegl. Þessum seglum tilheyrðu svo ótal spottar, kaðlar og reiði, sem við þurftum að þekkja heiti á og staðsetningu svo nákvæmlega að ekki væri um að villast þegar skipanir kváðu við um kolsvartar nætur um að fækka seglum eða fjölga. Það þekktust ekki vinnuljós á þeim skipum. Við sigldum á Vestur-Indíur og sóttum þangað „logwood“, það er rauðviðartegund, svipuð og notuð var I hrífutinda. Við vorum að meðaltali 45 daga á leiðinni, þó man ég eftir einni 60 daga sigl- ingu milli landa. Það voru auðvitað engar kæligeymslur, en fæðið var aðallega saltkjör og baunir, niðursoðið kjöt, þurrkaðar kartöflur og rúgbrauð. Það var ekki f jölbrett mataræðið, en réttirnir fengu allir sín viðeig- andi nöfn hjá okkur. Lifandi svín voru höfð með en við fengum ekki að bragða á kjötinu eftir að þeim var slátrað fyrr en það var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.