Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 9
Skip á sjó, 1818. Vatnslitamynd eftir Turner. blöndu af reyk og hljóðáhrifum. Hlutverk Turners var að gera málverkið og hafa umsjón með hávaðanum, — og jafnframt um- sjón með athugunum í heild. Þannig varð Turner nokkurs konar sviðssetjari sögunnar, sem byggði myndsviðið á frásögnum sjónarvotta og eigin athugunum úr skissubókasafni sínu. Nokkrum árum síðar flýtti hann sér til Sheerness til að ná tali af sjóliðum við heimkomu þeirra frá Trafalgar-orrustunni og rissaði upp skissur um borð i skipinu „Victory". Hugmynda- flug hans færðist nú mjög í aukana í röð af þjóðfélagsmynd- um, svo sem — Plágur Egypta- lands, Sódóma og Gómorra og ýmsum skipbrotsmyndum. Málaralist hans konist í hámæii og varð forvitni öllum listskoður- um. Arið 1802 verður liann með- limur konunglega listaháskólans. Hann cignast jafnframt hóp vel- gjörðarmanna, svo sem William Bcckford, Sir John Leicester, jarlinn af Egremont, hertogann af Bridgewater. A meðan stundarfriðar naut á tímum Napoleons-styrjaldarinnar, er fylgdi í kjölfar friðarsáttmálans í Amiens 1802, gerir Turner sér ferð til meginlandsins í fyrsta skipti, kcmur á land í Calais, gerir athuganir slnar á úfnum sjó til notkunar í framtfðinni og tekur svo stefnu á Louvre og Alpana. Dagbókahöfundurinn Farington hittir Turner við komu hans frá Svisslandi, sárfættan, nöldrandi yfir víninu, „of súrt, þar sem hann var haldinn gall- sýki“ — en mjög hrifinn af „klettum og klettasnösum, sem eru í senn mikilfengleg sjón og dulúðug", miklu fremri klctta- myndunum I Wales og Skotlandi. En veðrið var gott, og hann sá stórkostleg þrumuveður yfir Ölp- unum. Alparnir og þrumuveðrin voru einmitt það, sem Turner þurfti til að færast frá hinu leiksviðræna landslagi til raun- veruleika sjálfrar náttúrunnar. Hann komst hátt upp f Alpana og sú tignarlega sjón fsfrerans, er þar blasti við honum og hin tæru og margbreytilegu ljósbrigði höfðu mikil áhrif á hann. Heimsókn hans á Louvrc varð ef til vill ennþá afdrifarfkari. Hann eyddi heilum mánuði við rannsóknir og eftirmyndagerð. Aðallcga voru þaö Titian og Poussinn er hrifu hann. Nútímafólk, sein lifir og hrærist f eftirprentunum, ljós- myndum, póstkortum, hópferða- lögum og ferðabæklingum á erfitt ntcð að skilja og mcta til fulls þau sterku áhrif, sem Turner varð fyr- ir frá öllum þessunt undrurn lista og náttúru. Alparnir voru honum opinberun en Louvre-safnið inn- blástur, skóli f sjálfu sér. Turner lcitaðist nú við að ná jafnlangt og lengra en hinir miklu meistarar. — Fyrst kom hafið. Tíðarvenjan var hjá málurum sjávarmynda að mála hafbylgjurnar í daufum lit, glerkenndar og gagnsæar, hvernig svo sem veðurguðirnir léku. Mynd Turners, „Bryggjan f Calais“ sýndi sjóinn dökkan og þungan og yfirborð hans markað af hvftum rákum og goslöðri. Portret af Turner eftir Cornelius Varley. Þessari áferð náði Turner með því að mála í þykkum lögum með máiarahníf sfnum. Samtfmamenn Turners voru furðu lostnir. List- rýnirinn Hoppner, sem áður hafði gagnrýnt Turner fyrir að vera „hra'ddur við að leita nýrra miða“, hélt því nú fram, að að- ferðir hans væru ofdirfskufullar og vanhugsaðar. Öðrum þótti verk hans vera í grófara lagi. En allir báru þeir lof á listrænar gáfur hans og hugarflug — hinn hug- myndaríka leik hans við öldur hafsins, myndformin útteygð i hvassviðrinu, blik af máfum og toppveifum í andstæðu við sorta- ský. Það var tæknin sem þeim gramdist, — notkun hins algjöra hvfta litar, (sem var óleyfilegt f landslagsmálun samkvæmt kenningunni), hin skeytingar- lausa notkun þykkra laga af máiningu, og þeim blæ snöggs ótta, sem sóttur var f myndefnið og fluttur f sjálft málverkið. Arið 1804 opnar Turner eigin sýningarsal á fyrstu hæð f húsi við Queen Anne Street. Það var vottur vaxandi sjálfstæðis, er kraumaði hið innra með honum. Hann hafði yfirgefið forcldra- húsin nokkrum árum áður, senni- lega á þeim tfma, er sjúkdómur móðurinnar ágerðist, og hún var flutt á sjúkrahús og sfðan á hæli. Andleg heilsa hcnnar mun hafa haft mikil og djúpstæð áhrif á Turner, hann hataði allt umtal um hana, — og bilun hennar átti sennilega sinn þátt f þvf, að hann fjarlægðist föður sinn. — „Pabbi gamli," eins og hann nefndi hann, „dró úr mér kjark varðandi kvon- fangshugleiðingar." Turner tók saman við Söru Danbv, ekkju tón- skálds. Hún átti tva*r dætur með Turner og hann bjó með henni eða í grennd við hana f mörg ár. Frú Danby mun hafa verið þægi- leg f umgengni, vel menntuð og sjálfri sér ráöandi. Hún var Turn- er að skapi, því að honum féll ekki bindandi og krefjandi sam- búð. Verk Turners fa*rðu honum er hér var komið sögu allt það öryggi, sem hann þarfnaðist, — pcninga til að kaupa þrjú hús og byggja villu uppi f sveit, — hins vegarhafði hann engan tfma fyrir hið ljúfa Iff yfirstéttarinnar eða söguburð og undirróður listahá- skólans. Ein ásta*ðan til þess að hann opnaöi eigin sýningarsal var sú að binda sig ekki við sýningarnar sjálfar. Hann var seintekinn og hlédrægur f sam- skiptum við fólk en treysti því meir á föður sinn og þá W. F. Wells, teiknikennara, og Walter Fawkes í Farnley Hall ná- lægt borginni Leeds. Næstum hvert sumar frá árinu 1810 til ársins 1826, er Walter Fawkes lést, eyddi Turner nokkr- unt vikum í Farnley, og renndi fyrir fiski eða rissaði i skissubók sfna. Þetta Iff hcntaði honum mætavel, hann dundaði við fisk- vciðina samfara því að hann gcrði athuganir á endurspeglun og myndbrigðum ljóss og vatns. Venjulcgast hcnti hann þvf aftur f ána sem beit á öngulinn, en sneri aftur til hallarinnar með stranga af skissuni, er hann batt saman með færi sínu . . . Fawkes varð tryggasti vel- gerðarmaður Turncrs, keypti af honum mörg málverk og vatns- litamyndir, og einnig röð mynda í bók um fuglafræði. Turner féll svo vel inn í heimilislíf Fawkes að hann leyfði jafnvel einum sona hans að fylgjast með, er hann málaði vatnslitamyndir úti i náttúrunni, en annars vildi hann skilyrðislaust vinna f einrúmi. (Niðurlag í næsta blaði) ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.