Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 10
Leino(fjórði frá hægri) við undirskrift vináttusamningsins 1948. Þarna má til dæmis sjá Stalin, Molotov og Kekkonen núverandi Finnlandsforseta. Um áramótin 1944—45 var ljóst, að kosningar yrðu að fara fram hið fyrsta i Finnlandi. Það var nauðsynlegt, að hin nýju atkvæði og nýjar raddir kæmu fram — sérstaklega vegna Rúss- anna. Gamla þfngið hafði setið allan striðstímann. Kosningar voru ákveðnar 18. marz 1945. Þetta var þó helzt til snemmt fyrir kommúnista. Baráttunni um yfirráðin innan raða sósíalista var enn ekki lokið. Og þegar ljóst var, að alþýðubandalagið — DFFF — myndi ekki geta innlimað allan flokk sósíaldemókrata — FSP — og ekki væri hægt að berja niður hina svokölluðu Tanner-stefnu, harðnaði kosningabaráttan stór- lega. Siðasta tilraun alþýðubanda- lagsins var að bjóða sósíaldemókrötum kosninga- bandalag. En það tilboð féli á kröfu alþýðubandalagsins um að vissir menn fengju ekki að bjóða sig fram. Neitun sósíaldemókrata var djarfleg ákvörðun. Rússarnir fylgdust með þróuninni frá fremsta bekk, og enginn vissi, hvenær þeir myndu grípa fram í. Frá sögulegu sjónarmiði hefði kosningabandalag sennilega jafn- gilt endalokum sósíaldemókrata- flokksins í Finnlandi, sem myndi hafa leitt til þess, að allt hið lýðræðislega stjórnarkerfi hefði verið i bráðri hættu. Þær kosningar, sem nú áttu sér stað, voru einhverjar hinar mikil- vægustu í sögu Evrópu á árunum eftir stríðið. Þær fóru fram, þegar heimsstyrjöldin var að komast á lokastig, en þó var fylgzt með þeim af mikilli athygli bæði í austri og vestri. Finnland var fyrsta landið, sem tók þátt i stríó- inu og kaus sér nýtt þing, og alls staðar voru menn forvitnir að vita, hvernig kommúnistar færu út úr kosningunum. Fyrir Rússa voru úrslitin ákaf- lega mikilvæg, því að þau gátu haft gruridvallar áhrif á þróunina í þeim Mið-Evrópulöndum, sem þá höfðu nýlega losnað undan Þjóðverjum. Mikil spenna og kvíði ríkti í Finnlandi. Og ekki dró úr, þegar flugsamgöngur við Sviþjóð voru stöðvaðar viku fyrir kosningar og Mauno Pekkala sagði, að Rússar hefðu dregið saman 30 herfylki við austurlandamæri Finnlands. Auk þess var orðrómur á kreiki um, að hægriöfl væru tilbúin að grípa til vopna, ef áhrif kommúnista yrðu of mikil. Hvassastur og harkalegastur i ræðuflutningi var Eero Vuori ráð- herra (sósíaldemókrati), sem beinlínis varaði finnsku þjóðina við því í útvarpsræóu i byrjun marz að kjósa „rangt“. Hægrisinn- ar yrðu að skilja, að Finnland hefði tapað stríði og yrði að lúta skilmálum sigurvegaranna. Ef þjóðin hagaði sér ekki í samræmi við þessar aðstæður, gæti það hreint og beint leitt til uppreisnar eða nauðungarstjórnar, sem yrði langtum strangari en gert væri ráð fyrir í vopnahléssamningun- um. Vuori skírskotaði til þess, að stórveldaráðstefnan í Jalta hefði skýrt og greinilega gert slikt mögulegt. Vuori var harðlega gagnrýndur fyrir ræðu sina. Hún var talin sérlega óviðeigandi með hliðsjón af þáverandi aðstöðu landsins í utanrikismálum. Yrjö Leino var vissulega i fram- boði, en hafði sig fremur lítt í frammi vegna anna i ráðu- neytinu. Kommúnistinn var orðinn meiri ráðherra en kommúnisti. Þegar hann hefði helzt átt að taka þátt í kosningabaráttunni, hélt hann til Stokkhólms til fund- ar við starfsbróður sinn þar, Tage Erlander. Hann kom aftur með siöustu flugvél, áður en eftirlits- nefndin lokaði fyrir flugsamgöng- urnar. Leino ákvað að halda útvarps- ræðu og pantaði tima. (Alþýðu- bandalagið átti miklu örlæti að fagna, þegar um tíma var að ræða í útvarpinu til kosningaáróðurs.) Forsetinn er sagður hafa haft áhyggjur af því, hvað Leino myndi segja i útvarpsræðu sinni. En það varð ekkert Vuori- 1 hneyksli. Leino var fullur áhuga á hinu nýja starfi í ráðuneytinu og hélt nær ópólitiska ræðu um fá- tækrahjálp í Finnlandi. 1 kosningunum greiddu 74,9% kjósenda atkvæði, og var það met- kjörsókn í Finnlandi. Alþýðu- bandalagið vann mikinn sigur um allt landið, hlaut 49 þingsæti, sósíaldemókratar 50 (höfðu áður 85) og bændaflokkurinn 49 (höfðu 56). Aðrir flokkar fengu svipað fylgi og áður. Eftir kosningarnar hafði staða kommúnista mjög styrkzt, og þeir gátu nú gert allt aðrar kröfur en áður. Leino varð fulltrúi alþýðu- bandalagsins við viðræður um stjórnarmyndun. Hann hafði fengið íyrirmæli um að ná um- fram allt innanríkisráðherra- embættinu fyrir kommúnista. Þar var nefnilega falinn lykillinn að hinum raunverulegu völdum i landinu. Á þessum tima, um vorið 1945, misseri eftir að hætt var að lýsa eftir honum, stóð hann á hátindi valda sinna. Rússar litu á hann sem hinn kjörna mann fyrir markmið sín. Hann var einbeittur, en þó háttvís og virtist vinsæll meðal þjóðar- innar (atkvæðatölurnar sönnuðu það), og honum hafði einnig tek- izt að ávinna sér traust innan borgarastéttarinnar og þá sérstak- lega hjá Paasikivi. Paasikivi mat Leino fyrir hinn heiðarlega ásejning hans að vinna þjóð sinni gagn, og honum var það mikið kappsmál að styrkja stöðu Leinos. Örlögin höfðu sent honum kommúnista, sem hann gat treyst og jafnframt átti traust Rússa. Kommúnistaflokkurinn kunni að meta hann, þar sem ljóst var, að hann nyti trausts bæði Rússa og Paasikivis. . Og Hertta Kuusinen stóð með Yrjö Leino, af því að hún elskaði hann. Þannig lék allt í lyndi fyrir Leino, og hann ljómaði af ánægju og efldist að sjálfstrausti. Hann var á leiðinni að verða voldugasti maður landsins, en gaf sér aldrei tima til að skilgreina ástæðurnar til þess. Þegar stjórnarmyndunin var í undirbúningi, átti Paasikivi lang- ar viðræður við Leino um skipan stjórnarinnar. Þeir sátu heima hjá Paasikivi og veltu fyrir sér hugsanlegum nöfnum. Af hálfu alþýðubandalagsins fékk hann frjálsar hendur um val á ráðherrum. I stjórninni fengu að lokum 6 alþýðubandalagsmenn sæti og þrír þeirra voru í kommúnista- flokknum, 4 sósíaldemókratar, 4 bændaflokksmenn, 1 úr sænska þjóðarflokknum, 1 úr framfara- flokknum og 2 embættismenn (Paasikivi forsætisráðherra, og Enckell utanríkisráðherra.) Þetta var i apríl 1945 og fram að þessu hafði kommúnistum tekizt harla vel að fylgja áætlunum sinum. Flokkurinn átti drjúgan hlut að samsteypustjórn, með innanríkisráðuneytinu hafði fengizt yfirstjórn lögreglunnar og staða sósíaldemókrata hafði veikzt verulega með stofnun alþýðubandalagsins (DFFF). 1 samanburði við önnur grann- riki Sovétríkjanna stóðu hinir finnsku kommúnistar betur að vígi, hvað timann snerti. Verk- færin voru fyrir hendi. Nú var „bara“ að hrinda í framkvæmd hinni algjöru vaidatöku. SALAMIAÐFERÐIN. A árunum 1945 til 1948 lentu um 80 milljónir manna beint eða óbeint undir yfirráð Stalíns — Sovétríkjanna. Hið furðulega var, að þessi feikilega kommúnistiska útþensla skyldi geta átt sér stað án beinnar hernaðarárásar, Eist- land, Lettland, Lithauen, Pólland, Tékkóslóvakia, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Albanía, Júgóslavía. Frá þýzk-rússneska griðasamningnum 1939 tilheyrði Finnland einnig sama landfræði- lega hagsmunasvæði. I ræðu við verkamannahátiða- höld árið 1952 gaf Matyas Rakosi forsætisráðherra og fremsti sér- fræðingur lepprikjanna í „staliniseringu“, leiðbeiningar í þeirri list að ná undir sig öllum pólitískum völdum í einu landi. Rakosi sagði: „Herstjórnarlistin er fólgin i því að reka fleyga i raðir andstæð- inganna, gera þá undrandi og efa- blandna. Ganga í bandalög og halda síðan valdatökunni áfram með ýmsum aðferðum. — Hvaða aðferðum? (spyr einhver meðal áheyrenda). Jú, maður beitir „Salamiaðferðinni". Tekur lítinn bita á degi hverjum, eins og þegar maður sneiðir niður pylsu. (Salami: itölsk pylsutegund). Fyrsta atriðið í þessum leik var að koma kommúnistum inn i sam- steypustjórnir og umfram allt að skipa embætti innanrikis- ráðherra. Það fannst Rússum svo mikilvægt, að Vorosjilov marskálkur, æðsti maöur rússnesku eftirlitsnefndarinnar í Ungverjalandi, hótaði að kalla fleiri rússneskar hersveitir inn í landið, ef kommúnisti yrði ekki innanrikisráðherra i hinni nýju stjórn. Matyas Rakosi studdi hann með þvi að setja embætti innan- ríkisráðherra sem skilyrði að þátt- töku kommúnista i rikisstjórn. 1 stjórnmálaumræðum sagði hann: — Lítið i kringum ykkur um alla Austur-Evrópu og reynið að finna eitthvert land, þar sem embætti innanríkisráðherra er ekki i höndum kommúnista. Þessari forskrift, sem vafalaust hefur verið stíluð i djúpum Kremlar, var i reynd fylgt hvar- vetna. En viss frávik urðu þó að sjálfsögðu vegna stöðu viðkomandi landa við lok stríðs- ins. Arið 1945 voru rússneskar hersveitir í Ungverjalandi, Pól- landi, Rúmeníu og Búlgaríu, en ekki i Finnlandi, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu né Albaníu. Ef til vill er það aðeins tilviljun, að þróunin í hinum síðastnefndu rikjum hefur orðið nokkuð mis- munandi. En af hverju hertóku ekki Rúss- ar þegar i stað þau grannríki, sem þeir höfðu áhuga á? Slik aðferð hefði verið of ruddaleg og ögrandi til þess, að vesturveldin hefðu getað kyngt því. Þótt ekki væri annað hefði það litið hræði- lega út fyrir Rússa og kommúnismann, einmitt þegar jarðvegur var góður fyrir rót- tækar vinstri hreyfingar. Nær öll Evrópa var i rústum, öngþveiti ríkti hvarvetna og hin gífurlegu endurreisnarverkefni voru fram- undan. Við slíkar aðstæður var valda- taka stig af stigi hin ákjósanlega aðferð. 1 hinum hálfrotnu, gömlu austur-evrópsku rikjum var auðvitað bezta leiðin að láta gömlu stjórnarkerfin glíma viö verstu efnahagsvandamálin eftir stríðið. Og þar sem endurreisnin hlyti að ganga erfiðlega í fyrstu, yrði auðvelt að ala á óánægju og óþolinmæði fólksins og búa í haginn fyrir atlögu kommúnista. (Höfundur lýsir siðan þróun- inni í áðurnefndum löndum á fyrstu árunum eftir stríðið, og er hún öllum kunn i höfuðdráttum.) Það er á einhvern hátt ein- kennandi fyrir Finna að halda, að land þeirra myndi hafa sérstöðu i tafli stórveldanna. Þeir hafa litið á það sem sjálfsagðan hlut, að hin stóra, kalda hönd myndi aldrei lykjast um þeirra land. Það voru til dæmis mjög fáir forystumenn i stjórnmálum, sem héldu 1939, að Sovétrikin myndu í alvöru hefja strið haustið 1939. Háttsettir finnskir stjórnmála- menn, sem ég hef rætt við, hafa reynt að gera litið úr þeirri hættu á kommúnisku valdaráni, sem vofði yfir landinu í nokkur ár. — Það hefði ekki verið hægt hjá okkur, segja menn. — Það er ekki hægt hjá okkur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.