Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 8
Hinn 23. aprfl sl. voru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu eins frægasta málara Englands. Tvf- mælaiaust var hann með mestu áhrifavöldum um þróun mynd- listar f heimalandi sínu og Evrópu á sfðustu öld og áhrifa hans gætir jafnvel greinilega f verkum málara þessarar aldar og eru okkur nærtæk áhrif hans á list Jóhannesar Kjarvals. Byltingarkennd nýjung þessa einstaka málara í meðferð litar- ins ruddi braut nýjum og fersk- um hugmyndum i Evrópu og það er með góðri samvisku hægt að fullyrða að í sfðustu verkum sfnum standi hann á þröskuldi impressjónismans, og jafnvel, að hann fari fram úr þeirri stefnu f sumum mynda sinna í átt til um- búðalausrar og litrænnar skynjunar umhverfisins. I slíkum myndum renna himinn, haf og hauður saman í eina, á köflum lítt aðgreinilega heild, e.t.v. glitt- ir rétt í seglskip við sjónröndina, sem nær hverfur í rauðglóandi vígahnött ljósgjafans að baki, sjálfa sólina. — Birtan, þá einkum sólarlags eða afturelding- ar, er mettuð óteljandi litum og Ijósbrotum, er flæða um himin, haf og hillingar hauðursins, svo að sindrar og leiftrar af sf- hvikulli, litrænni upphafningu, Ifkast óspilltri verund árdagsins. — Um leið cinkennir þessar myndir eins konar eilífðarró, svipað og í sjálfsmyndum Rem- brandts, enda er ekki ólfklegt, að Turner hafi hrifist af glímu hans við dulmögn Ijóssins. Alla vega hafa þeir verið andlega skyldir, því að áhrifin, er skoðandinn verður fyrir augliti til auglitis við myndir þeirra, eru ósjaldan svip- uð, enda þótt þeir séu að öðru leyti ólíkir málarar ólfkara við- fangsefna. Joseph Mallord William Turn- er var fæddur 23. apríl 1775 f Maiden Lane, Covent Garden við London, og var sonur hárskera nokkurs. Lítið segir af foreldrum hans, nema hvað þau kenndu honum að meta gildi peninga, ráðdeildarsemi og sparnað, sem hafði mikla þýðingu fyrir líf hans og varð honum ómetanlegur stuðningur á Iffsbrautinni. Alitið cr, að æska hans hafi ekki verið ánægjuleg, -þar sem móðir hans varð sinnisveik, haldin sjúklegri hræðslu, sem endaði f algerri vit- firringu. Hún var flutt á geð- veikraspftala árið 1800 og dó á einkahæli fjórum árum síðar. Virðist furðuoft stutt f geðveikina í ætt snillinga. Þvf hefur talsvert verið haldið á loft, að Turner var af fremur lág- unt stigum, en hann var fæddur á tímum, er enn var f heiðri höfð erfðavenjan að taka sér skjól- stæðinga. Menn af æðri þjóð- félagsþrepum voru reiðubúnir til að viðurkenna hæfileika, og voru bæði fúsir og færir til að veita þeim brautargengi með fjárhags- legum stuðningi. Eigandi veit- ingastaðar, sem áður var til húsa i kjallara faíðingarstaðar Turners, Riehard I’orson að nafni, var ekki aðeins nafntogaður fyrir drykkju- skap sinn, heldur einnig fyrir að stuðla að þvi að hæfileikar Turn- ers voru viðurkenndir í hverfinu og undir þá lyft af örlæti svo lengi sem hann lifði. Þegar á unga aldri ákvað Turn- er að verða listamaður, og faðir hans studdi hann og hvatti með þvf að hengja myndir sonarins á veggi rakarastofunnar. Myndirn- ar voru til sölu fyrir verð, er nam frá cinum upp f þrjá snillinga og svo virðist, sem það hafi verið gnægð viöskiptavina, er fúsir © Tré í stormi. Vatnslitamynd eftirTurner. Bragi Ásgeirsson - MÁLARINN J.M.W. TURNER 200 ára afmæli. Fyrri hluti. voru til að kaupa myndir. Fjórtán ára að aldri hóf hann nám við konunglega listaháskólann, og skólatíminn skiptist milli teikninga af gipsmyndum og lif- andi fyrirmyndum. En teikning lifandi og dauðra likama áttu ekki við skapgerð hans, og sneri hann sér þvf að landslagsmynda- deildinni, sem opnaði augu hans fyrir hinu iðandi raunverulega lífi. Fyrstu myndirnar, er hann sýndi á vegum listaháskólans 1790 og 1791, voru vatnslitamynd- ir af sögufrægum byggingum, og seinna komu svo myndir frá Kent, Wales og fleiri stöðum. Turner hlaut verðlaun fyrir landslagsteikningu 1793 vcitta af Society of Art. Sem byrjandi í staðarlýsingum var hlutverk Turners að ferðast hingað og þangað og rissa niður kirkjur, svcitabýli, fornsögulegar byggingarústir, fallega staði og yfirlcitt allt, sem vakti athygli á vegi hans og bjó yfir nothæfum kröftum. „Hvert skynditillit er skyndiathugun" („Every glance is a glance for stydy“) sagði hann mörgum áruni seinna í einum af sfnum skemmtilegu fyrirlestruin. Ferðalög scm hann iðkaði reglu- lega sumar hvert fram að sjötugs aldri, sáu honum fyrir öllu mynd- efni allt hans líf. Á yngri árum gekk hann iöulega allt að 25 mílur á dag berandi áhöld sfn í klúti. Ilann hafði sama hátt á við niðurriss sem skriftir, hélt á riss- bókinni í mittishæð og lét teikni- blöðin vera grunn fyrir vandlega unnar vatnslitamyndir. Skissu- bókin þjónaði þannig einnig sem samsafni af skipslíkönum fyrir framan sjómálverk og hentugri dagbók, þar sem hann skráði at- huganir sfnar á breytingum ljóss- ins og hreyfingum hafsins. Hann fyllti sfður af athugunum og rannsóknum sínum á því, hvernig brotsjórinn brotnaði á sandinum nálægt Bass Rock, hann mældi hve hratt þokuslæðurnar náðu að umlykja Dolbadern-kastala og gerði athuganir á sólsctrinu sem breytti Fonthill klaustur- kirkjunni í rósrauða hillingasýn. Þegar á tvítugs aldri hafði honum hlotnast viðurkenning scm frábær teiknari landslags og húsaminja og gat selt vatnslita- myndir sínar fyrir 30 gfneur og hærra. Þegar hér er komið byrjar Turner að fást við olfuliti, og fyrsta tilraun hans á því sviði var myndin „Fiskimenn á sjó“, er sýnd var á sýningu Konunglega listaháskólans árið 1797, fremur íburðarmikil tunglskinsmynd. Arið 1799 verður hann meðlimur f samtökum listaháskólans. Hann heldur áfram að viða að sér efni í skissubækur, — athuganir á vind- blásnum skipalægjum, skýja- myndunum og klettaformum, en innblástur að málvcrkum sfnum sækir hann f hollenskar sjávar- myndir, gætti þar einkum áhrifa frá Van der Velde og lciksviðs- teiknun. Fyrstu reynslu sína á þessu sviði fékk Turner er hann málaði sviðsmynd af orrustunni við Níl, á siglingasafninu f Fleet Street. Var hér um að ræða að setja upp sviðsmynd af orrustunni með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.