Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 13
— Maður með hund Framh. af bls. 10 hann gekk burt úr þessu stóra dimma húsi og út í hríðina. Síðan hafði hann ákallað hana á hverju kvöldi og stundum var hann svo heppinn að dreyma hana á nóttunni, en alltaf hvarf hún honum áður en hann gat snert hana. En sá sem verður fyrir slíkri reynslu er ekki samur og áður. Hans líf verður eirðarlaus leit, og henni verður ekki lokið fyrr en við skaut þessarar konu sem er sjálfur tilgangur mannsandans í þrá hans til þeirrar fullkomnunar sem hann má við una um aldir alda. Lágt framundan blasir stjarnan við þeim. Lítill fugl fjýgur snöggt upp af svartri kræklóttri grein og þyrlar um leið svo- lítilli mjöll á ótroðinn veg þeirra, flóðlýstan daufu skini mánans. Þeim er svo undarlega létt um gang, fönnin virðist enga mótstöðu veita og hvutt- inn klýfur hana að því er virðist án fyrirhafnar og maðurinn fylgir í kjöl- farið, líkast því að þeir vaði þunnt ský. Hvað er nú orðið um hina frægu uppgötvun Newtons? Trén líða hjá, fyrst ofur- hægt síðan hraðar, þeir lyftast yfir þau meðan þunn þokan þyrlast með Framhald af bls. 5. hinnar þjökuðu Jóhönnu, en gat- minna fyrir söguna. Vald hans yfir listformi kvikmyndarinnar mátti nú heita algert í „Heilagri Jóhönnu" hefur sérhver mynd, hver einasta hreyfing djúpstæða merkingu. Mynd- in var langmest unnin úr nærmynd- um; myndavélia hvíldi nær látlaust á andlitum leikaranna, en þaðan dró höfundurinn þá andlegu dulúð, sem var innihald listar hans. Þjáningu og pislarvætti heilagrar Jóhönnu náði Dreyer að sýna svo'frábærlega í nær- myndum sinum, að þar er hann talinn hafa náð hámarki þess „innra raun- sæis" sem hann leitaði jafnan og vildi ná að túlka. Svo var það 1 932, að Dreyer gerði fyrstu talmynd sina, „Blóðsugan", einnig i Frakklandi. Þetta er hryllings- mynd, kviknuð af sögu Sheridan le Fanu, demónískt og myndrænt Ijóð, ef til vill sterkasta listaverk Dreyers, verk margra vidda og sibreytilegrar fegurðar Eftir gerð þessarar myndar varð. langt hlé á myndgerð Dreyers. Skömmu eftir 1930 var hann þó viðriðinn gerð brezkra heimilda- mynda, en hvarf fljótlega frá þvi aftur. V Árin 1935—1942 var Dreyer á nýjan leik blaðamaður i Danmörku. En árið 1942 sneri hann sér aftur að kvikmyndun. Þá stjórnaði hann gerð „Dagur reiðinnar" sem gerðist á tím- um galdraofsókna. Enn verður sögu- hetjan, kona, fórnardýr þröngsýni tima og umhverfis. „Tvær manneskjur" gerði hann i Sví- þjóð 1944—1945. Sú mynd er al- mennt talin hafa mistekizt fyrir það, að Dreyer fékk ekki þá leikara, sem hann hafði óskað eftir. Leikendur voru aðeins tveir. Árin 1946—1954 voru Dreyer mjög erfið. Hann fékk aðeins til við- fangs minniháttar verkefni og árang- urinn ekki umtalsverður. Það var ekki fyrr en 1955, að list hans náði aftur þvi risi, sem honum sómdi. Þá stjórnaði hann gerð mynd- arinnar „Orðið" eftir Kaj Munk við texta eigin handrits. Mannleg þjökun er hér enn höfuðviðfangsefni Dreyers. En breyting hefur orðið á hugmynda- heimi Dreyers. í fyrsta sinn virðist hann nú játa kristna trú. Sjálfur leit Dreyer á þessa mynd sína sem þá beztu; þó er hún ekki laus við dálítinn stirðleika. Hún er að minnsta kosti mörkuð áberandi óþarfa virðuleika, næstum grafalvöru, sem gerði hana ástríðulausa umfram aðrar myndir hans. Niu ár liðu til næstu myndar Drey- ers, sem varð lika hans siðasta. „Ger- trud" er byggð á leikriti Hjalmars Söderbergs. Myndin rótaði við mörg- um óg varð gífurlegt deiluefnj. Gagnrýnendur deildu hart á hana, en almenningur sýndi ofsahrifni. Margir töldu myndina vera hálfgert leikrit, þar sem mikils jafnræðis gætti milli orðs og myndar. Svo sem oft fyrrum, er aðalhetjan kona, nema að þessu sinni biður hún ekki lægri hlut. Enn sýndi hann yfirburðahæfni sina að ná fram innri baráttu hjá þessari hrifandi konu. „Gert'rud" varð siðasta mynd Dreyers. Hann hafði uppi áform um gerð myndar um Jesúm. Þegar hann dó, 20. marz 1968, hafði hann gert handritið og draumur hans um myndina virtist ætla að rætast. Heim- urinn beið eftir þessari mynd, sem sennilega hefði innsiglað feril þessa mikla listamanns. Sennilega hefði Dreyer lokið þessari mynd ef mannleg skammsýni hefði ekki verið söm við sig — tafið það og flækt. Carl Th. Dreyer var ekki í minnsta vafa um sköpunarmátt sinn. Og hann var ekki alltaf sérlega samvinnuþýður. Allar kvikmyndir hans — eða flestar að minnsta kosti — eru góðar, svo góðar að margir áttu lengi erfitt með að kyngja þvi, þótt það gangi nú öllu betur eftir lát hans. Danir hafa átt nokkra yfirburða- menn á alþjóðastiku Það sem Niels Bohr var vísindum og Jóhannes V. Jensen bókmenntum, var Carl Th. Dreyer i heimi kvikmyndarinnar. síðum seppans og um fætur mannsins en í augum beggja speglast í allri sinni hógværð sjál- fur himingeimurinn með sínum daufu ljóskerum dreift af furðumikilli smekkvísi um óendan- lega víðáttu. Ekkert hljóð, ekki einusinni þytur af flugi fugls. Aðeins þunnir flók- ar, sem nú hafa fengið daufan lit rósarinnar, þyrlast um sfður hvutt- ans og fætur mannsins. Og stjarnan framundan að því er virðist í sömu fjarlægð, en skin hennar hefur öðlazt djúpa glóð. Og áfram er förinni haldið eftir róslitaðri braut hins þunna trafs er þyrlast fram með þeim, um fætur og síður, meðan geimurinn spegl- ast í votum og kúptum augum hundsins, en í augum mannsins spegl- ast nú þessi eina stjarna . Fólkið í bænum hélt áfrarn að stunda menn- ingu og ómenningu eftir smekk hvers og eins. Allt gekk þetta sinn vana gang, og bílarnir héldu áfram að sniglast um götur og stræti, svartir og guleygir og áþekkir þeim kvikindum sem kennd eru við bjöllur. Og leikhúsin héldu áfrarn með Shakespeare og Gombrowicz og kunn- áttumenn sögðu þetta slæman Shakespeare og góðan Gombrowicz, en Tónlistarhöllin var nú þögul um sinn. Afturá- móti ómaði Eine kleine Nachtmusik frá gramófó- num um hlýlegar stofur og einnig í hjörtum þeirra sem höfðu verið á síðasta konsert. Þannig • gekk lífið sinn rétta gang og mjöllin hlóðst upp á kolli og í útréttum lófa mikilmennisins sem steypt var í kopar og vildi segja eitthvað en sagði aldrei neitt. í blöðum og útvarpi var lýst eftir litlum manni með derhúfu og í síðum frakka, en hann hafði horfið heiman að frá sér ásamt litlum hundi sínum. Blóðsugan. Frakkland 1932. Orðið. Danmörk 1954. Heiðra skaltu konu þína . . . Danmörk 1924. Tvær manneskjur. Sviþjóð 1945.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.