Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 8
Viðgerðin á listaverk- unum í Flórens Klukkustund fyrir dögun, regnvotan morgun hins fjórða dags nóvembermánaðar árið 1966, sendi vatnsbólgið Arno- fljótið frá sér miklar flóðöldur yfir þröng stræti Flórens og skildi eftir hálfa milljón tonna af eðju og for, rotnandi slátur- kjöti, saur og seigri svartri brennsluolíu á stéttum og stein- lögnum borgarinnar. Á þeirri stundu sýndist allt á huldu um framtíð Flórensborgar og list- rænnar arfleifðar hennar. Vatn var yfir öllu — það seig inn í viðkvæman við gamalla trjá- skurðarmynda og veggjaskreyt- inga, þandi út trefjar hans og sprengdi þær, það þrengdi sér upp eftir veggjum og út um freskumálverkin á yfirborði þeirra og myndaði blöðrur, mygiugróður og upplitun svo myndirnar flögnuðu af gljúp- um steininum eins og smjör- deig. Flórensborg stóð andspænis erfiðasta vandamáli í sögu list- verndar. En eins og í ljós kom i síðari heimsstyrjöldinni hafa ófarir örvandi áhrif á tæknina. Nú eru iistverndarstofurnar í hinum fjögur hundruð ára gamla kastala Fortezza da Basso í Flórens orðnar að heimsmiðstöð fyrir prófanir í viðhaldsaðferðum — en það er að miklu leyti að þakka samverkan rannsóknastofa í háskólum og stórra efnafyrir- tækja eins og Montedison á Italiu. Tæknin, sem beitt er af hinum 60 starfs- og f agmönnum i Fortezza, gerir allar fyrri aðferðir fornfálegar. Umberto Baldini, fimmtugur, starfs- glaður yfirmaður rannsókn'a- stofanna, segir: „Fyrrum voru viðgerðarmenn eins og læknar, sem ætla að skera upp mann án þess að hafa áður kynnt sér líffærafræði. En náttúruham- farirnar gerðu lýðum ljóst að listir og visindi yrðu að haldast í hendur í víðtækri rannsókna- áætlun. Samlíking Baldinis við lækn- isfræðina er ekki alveg út í bláinn. Jafnvel eftir að flóðið hafði sjatnað, var svo mikill raki í hundruðum veggmál- verka í Flórens, að þeim var hætta búin af myglu og sveppa- gróðri. „Hefðum við ekki fundið lausn á málinu,“-segir Baldini. „hefði gerlagróður étið málverkin upp til agna.“ Hann og samstarfsmenn hans reyndu’ marga tugi mygludrepandi Iyfja og áhrif þeirra á málningu. Eitt varð eftir: Nystatin frá Squibb, magalyf, sem ekki skaðaði litarefnin. En það var aðeins til í töflum, sem ekki var unnt að gefa veggnum inn. Að lokum fann efnafræði- deild háskólans í Flórens aðferð til að gera Nystatin- duftið uppleysanlegt og síðan var því úðað á freskurnar. Einn markverður árangur þessarar samvinnu lista og vis- inda verður nú í sumar séður í fyrsta skipti í sjö ár. Eins og mörg önnur veggmálverk var „Krossfestingin" eftir Fra Angelico í samkomusal San Marco klaustursins, illa haldið af langvinnum kvilla frá því löngu fyrir flóðið en það voru bólur og útbrot, sem stöfuðu af kristöllun í gipsinu. örlitlar bólur mynduðust og málningin flagnaði af smátt og smátt. Hinn reyndi 'viðgerðarmaður Dino Dini, sem er rúmlega sextugur, kallaði til efna- fræðing frá háskólanum i Flórens, Enzo Ferroni, en hann uppgötvaði. að það sem krist- ölluninni olli var að kalk, eða kalsium karbónat breyttist í kalsíum súlfat. Hann var ár að finna ammoníaksblöndu, sem gat breytt kristöllunum aftur í kalsium karbónat. Dini og að- stoðarmaður hans vættu bút af japönskum rispappír í upp- lausninni og þrýstu honum í fimm mínútur að yfirborði freskunnar — þetta var síðan endurtekið með annarri upplausn. Þeir voru í tvö ár að fara yfir hvern blett á hinu risastóra málverki. Þúsundir örsmárra gíga voru fylltir vatnsmálningu, sem af ásettu ráði var höfð ögn daufari en upphaflegi liturinn, þannig að viðgerða svæðið yrði sýnilegt æfðu auga. Eftir nærri sex ára starf í San Marco segir Dini • hróðugur: „Sjáið hversu litir Fra Angelicos hafa skýrzt. Þeir eru svo miklu tærari, skærari!" Sumum Iistaverkum verður ekki bjargað og verða þau aðeins varin frekari skemmd- um. Hið frægasta þeirra er „Crucifix“ Cimabues frá þrettándu öld, sem flutt hafði verið frá Uffizi til upphaflegra heimkynna sinna í Santa Croce skömmu fyrir flóðið. Vatnið af- máði rúmlega 75% af málning- unni, og hefði leyst upp meira, að sögn viðgerðarmannanna, hefði Cimabue ekki rekið alla nagla á kaf og fyllt yfir þá með litlum trénöglum. Hefði vatn komizt að þeim, hefðu þeir ryðgað og valdið enn meiri spjöllum. Sá litur, sem eftir varð, var fram til ársins 1969 of mjúkur til að hrófla við honum, en þá var hann tekinn af með mikilli gætni og hreinsaður. Brátt verður hann límdur aftur á fleka imabues. Starfsfólk Baldinis hefur gert hinar merkilegustu upp- götvanir er hvert lagið á fætur öðru af yfirmálun og fyrri við- gerðum hefur verið fjarlægt. Tréskurðarmynd Donatellos af Maríu Magðalenu, sem stóð i Skírnarkirkjunni, var árum saman lýst sem allt að því expressionisku verki. Augun voru elliblind og hörundsmáln- ingin í einum brúnum lit. Þessi einkenni reyndust síðar til- komin. Er myndin var hreinsuð komu í ljós skær augu, ljós húð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.