Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 7
hjónavígslur og barn- eignir, en í þeirri síðari f jallað um skilnaði og rætt við ýmsa þá sem hafa með framkvæmd hjónavígslna og skilnaða að gera. I þriðju grein verður síðan viðtal við ung hjón, sem skildu fyrir nokkrum árum og ætti þar að koma í ljós, hversu mikið djúp er á milli viðhorfa þeirra til aðdraganda skilnaðarins og ástæðna þeirra, sem til hans leiddu. Ákveðnir mánuðir vinsælastir til að gifta sig. Árin 1961—1965 voru hjónavígslur hér á landi alls 7.289. Þar af voru 6.689 brúðgumar að kv- ænast í fyrsta sinn, 433 í annað sinn, 20 í þriðja sinn og i í niunda sinn. 6760 brúðir voru að ganga í sitt fyrsta hjónaband, 391 freistaði gæfunnar öðru sinni og 11 giftust í þriðja sinn. Á árunum 1966—1970, (en lengra ná tölur Hag- stofu íslands ekki að svo komnu máli) voru hjóna- vígslur nokkru fleiri eða 8.250. Voru þá 7.576 brúð- gumar að kvænast í fyrsta skipti, 627 öðru sinni og 22 í þriðja sinn. Af konunum giftust þá 7.676 í fyrsta skipti, 624 í annað sinn og 29 x þriðja skiptið. Áberandi er, að sumir mánuðir eru taldir eftir- sóknarverðari giftingar- mánuðir en aðrir. Árið 1961 voru flestar giftingar í desember, eða 277 Næstur á vinsæída- listanum var september með 153, en janúar rak lestina með langfæstar hjónavígslur, eða aðeins 53 og marz var næst læg- stur með 59. Er þetta áþekkt hlutfall og næstu ár á eftir. Á þessu tímabili, sem hér er haft í huga, það er árið 1961—1970 urðu giftingar fæstar í febrúar 1962, eða 38, en flestar í desember 1965, alls 372. Af öllu er sýnt að desem- ber hefur öll árin for- ystuna, svo á að orði kom- ast, I desember 1967 eru hjónavígslur t.d. 357, í desember 1964 eru þær 356 og í desember 1970 350 talsins. Aldur brúðhjóna hefur ekki breytzt. Enda þótt raddir heyrist um, að hjónavfgslualdur hafi lækkað, er þess að minnsta kosti ekki far'ð að gæta á þessu tímabili. Allt tímabilið virðast flestir karlar ganga í hjónaband á aldrinum 20—24 ára gamlir og árið 1961 kvæn- tist aðeins 71 karlmaður 15—19 ára en það sama ár voru 628 sem gengu ekki í hjónaband fyrr en 20—24 ára gamlir. Það ár kvæn- tust svo 317 karlar á aldri- num 25—29 ára, 146 sem voru 30—34 ára, 46 voru 40—44 ára gamlir. Síðan dregur talsvert úr að karl- menn gangi í hjónabönd, en þó voru þeir 24 á aldr- inum 45—49 ára, 21 sem orðinn var 50—54 ára, 11 kvæntust 55—59 ára og 15 sem komnir voru yfir sex- tugt létu sig ekki muna um það að ganga í hjóna- band. Til samanburðar má svo taka aldur brúðarinnar. Hann er lægri, en þar gif- tast konur ekki jafn rosknar og karlar. Árið 1961 giftast 347 konur á aldrinum 15—19 ára og árið 1970 eru þær 386 í þessum sama aldursflokki. Flestar urðu brúðir á þessu aldursskeiði árið 1967 eða alls 479. Lang- flestar stúlkur giftast ein- nig 20—24 ára gamlar. Árið 1961 eru þær til dæmis 598, en árið 1970 eru þær orðnar 779. Árið 1961 giftast 198 stúlkur á aldrinum 25—29 ára og 213 konur giftast á þeim aldri 1963. Á aldrinum 30—34 ára giftust árið 1961 90 konur og svipað hlutfall er árið 1970 eða 82 konur. Árið 1961 giftist 61 kona á aldrinum 35—39 ára, en 44 nfu árum síðar. Árið 1961 giftast 29 sem eru á aldrinum 40—44 ára gamlar og 34 giftast á þessum aldri árið 1970. Síðan kemur að aldurs- skeiðinu 45—49 ára hjá konum, aðeins 29 giftast árið 1961, og 34 árið 1970. Eftir fimmtugt er tiltölu- lega fátítt, að konur gangi í hjónaband á þessu skeiði, eða aðeins 10 árið 1961, sem eru orðnar 50—54 ára og 15 árið 1970 og upp úr því má álykta, að mjög fáar konur gangi í hjóna- band eftir að 54 ára aldri er náð. Barneignum fækkar nokkuð Á árunum 1961—1965 fæddust hérlendis alls 17.533 skilgetin lifandi börn. Eftir aldri móður skiptist það svo, að 4.965 voru börn móður á aldrin- um 20—24 ára og 4.671 barn átti móður á aldr- inum 25—29 ára. 824 börn fæddust á þessum árum af mæðrum 15—19 ára. Þegar kona er komin yfir þrítugt dregur nokkuð úr fæðingum, en þó fæddust 3.826 börn af mæðrum á aldrinum 30—34 ára á þessum árum. Þegar kona er orðin fertug er augljóst, að farið er að gæta sín, svo að um munar, en 51 barn fæddist þó á þessum árum, sem átti móður á aldrinum 45—49 ára. Síðari hluta tímabilsins, sem þessi könnun spannar yfir eða árin 1966—70 hefur barneignum fækkað um rösk 2000. Enn sem fyrr eru konur á aldrinum 20—24 ára duglegastar við barneignir og fæddust af þeim 5.056 börn og næstar voru konur á aldrinum 25—29 ára með 4.035 börn. Stúlkur á aldrinum 15—19 ára áttu 840 börn og er það tiltölulega svipað hlutfall og fyrri hlutann. Þrjátíu og níu börn fæddust af konum á aldrinum 45—49 ára. Fækkun barneigna er mest hjá konum á aldrin- um 30—34 ára. Aldursflokkur föður er mjög áþekkur, þ.e. á árunum 1961—65 fæðast 5.586 börn, sem eiga feður á aldrinum 25—29 ára og næstir eru þeir sem eru 20—24 ára með 5.310 börn. Þess ber að geta að karlar halda lengur áfram barn- eignum — af skiljanlegum ástæðum og á fjórða hun- drað börn eignast á þessum árum feður sem eru 50 ára og eldri. Óskilgetin börn á þessum árum voru 6.069. Þar af bjuggu saman i óvígðri sambúð 3.154 for- eldrar en 2.915 voru ekki samvistum. Óskilgetin börn á árunum 1966—1970 voru 6.391 og bjuggu 2.488 foreldrar saman en 3.903 ekki. Fæðingarröð barnsins Af þeim börnum, sem fæddust lifandi árin 1961—1965 voru 4.256 annað barn í röðinni og 4.Q45 hið þriðja f systkina- hópi. í framhaldi af því má geta, að 150 börn fæddust á þessum árafjölda, sem voru 10. í röðinni, 134 sem var hið 9. og 281 sem var hið 8. Talsvert algengt vi- rðist að fólk eigi fleiri en fimm börn þar sem 10001 barn var hið 6. í röðinni og síðan 497 sem var hið sjö- unda. Þetta hlutfall er einnig lítið breytt árin 1966—1970. Einnig þá eru flest börnin, eða 4.383 númer 2 í röðinni og 3.354 er hið þriðja. Hins vegar virðist fjölskyldan þá þegar tekin að minnka því að eftir 5. barn er augljóst að nú þykir ýmsum nóg komið og hefur fækkun Framh. á bls. 16 Appeal Tannkrem -er rautt -er gegnsætt Appeal Tanrvkrem Colgate-Appeal - nýtt fluor-tannkrem, sem gerir tennurnar hvítar og hressir um leið allan munninn með nýju móti. Rautt og gegnsætt. Tannkrem at alveg nýrri gerð - hreinsar munninn, einnig þar sem burstinn nær ekki til. Bragðið? Ferskt og hressandi, svo að unun er að vera nálægt þeim, sem nota Colgate-Appeal að staöaldri. Colgate-Appeal treystir vináttuböndin. Colgate-Appeal. Tannkrem og munnskolun samtimis. laimkretn og munnskolim samtímis. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.