Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 5
Eftir Braga Kristjónsson og sigur manneskjunnar Harmleikaskáld meðal kvikmyndargerðarmanna Þœttir um Carl Th. Dreyer og kvikmyndir hans Carl Th. Dreyer, annar frá vinstri, við gerð kvikmyndar sinnar Heilög Jóhanna. Frakkland 1925. Gertrud. Danmörk 1963. Fyrsta mynd Dreyers: Forsetinn. Danmörk 1918. Carl Th. Dreyer var harmleika- skáldið meðal kvikmyndagerðar- manna. Hann lagði öðrum fremur áherzlu á þjökun og kúgun mann- skepnunnar I vondri veröld. Hetjur hans — sér I lagi kvenpersónurnar — verða að berjast einar við heim- inn. I myndum hans fer baráttan fram hið innra með persónunum: Hejlög Jóhanna efast og vantrúin geisar í sál hennar, Gertrud, I sam- nefndri kvikmynd, verður ein að velja þá erfiðu braut, sem hún kýs að ganga. I Manneskjan er þungamiðjan i öllum kvikmyndum Dreyers. Kjarni boðskapar hans var ekki, hvernig sigra mætti hið illa I veröldinni — það taldi hann næsta fávlslegt — heldur hvernig breyzk manneskjan gæti bezt varðveitt heilindi sln andspænis illum öflum. Þessi barátta er í öllum myn- dum hans og endar yfirleitt með and- legum sigri manneskjunnar. Segja má, að sálarstyrkur manneskjunnar hafi verið aðalviðfangsefni Dreyers alla ævi. Eigin reynslu virkjaði hann af frábæru sálfræðilegu raunsæi. Hann var alla tið natúralisti og jafnframt snillingur að umskapa umhverfi. Alkunna er, að við gerð myndarinnar um Heilaga Jóhönnu, lét hann gera gríðarlegan umbúnað. en brúkaði svo aðeins lítinn hluta hans við gerð sjál- frar myndarinnar. Tilgangur hans: að umlykja leikarana réttu umhverfi, sem auðveldaði þeim að fá skilning á við- fangsefninu. Við gerð Orðsins, sem fer fram nálægt og á stóru heiðarbýli á Vestur- Jótlandi fékk hann leikarana og starfs- liðið til að útvega og koma fyrir öllum þeim munum og hlutum, sem það teldi tilheyra á slíkum stað. Skömmu fyrir myndatöku fór hann svo ásamt tökumanni sinum, Henning Bendtzen, og fjarlægði allt nema nokkra nauð- synlegustu hlutina. Það voru lika þeir nákvæmlega réttu til að skapa tilætlað andrúm. Það var innra raunsæi, sem máli skipti fyrir Dreyer Hann lagði lítið upp úr úthverfum natúralisma, sem mikið var við hafður um hans daga. Og hann var hinn mikli meistari stílfærðs raupveruleika. II Carl Theodor Dreyer fæddist í Kaupmannahöfn árið 1889. Um tvi- tugt fór hann að skrifa leikhúsgagn- rýni fyrir minniháttar dagblöð á lands- byggðinni. Siðar varð hann nafn- kunnur blaðamaður, fyrst hjá stærsta blaði landsins Berlingske Tidende og siðan 1912—1915 hja Ekstra- blaðinu. Þar vakti hann mikla athygli fyrir greinaflokkinn ..Hetjur vorra tíma". ( stuttum pistlum skopfærði hann snobb og tilgerð ýmissa þekktra borgara í Kaupmannahöfn. Pistlar þessir eru góð dæmi um fyrirlitningu hans á allri fordild og votta um einlægan vilja að vera sannur og heið- arlegur. Árið 1913 varð hann meðfram starfsmaður hjá Nordisk Film Kom- pagni og skrifaði næstu árin mörg kvikmyndahandrit fyrir félagið, flest upp úr þekktum skáldsögum þess tima. Þetta var góð þjálfun fyrir Dreyer. III Fyrsta tækifærið i heimi kvikmynd- arinnar fékk Dreyer 1918, þegar hann stjórnaði töku fyrsta viðfangsefnis síns, „Forsetinn". Þetta er þunglama- legt melódrama, byggt á sögu Karls- Emils Franzos. Hálfvæmin saga um dómara og baráttu hans milli starfs- skyldu og ástar. Dreyer gerði allt hvað hann gat að sníða vankantana af hinu hefðbundna melódrama. Það gerði hann með aukinni áherzlu á tökur og greindi lif persónanna meira í sundur en þá tiðkaðist. Hér kom strax i Ijós heiðarleiki og samkvæmni Dreyers, þótt það dygði ekki alveg til að gera myndina frambærilega. Önnur kvikmynd hans „Úr dagbók djöfulsins" gerð 1919—1921 stud- dist við þráðinn i bók Griffiths, Óþol- inmæði. Myndin er í fjórum köflum og sýnir vélar djöfsa á öllum timum Þetta þótti vissulega mikilsverð til- raun, en um margt er þessari mynd áfátt, jafnvel hefur hún þótt bæði fremur barnaleg og yfirborðskennd. Uppbygging myndarinnar er slök. í henni er þó ein frægasta taka Dreyers: af sjálfsmorði einnar söguhetjunnar, sem leikin var af Clöru Pontoppidan. Þarna liggja fyrstu spor Dreyers að sköpun kvenhetju — hinnar þjökuðu kvenhetju. Dreyer lagði i þessari mynd mikla áherzlu á nærmyndir og svo mikla áherzlu á klippingar, að á 500 metra kafla eru um 500 klippingar og þótti þetta nærri syndsamlegt á þeim tima. Þriðja kvikmynd Dreyers „Prests- ekkjan" var gerð i Sviþjóð. Þarna var á ferðinni skemmtimynd um ungan, snauðan prest, sem neyddur er til að kvænast roskinni prestsmaddömu til að fá þægilegan sess í þjóðfélagi —r- og kirkju. Myndin var gerð án leik- tjalda i viðeigandi umhverfi og þykir gædd Ijóðrænum þokka. Um þetta leyti var Dreyer undir nokkuð þungum áhrifum frá kvakþýðum náttúrukvik- myndum Sjöströms og Stillers. Myn- din um unga prestinn þótti nokkuð „raunsæ" á sinni tíð Dreyer náði líka í myndinni grófri kimni sveitalífsins og hafði þó greinilega samúð með hinni rosknu ekkju, sem i lokin gerir skyldu sina við ungan bónda sinn — leggst niður og deyr — svo hann fái eignazt unga konu, sem hann þráir. Eftir þetta lá leið Dreyers til Þýzka- lands, þar sem hann kvikmyndaði 1921 —1922 sögu Aage Made- lungs: „Elskið hver annan". Myndin er látin gerast 1905 og fjallar um rússneska Gyðinga. Tökur margar í myndinni þykja frábærar, en annars þótti vera um nokkra kyrrstöðu að ræða i listrænum skilningi. Aftur kominn til Danmerkur gerði Dreyer mynd sína eftir verki Holgers Drachmanns „Einu sinni var . . .", rómantiska ævintýraóperumynd um þekkta þjóðsagnapersónu Mynd þessa var Dreyer mjög óánægður með og hefur aðeins hluti hennar varð- veitzt, samt nægilegt til að sýna frá- bæra kimni og háð í hirðsenunum og beztu kvikmyndun af dönsku lands- lagi, sem unnin hefur verið Töku- maður Dreyers var George Schéevoigt, sem tók fjórar af myndum hansá þriðja áratugnum. Þessu næst gerði Dreyer kvikmynd um niðrað lif fjöllistamanna Mynd- in var eftir sögu 'Hermanns Bangs, Mikaél. Dreyer reyndi að ná raunsærri mynd af lifi þessa niðurleegða fólks. Umhverfi persónanna i sögu Bangs er vægast sagt ömurlegt og Dreyer tókst að sýna það á sannfærandi hátt. IV Sjöunda kvikmyndaverk Dreyers var unnið i Danmörku. Það var „Heiðra skaltu konu þína . . .", byggt á melódrama eftir Svend Rindom. Upp úr þessu fremur lítilfjörlega skáldverki vann Dreyer frábært. en þó mjög hversdagslegt drama um smáborgar- ann með öllum sinum einkennum, takmörkunum og barmafullan af sjálfselsku. í þessari kvikmynd. sem er einstakt meistaraverk, náði Dreyer að tengja í samruna heild sálfræðilegt raunsæi og hárnákvæmt og trú- verðugt umhverfi — borið uppi af hnitmiðaðri myndatöku. Hann studd- ist að nokkru við atburði úr eigin æsku: kvikmyndin er mettuð allt að þvi villimannslegri óbeit á smásálar- legum, nízkum og geðstirðum smáborgaranum, og i myndinni dregur Dreyer upp eina allrabeztu mynd sina af hinni þjökuðu kven- ímynd sinni. „Heiðra skaltu konu þina" vakti athygli í Frakklandi og Dreyer var boðið að stjórna myndinni „Brúðurin í Glomdal", sem tekin var i Noregi 1925 Það var eftir þá mynd, að hann skrifaði og stjórnaði i Frakklandi frægustu mynd sinni, „Heilagri Jó- hönnu". Mynd sem færði honum var- anlega viðurkenningu og heimsfrægð i „Heilagri Jóhönnu" einbeitti Dreyer sér algjörlega að andlegri útmálun Franih á bls. 13 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.