Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 3
er ekki hentugri, Þórshamarinn svo- nefndi frá Fossi f Hrunamannahreppi, skálaþiljurnar frá Möðrufelli I Eyjafirði og þiljurnar frá Bjarnastaðarhlíð og Flatatungu. Allir þessir hlutir eru meðal þekktustu gripa safnsins, og ekki sízt þekktir erlendis, enda Ifður sjaldan svo langur tfmi, að ekki sé beðið um myndir af þeim til birtingar í bókum eða í rannsóknarskyni ytra. Þess er vart að vænta, að mjög mikið muni bætast við vlkingaaldar- deildina héðan af. Sá tfmi er vfst liðinn, að draga megi fúaspækjur með ævafornum útskurði úr þekjum gamalla bæjarhúsa norðan- lands, þótt það hafi reyndar gerzt sfðast ekki alls fyrir löngu, en vonandi eiga þó eftir að finnast mörg fornkuml enn og margir fornbæir að verða kannaðir. En ekki er sennilegt, að mikið af nýstárlegum gripum komi í dagsljósið frá þessum tfma. Enn munu finnast vopn, skrautgripir og kjaptamél i gröfum og snældusnúðar og brýni í fornum skálum, eri vonin um að finna eitthvað gersamlega nýtt og ólfkt þvf, sem þegar hefur fundizt, minnkar óðum. Hins vegar er alltaf margvfsiega fræðslu að hafa af hver- jum nýjum fundi. Hann fyllir heildina, sýnir betur hvaða tegundir gripa voru algengastar og hvert rætur menning- ‘arinnar liggja. Því mun vérða haldið áfram slfkum rannsóknum svo sem auðið verður. Þeim, sem þekkja til þjóðminja- safna nágrannalandanna, finnst senni- lega fábreytileg víkingaaldardeildin hjá okkur. En hins vegar verður breyt- ing þar á þegar komið er f næstu deildir safnsins, þær sem geyma al- þýðulist, útskurð, vefnað, útsaum og málmsmið frá seinni öldum. Hér bir- tist okkur sérislenzkur heimur, þótt hins vegar sé augljóst, að rætur hans liggja erlendis. Ekki er vafi á, að það eru löngu vetrarkvöldin, sem eiga drjúgan þátt í þeirri listsköpun, sem hér blasir við. Þá var nægur tími, en hins vegar reynt að láta hann ekki fara til spillis. Allir skyldu vinna á vökunni, ef ekki tæja ull eða prjóna sokkbol þá vefa fagra ábreiðu, skera út lár eða rúmfjöl. Timinn var ekki peningar þá í sama mæli og nú, en dægrastytting líka önnur. Það vekur athygli, að fáir hinna útskornu hluta hér hjá okkur eru málaðir. Svo virðist sem menn hafi ekki haft málningu og Iftt reynt til að afla hennar og þeir fáu gripir, sem málaðir eru, eru yfirleitt gerðir af lista- mönnum, sem framazt höfðu erlendis. En tréskerarnir hafa oft náð þeirri leikni og fullkomnun ! list sinni, að manni finnst oft á tiðum engu mega við hlutinn bæta né úr fella til þess að heildarsvipurinn biði ekki hnekki. Og hafi maður um hríð virt fyrir sér ómálaða útskurðinn okkar f Þjóð- minjasafninu og byggðasöfnunum finnst manni, að einmitt svona eigi hann að vera, einfaldur og látlaus, jafnvel þótt oft sé með viðvaningsblæ. Meðal hluta frá síðari öldum vekja sérstaka eftirtekt ýmsir hlutir, svo sem stóll Þórunnar hústrúr á Grund i Eyja- firði, sem Benedikt Narfason skar, eða kljásteinavefstaðurinn, þetta frum- stæða tæki,- sem við sjáum þegar á forngrískum leirkerjum og ' sem notaður var fram á 1 9. öld hér á landi. í útskurðinum bregður stundum fyrir handbragði, sem sker sig úr, svo sem hlutir Guðmundar Guðmundssonar frá Bjarnastaðarhlfð, kistlar Bólu- Hjálmars og skurðverk Hallgrfms Jónssonar á Naustum. Gripir Hjál- mars falla að vfsu inn I hina islenzku heild, en hafi maður einu sinni veitt þeim athygli draga þeir athyglina að sér æ síðan. Þannig mætti ganga deild úr deild í safninu og telja upp einstaka merkis- gripi eða dæmigerða listmuni; f kirkju- deild, Vídalinssafni, Ásbúðarsafni, safni Jóns Sigurðssonar, land- búnaðardeild og sjóminjadeild, en það segir f rauninni harla Iftið. Menn njóta ekki safnsins nema koma sjálfir og skoða, virða fyrir sér og reyna að imynda sér hversu hlutirnir voru notaðir hver um sig, hvernig þeir eru gerðir og hvaða hlutverki þeir gegndu i því þjóðlifi, sem var gerólikt okkar, og hvilfka elju oft hefur þurft til að ná fram formum og skreytingu þess, sem vandað og fagurt átti að vera. Þá er komið að þvf, hvert hlutverk þessarar stofnunar er. Það er í raun- inni tvíþætt, að veita ánægju og fræðslu, að svo miklu leyti sem það fer ekki saman. Menn eiga að geta komið i safnið i fristundum sfnum, skoðað og kynnt sér listmennt for- feðra sinna, áhöld, verkfæri og hvað- eina annað, sem tilheyrði daglegri Iffsbjörg, heimilishaldi, atvinnu og tómstundaiðju. Safnið á sem sagt að geta sýnt valin dæmi úr sem flestum ■þáttum þjóðlffsins. En það þarf einnig að vera meira. Það á að vera heimilda- safn, þannig að jafnframt þvf sem það hafi hluti til sýnis geymi það i hirzlum sinum önnur eintök svo og allt það, sem ekki þykir ástæða til að sýna en er þó mikils um vert að eiga fyrir rannsóknir á þjóðháttum og þjóðlifi, og þróunarsögu þjóðarinnar sjálfrar. Þess vegna riður á að afla ekki aðeins fagurra gripa, sem sóma sér vel i sýningarsölum, heldur einnig þess sem einfalt er og óbreytt, sem segir sína sögu, þótt lítið láti yfir sér. Þvi heyrist oft fleygt, að eigi söfn einn hlut sé þeim óþarfi að eignast annað eintak sömu gerðar, og finnst þvi sumum að of langt sé gengið i söfnun einstakra hlutategunda. Þetta er þó 'alls ekki rétt. Engir tveir hlutir voru gerðir eins, fyrr en kom fram á iðnaðaröld með vélunnum, fjölda- framleiddum hlutum. Safn, sem á tuttugu aska, tekur fegins hendi við þeim tuttugasta og fyrsta. Hann kann við fyrstu sýn að virðast eins og einhver hinna, en frávikin reynast mörg þegar betur er að gáð. Einn og sami smiður breytir stil sinum og smiðalagi með aldrinum og þannig getur hluturinn kannski sagt, hvenær hann er gerður eða hvort smiðurinn hefur gert hann undir áhrifum frá öðrum hlutum. Þjóðminjasafnið þarf ekki að kvarta undan slælegri aðsókn. Á sl. ári komu yfir 50 þúsund skráði? gestir í safnið og er þó örugglega hvergi nærri allt Framh. á bls. 11 BOEING Flugvélin er búin sjálf- virkum siglingatækjum og fullkomnum öryggisút- búnaðí. Flugþol án viðkomu er 4200 km. ^úmgott, bjart, arþegarými, búið sann- kölluðum hægindastólum. Ákjósanleg aðstaða fyrir hinar lipru flugfreyjur Flugfélagsins til að stuðla að þægilegri og ri ferð. Flugáhöfn þjálfuð og menntuð samkvæmt ströngustu kröfum nútlmans. Hreyflarnir þrlr, 16000 hestöfl, eru aftast á þotunni. Farþegarýmið verður þvl hljótt og kyrrlátt. Reynslan sýnir, að við höfum valið rétta leið inn í þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú nýtur mestrar hylli í heiminum. Rúmlega 900 þotur eru af þeirri gerð í almennu farþega- flugi. Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa lært að meta, hvernig tekizt hefur í Boeing 727 að sameina hraða og þægindi. Flughraði 950 km á klukkustund í 10 km hæð. Flugtími til London og Kaupmannahafnar um 2Vz klukkustund. FLUGFÉLAG ÍSLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.