Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 16
 V SK\? i/ C\ u£> VI osri- cmifí UfíílPtl 6flAl- IR Hok fíþfí R \ S! -s' U n ~í í w <51-: IT- R- px- au- IÐ 1 jm me/. TlR m- Kiifl ti(|* \JL v U KVlftL- ÐÝR. Slí# STfl F- UP. Qma- Sm- LVMD- RP| K/NO' u R PR£'?~- UV <-> 1 oa N V D1 KL- UK*' wCo't^fí trnRuí kkzck- > : <■ i a SPiLK sf/R uP- * % é? OTflR 5 KVP^. L H ÁS C\ Æ t-W-1 ÞJ Pt FH KlND í MUMí* Chf) meubj TvE.líl1 ElNS ÓR' Æsrt suín fiR ÉiTfíR NftFH 1 SN Tfí- LLrtR [f£lM Nöf . + AlflKfl Hfc- e/ujR yi DflC,- 1 MfJ 0oR©- nr^o i > vewcw CLS K- UNfl ÍXo'ft * y > l H- 6T- lf> íwq'- 0«.® ÍÓ4Þ UMfjV- ÍRMUR “I ELP- UR FÆVfíV w cz. 1N HRfíS £> O' a FUCil. ÍLfiTlÐ ■ Ý0' U*. V » $k- ÍINK6- HftltST, O Pl XRTfll TEL- UNo rr^-- IM N fuo l Mvk \{f\LDI bf&R- OT« ~ rAORR ENDiHC, r L> —^ y— n* VEIK- UR FYRIR nokkrum vikum var ég staddur í lítilli matvöruverzlun í borginni. Þá kom þar inn öldruð kona, bogin í baki með staf í hendi, líklega einhvers staðar milli áttrœðs og nírœðs. Þessi gamla kona spurði afgreiðslustúlkurnar, hvort þær gœtu skrifað hjá sér lít- ilrœði. Stúlkurnar svöruðu á þann veg, að það vœri kaupmaðurinn einn, sem tœki ákvörðun um slíkt. En í þann mund kom kaupmaður- inn og varð Ijúflega við þeirri ósk konunnar að skrifa hjá henni kaffi- poka, harðfisk o.fl. Ég hafði það á tilfinningunni, að þessi gamla kona vœri einstœðingur, sem byggi við heldur þröngan kost. Þetta litla atvik, sem sjálfsagt er ekki óalgengt, vekur til umhugsun- ar um kjör gamla fólksins í okkar velferðarþjóðfélagi. Lífsreyndur maður sagði nýlega við mig, að unga fólkið í þessu landi hefði lít- inn skilning og takmarkaða þekk- ingu á hlut þess fólks, sem nú er á ellilaunaaldri, í að skapa það Island, sem við nú þekkjum. Hann minnti mig á, að enn vœri til fólk á fslandi, sem hefði fœðst, þegar landið var danskt amt, og að skömmu fyrir aldamótin hefðu varla verið til hús í landinu, sem því nafni gœtu nefnzt, nema tugthús, sem Danir hefðu talið einna brýnasta þörf fyr- ir og nokkrar fleiri byggingar. Vissulega er það rétt, að sú kyn- slóð, sem fœddist um og upp úr aldamótunum og hefur lifað sitt bezta œviskeið sl. fjóra áratugi eða svo, hefur unnið mikið þrekvirki. Einmitt á þessum árum hefur hið íslenzka œvintýri gerzt. Þjóðin hef- ur risið úr sárri fátœkt til þess að búa við lífskjör, sem jafnast á við það bezta, sem þekkist í veröldinni. En hvernig búum við, að því fólki, sem þetta hefur gert? Ellilífeyrir er nú 4900 krónur á mánuði. Auðvitað er það svo, að fjölmargir og sjálfsagt mik- ill meirihluti þeirra, sem fá elli- laun, hafa einnig aðrar tekjur. Sumir fá eftirlaun hjá fyrirtækjum og stofnunum, sem þeir hafa unnið hjá, úr lífeyrissjóðum eða eru jafn- vel enn í fullu starfi. En það eru líka áreiðanlega margir, sem ekki hafa slíkar tekjur. Ekki eru nema nokkur misseri síðan samið var um lífeyrissjóði fyrir verkamenn, sem greiða munu lífeyri til aldraðra verkamanna, en til er fólk og kannski býsna stór hópur, sem hef- ur ekkert að lifa af annað en elli- launin og það, sem það hefur nurl- að saman á langri ævi. Þetta er önnur hliðin á málinu. Hin er sú, að gamla fólkinu er líka gert að greiða sína skatta. Auðvitað verða skattarnir ekki háir hjá þeim, sem lítið hafa annað en ellilaunin. En öðrum, sem auk ellilauna fá eftir- laun, reynist skattabyrðin stundum býsna þung. Það hlýtur að vera eitthvað bog- ið við þjóðfélag sem okkar, sem nú á dögum telur sig ekki geta tryggt öldr'uðu fólki áhyggjulausa elli. Á sáma tíma og gamla fólkið fœr 4900 krónur i ellilaun á mán- uði, eru greiddar stórar fjárfúlgur í formi fjölskyldubóta til fólks á bezta aldri, sem þarf alls ekki á þessum peningum að halda. Ég legg til, að þessu fráleita fyrirkomulagi verði breytt. Fjölskyldubœtur til þeirra, sem þessa þurfa með, en mismunurinn gangi til þess að hœkka ellilaunin. Og annað atriði. Það fólk, sem komið er yfir sjötugt, hefur greitt skatta alla sína ævi eða a.m.k. í hálfa öld eða rúmlega það. Erum við ekki betur stæðir en svo, ís- lendingar, að við þurfum að inn- heimta skatta af þessu fólki fram á grafarbakkann? Hvers vegna ekki að afnema alla skatta af fólki, sem komið er yfir sjötugt? Sjálfsagt verður sagt, að þá missi ríkið tekj- ur og megi ekki við því, en fróðlegt vœri að vita hvað sá tekjumissir yrði mikill. Það er hagur þjóðfélagsins, að fólk þurfi ekki að kvíða ellinni. Það er skylda okkar, sem yngri erum, að sjá til þess, að síðustu œviárin geti verið ánœgjuleg og skemmtileg ár og áhyggjulaus. Fyrir þá kyn- slóð, sem byggt hefur upp ísland, er ellin ekki áhyggjulaus í dag. En sú kynslóð á rétt á því að eyða síð- ustu árum œvi sinnar án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Annað sœmir ekki yngri kynslóðum þessa lands. Og annað sœmir ekki því mannúðlega þjóðfélagi, sem við viljum státa okkur af. Styrmir Gunnarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.