Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 14
r __________________________ Trúarbrögð siðleysisins Framhald af bls. 11. rána var Georgíumaðurinn Djugasvili, sem tók sér flokks- nafnið Stalin. Hiin marx-Ieninska trú, að siíkir glæpir væru hentugar að- ferðir í þágu framþróunarinn- ar í áttina til þúsund ára ríkis- ins, varð leiðarljós þessa unga manns frá þeim degi, er hann gerði uppreisn gegn hinni kristnu guðfræði. Hann hafði enga aðra menntun og komst aldrei í snertingu við neina aðra lífsskoðun. Einu sinni kallaði Curley, erkibiskup, hann „mesta mann- drápara mainnikýnssöguinnar“) og þegar sagan einhverju sinni verður skrifuð hlutdrægn- islaust, má vera, að hún stað- festi þetta. Stalin fyigdi aðeins út i æs- ar þeirri kenningu, sem Karl Marx hafði skapað, -— að til þess að við getum öðlazt þegn- rétt í „riki frelisiisiins“, verðum við að vikja siðgæðisreglum vorum til hiiðar. Við verðum að velja „skyldum og rétti . . . ssr.nlei'ka, siðferði og rétt- læti“ stað, þar sem þau „geta ekká gert neiitt miedn". Þessi trúarbrögð siðleysisins eru í bezta gengi. Hugmyndin um jarðneska paradis, þar sem mennirnir búi saman i bræðra- lagi þúsund ára ríkisins, er not- uð til að réttlæta glæpi og svi- virðu, sem tekur fram öllu, sem gerzt hefur á vorum dögum. Og þetta á ekki aðeins við um Rússland, heldur gildir það ahs staðar, þar sem hið komm- úníska samsæri hefiur tekizt. í löndum utan seilingar Moskvu á smitunin sér stað gegnum kommúnistaflokka til hinna samseku og blekktu, til fyigifiska þeirra og meðreiðar- sveina. Róttækir menn, sem áð- ur hafa verið heiðarlegir, eru ekki einu sinni ónæmir fyrir smitun. Mannkynið hefur aldrei fyrr orðið fyrir slákri óge?fu. Eng- in slik trú hefur nokkru sinni verið til áður. Það er þess vegna sem stjórnmálamenn vor ir hafa ruglazt í ríminu og lát- ið lieiika á sig. Jafinvel eftir að hafa verið sviknir og blekktir af Kreml í 30 ár eiga þeir enn erfitt með að trúa þvi, að nokk ur mannleg vera geti að lífs- skoðun og af alúð, ósérplægni og dugnaði verið lygari, morð- ingi og svikari. Þeir vonast nú eftir einhvers konar endurítsðingu hinna gömlu, einföldu sniða af heið- arleika hjá hinum nýju stjóm- endum. En þeir munu verða að leita árangurslaust. Þessir menn eru aldir upp í sama skóla. Þeir eru ofstækisfullir áhangendur sömu siðspilltu trúarbragðanna. Einungis af- sönnun og útskúfun marxism- ans getur nokkru sinni lækn- að þann óhugnanlega sjúkdóm, sem heimurúvn á þessum vorum tímum þjáist af. (Úr bókinni „Varldsmoral ar ratitsmorat“, greimasaifn, gef- ið út af Naitur och Kullitur). Sveinn Ásgeirsson þýddi. Marx Framhald af bls. 10. þegar Engels, sem gerði sér engar grillur um takmarkanir Marx, hófst handa um að skapa heiigisöguliegan Marx, var jarðvegurinn fyrir hendi. Ivíarx hafoi avallt íalað með spámannlegri raust, eins og væri hann Jehova, sem flytti mannkyninu lögmál sin, og það er það, sem máli skiptir, hvort sem hin sögulega þróun stað- festiir spádóma hans eða ekki. Gagnstætt Marx hafði Tocque- ville spáð rétt, en þar sem hann lét ekki eins og hann talaði úr þrumuskýi, og af þvi að sýn hans var ekki klædd í sögulegan leikritsbúning, var hann allsendis óhæfur í hlut- verkið. Jarðarför Marx var frestað til að gefa fólki frá meginland- inu tækifæri til að vera við- statt. En að iokum voru þó aðeins 11 manns viðstaddir jarðarförina, og þar meðt'aldir 6 af hans nánustu ættingjum. Engels hóf xæðu sína við jarðarförima fyrir hinum tíu með þessum orðum. „Hinn 14. marz klukkan kortér fyriir þrjú síðdegls hættí hinn mestii lif- andi hugsuður að hugsa." Þanniig hófst helgisögnin. Eftir dauða sinn fæddist Marx að nýju og i þetta sinn sem annar Muhammed — burt- séð frá því, að hann var spá- maður án guðs. Fyrir duttlunga sögunnar, sem hinn raunverulegi Marx fékk ekki að lifa, og sem Engels leiit á með hæíilegri kaldhæðni, var sá maður, sem varð hinn mikli spámaður, er hin nýja iðnaðaröld þarfnað- ist, þessi óhamingjusami, gamli maður, sem hafði lifað mis- heppnuðu lífi, og sem aðeins 11 syrgjendur fylgdu til graf- ar. Svo að hir.ir miklu menn sögunnar geta, þótt við vitum, að þeir hafi ekki verið góðir menn, engu að síður átt með- aumkun vora skilið. „Þ»egar sú stund kemur“ Framhald af bls. 12. hér hefur verið gripið i á við og dreif. Eftir talsvert grúsk i göml- um bókum og teikningum kirkjugarðanna gátum við að öllum líkindum staðsett leiði Steinunnar Sveinsdóttur í gamla kirkjugarðinum. Enginn hafði vitað hvar það var, en Lárus skjalavörður mundi stað inn þegar til kom. Ég íór þanigað einn daginn á Jjéssu Kerraas ári. 5«« yar su«-. vesitan stiormur og fremur 'kalHt. Grastorfan á lieiði Steinku skar sig úr. Eina ómerkta og ógirta leiðið á stóru svæði. Samt var litil grenihrísla á leiðinu, en spor lágu i snjókrapinu. Lítil strá teygðu sig þó upp úr krapinu eins og til að sanna lífið yfir dauðanum Mér var hugsað vestur á Rauðasand þegar tvær mann- eskjur eignuðust þar blik sem sameinaðist í augum þeirra, ung óstýrilát ást, og allt það böl, sem á eftiir fór. Gerðist þetita í gær, eða í daig, eða ger- ist það á morgun? Liikllíega alllit í senn. Ég gerði krossmark yfir þess ari óþekktu gröf Steinunnar. Það var suðvestan stormur, hrönnuö ský. Andstæður eins og l!íf þeinra, sem eiga og missa. En muniurinn er aðeins þessa heims eða hins. Lítið puntstrá teygði sig upp úr torfunni, hálfbráðinn krapa dropi tindraði á því þar sem það svelfTaðlst I viníflnum. „Eitt eilifðar smáblóm með titr- andi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr." Svipmynd Framhald af bls. 13. og beinskeyttur, ef því er að skipta. Andstæðingar hans hafa aldrei vænt hann um ófyr irleitni og virða hann leynt og ljóst fyrir heiðarleika hans og hispursleysi. Hann hefur heldur ekki breytt lifnaðarháttum sínum í neinu. Á hverjum degi hefur hann með sér heimatilbúinn matarböggul á skrifstofu siina. Hann fer í gönguferðir með heimilishundinn Vaks, les glæpareyfara Chann er félagi í Edgar Allan Poe klúbbnum), teflir við Egone, konu sina, fer á kmattspymuJieilká (sérstakiiega þegar OB keppir) og flestallar viðgerðir á heimilinu annast hann sjálfur. Vinir hans eru þeir sömu og fyrrum — að und- anskildum menntamálaráðherr- anum, Helveg Petersen. Með þeim urðu vinslit. Talið er það eigi rætur að rekja til þess þeg ar bróðir hans, Bernhard var felldur frá formennsku í þing- flokknum. Hiimar Baunsgaard lét að vísu engin orð falla, en það hefur síazt út að hann hafi reiðzt mjög illilega og hafi orð- ið vonsvikinn yfir þvi, hvernig menntamálaráðherrann greiddi atkvæði. Ýmsir aðdáendur Bauns- gaard segja, að framkoma hans í sjónvarpi hafi breytzt tals- vert eftir að hann varð forsæt- isráðherra; hann sé ekki jafn skeleggur og áður. Að sama skapi hefur Jens Otto Krag færst í aukana. Því er heldur ekki að lejma, að Baunsgaard á ekki að öllu leyti hægt um vik. Stjóm hans hefur sætt vax andi gagnrýni. Þeir efnahags- örðugleikar, sem Danir hafa átt við að glima virðast tor- leystir. En enginn sanngjarn maður efast um, að Bauns- gaard muni leggja sig fram við að leysa vandann og helzt þannig, að hann haldi hylli kjósenda sinna, sem veittu hon um brautargengi í kosningun- um 1968. * A smábíl Framhald af bls. 9. Það voru þau Tanja og Oleg, sem buðu okkur heim til sin. Þetta var 1. mai og sá dagur er hátíðlegur haldinn með mikilli viðhöfn á þessum slóðum. Við hittum þau á aðalgötunni þar sem mannþröngin var flóðöldu líkust. Þrátt fyrir að við höfð- um látið utan af okkur nærri öll okkar föt, sáu þau bæði að við vorum útlendingar. Við vor um óðara komnir í hrókaræð- ur við Oleg og Tönju. Ekki liedð á löngu þar til fólk tók að veita okkur athygli og Oleg og Tanja spurðu eftir- væntingarfull hvort við vild- um ekki koma |neð þeim heim. Á svip þeirra mátti sjá að þau áttu von á „njet“ frá okkur, en er við í þess stað svör- uðum „da“ (já) birti yfir þeim. Leningrad er stór borg, og við höfum áreiðanlega ekið heila klukkustund áður en við komum að stórri, steinsteyptri blokk, þar sem mörg hundruð fjölskyldur áttu heimili sín. Við höfum grun um að Tanja hafi gabbað okkur til að aka langan krók til þess að fá ökuferð, en henni er það fyrir- gefið. Við lögðum bilnum fyrir utan inngang núméí 14 á ; blokkinni og við sáum ekki nema einn bil til viðbótar, svo varla höfðu þau Oleg og Tanja boðið til sín neinu fyr- irfólki. Húsasamstæðan virtist spán- ný en í stigaganginum sáust hrákar og annar óþveiTÍ út um allt. Lyftan var í ólagi og við urðum þvi að taka til fótanna til að komast upp á sjöttu hæð. Útgefandi: Hjf. Árvakur, fieykjavik. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsion. Ritstj.fltr.: Gisll SigurCsson. Augiýsingar: Árni Garðar Krijtinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. Um stílbreytingar Framhald af' bls. 7. verk og Istmunir eða til til Vili gamiir og virðulegir hiliutir. Og bæfour. Og þair er einhver sérstakur andi rikjandi, sem segir maranfi, að allit hitt sé óþarfit. Það væri þessvegna hægt að nota kassa fyr- ír stóla og svO'Iítið stærri kaissa fyrir borð. Fyrst og siðast eir það þó andi heimilisfólksliins, sem myndar hugblœ heimiliis'iins og hefur í.hrif á bömin. Á því er ekki noklkiur miininsiti vafi, að húsakyrani hafa áhrif á andléga liðan marana eins og umhverfið yfliiriedtt. Þessu umhverfi ráðuim vdð sjálf að vissu markd. Opinberiir aðiliar ráða þó mestu. Þeir ákveða útilit heiilda íbúðairhverfa og setja svo þröngar skorður með útidt hvers húss, að arkitekitinn hefur ekki mikiið svigrúm. Hér í Reykjavik virðist svo sem fólk kjósii fremur að búa í ný- legurn dbúðum í steinstieyptum blokkum en eldrd tdimiburhúsuim. Og lifot og innan- staWksmiundmár, sem áður er að vdkdð, eru þessar blobklir hver annarrd ldkar. Það er aiðieiins þegar til þess kemur að innrétta sjádfa ibúðina, sem vdð höfum sjáJlf freTsi tlii að gera eins og okkur sýnist. En í sitiað þess að buigsa sjálf- stætt og freista þess að fdnna persónu- liega laiusm, er oftast farið efitiir því, sem aðrir igiera. í íslenzku núfíma þjóðfélagii er afinn fæddur og uppadlinn í torfbæ, faðfirinm er fæddur og uippaillimm í lliitilu bárujáms- klæddu t'Timburhús'i í kaupstað eða svedlt, en yngsta kynsilóðim býr ef tlill vM í hárri blökk, þar sem satngön guerfiðleik- arniir eru helzt fóligndr í því, ef lyfitan bidar. Er ekki líilkiliegi; að fðilkið breytfist við svo igaignigerar umhverflisbreytdmig- air? Islemidilnigsieöllimiu er vísit medra en lauisilieiga tylULt í oklkur flleist, en það má vera ramimdega frá því gongið, ef það á ekkii að hagigast við svo óiikar að- stœður. Gísli Sigurðsson. Blendið blóð Framhald af bls. 5. telja fram peningana. — Hvers vegna borgar þú, Miriam? hrópaði hann svo. Þetta kemur þér ekkert við. — Hvers vegna ekki? Hann er hjartagóður maður og myndi hjálpa mér, ef ég bæði um. — En . . . En ég skil þig ekki, stamaði hann. — Vertu ekki að borga, sagði Manju rólega. Ekki borga honum mín vegna. Ég vil heldur lenda í fang clsi og vera hamingjusamur, ef ég veit þú bíður mín. — Hérna. Hún tróð seðlunum í hendi eftirlits- mannsins. Fjörutíu og fimm sbillingar. Taktu þá og farðu svo. Hún sneri sér snöggt frá honum. — Hún hefur bjargað honum, sagði askarinn. Sástu það, bwana Mwangi. Hún tók peningana frá sínum eigin likama. Eftirlitsmaðurinn tók ofan og settist þunglega. Ilann kveikti sér í sígarettu og sat langa stund þegj andi og blés frá sér tóbaksreyknum. Svo leit liami upp og á konuna, liorfði fast á hana. Hún roðnaði og endurgalt augnaráð lians. — Taktu hana, Miriam, sagði hann klökkur og rétti henni sígarettuna. Þetta er allt, sem ég get gefið þér nú. Manju virti þau fyrir sér og gekk út. Askarinn fylgdi honum út í lundinn. Hann var yfir sig hlessa. — Hún er svo ljós á hörund að hún gæti verið Mzungu, sagði hann undrandi. Hvers konar blóð rennur í æðum þessarar konu? — Blendið blóð, segir móðir liennar, andvarpaði Manju og hélt leiðar sinnar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.