Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 2
 ) Teikningaraar gerði Eggfert Giiðmnndsson, listmálari. Bjarni Bjarnason frá Sjöundá og Steinunn Sveinsdóttir lilekkjuð og fangelsuð. fyllingunni i höfninni og þá var hafiz4' hatnda um að ná í uppfyllingarefni úr Skóla- vörðuholtinu. Var það gert á þann hátt að gufukrani gróf í holtið eða stálið eins og það var kallað og síðan var stálið flutt með jámbrautarvögnum niður að höfn. Fram að þessum tima var Skólavörðuholtið ósnortið af mannavöldum utan þess að Steinfeudys lúrði skammt frá Skólavörðunni. Upphaf Skólavörðunnar mun hafa átt sér stað skömmu eftiir að Sjöuindármáfllið hlaut lokaorð fyrir dómstólum síns tíma. Skólapiltar úr Dómskólanum í Reykjavik tóku upp ýmsa siði, sem tíðkazit höfðu í Skáiíholfs- skóla og Hólaskóla. Á árunum í kring um 1784 mun sá atburður hafa átt sér stað að húsin í Skálholti hrundu í jarðskjálfta og lagðist þair með niiðiur gkólli þar. Hóla- vallaskóli tók við af Skáiholts- skólanum svo sem kunnugt er. Það hafði verið siður i Skál- holti þegar skólapiltar komu til náms á haustin að þeir hróp uðu þrjú signum á leið til skól- ans. Fyrsta signum var gefið v!i'ð ferjuna á Spóastöðuim. Ann- að þegar þeir sáu til fjarlæg- ustu hópa, sem venjulega voru Norðanmenn eða Austfirðing ar, áður en safnazt var saman hjá Þorlákssæti, skammt frá S'kiáliholtli. Þoriákis'sæti var upp hækkað sæti hlaðið úr grjóti og var varnargarður i kringum það. Hægt var að sitja inni í sætlimu og var það afflfomit að aldri. Sagt var að Þorlákur helgi hefði setið mörgum stund um í sætinu í kristilegum þönk- um og var sætið kennt við hann. Þair söfiniuðust Skóla- piltar saman eftir að þeir höfðu hrópað signum er hópar hiftiuist, með þvi að hrópa hver gegm öðrum, alllfhiresisiilega, að sið rómverskra herflokka. Er skólasveinar úr hinum ýmsu landshlutum höfðu safn- azt samam hjá Þorláksisæti var hrópað eitt allsherjar signum og riðið vasklega heim að Skál- holti svo gnýr fór á undan um grös og á hlaðinu var heima- fólk til þess að heilsa skóla- piltum við mikinn fögnuð, þjónustustúlkur, brytar, hesta- sveinar, lærimeistarar, biskup og þeir aðrir i hinum ýmsu virð ingarstöðum. Þannig var hugmyndin að Skólavörðunni sótt til Skál- holtsskóla og tók hún við af Þorlákissæti. Áriö 1803 var Hólaskóli lagður niður og þar með var skólalaust á Islandi í 10—12 ár, en þó munu ýmsir lærimeistarar hafa tekið sveina í læri, umz Dómsikóllimm kom tí'l skjalanna. Fyrsta Skólavarðan var mjög einföld að gerð, ekki ósvipuð Þorlákssæti. Bekkur til að sitja á var byggður úr smá- grjóti og veik hann til allra átta, en í kring var hlaðinn varnargarður. Skólapiltar gerðu fyrstu vörðuna. Bæjarbúum Reykjavlkur í þá daga var tíðgengið upp að Skólavörðunni til þess að njóta hins fagra útsýnis og fylgjast með skipaferðum og þá var ef til vill ekki laust við að marg- ir hefðu í huga hvort Hund- Tyrkinn léti nokkuð á sér kræla, því ennþá var hræðsla á þeim illvirkjum. Það var jafnvel talað um það í bæjarstjóm 1854 hvort ekki væri ráðlegt að dytta að mó- hraiukiumiuim, sem höfðrn hlaöiizt upp á Grímsistiaðaiioilitímu og á Skildinganeshólunum, því að. þeir li'tu út eins og herfiokkar að sjá séð frá hafi. Mörgum þótti þetta heillaráð en aðrir gerðu grín að. í áratugi var Skólavarðan þannig einföld að gerð og þeir fjölmörgu sem komu á S’kóla- vörðuholtið lærðu söguna um Steinunni og Steinkudys og Bjarna á Sjöundá. Örlaga- saigam lliifðli í duilanhjúpi fortíð- arinnar og Gunnar Gunnars- son skrifaði Svartfugl sem verður ávallt í öndvegi ís- lenzkra bókmennta. Krieger stiftamtmaður lét hlaða Skólavörðuna upp árið 1834 og þá var varðan um sinn köMiuð Kriegersimimde og Skólavörðustígur Kriegersvej, en þeir tiímar dönsku örnefna- heitanna eru löngu niðursoðn- iir. Stöðiuigt vairð Skólavarð- an mikilvægari, sem áfangastað ur þeirra sem unnu gönguferð- um og vildu hressa upp á skap ið, en vinsælust var hún þó sem stefnumótsstaður ungs fólks með blik í auga. Því urðu þó væntanlega ekki jafn dýrkeypt blikin og Steinunni sem hvíldi án vigslu utan garðs steinsnar frá þeim stað í Reykjavík sem líklega hvað flest ástfangin handtök hafa átt sér stað. Þá var dys- in farin að gróa og mosi með ívafi puntstráa sveipaði gröf- ina klæði, en sumir köstuðu þó ennþá steinum í hauginn. Sigurður Guðmundsson, mál- ari, kom með margar hugmynd- ir sem sviptust upp úr hvers- dagsleika þessara ára. Ein hug mynd hans árið 1864 var að endurbyggja Skólavörðuna, all myndarlega, og vildi hann að hún yrði endurbyggð sem inn- gangur að íþróttahöll Islend- inga. Þar átti að vera aðstaða fyrir háborg íslenzkrar menn- ingar, andlegrar og líkamlegr- ar, en fyrst átti að byggja þar vatnsgeymi til þess að veita vatni í hús bæjarins við Sund- in. Eftir hugmynd Sigurðar mál- ara var Skólavarðan byggð 8 metra há úr steini og síðar var sett þar ofan á fjögurra metra hátt timburverk með hlerum, sem hægt var að taka frá þeg- ar . fólk vildi - njóta- útsýnisinS- ' úr turninum. Þessi fyrsta veru- lega varða var endurbyggð fyrst árið 1868 eftir teikning- um Sigurðar málara. Söfnun fór fram hjá almenningi til þess að af þessari framkvæmd mætti verða, en ekki safnaðist nóg fé og borgaði Ámi Thor- steinsson landfógeti það sem á vantaði frá sjálfum sér. Nú hefur Lárus Sigurbjðms- son komið fram með þá athygl- isverðu hugmynd að byggja Skólavörðuna upp eftir fmm- teikningu, en þó tiu sinnum stærri og hafa hana þannig sem miðbyg'gcinigu i mii.njasafni Reykjavíkur þegar það verður byggt hvort sem það verður í Árbæ eða annars staðar. Það má til gamans geta þess að þessi hugmynd er ekki óskyld þeim hugmyndum sem Ásmundur Sveinsson mynd- „Þegar sú stund kemur...“ nærri að sá ungi guðsmaður hafi aldrei náð sér að fullu eft- ir að hafa fylgt Bjarna til af- töku, svo miikið þóttl honum tii þessa dæmda manns koma, sem jafnvel í dauðateygjunum rétti úr sér. Steinunn lézt i fangelsinu í Reykjavík áður en til aftöku kom, hrjáð á sál og líkama, og var hún dysjuð á Skólavörðu- holtinu fjarri öllum helgum reit um, en í nábýli við þá sem orðið höfðu úti á Holtinu og reikuðu þar um í rótlausum ótta. Þar sem Steinka var dysjuð hlóðst með árunum upp allmik- ill grjótbingur, þvi margir komu á Holtið i útsýnisferðir til að líta út yfir Sundin og sumir hentu grjóti að dysinni til þess að undirstrika vanvirð- ingu sína á þeim grafna, en aðr ir til þess að hlaða brjóstvirki um þessa óhamingjusömu konu. Er frá leið skapaðist þó þjóð- sagnablær um Steinkudys og börn síðari kynslóða trúðu því ekki að Steinka væri grafin þarna. Hún var fallin í gleymskunnar dá. Til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um Skólavörðuna, endalok hennar og Steinkudys ræddi ég við nokkra menn sem unnu við Skólavörðuholtið þeg ar kista Steinunnar kom í ljós og þegar Skólavarðan var rif- in. Þessir menn eru Páll Guð- mundsson úr Vesturbænum sem vann á gufukrananum sem gróf Steinkudys upp, Jón Jónsson kenndur við Breiðholt, en hann vann við niðurrif Skóla- vörðunnar, Eggert Guðmunds- son listmálari, sem lék sér oft á Hoitinu og var viðstaddur þegar kista Steinunnar var opnuð og svo Lárus Sigur- björnsson skjalavörður og Ámi Óla sem manna mest vita um sitthvað frá fornri tið. Árið 1913 var byrjað á upp- Frá Itauðasamli. Bærinn Sjöundá var undir miðri liliðinni, en hamrarnir, sem Jón Steingrímsson á <að liafa hrapað nið ur. ein lengst tii hægri. ► 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. jainúar 197

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.