Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 9
aS segja frá, ‘hlustaði það með athygli. •—• Notið þið hass i Noregi? spyr hann lágum rómi. — Hér i Leningrad eru nokkrir sem neyta þess enda þótt það sé ekki mjög algengt. Ég hef sjálf ur reynt það, en ég get ekki sagt að það hafi reynzt eftir vonum. Hafið þið ef til vili hug á að kaupa það, spyr hann allt í einu og virðist síður en svo leiður yfir Aeitun okkar enda þótt hann hefði sjálfsagt get- að útvegað okkur hass. — Er vændi algengt í Sovét- rikjunum? — Ég veit ekki hvort hægt er að segja að það sé algengt, en ég veit þó um nokkrar. Þær eru einkum af eldri árgöngun- um, segir hann og brosir litið eitt. Ég geri varla ráð fyrir að þú hafir áhuga á þeim sem ég þekki til, bætir hann við. Boris virðist allhissa á þvi að við, sem komiuim firá hinum vestr æna hetiimii,, skuilium hvorki hatfa áhuga á hassi né rússneskum vændiskonum. — Eru nokkrir staðir hér í borginni, þar sem ungt fólk hittist? spyrjum við hann. — Það fer eftir því hvað það er, sem þið leitið. Sé það dans, höfum við upp á eina 30 klúbba að bjóða. Viljið þið aftur á móti hitta ungkommúnista, 'hafa þeir eigin klúbba, sem nefnast Komsomol. Ég er sjálf- ur félagi í einum slíkum, segir hann hróðugur. Er við spurðum að þvi um kvöldið á rikisferðaskrifstof- unni hvar væru dansstaðir fyr- ir æskufólk, var okkur svarað að slíkt væri ekki til. Eft- ir mikið japl og jaml létu þeir undan og sögðu að við gætum þá farið í menningarhúsið handan við ána, en er þangað kom var auðvitað engan dans- stað að sjá. En því má ©kki gleyma að í Sovétríkjunum er ekki dansað eftir "vestrænni músik, heldur þjóðlögum og menn þurfa helzt að hafa feng- ið ofurlitla æfingu áður en þeir hætta sér út á gólfið með Rússa. -— Við höfum fáeinar hljóm- sveitir, sem leika vestræna músik hér í Leningrad, segir Boris. Sú vinsælasta heitir „The Forest Group“. Við og við höldum við pophátíði'r hér í borginni og þá koma saman hljómsvelitlir attil's sitaðar að af landinu. Við höfum lika fengið hingað í heimsókn enska pop- hljómsveit — Dream hét hún. Við látiuim í Ijóis umdrun okk- ar á staðgóðri þekkingu hans á vestrænni músik og hann seg ir okkur að hann hlusti á Radio Sweden og Luxembourg. Báðar stöðvarnir nást vel í Lemiinigrad. Nöfn eiins og „Creedence Clearwater Reviv al,“ „Jethro Tull“ og „Led Zeppelin" streyma af vörum hans og hreykinn Ijóstrar hann því upp að hann sé eig- andi 8 vestrænna hljómplatna og sé ein þeirra LP. Allar eru keyptar af ferðamönnum. Slík tónlist fæst ekki í búðum. Enn verðum við varir við mann, sem er að sniglast kring- um bílinn okkar, og Boris sting ur upp á þvi að við göngum heldur smáspöl. Við ræðum um hjónaband. — í Sovétríkjunum er algengt að stúl'kur gifti sig átján ára gamlar og piltamir eru eikki mttlklllu eldri. En það endar líka oft með skilnaði og þeir eru sjaldan neinum örðug- lei'kum bundnir. Sjálfur er ég nítján ára en ætla að biða enn um t'íma. Að minnsta kosti þang að til ég hef lokið herskyld- unni, segir hann. Við göngum framhjá hóp af þrifiegum stúlkum, sem kalla eiitithvaið á eftir oikikiuir á rúsisn- eskiu og brosa. — Faiilieigar stélpur, segir Boris. Þær eiga að vera dálítið holdugar, ekki bara skinn og bein. Þessar hor- uðu stúlkur sjást ek'ki oft hér í landi. Við viljum hafa þær dálítið bústnar, ■Hns og þið haf- ið ef til viil tekið eftir. — Jú, það hefur ekki farið framlhjá okkur, segjum við og i þeirri athugRsemd leynist1 ekk- ert neikvætt. Rússnesku stúlk- urnar eru ef til vill ekki jafn glæsilega klæddar og nota ekki jafn mikið ilrpratn og þær norsku, en þær kunna að brosa og bros getur einnig nægt til að sýna fegurð. Pínupils sáum við aðeins á gistihúsinu þar sem við bjuggum, þvi þar voru nokkrar finnskar stúlkur i ferðamaininiahópi, sem gengu fram af hiouim ráðiset'feu Sovét- borgurum. En margar stúlkur voru komnar með pilsin upp fyrliir hné. Tvö orð gengu eins og rauð- ur þráður gegnum alla heim- só'kn okkar til Sovétrikjanna. Annað þeirra var „njet“ og hitt var „gruppa". Hvar sem við komum vorum við að þvi spurðir hvaða „gruppu" við til- heyrðum og er við hristum höf- uðin og sögðumst engri „gruppu" til'heyra, skildu þeir hvorki upp né niður, horfðu á okkur með uppgjafarsvip og sögðu „njet“. Það er að mörgu leyti hagkvæmt að ferðast í hópi til Sovétríkjanna, en á hinn bóginn fær hópferðamað- urinn ekki að reyna einkaheim boð hjá venjulegu fólki. Við urðum t.d. þeirri reynslu rik- ari að vera boðið til stórveizlu í útjaðri Leningrad. Framliald á bls. 14. Þegar rússnesk æska talar um risini, þá cr það með sérstökum blæ, vegna þess að risini er þýðingarmikið og eftirsóknarvert eins og þeir hlutir verða yfirleitt, sem erfitt er að ná í, hversu ómerkilegir sem þeir annars eru. Sá sem eignast risini er mikil karl í hópnum, en hvað er það? Tyggigúmmí. Ekki er það nú annað. En það er eitt af forboðnu ávöxtunum í Sovétríkjunum og um leið eitt af því, sem nauðsynlegt er að ná í. I»ær rússnesku fjlgjast Iika með tízkunni. En þetta var áður en síða tizkan kom til skjalanna, Á götu í Leningrad. Að neðan: Skilti með tvenns konar letri. Ferðamenn eiga erfitt með sig, ef rússneska letrið er eiiigönc>u nohið. átta U1 31. jaimúair 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.