Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 12
Kistan kom í Ijós efst í uppgreftrimim í Skólavörðuholtimi. 9? Þegar sú stund kemur... u Framhald af bls. 3. steinninn í holtinu hefur ugg- laust hlustað á ieyndarmál tveggja sálna í ungri ást og vafalaust hefur Steinkudys skýlt margri stúlkunni betur, en örlögin skýldu Steinunni sjáifri fyrir óhamirugju henmar ævi. Nú fara strákar ekki lengur njósnaferð'ir um Skólavöröu- holtið og nú er holtið ekki lengur á mörkum hins byggi- lega í Reykjavík, en á árunum í kringum aldamótin 1900 voru Bráðræði í Vestur- bænum og Ráðleysa í Skóla- vörðuholtinu yztu byggilegu mörk þessara átta í bænum. Síð an hefur „barnið" aldeilis vax- ið úr grasi. Þann 9. janúar 1915 var gufukraninn á Skólavörðuholt inu að fylla einn vagninn enn og verkamenn urðu þá varir við timburkassa sem kom í ljós í stálinu. Matthías Þórðarson fornminjavörður var þá stadd- ur við dysima, því að hann hafði vitað hvað undir var og vildi fara að öllu með gát. Kistan kom þarna í ljós undan grjót- hrúgumni sem saÆnazt hafði að gröfinni á áratugum þegar íólk kom að dysinni og henti þrem steinum að fomum sið til þess aö fordæma þann glæp, sem hirnn framiáðni haíði drýgt. Ef 'ti'l vM eiga þó steónamir þrír að benda til heilagrar þrenningar og að einhver hafi beðið sál hins fordæmda misk- unnar um leið og hann kastaði grjótinu. Þegar dysin fannst var fóik löngu hætt að kasta grjóti. Allt smágrýti i grennd inni var upp urið og fólk bú- ið að gleyma hver lá undir grjótbingnum, sem „guðsbörn- in“ höfðu kastað og það var ekki einu sinni visst um að þama væri nokkur grafinn. Oft sátu hrafnar á gróinni dysinni og mæður vildu ekki láta börn sín koma nálægt þessum stað. Vissara var að láta drauginn óáreittan. Þær vissu ef til vill ekki sögu kon- unnar sem þarna var grafin og að menin höfðu kveðið upp dóm yfir hennd og Bjaima, láflátsdóm og dæmt Mkacma hennar ti'l eiiiifra.r útl'egðar írá friðhelgum g.rafreiitium kristliirania mainina. 1 rúma öld iá þessi kona hjá ai- faravegi friðlaiuis og fyrirliitin, fyrir ást sína og glæp, sem margir vinja þó draga í efa. Steinunn Sveinsdóttir dó 31. ágúst 1805, 36 ára gömul eftir þriiggja ára fainigeisiisvfet. Það hafði í eina tíð gengið sú sögn að fangavörður hennar hefði drepið hana á eitri vegna þess að hún hafi verið þunguð af hans völdum, en engin merki þess fundust þegar kista henn- ar var opnuð eftir áratuga myrkur. Ég hef orðið þess var í tali við fólk um Bjarna frá Sjö- undá og Steinku að það eru ákaflega skiptar skoðanir á þessu máli og mjög fáir eru hlutlausir. Sumir hreinlega hney'ks/liuðust á því að ver- ið væri að reifa þetta ógeð- fellda og brjálæðislega mál, en aðrir tóku upp hanzkann fyrir þau dæmdu og töluðu hlýlega. Sumir voru vissir um sekt þeirra, aðrir uim sakleysi, en enginn hafði lifað lifi þeirra nema þau sjálf. Eggert Guðmundsson iistrnál- ari var viðstaddur þegar kist- an var opnuð. Hann var þá drengur, en flestir sem komu að dysinni við þetta tækifæri höfðu farið í sparifötin og sagði hann að fólk hefði verið eins og við sorglega jarðaríör. Kistain lá í suðrar og raorður og gat Eggert þess að sér hefði ávallt siðan verið mjög eftir- minnilegt hve beinin í kistunni voru hvít og síða hárið sem Steinunn hafði var heilt, eftir hundrað ár. í bók Áma Óla, Skuggsjá Reykjavikur segir hann i for- mála frá þvi þegar Steinkudys var grafin upp og rekur það mál nokkuð. Hann var þá blaðamaður við Morgunblaðið. I þessum formála segir meðal annars að Steinunni hafi verið lýst svo í samtimaheimildum að hún hafi verið allra kvenna fríðust, björt yfiriitum og svip- hrein, en fremur lág vexti og báru bein hennar vitni um það. Þegar bein hennar voru graf- in upp gátu þau ekki gefið neina vitneskju um fegurð hennar eða yndisþokka í iif- ainda illifi eg hún lét reyndar mjög á sjá fljót'lega eftir að hún var handtekin og í kirkju bókum Reykjavíkur segir að hún hafi látizt úr sterkri geðs- munahræringu eftir eins dags iegu skömmu áður, en flýtja átti hana til Noregs ásamt Bjarna, en þar var hann háls- höggvinin, Lík Stein'ku miuin hafa verið krufið áðúr en hún var dysjuð, en í læknaskýrsium segir mjög óljóst frá og ekki er þess getið að hún hafi vérið vanfær. Páll Guðmundsson járnbraut arstjóri sagðist aldrei hafa trú að þvi að Steinka væri dysjuð þama fyrr en k’^an kom í ljós og svo mun hafa verið um marga fleiri. Einnig hann minntist þess að beinin hefðu verið einstaklega hvít, eins og gljáfægð og hárið mikið og brúnt lá undir þeim. Örlaga- sagan rifjaðist upp. Séra Eyjólfur er sögumaður Gunnars i Svartfugii. Eftir langvarandi réttarhöld í Sauð- lauksdal er Steinunn farin að tapa þeirri reisn, sem þessi smá vaxna kona hafði yfir að bera og svefn Bjarna og hennar við hlekki varð martröð ein, þótt af bráði stöku sinnum. Séra Eyjóifur var sá eini sem þau Bjarni og Steinunn ræddu við í einlægni: „Hvað er það sem ég á að segja við Bjarna? spurði ég Steinunni. Viltu biðja hann fvó mér að reyna að gleyma mér — eins og hann hefur séð mig núna, hvísl aði hún og augim í henni voru eins og þau væru slokknuð — brunnin út: Viltu biðja hann að reyna að muna mig eins og ég var einu sinni.. . Þegar honum leizt vel á mig . . . Þegar hann bara — elskaði mig. Ég stóð kyrr og vissi ekki, hvort ég átti að fara eða vera. Steinunn þagði stundarkorn, síðan hvíslaði hún, ennþá lægra: Því að ég er — alls ekki svona í rauninni . . . Svona eins og aliir hljóta að halda núna. Ég hef gert — mikið illt af mér . . . En ég er ekki svona . . . Þetta hefúr affit einihvem veg- inn komið . . Sá, sem vill þekkja mig rétt verður að hafa þekkt mig — eins og ég var þá . . . Þaranfig er ég. Inrasft irani. Jón — það var ekki eins og að eiga neinn mann. En það vissi ég ekki — ekki í þá daga . . . Bezt hefði verið, að ég hefði aldrei vitað betur . . . Ham- ingjan — verður t-kki hertek- in, Eyjólfur. Ég fór á burt, gripinn kviða og köidum hroili. Eitthvað sem vissi á iMt hatfði iegi'ð í orðum hemraar. Eititihvað sem varðaJði mig. Óheillaspá . . .Bara þetta að hún hafði nefnt nafnið mitt . . . Örlög hennar, eins og þau höfðu ráðizt og miumdu ráð- ast — vörðuðu mig. Voru sam- fléttuð minum eigin örlögum. Voru þá örlög allra manna of- in hvert i annað? Var sá blind- ur, sem sá það ekki? Sljór sá, sem ekki fann það? . . .“ Séra Eyjólfur bar Bjama boðin, sem Steinunn hafði beð ið hann fyrir: „Hann varð hugsi . . . Eftir langa þögn sagði hann: Það er satt — hún var al'lt önnur manneskja . . . hérna áður . . . Það hefði aldrei átt að verða úr neinu á milli okkar. Ég vissi það . . . Viltu reyna að skilja mig, þegar ég segi þér, að Jón, og sérstaklega Guðrún, áttu mikla sök á öllu saman . . . Ég segi þetta ekki til að réttlæta mig. Ég hef sagt skilið við sjálfan mig — það er sama og ég Mfi ekki lengur. En svona hefuir mér fundizt þetta . . . Ólánið var, að leiðir okkar Steinunnar skyldu ekki lljggja samain, meðain v'ið voruim ung. Ég vildi ekki segja Bjarna, að lífið væri ef til vill ekki eins einfalt og hann virtist halda. Ef til vill var það honum styrk ur og svölun að gera sér í hug- arlund samvistir við Steinunni frá blautu barnsbeini. Sak- lausari og hreinni draum gat hann varla dreymt nú. Og frið- urinn hið innra með hverjum manni er kominn undir eðli drauma hans, undir því, hvem- ig hann sjálfan dreymir lífið. Ég hlustaði því á hann með þolinmæði og þagði. Það eina sem ég gat gert fyr- ir Bjarna héðan af, var vist það, að hlusta á hann. Hafi maður lagt líf sitt og blóð í sölurnar, verður meira vist ekki látið — eða hvað? hélt hann áfram: En hvað verð- ur svo hinum megin? . . . Eig- um við Steinunn að hitta Jón og Guðrúnu þar aftur? Eigum við kannski Mka að vera í hjónabandi með þeim þar? Hugsaðu ekki um það, Bjarni, svaraði ég: Trúðu mér til; menn skiljast hérna við duft sitt í fleiri en einum skiln ingi. En menn þekkja þó hver amnán — er það etekli ? Áhyggjur þínar, þegar þú fæðist til Himnaríkis, verða ekki meiri en þegar þú fædd- dist sem uragbarn í þeranain jarðn- esika heim. Það bíður manns ekki svona erfitt líf aftur. Heldurðu það? Ég sagði: Bjarni . . . Við, sem getum ekki einu sinni gert okkur ökunn lönd og þjóðir í hugar- iund — hvernig ættum við að búa okkur til sennilegar mynd ir af lífinu handan við efnis- hulu þessa jarðneska heims? En loka þú augunum óttalaust — þegar sú stund kemur. Og gakktu beinn, maður!“ Og með svo óbifanlegri ró- semi gekk Bjami mót dauða sínum við höggstokkinn í Noreigi, að Hjörtur, presfuri'mn uinigi, sem fyligdi honuim yfir hafið tili Noregs, varð aldrei saaniuir etftöir þá ferð. Hamm fylgdi Bjarraa tlill þess að himn daiuiðadæmdi mætiti mjóta and- leigrar hu'ggunar á móðurmáJl súmiu, áðu.r era glóamdi jámiið tækli að pymda hamm og iskalt stiállið r'iði að hálisi honiutm. Það var sú eima llirakiimd, sem Bjami fókik í té iátma. öll hams böm voru þá lát'in óbuignardaiuða. Nokkru áður hafði Steinunn iátizt yfirbuguð í fangelsinu á Arnarhóli. Enginn veit hvar bein Bjama frá Sjöundá hvíla, enda hefur hann ugglaust ekki áhyggjur af þvi, en þar sem Hallgrimskirkja rís nú lá Steinunn út og suður i liðlega hundrað ár. Hinn 19. janúar, um miðjan dag, voru bein Steinunnar frá Sjöundá greftruð i kirkjugarð- inum á Meiunum. Séra Ólafur Óiafsson Fríkirkjuprestur las yfir jarðneskum leifum hinnar framliðnu og fól hana misk- unnsemi Drottins. Dómkirkju- prestarnir báðir höfðu neitað að lesa yfir hinni dæmdu konu og þó var liðið á aðra öld. Harðir eru dómar mannanna. 1 Morgunblaðinu segir frá þess- um atburði á þá leið að tveir tugir manna hafi setið á bekkj- um likhússins. Þar vora söng- menn og prestur. Veðrið var kal't, noikikuirt frosit og suðvesit- an stormur, sem næddi i gegn- um rifurnar á líkhúsinu. í miðj um kór stóð flatur og ósélegur kassi á tveim bekkjum. Það var Mkkistan. Fyrst var sungið erindið úr Passíusálmunum: „Af þvi að út var leiddur alsærður lausnarinn. Gerðist mér vegur greiddur i Guðs náðar riki inn . . .“ og því næst las séra Ólafur yf- ir leifunum og tvö vers voru sungin áður en kistan var bor- in til grafar. Prestur kastaði rekunum, nokkur sálmavers voru siunigin og svo gerði hver bæn sina í hljóði fyrir sál saka konunnar. Grjótkastinu var lokið. Ein öld er ekki langur tími í Mfi þjóðar, ekki meira en eitt ár í lífi einstaklings. En íslenzka þjóðin hefur breytzt mikið á þessari öld. Mannúð og kærleikur hafa náð þeim mun faiS'tiari tökium á oikkiur en áð- uir í laradi, sem leið af sikorti, að við tökum okikiur ekki það vald að dæma framliðna menn, en felum þá réttvísi og mildi hinnar eillfu forsjónar. Eða hvað? Þó hleypur enn hiti í fólk og það gleymir að örlög allra manna eru ofin hvert í annað. 1 vor verður þessi ógn- þrungna örlagasaga, Svartfugl, sviðsett í Þjóðleikhúsinu og menn munu enn kynnast Svart- fugli og tengjast honum sterk- ari hugböndum. Árið 1915 vildu sumir taka Steinunni í dýrlingatölu, en aðrir vildu bein hennar fjarri öllum kristn um reitum. Þannig verða alltaí skiptar skoðanir um hvaðeina, en hver gengur lengst með sjálfum sér. Gæta ber að. Enginn skyldi dæma ást Bjarna og Steinunnar, enginn veit hvað þau gerðu eða áttu að gera . . . nema Guð, en hvernig sem breytnin varð spunnu örlögin þann þráð sem Framliald á bls. 14. ]2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. janrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.