Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Page 14
SMÁSAGAN Framh. af bls. 3 — Þvílíkur dagur! Er ekki nóg að hafa suðið í krökkunum, þó ekki komi fullorðið fólk og fari að suða í manni líka? — Segið mér það og svo skal ég fara. — A'lmáttugur, að ég skyldi hafa orð- ið barnfóstra. En ekki veitir af, fyrst sumt fólk stundar skemmdarverk á því, sem ekki getur borið hönd fvrir höfuð sér. — Hver barnanna klíndu málningunni á bílinn minn? — Eins og ég sagði yður . . . — Ef þér viljið ekki svara, þá get ég hæglega þekkt þau úr sjálfur á máln- ingarslettunum. Þau geta ekki hafa kom- ist hjá því að sletta á sig málningu. — Hér eru engin óhrein börn. — Ég get hvenær sem er, farið hér um völlinn og tíni úr þau börn, sem unnu verkið, þau eru merkt. — Þetta hefur verið úthugsað hjá yður. Já, yður hljóta að hafa verið Ijósar frá byrjun afleiðingarnar af því að skilja eftir bíl á barnaleikvelli á- samt málningardós og pensli. — Nú er ég farinn. — Þetta hefur verið úthugsað hjá yð- ur. Þér svífist einskis. — Kallið á börnin hingað og látið þau, sem klíndu málningunni, rétta upp höndina. — Ég bið yður, hlífið börnunum við því að þurfa að horfa á iögregluna fjarlægja yður. — Þér vitið vel, að áður en þér næð- uð að koma því í kring, hefðuð þér komið af stað keðju atburða, sem hver um sig gæti orsakað alvarlegar sálar- flækjur hjá börnunum. — Jæja, ætlið þér að svara? — Yður er ekki sjálfrátt. — Þá skal ég svara fyrir yður. Þér máluðuð bílinn sjálfar. — Ég er næstum farin að hafa gaman að yður. — Og þér voruð að koma rétt í þessu frá því að þvo af yður klessurnar. Þér ski'lduð sloppinn eftir inni af því að það voru klessur í honum. Eða hvers vegna eruð þér ekki í slopp eins og hin- ar gæzlukonurnar? — Haldið þér að allir séu á móti yð- ur? Finnst yður, að þér séuð ofsóttur? — Kannist þér ekki við mig? Hugsið yður vel um. Ég er nýi húsvörðurinn og hef borðað við sama borð og þér und- anfarna þrjá daga. Þó að þér borðið eins og skepna með andlitið ofan í disknum án þess að tala við nokkra manneskju, hafið þér ekki getað komist hjá því að verða mín varar. — Ég þoli yður ekki. Látið mig í friði. Þér eruð viðbjóðslegur. Ó, hvar er ráðs- maðurinn? Ég þori ekki að fara frá börnunum. Verið þér nú ekki svona and- styggilegur. — Ég spyr yður enn einu sinni: Vor- uð það þér, sem stálust í málninguna mína, sem ég æt'laði að gera bílinn minn svo fínan með, og klínduð hann út og gerðuð hann svona herfilega ljótan? — Ég þoli þetta ekki lengur. GARÐ- AR! GARÐAR! — Já, kallaðu bara á pabba. — GARÐAR! — Já, hvað er að? — Ég fæ ekki frið fyrir þessum manni. — Hvaða erindi eigið þér hingað? — Ég er húsvörðurinn, maður. Þekk- ið þér mig ekki? — í hreinskilni sagt, nei. — Ég ætlaði að mála bílinn minn, og atvikin höguðu því þannig, að hann stóð þarna yfir á flötinni óvarinn. Og nú, þegar ég ætla að fara að hefja verkið, þá hefur þessi ungfrú farið í máln- inguna, — verri en nokkur óviti . . . — Við h'lustum ekki á neitt rugl hér. — Með þessum hræðilegu afleiðingum. Sjáið þér maður! Ég næ þessu aldrei af. — Ég verð að biðja yður að víkja af lóðinni. — Ég er í fullum rétti hér. Ég er húsvörðurinn. — Við höfum engan húsvörð. Svona, farið þér nú. — Látið þér mig vera. Ég má þó taka bílinn. — Þér eigið engan bíl hér. Svona! — Auðvitað á ég btl hér. Verið þér ekki með þennan æsing. — Ætlið þér að hypja yður? — Hann stendur þarna yfir á flöt- inni. Lítið þér á, maður. Þarna, þar sem krakkarnir eru að leika sér. Sjáið þér, þau skríða upp á hann. Veslingarnir, nú verða þau öl'l hvítflekkótt líka. Yður getur þó ekki staðið ú sama um það. — Svona! Hypjið yður strax. — En bíllinn minn. Skiljið þér ekki mæl't mál? — Æ, hættu þessu leiðindarugli. Það er enginn bíll þarna, nema gamla flak- ið, sem krakkarnir leika sér í. Þér eigið það víst áreiðanlega ekki. — Ég verð að fá bílinn minn, svo að ég geti skafíð hann upp og málað hann. — Ég gef yður eitt tækifæri til að fara sjálfviljugur. — Hann er það eina, sem ég á. — Ungfrú, ef til vill hafið þér viljað vel. Játið bara það. — Svona komdu hérna. — Já, komdu. — — Þér ætluðuð að vinna verkið fyrir mig. Það er út af fyrir sig þ akkar vert. LANDSBÓKASAFNIÐ Framh. af bls. 11 víkja að lokum nokkrum orðum að á- standi og horfum í má'lum Landsbóka- safns og íslenzkra rannsóknarbókasafna. Hinni gömlu hugmynd um að sameina með nokkrum hætti Landsbókasafn og Háskólabókasafn, reisa nýtt hús yfir bókakost þeirra og starfsemi og gera úr eitt öflugt þjóðbókasafn, er nú að vaxa fiskur um hrygg. Menntamálaráðherra skipaði okkur háskólabókavörð og Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra í nefnd sumarið 1966 „til að athuga, hversu málum vísindalegra bókasafna verði skipað hér á landi til frambúðar, þ.á.m. um tengsl Háskólabókasafns og Lands- bókasafns." Vér skiluðum áliti seinna um sumarið og mæltum eindregið með því, að þings- ályktunarti'llögu um sameining safnanna frá 1957, er áður var getið, yrði fram- fylgt. Vér tókum jafnframt sérstaklega undir þá tillögu í niðurlagi nefndará- litsins 1957, að reist yrði bókasafns- hús í næsta nágrenni við Háskólann, til þess að sameining safnanna yrði framkvæmanleg. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.