Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 5
sílaður heim í Sbálholt, settist þar á stéttir.a og bað um kaldan svaladrykk. Var honum færð 5 eða 7 marka sýru- kanna „hverja hann draklk af. Eftir það sló að honurn kuldahro/lli, svo að færa varð hann í sæng og þekj a föt- utl,“ en 'G'kki er þess getið, að honum hafi orðið mieint af, en Brynjólfur bisk- up leysti hann fyrir ofdirfð. Anr.ar 'kraftaklerkurinn á Ólafsvöll- um var sr. Guðni Guðmundsson 1834-43. Sr. Guðni þótti ekki mikill kennimað- ur en Iþeim mun meiri búmaður enda var h.uui sæmdur heiðurspeningnum: „Ærulaun iðju og hygginda". Hann var prestur í Miðdal í 17 ár áður en hann kom á Skeiðin. Þar efnaðist vel, því þótt brauðið væri rýrt var bújörðin góð. Er hann sótti um Reynivelli í K.'ós 1830 fékk hann eftirfarandi vitnis burð hjá biókupi: „Han er en brav Mand af god Kar- akter, der í et og alt opförer sig vefl og redelig, en duelig Akronom, udrnærk et for pá egen Bakostning af have for nogle Ár siden ladet anlægge en Træ- bro melle-m stejle Klipper over en far- lig Elv, Brúaráen, hvormeð Vejen er gj-.-rt sikker ef alene for ham selv og Eftiricommere í Kaldet til Annekskirk- en, Títhlid, men og tillige for alle Rejs- ende mellum der liggende Bygdelag." f>ótt brúargerðin dygði sr. Guðna ekki til að fá Reynivelli, sýnir hún vel hver framtaksmaður hann var á verklega svið inu og þetta samgöngumannvirki þar sém stríðir straumar freyða ■stöllum af í þrönga gj á, r. ur lengi halda á lo'fti nafni þessa sunnkmzka kraftaklerks. Sem dæmi um afl sr. Guðna var sagt, að hann hefði tekið upp reiðhastinn sinn Var því sízt furða að slíkur lyft- ina.'meistari væri til aðstoðar fenginn er madama Jórunn, ekkja sr. Gisla Þór- arinssonar fluttist frá Odda suöur á Álftarnes vorið 1811. Hún var þá orðin 380 pund að þyrngd, hafði að visu ráðs- mann. sem gat komið henni á bak með Framh. á bls. 13 Kristján Jónsson frá Stað: Bátstapi á Þorskafirði Svar við grein Daníels Jónssonar trá Hvallátrum Arið 1964 skrifaði ég grein í bókina „Því gleymi ég aldrei“ III. bindi, undir ofangreindri fyrirsögn. Þar er sagt frá dukknu-n Gísla Ólafsson ar, 'Hvallátrum, sem þá var ráðsmaður á Stað á Reykjanesi, sem hann skrá- setti aðeins 3—4 árum eftir s’lysið. Ólafur Bergsveinsson í Hvallátrum og Snæbjörn x Hergilsey voru báðir þjóðkuninir héraðshöfðingjar í Breiðafjarðareyjum á sinni tið. Þeir voru góðir vinir og sóttu tíðum hvorn annan 'heim. Ég kom oft með afa mínum Snæ- birni í Hvallátur og hlýddi þá á tala göm'lu mannaana. Mér er minnisstætt, hive draumar voru þeim hugléikið umræðuef-ni. Báðir virtust þeir hafa yndi af að rekja saman drauma og liðna atburði, og spá fram í tímann, út frá þvi sem þá eða aðra ihafðx dreymt. Snæbjörn ritaði sjálfur ævisögu sína. Saga Ó'lafs hefur enn ekki verið skráð, og er það undaríegt svo hátt sem hann bar í umhverfi sínu og sam- tíð. Mér er Ólafur ekki síður minnisstæður en Snæbjörn. Með grein minni vildi ég leitast við að sýna hvernig hann brást við þeim þungu fregnum, sem mættu honum er hann kom að Stað, að kvöldi þess 2. okt. 1925 og varð vísari að sonur 'hans Gísli hafði ekki komið heim úr ferð sem hann hafði farið að Grónesi í Gufudalssveit þá um morguninn. Ég vildi sýna hvernig þessi alduiihnigni maður stóðst þá raun með sömu reisn og 'hetjuskap, sem einkennt hafði a'llt hans líf. Þá vildi einnig sýna fram á, hvernig draumur sá er Ólafur sagði Snæbirni nokkru eftir slys þetta, um „Lundinn fagra“, og Snæbjörn hefur skrásett í ævisögu sinni átti eftir að fara á annan veg en Snæbjörn grunaði. iÞann 21. apríl sl. ritar Daníel Jónsson frá Hvallátrum grein í Les-bók Morgunblaðsins, þar s-em hann segir frá þessum atburðum á annan veg, og kveðst þar með leiðrétta missagnir hjá mér. Hekmldarmenn sí<na, að hinni nýju frásögn kveður hann vera menn þá er með Ólafi voru, svo og heim- ilisfólkið í 'Hvallátrum. Þar sem Damíel kveður svo fast að orði, að hann sé að leiðrétta missagn- ir hjá mér og þá jafnframt Snæbirni í Hergilsey, verður ekki hjá því kom- izt að birta á ný frásagnir okkar beggja, svo þeir sem þetta mál snertir geti sjálfir reynt að gera sér grein fyrir hvorri heimildinni sé betur treystandi. Frásögn Daníels er í stuttu máli á þessa leið: Að kvöldi sama dags og Gísli fór áðurgreinda f-erð, kom Ólafur faðir hans að Stað. Hafði hann þá orð á því við menn sína að fara að Grónesi og vita vissu sina um ferðir Gís'la. Hann hvarf þó frá því, sökum náttmyrkurs og óhagstæðs veðurs. Einnig hafi verið vitað mál, að ef eitthvað hefði komið fyrir Gísla, þá hefði það gerzt strax um morguninn, og því engar lík-ur til þess að ho-num yrði komið til hjálpar. Voru þeir því á Stað um nóttina. Snemma næsta morgun sendi Ólafur menn sína inn að Hal'lsteinsnesi og áttu þeir að ganga fram í Djúpadal og smala fé hans, reka það tii Hall- steinsness og taka þar í bát. Sjálfur fór Ólafur að Laugalandi við annan mann. Þar hugðist hann fá bát og sigla til Gróness. Úr þessari ferð varð þó ekki, því honum þótti báturinn ekki nógu vel útbúinn, og sendi hann þá annan þann er með honum var landleiðina kringum fjörðinn að Grónesi. iÞegar menn Ólafs 'höfðu lokið við að smala fénu í Djúpalæk héldu þeir aftur að Hallsteinsnesi og gistu þar um nóttina. Snemma næsta morgun héldu þeir að Stað og fundu þá bát Gísla s-kammt frá lendingunni. Konráð á Miöjanesi kom á móti þeim niöur að sjónum, er þeir lentu. Fór hann þá heim og sagði Óiafi tíðindin, en Látramenn leituðu meðfram sjón- um og fun-du þá nokkurn farvið úr bátnum. Síðar þennan sama dag var safnað mönnum og leitað sem unnt var. Undir kvöld þessa sama dags sigldu Látramenn heim. í grein minni sagði ég svo frá þessum atburðum: Gísli lagði af stað í ferð sina snemma morguns þess 2. okt. 1925, og gerði ráð fyrir að vera kom- ínn heim aftur að afliðn-u hádegi. Þegar leið að dagmálum gekk yfir hvöss útsynningshryðja, og tók þá upp mikinn sjó á Þorskafirði. Um hádegi var komið gott veður. Þegar Gísli kom ekki til baka á þeim tíma, sem gert var ráð fyrir, fóru presthjónin á Stað, sr. Jón Þorvaldsson og Ólína Snæbjarnardóttir að ótt- ast um hann. Ég var þá sendur með sjónauka inn í Skútunaust, en þaðan sást vel til Gróness. Enginn bátur var 'þar sjáanlegur, en gat þö leynst bak við hólma og sker. Þegar liðið var fram yfir miðjan dag, snérist kvíði Staðarfólksins í hrein- an ótta. Presthjónin ákváðu þá að senda röskan og dugmikinn mann land- leiðina til Gróness, þar sem enginn bátur var tiltækur, og ganga úr skugga um hvort GLsli hefði þangað komið. Að kvöldi þessa dags kom Ólafur Bergsveinsson að Stað. Myrkur var þá geingið yfir, og 'leit meðfram sjó vonla-us. Laust eftir miðnætt-i kom svo sendimann til baka með þær fréttir að til Gróness hefði Gísli ekki komið. Framh. á bls. 15 15. mpt. ÍMS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.