Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 6
Það eru ekki ýkja mörg ár frá því að svo háttaði á flest- um heimilum, að sjálfsagt þótti, að greindur drengur væri lát- inn stunda háskólanám, en aft- ur á móti fráleitt eða allt að því, að systir hans, jafngreind gengi sama veg Það er aðeins á síðustu þrem- ur eða fjórum áratugum, sem konum hefur svo nokkru nemi, opnast möguleikar á að stunda langskólanám. Það er ekki lang ur tími — en þó nógu langur til þess, að nokkuð er hægt að gera sér grein fyrir þeim ár- angri, sem konur hafa náð. Þeir sem vonuðu, að sömu tækifæri til menntunar kvenna sem karla mundu leiða til sömu eða svip- aðra afreka á sviðum hinna ýmsu háskólagreina, hljóta að verða fyrir vonbrigðum með ár- angurinn. Konur á borð við frú Curie teljast til sjaldgæfra und antekninga. Jafnvel á sviði bókmennta, þar sem gert hefur verið ráð fyrir, að konur hefðu sérstaka hæfileika, reynast margfalt fleiri karlmenn en konur afkastamikl ir og skapandi rithöfundar og skáld. Á sviði vísinda hallar ennþá meira á konurnar. Há- skólar útskrifa tiltölulega fáar konur, sem láta hrifast af vis- indalegum verkefnum og skara fram úr á þeim sviðum. Og jafn- vel þótt vísindamenn verði að vera gæddir innsæi, hefur hið fræga innsæi, sem sagt er, að konur séu svo ríkar af, ekki hjálpað þeim til að leggja nokk ur karlmannsins. Það er erntt að halda áfram að einbeita sér að ákveðnum andlegum og vís- indalegum, hugmyndum, jafn- framt því að vera fullhæf eigin kona og móðir — erfiðara en fyrir karlmanninn að gera svo, jafnframt því að vera fullgild- ur eiginmaður eða faðir. En látum þetta atriði liggja milli hluta, að öðru leyti en því að varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort þar sé að finna fullgilda skýringu á því, að kon ur hafa lítið afrekað á andleg- um sviðum. Ég hef tilhneigingu til að ætla að svo sé ekki. Vísbendingu um það má sjá á könnuninni á Radcliffe dokt- orunum. Þær konur, sem höfðu gifzt, höfðu skrifað og birt jafn mikið og hinar, sem ekki höfðu gifzt. Það gefur til kynna, að jafnvel ógift menntuð kona, (sem maður skyldi ætla, að væri fremur sambærileg við karl- menn með sömu menntun og störf, að því er varðar aðrar skyldur) búi annaðhvort við einhverjar sérstakar hömlur, sem draga úr andlegum afrek- um hennar, eða að hana skorti að einhverju leyti jákvæðan til gang, jem mundi reynast henni hvöt til starfa. Ef við lítum á andleg afrek konunnar yfir lengra tímabil í æfi hennar, sjáum við ýmislegt annáð, sem gefur ástæðu til að ætla, að það séu ekki aðeins þær kröfur, sem gerðar eru til hennar eftir að til hjónabands er stofnað, sem draga úr af- unnar (ef þeir eru sérstakir) verður að leggja sérstaka á- herzlu á að athuga, með hverj- um hætti hegðun stúlkna og framkoma er frábrugðin drengja. Þegar svo er gert, er alltaf fyrir hendi sú hætta, að of lítið sé gert úr þeim atriðum, sem stúlkur og drengir eiga sam eiginlegt, eða þeim mismun sem er á einstaklingum, — en með þessa hættu í huga skal hér reynt að draga upp lauslega mynd af þeim mismun á and- legri starfsemi kynjanna sem fundizt hefur með nokkurri vissu. Svonefnd Stanford Binet greindarpróf, sem í mörg ár voru tíðast notuð í prófum á greind einstaklinga, leiddu í ljós lítinn mun á heildargreind stúlkna og drengja. Af því var ályktað, að munur kynni að vera á áhugamálum og skap- ferli kynjanna en ekki á and- legum hæfileikum. Menn vissu ekki almennt, að þeir, sem völdu prófatriði í þessi greindarpróf, slepptu, þegar hægt var, þeim prófraunum, sem margsýnt var, að kynin áttu ekki jafnhægt með að leysa. Þannig tö'ldu höf- undar prófanna sig bezt geta útbúið greindarpróf, sem mundu vega og meta greind pilta og stúlkna á sama grundvelli. Að flestu leyti tókst þetta, enda þótt stúlkur hefðu yfirleitt held ur betur á fyrri árum þroska- skeiðsins en drengir hinsvegar á því miðju og síðar hluta þess. En það er augljóst, að ekki er Dr. Elanor E. Maccoby: GÁFNAFAR KVENN A Það er hugsanlegt, að konur hafi eirihver skapger'ðareinkenni og jafnvel hugsunarhátt, sem liafi áhrif á andleg störf þeirra. urt verulegt af mörkum til vís- indalegrar hugsunar. Ef miðað er við það sem kon- ur hafa birt af vísindaritum (enda þótt það sé ekki að öllu leyti heppilegur mælikvarði er erfitt að firrna annan betri —) og athuguð könnun, sem gerð var árið 1956 á 400 konum, sem tekið höfðu doktorspróf frá Radcliffe háskólanum, kemur í ljós, að konur skrifa töluvert minna en karlmenn í samsvar- andi embættum eða með sam- svarandi menntun. Helmingur þessara kvenna í Radcliffe hafði sama og ekkert, eða ekkert, birt af vísindalegu efni, eftir að þær luku háskólaprófi. Eft- ir því að dæma virðist jafn- ræði í háskólamenntun ekki eyða muninum á andlegum af- rekum kynjanna. Augljóst er að konur kjósa tíðum að verja lífi sínu til ann- ars en að sinna andlegum áhuga málum sínum. Það er ástæða til að ætla, að þær skyldur aðr- ar, sem konan þarf oftast að gegna í lífinu, séu ekki eins samræmanlegar starfi mennta- mannsins og hinar ýmsu skyld- rekum hennar. Enn liggja ekki fyrir nægilegar staðreyndir en mig grunar að vandieg könnun mundi leiða í ljós, að hin lang- skólagengna kona komi yfir- leitt ekki fram á mennita skóla- og , háskólaárum sínum sem „menntakona", sem dregur sig svo í hlé um tíma, meðan hún er að ala upp börn sín og kem- ur síðan fram aftur sem „mennt kona“, þegar börnin eru vaxin og þarfnast ekki lengur tíma hennar. Fremur virðist svo sem ýmsar þær hömlur sem fram koma í andlegu starfi hennar, geri vart við sig löngu fyrir hjónabandið og haldi áfram eft ir að börnin eru komin á legg. Það er hinsvegar hugsanlegt, að konur hafi einhver skap- gerðareinkenni og jafnvel hugs unarhátt, sem á rætur að rekja ti'l barnæsku, sem einkenna kon ur og hafa áhrif á andleg störf þeirra og verða þessi atriði tek in hér til athugunar. Athugum fyrst, hvað vitað er um þróun andlegra hæfileika stúlkna. Þegar reynt er að á- kvarða, hverjir séu sérstakir andlegir eiginleikar kvenver- hægt að nota próf, sem þann- ig er úr garði gert, til þess að sýna fram á hversu mikill munur er milli kynjanna og á hvaða aldursskeiðum þessi mun ur kemur fram. Ef notaðar eru nýrri próf- raunir, sem ekki hafa verið sam ræmdar þannig, koma eftirfar- andi staðreyndir í Ijós: Stúlk- ur byrja yfirleitt mjög vel. Að svo miklu leyti, sem mögulegt er að mæla hæfileika, er kalla mætti andlega, á fyrstu þrem- ur til f jórum árum æfinnar, virð ast stúlkur vera drengjum ofur lítið fremri. Þær beita málinu betur en drengir, að meðaltali segja þær fyrstu orðin fyrr, þær byrja fyrr að sameina orð í setningar og þær telja fyrr og réttar. Þegar þessar stað- reyndir eru túlkaðar, verður að hafa í huga, að af rannsóknum, sem gerðar eru á ungbörnum, er ekki unnt að ráða, hverjir andlegir hæfileikar þeirra verða síðar á æfinni. Við vitum, að stúlkur þroskast nokkuð örar likamlega en drengir á fyrstu árunum. Ef til vill eru stúlkur líka liðlegri í hreyfingum og hafa næmari skynjun fyrir um- hverfi sínu en drengir. En þess er þá líka að gæta, að þessi þroskahraði þarf ekkert að segja til um hin endanlegu and- legu mörk kynjanna. Þegar börnin byrja að ganga í skóla, læra stúlkur nokkuð fyrr að lesa og það eru fleiri drengir en stúlkur, sem eiga svo alvarleg vandamál við að stríða í lestri, að kalla þurfti til sérfræðinga. En mismunur- inn milli kynjanna á sumum sviðum málnotkunar byrja fljótt að hverfa. Á skólaárum er ekki sjáanlegur neinn stöðugur mis- munur orðaforða kynjanna og eftir 5. og 6. bekk barnaskóla virðast flestir drengir eins góð- ir í lestri og stúlkur. Stúlk- urnar halda hinsvegar áfram að skara fram úr í stafsetningu, greinarmerkjasetningu og setn ingaskipan. Þær eru einnig fær- ari um að skrifa lengri ritgerð- ir, þær geta á skömmum tíma fundið fleiri orð, sem hafa á- kveðin einkenni og þær geta sett fram lengri frásögn um myndir, sem þeim eru sýndar. Þetta bendir til þess, að sú gamalkunna staðhæfing, að kon ur tali meira en karlar eigi við nokbur rök að styðjast í grund vallaratriðum. Það segir hins- vegar ekki, að konur hafi yfir- burði á öllum sviðum málsmeð- ferðar En hvað um hæfileika á sviði stærfræði? Almennt er álitið, að karlar hafi yfir'leitt yfir- burði í þeim efnum Það kom því á óvart, þegar athugaðir voru niðurstöður af hinum nýju könnunum á stærðfræðihæfileik um skólanemenda, að á barna- skóla og miðskólaárum reynd- ist enginn áberandi munur á hæfileikum kynjanna. Að vísu má segja, að það sé ranghermi að tala um stærðfræðihæfileika á verulegum hluta þess skóla- tímabils. Sanni nær væri að segja, að á árunum frá sjö til ellefu eða tólf ára, væri um að ræða hæfni í meðferð talna. Á þessum árum eru einnig lögð fyrir börnin hin svokölluðu orða dæmi, til dæmis: hvað eru þrír menn lengi að vinna verk, sem sjö menn ljúka á hálfumþriðja degi. Stúlkur virðast jafn fær- ar og drengir um að leysa slík 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.