Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 4
V örðufell hið fagra fjall SkeiBa- æanna — var horfið bak við kolavarta atcúrafjóka — avo það var auðvitað að þar efra viðraði öðruvísi heldur en í sól.sltíninu hér niðri í Flóa. Og (þegar kom upp á móts við sj'álistæðis-vörð- una í Áishildarmýri dundi regnið yfir. Það var mikið regn, eins og það getur mest orðið í skúragangi á Suðurlandi í sumarbitum. Það streymdi úr loftinu svo örf. að manni fannst vegurinn hverfa og Volvóinn renna gegnum gisið vatn, sem niðaði og dundi yfir og undir og allt ’im kring. En þetta úr'h.eílli stóð að- eins skamma stund, svo skamma að hin laneþyrstu grös fengu ekki teygað nema lífið brot af því, sem þau befðu þurft til uð svala þorsta sínum eftir hina mörgu sólþurru daga í vor og sumar. MiKið var þetta regn samt dýrmætt fyr ir sprettuna. Hvert strá í túni, mýri og móa stóð í þessu steypibaði stolt í fögnuði síns unga lífs og strengdi þess heit að vaxa eins hátt upp í himininn og því væri unnt á sinni skömmu ævi. Þetjar við komum aftur út eftir kaff- ið hjá Kjartani á Ólafsvöllum höfðu hin þungu, svörtu tjöld regrusins verið dregin frá, svo að Vörðufell birtist aft- ur djarft og bratt á grænu sviði flatn- eskjunnar. Það er hreinasta nautn að vaða vott grasið og sjá tæra vatnsdrop- ana gJitra á hverju blaði í síðdegissól- inni. Hér er allsstaðar gras hvert sem liíið er og svo mun löngum hafa verið. Þc gat til beggja vona brugðið með hey skapinn. Mýrarnar spruttu illa í þurrka SJ’mrnm, hinsvegar fóru engjarnar í kaf í rosaiíð. Svo kom áveitan — Skeiða- áveitan — árið 1924, sem „varð mikil lyftistöng fyrir húskap Skeiðamanna, og efruðust þeir er stundir liðu fram, en áður voru Skeiðin heldur fátæk sveit.“ (Arb Ferðafél.) Og ekki hefur efnahag urinn versnað síðan. Hér er sannarlega búsældarlegt um að litast. Ber margt vitiu þess. Sjálfsagt mætti nefna margar tölur til að sanna heyskaparmagn jarð- anna, afurðagetu gripanna, framleiðslu- afköst búanna. En sleppum öllum köld um, þurrum tölum. Þeirra þarf efeki með. Það nægir að virða fyrir sér býlin í Císli Brynjólfsson: Á SKEIÐUM þessari blómlegu svelt — þétt byggð, víðn tvíbýli, aumstaðar þrfbýli, allisstað- ar stórbýli a.m.k. á okkar mælifevarða. Allar byggingar stórar og stæðilegar, máiaðar og snyrtilegar. Hinir háu vot- hevsturnar gnæfa yfir sléttuna eins og risahrókar á taflborði, Möðugímöld fyrir þúsundir heyhesta, fjós með mörgum tug um bása. Þannig ber þau fyrir sjónir peningshúsin á Skeiðunum og ekki gefa íbóðarhúsm þeim eftir enda þótt þeim verði hér ekfei nánar lýst. Hvergi standa býlin á Skeiðunum jafn þéft og í Ólafsvallalhverfinu. Það eru leifai frá gamla tímanum: prestssetrið, stórbýiið, með þess mörgu hjáleigum í kring, sem presturinn hafði leigur af sér til lífsuppeldis áður en hann tók laun- in úr sameiginlegum sjóði landsmanna. En þrátt fyrir þá breytingu, lögðuist hiáleigurnar eikki niður sem sjálfstæð- ar jarðir heldur hafa vaxið og dafnað, orðið góðbýli, að vísu eklki landstór en þó vel lífvænleg með góðri ræfet- un og hagstæðum skilyrðum til fram- leiðslu og markaðar. í Ó1 a fs vall ahve rfi nu eru nú 6 jarðir af 40 í sveitinni. Auk Ólafsvalla eru það. Vesturfeot, Minni-Ólafsve'Ilir, Bjöms kot, Norðurgarður og Andrésfjós, sem sjálfsagt eru kennd við Andrés postula, enda vax Ólafsvallakirkja honum helg- u& í kaþólsku. Sem dæmi um gripa- eign bændanna í iþessu hverfi má nefna að þar munu nú vera ca. 160 mjólkandi kýr. Aufe; þess vitanlega margt af geld- neytum, hrossum og sauðtfé. Án þess að fara út í sundurliðun á bústærðinni má geta þess, að á Ólafsvöllum sj'álfum munu vera 60 kýr mjólikandi. Hvort mun þá lelkfei Kjartan á Ólafsvöllum vera stærsti mjólfeurframleiðandi meðál landseta ríkisins? Ólafsvellir hafa jafnan verið mikil hey skaparjörð. Grasleysi9sumarið 1881 fékfe Helgi í Birtingarfholti slægjur hj'á sr. Stefám. Stephensen, sem þá hélt Ólafs- velli. Gaf prestur Helga leyfi til að senda einn mann til að slá einn dajg í svoköliuðum Krókum, sem eru mjög grasgeínar engjar £ landi Ólafiavalla. Þá var 1 Birtingaholti hinn nafnkunni sláttumaður Helgi Eyjólfsson frá Vælu- geiði í Flóa, seinna bóndi í Moshúsum á Miðnesi í Hvalsneshverfi, faðir Kjart ar.s sem þar bjó lengi. Helgi Eyjólfsson fór til sláttar á Ól- afsvaEaengjum fyrir nafna sinn ogþenn an eina dag sló hann á 40 hesta. Fannst presti nóg um og sendi Birtingaholts- bóndanum þau boð, að ekfei hafði hann lánað honum slægjur, ef hann hefði vit að. að hann mundi senda árann sjálfan í Ólafsvallaengjar. (ísl. sagnaþ. og þjó’ðs.) Þótt mangir prestar hafi setið á Ólafis vcllum og það sjálfsagt ýmsir merkir menn, sfeal hér aðeins tveggja getið — þó ekki fyrir kennimennsku eða prest- legar iðkanir heldur fyrir óvenjulega líkamskrafta. Annar þeirra, sr. Jósef I/oftsson, dóttursonur Odds biskups Ein arssonar, hélt brauðið 1639-1683. Munu ekki aðrir prestar hafa verið lengur á Ólafsvöllum. í Æviskrám er sagt að sr. JÓ3ef hafi verið „raddmaður ágætur, fullhugi, orðlagður kraftamiaður, ogvar það lengi kynlægt með sumum niðja bans“ Espolín telur sr. Jósef hafa haft „tveggia manna megn og þó gildra“, hafi hann, er hann var í sfeóla, borið steðjarn mikla í Skálhalti um smiðj- una, að víau með hvíldum, en steðji sá vóg tæplega 250 kr. Til að sýna þrek sitt, gerði sr Jósef það eitt sinn, að nauðsynjalausu, í gaddveðri, að vaða Hvítá við Vörðu- skrr. skamm't ofan við ferjustaðinn. Studdist klerkur við járnfcall enda var vatnsþunginn svo mikill, að hann hak- aði þar sem dýpst var. Prestur gekfe Andrésfjós. Vesturkot. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.