Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 11
Halldór Kr. Friðriksson. Guðmundur Finnbogason. Finnur Sigmundsson. Þorkell Jóhannesson. gögn úr fórum hans, er dótturbörn hans, Sigríður og Jón Bjarklind skrifstofu- stjóri, hafa ákveðið að færa Landsbóka- safni að gjöf. Handritasafn Landsbókasafns var 1962 flutt í hinn nýja handritasal safnsins á fyrstu hæð, þar sem áður var Nátt- úrugripasafnið. Aðstaða til var’ðveizlu og rannsókna handrita er þar hin bezta, og veit ég, að Finni Sigmundssyni var ekkert kærara um sína daga við safnið en sjá, hversu vel fór þar um þann hluta safnsins, er hann sýndi í verki, að hann mat um aðra fjársjóði þess fram. Þess er ekki kostur að skýra frá enn öðrum verkum, sem unnið er að í Landsbókasafni, en mönnum skal bent á yfirlitsgrein eftir Ólaf Pálmason um skrár Landsbókasafns, sem bift er í Árbók safnsins, er út kemur í dag, Ár- bók 1967, og prentuð er í Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar. Þar er einn- ig grein um Joris Carolus og íálands- kort hans eftir Harald Sigurðsson, en þau höfðu víðtæk áhrif á gerð íslands- korta allt fram á miðja 18. öld. ólafur F. Hjartar á í Arbókinni grein og tölulegt yfirlit um íslenzka bóka- útgáfu 1887—1966, er mörgum mun þykja fróðlegt að kynna sér.. Loks hef ég sjálfur birt í þessari Árbók grein um Sveinbjörn Egilsson og Carl Christian Rafn, samvinnu þeirra og órofa vináttu. Ég gat þess fyrr í þessu erindi, að Landsbókasafn Islands hygðist á þess- um tímamótum minnast Rafns með sér- stökum hætti, er nú skal lýst. Eins og mönnum er kunnugt, eru Dan- ir um þessar mundir að efla ungan há- sköla í Odense á Fjóni. Fyrir því hefur oss hugkvæmzt og það verið ákveðið, að Landsbókasafn íslarads færi í til- efni 150 ára afmælis síns Háskólabóka- safninu í Odense myndarlegt safn ís- lenzkra rita frá 19. og 20. öld, alls á 10. hundrað binda, að gjöf til minningar um Carl Christian Rafn, er fæddur var á Fjóni, frumkvæði hans að stofnun Stiftisbókasafns fslands árið 1818 og óbrigðulan stuðning við það, allt þar til er hann lézt 1864. Á sama hátt og Carl Christian Rafn safnaði á fyrri ö'ld fé og bókum og sendi Stiftisbókasafni fslands að gjöf, hafa nú nær 30 einstaklingar gefið Landsbókasafninu fé, er það hefur síðan varið til kaupa á ritum í umrædda bóka- gjöf, en þau hefur safnið að meiri hluta fengið frá íslenzkum bókaútgefendum með ríflegum afslætti. Þeim einstaklingum og útgefendum, er stutt hafa Landsbókasafnið í þessu skyni, flyt ég nú hjartanlegar þakkir, en nöfn þeirra verða birt fremst i prent- aðri skrá um bókagjöfina, er fylgja mun henni, og auk þess í Árbók Landsbóka- safns á næsta ári í skýrslu um starf- semina á yfirstandandi ári. Ég vil þó nefna þegar þann mann utan safnsins, er bezt hefur stutt oss í þessu máli, Birgi Kjaran. Vill þar ennfremur svo skemmtilega til, að Birg- ir er afkomandi Bjarna Þorsteinssonar (amtmanns), er áður er geitið og af ís- lendingum átti hve drýgstan þátt í því á sinni tíð að koma Stiftisbókasafni Is- 'lands á laggirnar. Afmælis Landsbókasafnsins erminnzt með ýmsu öðru móti á þessu ári. Vér höfum haldið í anddyri Safnahússins nokkrar sýningar, fyrst á íslenzkum bókmerkjum, þá á nokkrum hinna elztu erlendu bóka í safninu, í þriðja lagi sýningu á verkum Eggerts Ólafssonar í minningu 200. ártíðar hans 30. maí sl., og hina fjórðu á sýnishornum úr hinni miklu skákritagjöf Willards Fiskes. Þá var jafnframt prentuð Skrá um erlend skákrit í Landsbókasafni fslands, og var gjöf Fiskes þar skráð sérstaklega í dag opnum vér svo yfirlitssýningu, þar sem rifjaðir eru upp fáeinir þætt- ir úr sögu safnsins. Sú sýning stendur í dag í aðallestrarsal Landsbókasafns- ins og í anddyri Safnahússins, en verð- ur síðan öl'l höfð í anddyrinu næstu vikur. Vér ráðgerum að minnast með sýn- ingu í október 150 ára afmælis Jóns Thoroddsens, er fæddur var 5. október 1818. Lestina rekur svo í nóvember sýning á verkum Arngríms lærða í minningu fjögurra alda afmælis hans á þessu ári. Landsbókasafn hefur og átt nokkra hlutdeild í nýrri útgáfu Brevis com- mentarius de Islandia eftir Arngrím, er út kom í sumar á vegum Endurprents sf. sem annað bindið í flokkinum fs- lenzk rit í frumgerð. Önnumst vér í safninu val á ritum til þessarar útgáfu og sjáum um formálager'ð. Jakob Bene- diktsson ritaði, sem kunnugt er, for- mála fyrir útgáfu Brevis commeratari- us, en Ólafur Pálmason fyrir fyrsta bindinu, Nokkrum margfróðum sögu- þáttum, er út komu í fyrra. Loks hefur mér verið heimilað að skýra frá því, að póst- og símamá'la- stjórnin mun á þessu hausti gefa út tvö frímerki í tilefni af 150 ára afmæli Landsbókasafnsins. Eins og menn munu sjá, þegar þeir koma út í Safnahúsið á eftir, er nú í anddyrinu fengin aðstaða til sýningar- halds, þar verið rýmt ögn til og sýn- ingarborðum komið fyrir. Jafnframt hafa verið smíðuð ný og vönduð fatahengi og afgreiðsluborð í stað þeirra, sem fyr- ir foru, slitin og óhentug. Þá hefur and- dyri safnsins allt verið málað að nýju. Alþingi hefur á undanförnum árum veitt fé til endurbóta á Safnahúsinu, og færi ég því enn beztu þakkir fyrir. Ég gat þess fyrr, að trésmíðafélagið Völundur hefði annazt smíði Safnahúss- ins, bæði tré- og steinsmíði. I minningu þess hafa núverandi forráðamenn Völ- undar, þeir bræður Sveinn, Haraldur og Leifur Sveinssynir, látið smíða og fært safninu að gjöf nýjar og vandaðar innri hurðir í forstofu, en hinar gömlu voru orðnar signar og undnar. Fyrir þessa miklu vinsemd og höfðingskap flyt ég þeim bræðrum beztu þakkir. Fyrst ég er í þessu máli staddur í anddyri Safnahússins, ætla ég, meðan ég horfi eran aftur í tímann, svo sem mönnum er títt á afmælum, að líta snöggv ast inn á bókbandsstofu safnsins, sem þar er til hægri handar. Hún hefur ver- ið þar allt frá því er Landsbókasafnið fluttist í Safnahúsið. Runólfur Guðjóns- son veitti stofunni forstöðu til 1942, en þá tók Guðjón sonur hans við, en hann hefur unnið í bókbandsstofunni samtals 42 ár. Munu bækur safnsins og að nokkru handrit lengi búa að snjöllu handbragði þeirra feðga og annarra starfsmanna bókbandsstofunnar. Úr and- dyri vinstra megin er gengið inn í hina nýju viðgerðarstofu handrita, er tilbú- in var snemma á árinu 1965. Frú Vigdís Björnsdóttir veitir stofunni forstöðu, og hefur þar þegar verið hlynrat að ótrú- legum fjölda skjala og handrita í Þjóð- skjalasafni og Landsbókasafni, en stof- an er í umsjá þjóðskjalavarðar og ætl- unin, að hún þjóni einnig, þegar þar að kemur, Handritastofnun íslands. Kvenstúdentafélag fslands studdi frú Vigdísi í upphafi til náms og lét sér unnt um, að hún fengi aðstöðu til starfa, en Finnur Sigmundsson kom því máli síðan í höfn. Hann hafði þá einnig fyrir allmörgum árum aflað safninu nauðsyn- legra myndatökuvéla, og er sú þjón- usta, sem myndadeild Landsbókasafns nú veitir með enn bættum vélakosti, ekki lítill þáttur í starfsemi þess. Birgir Finnsson veitti myndadeildinni forstöðu nokkur ár, en frá því í des- ember 1966 Donald Ingólfsson ljósmynid- ari. Húsvörður Safnahússins var lengi fram an af Helgi Árnason, en síðan Harald- ur Pétursson frá 1936—1965, er við tók Pétur Haraldsson. Af eldri kynslóð bókavarða við Lands- bókasafn á þessari öld hafa enn ekki verið taldir Björn Bjarnason frá Vi'ð- firði, Jón Jónsson Aðils, Halldór Briem, Árni Pálsson, Bogi Ólafsson, Benedikt Sveinsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Vil- hjálmrur Þ. Gíslason, Einar Ólafur Sveins son og Guðbrandur Jónsson. En af þess- um mönnum var Hallgrímur Hallgríms- son lengst í þjónustu safnsins eða frá 1919 til dauðadags 13. desember 1945. En nú er víst tími til kominn að Framh. á bls. 14 Alþingishúsið í Reykjavík. 15. sept. ÍMS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.