Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 9
skynjaði hvíbt sólskinið og lognið gegnum svefninn. Það lá á klöppunum og trjánum í Skallagrímsgarði og haugnum, þar sem sagt er að Skallagrím- ur sé heygður. Einu sinni var Borgnesingur spurður um atvinnuvegi þar í þorpinu og hann svaraði á þá lund, að í Borgarnesi lifðu menn hver á öðrum. Þetta hef- ur verið í minnum haft, enda þótti þessi atvinnuvegur þeirra Borgnesinga merki'legur. Kannski var þetta þó ekki splunkuný uppgötvun í efna- hagslífinu; ætli menn hafi ekki alltaf lifað eibthvað hver á öðr um, bæði beint og í óeiginlegri merkingu. Borgnesingar eru auðvitað ekki undantekning. Þeir lifa að vísu mest á hérað- inu almennt. Borgarnes er mið- stöð verziunar og þjónustu fyr- ir gervallan Borgarfjörð en auk þess lifa Borgnesingar hver á öðrum eins og áður. Það sýnist gefast vel. Auk þess geta þeir glatt sig við heill- andi umhverfi. Bæjarstæðið er einstaklega fallegt, klapparhól ar, dældir á milli, en eyjar og sund úti fyrir. Og Borgnesing- ar hafa lagt það í metnað sinn, að plássið líti þokkalega út. Það er líkt með snyrtimennsk- una og sóðaskapinn, hvort tveggja er smitandi. Borgarnes líkist Akureyri að því leyti, að þar er lögð alúð við umhverf- ið. Garðarnir klipptir og kemd- ir. Sá sem kemur í Borgarnes til að leita þeirra gömlu og veðr- uðu bárujárnshúsa, sem ein- kenna mörg sjávarpláss, verð- ur fyrir nokkrum vonbrigðum. Fornminjar af því tagi eru ekki umtalsverðar í Borgarnesi. Enda er verzlunarstaðurinn ekki gamall. Það er ekki svip- að því sem sjá má á Eyrar- bakka og Stokkseyri til dæm- is, eða í Flatey á Breiðafirði. Þó er eitt hús fornlegt og kall- ar á athyglina, það er frammi á tanganum. Það byggði sá maður, sem hófst fyrstur handa um að reisa varanleg verzlun- arhús í Borgarnesi. Þessi braut ryðjandi hét Jón Jónsson, upp- runninn frá Ökrum á Mýrum, venjulega kallaður Akra-Jón. Húsið sem Akra-Jón byggði ár- ið 1877 stendur á fallegum stað og er enn í góðu ástandi að því er virðist. Einhver sagði mér, að Thor Jensen hafi um tíma búið í þessu húsi og sé Ólafur Thors fæddur þar. Ekki veit ég um sönnur á því. En hver eru ti'ldrög manna- byggðar á nesinu? Trúlega lendingarskilyrðin. Borgarnes varð löggiltur verzlunarstaður árið 1867. Aldarafmælið var haldið hátíðlegt í fyrra. Sagn- ir eru um að lausakaupmenn hafi löngum siglt þangað, því skÍDalagi er gott á Brák- arpoili. Þesskonar lausakaup- menn voru stundum kállaðir spekúlantar og þóttu viðsjár- verðir. En fyrsta hús, sem sög- ur fara af í Borgarnesi, reisti skozkur kaupmaður þar árið 1858. Hann ætlaði að sjóða þar niður lax. Þorvaldur. Thorodd- sen segir, að hann hafi haft gufubát til flutninga og hafi raunverulega verið sett gufu- vél í teinæring úr Borgarfirði. Húsið tók hann síðar og flutti upp til Grímsár. Enn liðu ár- in án umsvifa á nesinu. Átján árum síðar, árið 1876, reisti Englendingur íshúskofa úr torfi, auðvitað til að geyma í honum laxinn, sem hann veiddi í Borgarfjarðarám. Hann tjald- aði samt til einnar nætur og það var eins og áður segir Akra- Jón, sem reisti fyrsta varan- lega húsið í Borgarnesi. Akra- Jón 'lét líka reisa sölubúð og Kristleifur á Kroppi telur, að Óli norski, hálfkrypplingur hafi séð um smíðina. Þorsteinn Dalasýslumaður skrifar í ár- bók Ferðafélagsins 1953, að ár ið 1887 sé færður inn í kirkju- bækur fyrsti íbúi Borgarness: „Teitur ólafsson, fakitor, 25 ára“. Árið 1880 voru sex manns til heimilis í Borgarnesi og fjór- um árum seinna reisti Finnur kaupmaður Finsen verzlunar og íbúðarhús nálægt því, sem Kaupfélag Borgfirðinga stend- ur núna, hann hafði 10 manns í heimili. Þar með var föst byggð á nésinu orðin staðreynd. Ekki iukkaðist Akra-Jóni að verða kóngur í þessu plássi ti'l lang- frama, fé hans þraut og norsk- ur lýsiskaupmaður, sem Jón hafði verið í sambandi við, hirti hús hans og vörur upp í skuld- ir. Þannig er í fáum orðum að- dragandi að byggð í Borgar- nesi. Kauptúnið varð sérstakt hreppsfélag árið 1913 og á síð- ari timum hefur það orðið mið- stöð fyrir starfsemi Kaupfé- lags Borgfirðinga. Nú tína húsmæðurnar í Borgarnesi sín- ar dósir og flöskur niður í körfur í bjartri og vistlegri kjörbúð og tekjuafgangurinn sem átti að endurgreiða um hver áramót hefur sjálfsagt farið í að gera þetta svona mo- derne og fínt. Það er af sem áður var, þegar Þingeyingarn- ir Jakob Hálfdánarson og Bene dikt á Auðnum fóru fótgang- andi um langan veg norður á Húsavík til að skipa upp hveiti í sjálfboðavinnu. Þeir háðu heilagt stríð við kaupmanna- valdið og varð mikið ágengt. Síðan fór snjóboltinn að hlaða utan á sig. Nú skiptir enginn upp hveitinu í sjálfboðavinnu en krafan er kjörbúðir sem kosta mi'lljónir, jafnvel í smá- plássum. Sjálfsagt er þetta tím- anna tákn. Fyrir utan kaupfélagið hafa Borgnesingar ýmislegt fyrir sig að leggja, þar er mjólkurbú og sláturhús og samtals fimm tré- smiðjur. I Brákarey er þrifa- legasta bílaverkstæði á þess- ari breiddargráðu heimsins, allt málað í hólf og gólf og vant- air bara að viðgerðarmennirnir séu í hvítum sloppum og með silkihanska. Lík'lega mundi ó- hætt að setja þar inn hvaða kádiljálk, án þess að eiga á hættu að fá hann útataðan í smumingi að innan. Þetta kem- ur sér vel fyrir Borgnesinga, sem hafa dýran smekk fyrir bíla, þeirra kádiljálkiur er dýr- asta gerðin af Volvó, sem kost- ar fyrir 300 þúsund. Mér skildist á þeim sem ég ræddi við, að litlar sveiflur séu á tekjum og afkomu manna í Borgannesi. Borgarnes er eitt af fáum kauptúnum við sjó sem ekki byggir afkomu sína á sjáv arafla. Borgnesingar eru rót- grónir landkrabbar. Þeir hafa enga útgerð, flestir eru á föstu kaupi og fólk, sem hefur flutzt þangað er sammá'la um, að þar sé gott að búa. Að vísu gengur lífið líkt og í öðrum bæjum, þar sem íbúafjöldinn er ekki meiri en svo, að gott er að fylgjast með náunganum. Það verður eftirlætisviðfangsefni margra og Borgarnes er enn- þá ekki stærri bær en svo, að þar þekkjast allir. Eins og gjarnan tíðkast í plássum hafa sumir borgaranna hlotið viður- nefni og ganga undir þeim manna á milli. Sá siður hefur alltaf verið meira tíðkaður í smábæjum en til sveita og stærri kaupstöðum. Hann er hvimleiður fylgikvilli þorps- ins, þar sem menn þekkja á- virðingar, kosti og galla náung ans út í æsar og hafa dægra- styttingu af því að fylgjast með athöfnum hans. Sumir kunna því þó einstaklega vel; finnst að þorpið sé eins og ein fjöl- skylda og viðkunnanlegt að vita deili á náunganum í hverju einasta húsi. Þeir hugsa sér, að það sé liryllilegt að búa í þessum stóru sambýlis- húsum í Reykjavík og vita ekki einu sinni hvað nágrann- inn beint á móti heitir. Vita ekki einu sinni hvað hann hefur í sunnudagsmatinn, hvort hann fær sér í staupinu eða hvort hann iðkar evnhver afbrigðileg- heit, svo hægt væri að ve'lja honum smellið uppnefni. Þetta er þó ekki fremur tíðkað í Borgarnesi en öðrum smábæj- um. Eitthvað verður fólk a ð skemmta sér við, maður er manns gaman. En lífið í Borgannesi, líkt og í öðrum ís- lenzkum bæjum, gerist bak við veggi. Mannlifið liggur ekki á glámbekk á götum úti, það er ekki eins og í smábæjum Suð- urlanda, þar sem allir sitja sam- an yfir rauðvíni, þegar vinnu er lokið. Suðurlandamenn þríf- ast ekki einir sér. Torgin eða kráin er þeirra daglegi sam- komustaður; þar eru þeir miklu fremur en heima hjá sér. Og meðan karlarnir eru að ræða pó'litík af ákefð og hita, eru konurnar á gangi saman, svartklæddar og dálítið heim- óttalegar. Mikið er þetta ólíkt Islandi og íslenzkum bæjum. f Borgarnesi sést eins og víða Borgnesingar fjárfesta í steinsteypu svo um munar og byggja dýr hús og glæsileg. annarsstaðar, að hendi er brugðið að gluggatjaldi og for- vitið auga gefur ókunnugum vegfaranda gætur. Þeir sem kunnugir eru segja, að það sé gott fólk í Borgar- nesi. Þar hafa fram til þessa hvorki skáld né listamenn bú- ið að heitið geti, aðeins venju- legt dagfarsprútt og ráðd^ld- arsamt fólk, sem les dagblöð- in, h'lustar á útvarp og vinnur til þess að lifa og geta fjár- fest í steinsteypu og ef til vill Framh. á bls. 12 Borgarnes teygir sig inn með voginum í áttina að Borg. Nýr kirkjugarður er fremst á mynd- inni. Ungir Borgnesingar róla sér á gæzluveili. 15. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.