Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði Altnordische Rechtswörter. Philo- logisohe Studien zur Rechtsauffassung und Rechtsgesinnung der Germanen. Klaus von See. (Hermaea: Germanist- ischen Forschungen. Neue Folge. Band 16.) Max Niemeyer Verlag Tubingen 1964. DM 26,- Lausnir skákdæmanna: Nr. 1. 1. R — d6. KxR. 2. c8 riddari mátar. Nr. 2. 1. H— e3. K— d5. 2. R — b6. K — d4. 3. R — c2 mát. 2. Sv. K — c6 3. H — e6 mát. NR. 3. 1. 0-0-0 (Hvítur hrókfærir) Framhald augljóst. Nr. 4. 1. B — c3. BxB. 2. H — gl. (biskup mátar) K — g3 2. H — fl. 1. B. — e 5 2. BxB. e2 (eini leikur svarts) 3. H — b3 mát. Nr. 5. Mát í 5. leik. Lausn: B — e4 . Höfundur tekur sér fyrir hendur að rannsaka lagamál og réttarhugtök norr- ænna þjóða á miðöldum og þar með uppruna þess og réttarfarslegar hug- myndir þeirra tíma annarsstaðar, og for sendur þessa máls meðal Forngermana. Lögin eru bizta heimildin um samfélög- in og lengi hefur verið álitið að norr- æn lög miðalda eigi forsendur sínar í forngermönskum trúarbrögðum og sam félagsháttum og því sé þáttur heiðinna trúarbragða í mótun laganna mjög mik- ill. Höfundur hafnar þessum skoðun- um, sem hann telur mótaðar af 19. ald- ar hugmyndum um germanskan rétt og rannsakar ýmis réttarhugtök sem hann rekur til rómverskra hugmynda, þótt hann jafnframt hafni ýms- um eldri skýringum á rómversk- um uppruna annarra hugtaka. — Höfundur telur að sá norræni réttur sem við þekkjum, sé uppkominn um það leyti, sem hin forna samfélagsskip- un norrænna manna sé að leysast upp og ekki sé um neinn sameiginlegan ger- manskan rétt að ræða, réttarhugmynd- ir séu miðaðar við einstakiinginn og sýna þar með lausn einstaklingsins úr viðjum ættasamfélagsins. Þetta er eftir- tektarvert rit og er eitt þeirra, sem los- ar um hinar hefðbundnu rómantísku hugmyndir 19. aldar germanista um mót un laga norrænna þjóða á miðöldum. Ritið er VIII, 263 blaðsíður. Early Higland I’eopJes of Anatolia. Seton Lloyd. Library of the Early Civ- ilizations ed. by Stuart Piggott. Tham- es and Hudson 1967. 15.- Anatolía spannar það landsvæði, sem nú nefnist Tyrkland, þ.e. sá hluti þess sem er í Asíu. Miklar fornleifarann- sóknir hafa farið fram á þessu svæði undanfarin ár og áratugi og hafa þær breytt mjög skoðunum manna á menn- ingarsögulegri þýðingu þeirra þjóða, sem byggðu svæðið í fyrnsku. Sumar þessar þjóðir voru þekktar áður, Hitt- ítar, Hurrítar og Urartítar, aðrar voru iiuldar undir sverði, þar til nú, að þær koma fram í dagsljósið sem Ahhiyavan- ar og Arzavanar. Saga þessara þjóða er rakin í þessu riti frá því snemma á bronsöld og fram á áttundu öld fyrir Krist. Saga þeirra er skýrð með ágæt- um myndum, byggingar, skartgripir og verkfæri hafa veiið grafin úr jörð eða hreinsuð af skúmi aldanna og birtast nú í myndum á síðum þessarar bókar. Þessi bókaflokkur er helgaður fornum menningartímabilum og eru hinar ýmsu bækur ritaðar af fræðimönnum í forn- minjafræði og sagnfræði. Litprentun mynda hefur í seinni tíð tekið miklum framförum og fyrir tveimur áratugum hefði slík bók sem þessi kostað tölu- vert fé, auk þess sem venjuleg mynd- prentun var þá mun dýrari heldur en nú. Hóf er á litastyrkleika í litprent- uðu myndunum, og er það mikill kost- ur. NÝJAR DAISISKAR BÆKUR Julius Bomholt: Guds Knægt. Roman om Knud den Hellige og hans tid. Kbh. 1966. — Midt í Riget. Kbh. 1967. Fremad. Julius Bomholt, fyrrverandi ráðherra og formaður danska þjóðþingsins, fram að kosningunum í janúar, gaf haustið 1966 út fyrstu bók í skáldsagna- flokki um eitt merkilegasta tímabil í sögu Danmerkur, stjórnartíma Knúts helga (1080—86). Nefnist bókin „Guds Knægt“, og framhaldið, sem kom út í haust, „Midt í Riget“. Á þessu tímabili, sem hér er fjallað um, brast hinn danski víkingadraumur um að safna löndunum báðun megin við Englandshaf í eitt ríki. 1085 safnar konungur flota í Líma- fjörð og ætlar að endurvinna England, sem hálfri öld áður var undir yfirráð- um danska konungsins. En flotinn siglir nldrei. Tilraunin mistekst vegna innan- i-íkisdeilna í Danmörku, valdabaráttunn ar milli konungs, kirkju og bænda, sem á þessum árum mótar ríkið inn á við. Bomholt teiknar með konung sem mið- oepil breiða mynd af Danmörku á þess- um örlagaárum. Aðaláherzlan er á per- sónulýsingunni og sérstaklega þróun konungsins í innri og ytri baráttu. Eva Hemmer Hansen: Camelot Kbh. 1966. Fremad. Það er umhugsunar vert, að sósíal- demókratisk skáld í Danmörku virðast kjósa heldur löngu liðnar aldir en vandamál nútímaþjóðfélagsins í skáld- sagnaefni. Skáldkonan Eva Hemmer Hansen, borgarfulltrúi sósíaldemókrata i Árósum, hefur áður skrifað gaman- sögur um hetjur í hinu fornu Grikk- landi, og sækir í nýjustu skáldsögu sinni viðfangsefnið í hinn fransk—enska sagnabálk um Arthur konung og ridd- ara hans. Að vísu hafa bækur hennar mjög tímaibær markmið, og ekki sízt þessi bók. Hún hefur undirtitilinn „Saga um menn“, en reyndar er söguhetjan drottn ingin, sem er fulltrúi nýtízkulegs sið- ferðis og heiðinnar skynsemi gagnvart kvíða og þröngsýni mannanna, heimsku þeirra og ruddaskap. Yerst fer skáld- konan með hinn fræga Arthur sjálfan. Hetjukonungurinn verður hér aumur meinlætamaður, kúgaður af kristinni sektarmeðvitund. — Þetta er sem sé góð og gild kvenréttindalýsinig af manníélaginu. Oft er hún skemmtileg, en manni finnst kannski, að háði og hnýfilyrðum í garð karlmanna sé stund um dálítið ofaukið. P.M.S. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.