Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 10
Císli Sigurösson, USTRÆNUSTU DÆMIN ERUMEÐ FÁUM MÖNNUM Stutt samtal við Ragnar Halldórsson, skákdœma- hötund og bónda að Kirkjubrú á Álftanesi Ragnar Halldórsson á Kirkjubrú. Bóndinn heitir Ragnar Halldórsson og bærinn Kirkjubrú: Það er á Álftanesi. Þaðan að sjá er fjallahringurinn víður og fagur, Bessastaði ber í Esjuna. Þetta var í maí og þó var varla sauðkropp í hlaðvarpanum á Kirkjubrú en ærnar stóðu þar samt með lömbin sín nýfædd, venjulegar ær, og vel framgengnar. Hlið grindin og dráttarvélin á hlaðinu voru líka gamlir kunningjar, en annars býr Ragnar einkum með hænsni, venjulegar hænur, sem verpa venjulegum eggjum. En það var ekki eingöngu þessvegna að ég hafði gert mér ferð þangað suður eftir, heldiur hafði ég heyrt að Ragnar lumaði á merkilegu og sjaldgæfu frí- stundadútli. Sumir munu halda því fram að það sé skapandi list og þó flokkast það hvorki undir tónlist, leiklist, mynd- list né bókmenntir. Ragnar Halldórsson, bóndinn á Kirkju brú, er nefnilega skákdæmahöfundur. Þeir sem sjá Lesbók Morgunblaðsins að staðaldri ættu að hafa einhverja hug- mynd um þau fyrirbrigði sem skák- dæmi nefnast: þesskonar dæmi eða þrautir birtast öðru hvoru í skákþætti blaðsins. En við höfum fallið í sömu gryfjuna og allir aðrir í þessu landi eftir því sem Ragnar segir: Við höfum birt þessi skákdæmi án þess að geta um höfund og raunar tekið þau eftir heim- ildum, þar sem höfundar var ekki getið, en það telur Ragnar mikla ósvinnu og vafalaust er það rétt. Við Ragnar settumst við lítið borð: þar stpð uppi tafl og á borðinu lá tíma- rit: Stella Polaris — blað skákdæma- höfunda á Norðurlöndum. — Er nokkur vandi að búa til skák- dæmi, spurði ég. Þarf nokkuð annað en að kunna mannganginn tíl þess? — Fyrst þú ert nú kominn hingað alla leið út á Álftanes, þá er bezt að ég leiði þig í allan sannleikann. I fáum orðum sagt: Það er mikil'kúnst að búa til gott skákdæmi, en skákdæmi eru auð vitað afskaplega misgóð. Það er sérgáfa sem til þess þarf. — En eru menn ekki þeim mun betri að búa til skákdæmi, sem þeir erusnjall ari í skák? — Nei, ekki þarf það að vera. Það gerist sjaldan að skáksnillingar búi til góð skákdæmi. Og snjallir skákdæma- höfundar eru sjaldnast góðir í tefldri skák. Þetta eru tvær nokkuð ólíkar hlið ar á skákinni. Stíll skákdæma er til dæmis. mjög margþættur. Þar er byggt á margskonar stefum. Sumir leitast við að setja saman þung dæmi, alveg eins og sum skáld yrkja þung ljóð. Skák- dæmi eru að sjálfsögðu hugverk, en það er alveg makalaust, að hér eru skák- dæmi birt og höfundarins aldrei getið fremur en hann væri ekki til, — Er ekki misjafnt hvað margir tafl- menn eru notaðir í skákdæmi? — Jú, það er hægt að búa til dæmi með örfáum mönnum og þannig eru list- rænustu dæmin uppbyggð. En svo er líka hægt að nota heilan herskara. — En eru þá skákdæmin þeim mun þyngri, sem mennirnir eru fleiri? — Nei, ekki þarf það endilega að vera svo. Sum þyngstu dæmin eru ein- mitt þannig, að fáir menn eru á borði. — Hver er þá grundvöllurinn í skák dæmi, ef svo mætti segja? — Jú, það liggur alveg ljóst fyrir. Grundvöllurinn í skákdæmi er þannig, að aðeins einn leikur kermur til greina i upphafinu hjá hvítum. Það er kallaður lausnarleikur. Að þeim leik loknum geta komið til greina geysilega margar leið- ir- Það þykir ekki gott, ef um tvær byrjunarleiðir er að ræða í skákdæmi. Danir kalla, að þá sé dæmið „bilöseligt". Það er auðvitað miklu minni vandi að búa til skákdæmi með fleiri en einum lausnarleik og án þess að því ljúki með hreinu máti. — Hvað áttu við með hreinu máti? — Hreint mát er það kallað, þegar enginn reitur er mátaður nema af ein- um manni. Og hreint mát verður frekar til, þegar fáir menn eru notaðir í skák- dæmi. — Er langt síðan þú byrjaðir að glíma við skákdæmin? —Eg er búinn að kljást við þau hátt í þrjá áratugi. Ég byrjaði í Vestmanna- eyjiyn 1940. Þá var ég 25 ára, og kýnnt- ist þar Sigurbirni Sveinssyni rithöfundi, sem gaf út Bernskuna. Hann var lista- maður í eðli sínu, hrifnæmur og ein- lægur, en sérkennilegur að innræti og raunar einnig að útliti. Hann minnti dá- lítið á H.C. Andersen. Sigurbjörn var líka músikalskur: hann lék á gítar og bjó til lög. í tefldri skák var hann ekki sterkur en hann byrjaði fyrstur manna hér að búa til skákdæmi. Ég hygg, að það liggi eftir hann um 40 skákdæmi og sum eru prýðisgóð. Ég um- gekkst hann talsvert í Vestmannaeyjum og hann bað mig alltaf að koma til sín klukkan sex á mínútunni. Þá var hann venjulega staddur í kompu afsíðis og ræskti sig til þess að láta mig vita af sér. Svo sagði hann: „Ertu kominn til að skoða“. Ég kvað svo vera. Síðan fór- um við yfir nýjustu skákdæmin hans og Sigurbjörn hafði yndi af þessu. Þessi skákdæmi hans eru víst til hjá frænda hans í Eyjum, og hann mun eiga þau. Það er ekki vanzalaust að ekkert skuli hafa verið gert með þau. Þessi skákdæmi Sigurbjörns munu flest vera óbirt og þau eru merkilega góð: þau eru yfirleitt létt og falleg og henta vel byrjendum. — Eru viðurkenndir skákdæmasnill- ingar til í heiminum á sama hátt og maistarar I tefldri skák? •— Já, vissulega, og það eru haldin mót eða þing, þar sem skákdæmahöf- undar úr öllum heiminum koma saman. Svo eru gefin út blöð, til dæmis þetta á Norðurlöndum: Stella Polaris. Þarna eru ný skákdæmi eftir Norðurlandamenn og það er merkilegt, hvað þeir sem sökkva sér niður í þetta, þekkja dæmin. Skákdæmi er ekki viðurkennt ef það er augljóslega mjög líkt einhverju, sem áður hefur fram komið. En listrænustu og skemmtilegustu dæmin eru þannig, að þau koma á óvart. Lausnarleikurinn er þá gjarnan þannig, að venjulegum skák manni, eða þeim sem ekki er vanur að fást við skákdæmi, mundi sízt af öllu detta hann í hug. En þó er það eini leikurinn sem kemur til greina til að leysa dæmið í ákveðnum leikjafjölda. — Er algengt að skákdæmi sé leyst í mjög fáum leikjum? — Já, algengast eru þriggja leikja dæmi, en eftir því s:m leikirnir verða fleiri verður dæmið erfiðara. Þriggja leikja dæmi er til dæmis ótrúlega mikið erfiðara en tveggja leikja dæmi. Ská’k- dæmi geta annars verið allt upp í 100 leiki, en þau eru bara fyrir algerlega brjálaða menn. — Hefurðu sent skákdæmi til birting ar eríendis? — Já, samtals hef ég sent út 10 dæmi og fengið 8 birt. Eftir því sem ég bezt veit, fást mjög fáir við þetta hérna og kannski er ég sá eini, sem hef fengið birt skákdæmi erlendis. Þessi dæmi mín hafa öll birzt í Politiken í Kaupmanna- höfn og þá er alltaf getið um, að dæmið sé „original", sem merkir að það hafi ekki birzt áður. — En hversu mörgum dæmum hef- urðu annars komið saman? — Ég hef gert 50-100 dæmi, en ég er ekki ánægður með eitt einasta þeirra- — Getur það tekið langan tíma að koma saman dæmi? — Já, stundum hef ég verið mjög lengi að því. Það gæti vel tekið 20-30 klukkustundir, eða ef maður ynni við það fimm daga í röð frá kl 7 á kvöldi og talsvert fram á nótt. — Og hversu oft seztu niður við þetta eftirlætishugðarefni þitt? — Ef vel liggur á mér þá föndra ég við skákdæmi á hverjum degi. — Væri kannske hægt að fá nokkur skákdæmi eftir þig til birtingar? — Því ekki það. Fyrsta skákdæmi mitt varð tii 1941 í Vestmannaeyjum, vegna áhrifa frá Sigurbirni SveinssynL Auðvitað er það ekki merkilegt og van- ur skákdæmamaður sér lausnina á auga bragði. Þetta varð þó nógu góð byrj- un fyrir Sigurbjörn, því hann spratt upp úr stólnum, hneigði sig með lotn- ingu og hrópaði: „þú hefur meðtekið andann“! En bætti svo við, eins og ávallt síðan, er ég kom með nýtt dæmi til hans: „Er þá ekki gat á því?!“ það reyndist ekki „gat á því“ og Sigurbjörn vígði mig við hátíðlega athöfn, með tilheyr- andi handapati og hneigingum sem verð andi skákdæmahöfund! Það kom mér skemmtilega á óvart, hvað þetta litla dæmi þvældist fyrir ýmsum, sem annars kunnu vel mann- ganginn og sumir meira og það upp- örvaði mig að halda áfram, annað mál er svo það, að þetta dæmi vefst ekki fyrir öðrum en þeim, sem óvanir eru skákdæmum. Þetta er byrjendaverk og verður að skoðast í því ljósi. 1. Hvítur mátar í öðrum leik: * b c d « f g ti f 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.