Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 3
Siglaugur Brynleifsson: 2. hluti UIMDAIMFAFH IMÚTIMA LJOÐUSTAR Baudelaire The everlasting universe of things Flows trouglh the mind, and rO'lls its rapid waves, Now dark — now glittering — now reflecting gloom — Now lending splendour, wihere from secretsprings. Th.e source of human tihought its tribute brings Of waters, — with a sound but half its own. Náttúran er lifandi og maðurinn get- ur steypt sér í hið stöðuga flóð hennar og er hluti þess, þó ekki alltaf með- vitað. Maður og náttúra og umhverfi verða eitt í voldugum straumi eilífrar hringrásar. Þessi samrunakennd manns- ins við náttúruna er eitt aðaleinkenni stefnunnar. Allt sem hefti Shelley, dró hann frá því að leita „heim“ í þá hugar heima, sem hann byggði, var honum andstyggilegt, erfðavenjur, lög konung ar, kirkja. Hann var fæddur uppreisn- armaður og leitaði sér fróunar í and- stæðu allra hafta, sem voru ekki leng- ur bundnar róttækum skoðunum frá frönsku stj órnarbyItingunni, heldur yf- irfærðar á yfirskilvitlegt svið náttúru- dýrkunar. Mikið af ljóðum Shelleys eru því marki brennd að vera ofspennt, mis ræmi milli eigin reynslu og skynjunar og tjáningar þess í ljóði. Hrikaieg fjöll, gljúfur, úthafið, himingeimurinn, eldingar, stormar og loftandar sveima um í þessum ljóðum, náttúrukraftarnir ráða sviðinu. En stundum tekst honum að hemja þessi öfl og tjá þau í nokkr- um lýrískustu ljóðum enskrar tungu: Away, the moor is dark beneath fche moon, Rapid clouds have dranik the last pale beam of even. f síðustu ljóðum hans nær hann hæst og þar bryddir á óihugnaði og dýrkun dauða og eyðingar, einhver dimm djúp undirvitundar hans virðast tjá sig í þess um ljóðum hans, og þau brjótast út eem eyðingar og dauðaþrá. Hugsjón hans leysist upp og neikvæði hennar nær tölkum á honum: The awful shadow of some unseen Power Floats, though unseen, among us. Beztu ljóð Shelleys eru orkt á Ítalíu, The West Wind, The Skylark, Hymn of Pan og fleiri náttúruljóð eru þaðan. í allra siðustu ljóðum Shelleys kveður við daprari tón eð áður: O world, O.life, O time, On whose last steps I climb. Trembling at that where I had stood before: When will return the glory of your prime? No more — Oh, never more! Náttúrudýrkun Shelleys var meiri heldur en flestra annara rómantíkera, Afstaða þeirra flestra til náttúrunnar er að vissu leyti trúarleg. Shelley talar við vestanvindinn og óskar sér: If I were a swift cloud to fly with fchee; A wave to pant beneath thy power, and share The impulse of thy strength, only less free Than tihou, O uncontrollable. . . . og Hölderlin yrkir: . . . o dorthin nehmt mich Purpurne Wolken, und möge droben In Licht und Luft zerrinnen mir Liebe und Leid. Einkenni rómantíkurinnar voru sam- þjóðleg. Hölderlin segir að orðin verði að spretta sem blóm „Wie Blumen ent- stehn“. Stefnt var að því að samtengja listina náttúrunni, tungan skyldi vera raunveruieikinn, orðið, táknið og goð- sagan. Sú skoðun verður ríkjandi meðal þýzkra rómantíkera, að ljóðið geti ver- ið tjáning hins æðsta sannleika, sem sé hin lifandi náttúru, sem tjiáiist í tákn- máli og goðsögiu. Goefche, sem sumir höf undar vilja ekki telja nema að nokkru leyti rómantíiker, ber öll einkenni róm- antíkurinnar í verkum sínum Hann iít- ur á málið sem tjáningarform tákna og hugmynda, hann er symbólisti og goð sagan eða mýtan er þungamiðja allra helztu verka hans. Hann gerir tilraun til þe,ss að búa tii nýjar goðsögur eins og i öðrum hluta Faust, þar sem hann ber fram móðurmýtuna. 1812 skrif ar hann, að inntak lífs síns sé, „að sjá guð í náttúrunni og náttúruna í guði“. Faust er verk rómantíkera, einkum þó seinni hlutinn, þar örlar á einkenn- um, sem má flokka tii dulskynjana og sýna sem verða aðeins skildar með goð- sögulegum skilningi, á táknmáli goðsög unnar. Þýzka rómantíkin gegnsýrði allt and legt líf Þjóðverja og náði hæst í ljóð- list og hljómlist. Áhrif stefnunnar urðu víðtækari og ristu þar dýpra en víða annarsstaðar, en ástæðan var sú, að áhrif skynsemisstefnunnar þar í landi voru minni og stóðu skemur heldur en víðast hvar annars staðar. Iðnbyltingar innar gæti þar síðar og þjóðerniskennd in varð virkari þar, vegna baráttunnar gegn Napóleon og frönskum áhrifum. Skáldin sjálf voru mörg úr tengslum við eigin stétt og því óbundnari og fær- ari til þess að skapa bókmenntir fjarri dægurþrasi og raunveruleika. Því er oft haldið fram að rómantíkin sé upprunn- in með Þjóðverjum, en því fer fjarri, fyrsti vísirinn sprettur upp í Englandi og aðstæðurnar verða síðan til þess að efla stefnuna mjög á Þýzkalandi. Áhrif þýzkra rómantíkera verða síðar mikil, án þess þó að verða altæk. Heine var sá þýzkra skálda, sem hafði hvað mest áhrif erlendis. Hann var í fyrstu róman tíker en 1833 snýr hann að nokkru baki við fyrri átrúnaði með „Die roman ische Schule“. Hann afsegir þar alla dul speki, miðaldadýrkun, draumóra og þýzka þjóðernishyggju. „Buch der Lie der“ kom út 1827 og hefur ekkert þýzkt skáld orðið jafn vinsæit utan heima- landsins og hann. Honum tókst öllum öðrum fremur að ná anda þjóðkvæð- anna í ljóðum sínum, lipúrð og einfald leiki ásamt hæfiileg'um skammti af gam- ansemi einkenna mörg þessara kvæða hans. Tilfinningar hans náðu ekki að sigfa gáfuf hans, hann var einum of gagnrýninn á sjálfan sig til þess að geta lifað í rómantískum draumórum. Hann hæddi jafnt þýzka og franska róm antíkera og varð aldrei leiður á að skopast að Hugo, sem var einn af leið- togum franskra rómantíkera. Þegar Napóleonsstyrjöldunum lýkur, hneigjast þýzkir róma'n'tíkerar tdl íheldni í þjóðfélagsmálum,, og það sama gerist á Frakklandi, þar til upp úr 1820 Þá skipast veður í lofti. Á Frakklandi var líkast sam fólk væri langþreytt eftir hamsleysi frönsku stjórnairbylting arinnar og Napóleonsstyrjaldanna. Endurreisn konungsvalds Búrbóna ætt- arinnar var tekið með áhugaleysi og af- skiptaleysi af öllum þorra frönsku þjóð arinnar, hugsjónaeldur byltingarmanna var kulnaður og efnalhagsleg framvinda iðnbyltingarinnar var að hefjast. Borg- arastéttin efldist að auði og völdum og jafnframt óx sá fjöldi, sem varð að þola þá nýju tegund volæðis og fátæktar sem fylgdi vaxandi verksmiðjiuiðnaði í Frak'klandi. Rómantíkerarnir frönsku voru í fyrstu einkum afsprengi gömlu yfirstéttarinnar, sem misst hafði vöidin í frönku stjórna'Fbyltingunni. Ohateau- briand. Frú de Staél, Lamartine og de Vigny voru frumkyöðlar rómantíkur- innar í Frakklandi og þau voru öll meira og minna tengd hinni gömlu yfir- stétt. Þau ásamt Sénancour, sem minnir um margt á Wordsworfch, litu á náttúr- una, sem uppsprettu og lífræna heild anda gædda. Þessi skáld voru íheldin fyi'st í stað, eins og áður segir, tíminn sem þau lifðu var ekki þeirra tími og nríaðan tjáningarfrelsi þeirra vár ekki takmarkað voru þeir ásáttir með ríkj- andi stjórnarfar. Frelsið var þeim sama og lífsloftið og þegar Karl x hóf hina fáránlegu aðgerðir sínar til þess að festa völd sín með því að þrengja tján- ingarfrelsi og rýra stjórnmálafrelsi, þá breytist afstaða rómantíkeranna. Þótt þeir hefðu ömun á þeirrar tíðar þjóð- félagi og dáðu liðna daga, þá þoldu þsir ekki að einstaklingshyggja þeirra yrði hamin, þótt tilraunin til þess væri gerð af öflum, sem vildu færa alit til baka, til þeirra tíma, sem róman- tíkerarnir dáðu, en þeir tímar voru alls ekki merktir einstaklingshyggju heldur alhyggju kirkju og konungsveldis af guðsnáð. Afstaða hinna rómantísku ari- stókrata til stjórnmála samtímans var sprottin af draumórum um útópírma og hömlulaus einstaklingshyggja þeirra í heimi andans varð ekki skilin af sam- tíð þeirra, svo nokkru næmi, þótt hún ætti sér hliðstæðu þegar klemur fram á miðja 19. öld í efnahagsstefnu þess tíma. Skömmu fyrir júlíbyltinguna 1830 breyttist afstaða rómantikeranna. Nýir menn hafa þá bætzt í þeirra hóp. Victór Hugo, Gautier, Dumas og foru-stan hefur færzt í hendur Gautier og Hugo. Þess- ir menn átta sig fljótlega á því, að efnaðir borgarar voru helztu stuðning menn stjórnar Karls x og stuðningur þsirra við stjórnina var henni mun þýð ingarmeiri heldur en stuðningur gamia aðalsins, sem var meira og minna fjár- vana eftir eignaupptökuna á byltingar- árunum.Andúð rómantíkeranna á borg- arastéttinni hefst á árunum 1820-30 og verður síðar meðal arftaka þeirra að kennisetningu. Borgarastéttin markaði alla pólitísk og efnahagslega sögu 19. aldar, hún eflist með stórauknum iðnaði og við- skiptum. Fólki fjölgar stórllega og auk- in þörf kemur upp fyrir aukið læsi Olav H. Hauge Svartir krossar Svartir krossar í hvítum snjó í regni og rökkri grúfa. Hingað komu þeir dauðu yfir klungur og mó með krossa á herðum og lögðu þá frá sér. Þeir leituðu að ró. Leiðið er klakaþúfa. Guðmimdur Arntfinnsson þýddi. 1. júní 1988 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.