Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 8
Horft um öxl Jón Hnefill AÖalsteinsson: HRAFNKOTLU ÚTGÁFAN 1942 AÐDRAGAMDI OG EFTIRMÁL Toikning Gunnlaugs Schevings af Hrafnkeli Freysgoða á vaðásnum var í hluta upplagsins af útgáfunni 1942. Dr. Halldór Laxness Síðsumars 1942 kom á markað í Reykjavík ný útgáfa af Hrafnkels sögu Freysgoða. Á titilblaði útgáf- unnar stendur: Hrafnkatla. Halldór Kiljan Laxness gaf út með lögboð- inni stafsetningu íslenzka ríkisins. Reykjavík 1942. Ragnar Jónsson, Stefán Ögmundsson. Nokkrum dögum eftir útkomu Hrafnkötlu, 17. september 1942, birt- ist í Morgunblaðinu frétt með yfir- skriftinni: Málshöfðun gegn útgef- endum „Hrafnkötlu“. Fréttin var á þessa leið: „Dómsmálaráðuneytið hefir fyrirskip- að sakadómaranum í Reykjavík að höfða mál á hendur útgef.endum „Hrafnkötlu“ fyrir brot á lögum, sem sett voru á þinginu 1941 um útgáfu fornritanna. Útgefendur „Hrafnkötlu" eru Hall- dór Kiljan Laxness rithöfundur, Ragn- ar Jónsson forstjóri og Stefán Ögmunds son prentari.“ Málghöfðunin vegna útgáfu Hrafn- kötlu var byggð á því, sem þegar hefur verið rakið um útgáfuna. Meint lagaibrot útgefenda var í því fólgið, að þeir höfðu gefið söguna út með lögboðinni staf- setningu íslenzka ríkisins. Lög höfðu verið sett á Alþingi tæpu ári fyrr og er til þeirra vitnað í formála Halldórs Laxness á þessa leið: „Hrafnkatla er hér með örfáum undan- tekningum prentuð samkvæmt hinni sígildu útgáfu Konróðs Gíslasonar, Kaupmannahöfn 1847, og færð til lög- boðinnar stafsetningar íslenzka ríkisins í sérstakri minningu um stjórnarskrár- brot það, sem þjóðlífi íslendinga tókst að fá alþingi til að drýgja í fyrra með setningu skoplaga þeirra gegn prentfrelsi á fslandi, þar sem íslend- ingum var gert að skyldu að nota danska nít j ándualdarstaf setningu kennda við Wimmer, á íslenzkum forn- ritum.“ Lögin sér hér er að vikið, eru lög nr. 127, 9. desember 1941 um viðauka við lög nr. 13, 20. október 1905 um rithöfundarétt og prentrétt. Þau eru þannig: 1. gr. Þó að 50 ár eða meira séu liðin frá dauða rithöfundar, má ekki birta rit hans breytt að efni, meðferð eða málblæ, ef breytingunum er svo háttað, að menning eða tunga þjóðarinnar bíði tjón af. Eigi má heldur sleppa kafla úr riti, nema þess sé greinilega getið í út- gáfunni. 2. gr. Hið íslenzka ríki hefur eitt rétt til þess að gefa út íslenzk rit, sem samin eru fyrir 1400. Þó getur ráðu- neyti það, sem fer með kennslumál, veit öðrum leyfi til slíkrar útgáfu, og má binda leyfið því skilyrði, að fylgt sé samræmdri stafsetningu fornri. — Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar hef ur Hið íslenzka fornritafélag heimild til útgáfu fornrita. 3. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektiun 100-10000 króna, og óheimil rit skulu gerð upptæk, nema brot sé smá- vægilegt. 4. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið gætir þess, að lögum þessum sé fram- fylgt. Með mál út af broti á lögum þess- um skal fara sem almenn lögreglumál. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað, og taka fyrirmæli þeirra til allra rita, sem út verða gefin eftir gildis- töku þeirra. Lög þessi voru samþykkt á auka- þinginu haustið 1941. Frv. að lögunum var lagt fram 4. nóv., flutt af menntm. Nd. samkvæmt beiðni dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Framsögumaður af hálfu nefndarinnar var Bjarni Bjarna- son. f framsöguræðu sinni við 1. umr. 10. nóv. sagði hann m.a.: „Tilefni þess, að dóms og kirkjumála ráðuneytið hefur beðið menntmn. að jl p fflytja þetta frv. mun vera það, efit ir því sem stend- ur í grg. frv., að í ráði er að gefa ís lenzku fornritin út með niútrma- stafsetningu, jaifn- vel stytt og um- rituð. En þetta er talið bæði óvið- eigandi og við- sj'árvert, og skuili þau skv, þessu frv. aðeins gefin út á samræmdu fornu máli.“ Sú útgáfa, sem Bjarni Bjarn-ason vík- ur að í ræðu sinni, var fyrirhuguð út- gófa Halldórs Laxness á Laxdælu. Einar Olgeirsson tók næstur til máls og lýsti sig mjög andvígan frv. Hann sagði m.a.: „Nú vil ég spyrja, hvaða goðgá það geti verið að gefa íslendingasögurnar út með nútíma- stafsetningu. Fyr- ir því hafa ekki verið færð nein frambærileg rök. En svo er hitt: — Hvað væri umnið með því að fá sög uirnar með niútíma stafsetninigu, fá öll orð þeirra og orðatiltæki í nú- tímabúningi? Það mundi reynast á- kaflega rnikil auðgun nútímamálsins, en það er svo með þessa gömlu staf- setningu, að mönnum finnst sem margt af því, sem með henni er skrá- sett, sé ekki lengur regluleg íslenzka. Með því að gefa sögurnar út með nú- tímastafsetningu væri því ís'lenzkt miál auðigað stórlega á tímum, þegair þess er mikil þörf“. » Um tilefni frv. fer Einar Olgeirsson þessum orðum: „Vitanlegt er, að tilefnið er ekki anm að en það, að einum manni er illa við annan mann, hv. þm. S.—Þ, Jónasi Jóns syni er illa við helzta rithöfund þjóð- arinnar Halldór Kiljan Laxness, og þegar J. J. heyrir, að H. K. L. ætlar að gefa út Laxdælu með nútímastafsetningu, þá ásetur hann sér að koma í veg fyrir það.“ Rúmri viku síðar kom frv. til ann- arrar umræðu í neðri deild. En nú voru viðhorfin breytt. Slysið var hent, Lax- dæla var komin út með lögboðinni staf- setningu og mótuðust umræður þing- deildarinnar að sjálfsögðu nokkuð af þeirri staðreynd. Framsögumaður nefnd arinnar, Bjarni Bjarnason, sagði m.a. í sinni ræðu: „Nýlega er kominn fram á sjónar- sviðið nýr bókaútgefandi, kaupmaður hér í bænum, sem hefur auðgazt mikið á að selja almenningi „margarine". En vegna verðlagseftirlits gat hann ekki lengur auðgazt á því. Hann fékk því í lið með sér sæmilega vinnufæra menn sem meta það mikils að fá erfiði sitt allvel borgað. Þeir fóru að gefa út bækur og völdu sér íslendingasögur til þess, samkv. lýsingu, sem ég hef ein- hversstaðar lesið um fyrirhugað fyrir- tæki í þessu sambandi. Þessir menn vinna nú aðeins á fyrsta stigi þess skemmdarverks að telja ungu fólki trú um, að það eigi ekki að lesa fornmálið, heldur þær bækur, sem birtar eru með þeirri stafsetningu, sem lögboðin er á hverjum tíma. Undantekningar megi þó gera, ef til séu móðins rithöfundar, þrátt fyrir það, að þeir afskræmi málið .... Bókin átti að skreytast með mynd um. Ég hygg að Tryggvi Magnússon hafi átt að yrkja söguhetjurnar í mynd um. En mikið lá við. Myndunum varð að fleygja, og að prentun var látið vinna nótt og dag, að ótta við, að Alþ. gripi inn í og kæmi í veg fyrir braskið." Ennfremur segir sami træðumaður: „Nú er því haldið fram, að þetta, að snúa íslendingasögunum á nútíima- stafsetningu, eigi að vera til að auð- velda fólki lesitur þeirra og akýna sög- urnar betur. Ég hefi áður lýst skoð- un minini á þessu og ætíla ekiki fretoair út í það. En sami maðurinn, sem gefur út þessa sögu, segir avona í formálanum, með leyfi hæstv. fonseta: „Er sem snilll- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.