Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 7
/ BILAR Hann gjóar til augunum. Stóru gerðirnar af Citroen hafa verið óbreyttar síðan 1956. Þá var bíllinn tæknileg bylting og enn er óhætt að segja, að hann sé talsvert langt á undan öllum fjölda bifreiða í tæknilegu tilliti. Citroen er með framhjóladrifi. Það er hægt að hækka hann og lækka og hann heldur alltaf sömu stöðu, hvort ökumaðurinn er einn í honum eða við bætast fjórir farþegar. Þetta sama fjöðr- unarkerfi hefur verið tekið upp á dýrari gerðunum af Mercedes Benz. Hins vegar er vélin í Citroen nokkuð gamaldags, full hávaðasöm og tæplega nægi- lega orkumikil eftir nútímakröfum fyrir þetta stóran bíl. Menn hafa verið að vonast eftir því árum saman að þetta yrði bætt, og nú hefur heyrzt, að Citroen— verksmiðjurnar hafi samið við ítölsku Maserati—verksmiðjurnar um kaup á nýrri vél, sem mun væntanlega bæta þennan bíl stórlega. Á meðan beðið er eftir nýju vélinni hafa Citroenverksmiðjurnar enn riðið á vaðið með nýjung í ljósaútbúnaði, en hún er á þá lund, að tvær luktir eru sín hvoru megin að framan og innri luktirnar snúast um leið og stýrinu er snúið. Það þýðir að geislinn beygir á undan bílnum og er að sjálfsögðu öryggi í þessu, bæði fyrir bílstjóra og farþega, en ekki síður fyrir gangandi vegfarendur. í tilefni þessa hefur útliti bílsins verið breytt lítillega að framan, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. o hvetjum til þess að úrskurði Hæsta- réttar um afnám kynþáttamismunar í skólum sé framfylgt þá er það ein- kennilegt að ásaka okkur um lagayfir- troðslur. Einhver kynni að spyrja: „Er unnt að hlýða sumum lögum og brjóta önnur?“ Það eru til tvenns konar lög: réttlát og ranglát. Ég mundi vera fyrst- ur manna með að mæla með að réttlát- um lögum væri hlýtt, slíkt er siðferði- leg skylda. en hins vegar er líka sið- ferðileg skylda að óhlýðnast óréttlátum lögum. Ég er sammála heilögum Ágúst- ínusi þar sem hann staðhæfir „að órétt- lát lög séu lögleysa." Hver er svo mun- urinn á réttlátum og ranglátum lögum? Hvernig getum við ákveðið hvort lög eru réttlát eða óréttlát? Réttlát lög eru mannanna verk, sem samrýmast lögum Guðs og siðgæðis. Óréttlát lög eru ó- samrýmanleg siðgæðisboðorðum. Heil- agur Tómas af Aquinas sagði það þann- ig, að óréttlát lög væru manna lög sem ekki ættu rætur sínar að rekja til eilífra lögmála náttúrunnar. Lög sem skapa mannlega virðingu eru réttlát. Lög sem niðurlægja mannlega virðingu eru ranglát. Öll lög um aðskilnað manna eru óréttlát af því að þau afskræma sálina og eyðileggja persónulei'ka manna. Þau veita aðskilnaðarmanninum ranga yfirburðarmeðvitund og þeim að- skilda ranga tilfinningu um að vera meðiimur heildarinnar. Til eru líka lög sem eru réttlát í sjálfu sér en röng í framkvæmd. Síðastliðinn föstudag var ég handtekinn fyrir það að láta fólk safnast saman í leyfisleysi. Það er eðli- legt að yfirvöld vilji láta leita leyfis til fundarhalda, en þegar yfirvöldin nota lögin til að viðhalda aðskilnaði og hindra fólk í því að notfæra sér laga- legan rétt til friðsamlegra mótmælaað- gerða þá verða þessi lög ranglát. Ég vona þið sjóið þennan mismun, sem ég er að reyna að sýna fram á. Ég er á engan hátt að predika lagabrot og óvirð ingu fyrir lögunum eins og æstustu að- skilnaðarmennirnir. Sá sem verður að brjóta lög, á að gera það opinberlega og augljóst, í kærleika og vera reiðu- búinn að hljóta sína refsingu fyrir. Einstaklingur sem brýtur þau lög sem samvizka hans .segir honum að séu ranglát og tekur út refsingu í fang- elsi til þess að ýta við samvizku sam- borgara sinna, er að votta . lögunum holl ustu sína. Borgaraleg óhlýðni er ekki ný af nál- inni. Gyðingar óhlýðnuðust lögum Ne- búkadnesar af því að þeir hlýddu æðri siðgæðislögum. Hinir fyrstu kristnu menn og konur vildu heldur standa andspænis hungruðum óargadýrum og þola ólýsánlegar þjáningar heldui' en að gangast undir óréttlæti vissra róm- verskra laga. Að nokkru leyti á aka- demískt frelsi rætur sínaf að rekja til þess að Sókratés iðkaði borgaralega ó- hlýðni. Við skulum ékki gleymá því að allt sem 'Hítler lét gera í Þýzkalandi var „löglegt“, og allt sem frelsisunnendurn- ir gerðu í Ungverjalandi var „ólöglegt". Það var „ólöglegt" að hjálpa og hlynna að Gyðingum í Þýzkalandi Hitlers. Tvennt verð ég að játa fyrir ykkur, bræður mínir bæði kristinnar trúar og gyðingatrúar. í fyrsta lagi játa ég að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum á síðastliðnum árum með hvíta menn sem eru hægfara. Ég hef komizt á þá skoðun að hinn mikli skari blökku- manna sem berst fyrir frelsi eru ekki dómárar hvítra manna né Ku Klux Klan gagnvart þeim, en það virðist sem hinir hægfara hvítu menn og frjáls- lyndu sé meir fylgjandi „röð og reglu“ en réttlæti, vilji heldur neikvæðan frið spennulausan, heldur en jákvæðan frið réttlætisins. Til eru þeir sem segja sífellt: „Ég er sammála markmiðum ykkar, en felli mig ekki við mótmæla- aðgerðir ykkar“, og halda af föðurlegri umhyggju að þeir geti ráðið þeirri stund er annað fólk öðlist frelsi sitt, lifa í blekkingu og boða blökkumönn- um þá kenningu að þeir verði „að bíða þangað til betur stendur á“. Ég hafði vonað að hægfara og frjála- lyndir hvítir menn mundu rísa upp gegn þeirri blekkingu að tími okkar væri ekki kominn. Núna í morgun fékk ég bréf frá hvítum bróður í Texas og þar stendur skrifað: „Allir kristn- ir menn vita að blökkumenn munu ná jafnrétti, en er ekki mögulegt að þið farið of geist í sakirnar? Það hefur tekið kristnina 2000 ár að verða það sem hún er í dag. Lærdómur Krists þarf langan tíma til að ná til jarðar- innar.“ Allt sem hér er sagt sprettur af hörmulsgum misskilningi á tímanum. Það er undarlegt að halda að til sé eitthvað í rás tímans sem lækna muni öll mein. Tíminn er hlutlaus í sjálfu sér, en við getum notað hann til niður- rifs eða uppbyggingar. Mér finnst stundum að illviljað fólk hafi notað tím- ann betur en góðviljað. Við verðum að gera okkur ljóst að okkur eru ekki á- sköpuð forlög, við smíðum gæfu okkar sjálf í þrotlausu starfi þeirra sem vilja verða samstarfsmsnn Guðs, en sé það starf ekki innt af hendi verður tíminn bandamaður þjóðfélagslegra kyrrstöðu- afla. Við verðum að nota tímann upp- byggilega, og skilja að aldrei er of snemmt að ástunda réttlæti. Núna er tími til kominn að draga þjóðfélag vort og stjórnmál upp úr kviksyndi kýn- þáttafordóma og ranglætis og reisa það á traustu bjargi mannlegs virðuleika. Þið sögðuð að atferli okkar í Birm- ingham hefði verið öfgakennt. Ég varð fyrir vonbrigðum að sjá starfsbræður . mína fella þennan dóm yfir baráttu sem háð er án valdbeitingar og óeirða. Mér var hugsað til þess að ég stend milli tveggja andstæðra fylkinga blökku- manna. Annars vegar eru þeir blökku- menn, sem vegna auðmýkinga og þján- inga aðskilnaðarins, hafa misst aila sjálfs virðingu, gefizt upp fyrir óréttlætinu og hins vegar þeir blökkumenn sem misst hafa trú á Bandaríkjunum og kristinni trú og komizt að þeirri niður- stöðu að hvítir menn séu ólæknandi „djöflar“. Ég hef reynt að standa á milli þessara fylkinga, og boðað frið- samlegar mótmælaaðgerðir. Ég er sann- færður um að hefði þessi stefna ekki náð fram að ganga hefðu borgir Suð- urríkjanna flotið í blóði. Og ef hvítir menn sýna ekki þessari stefnu skiln- ing og umburðarlyndi, þá munu milljón- ir negra ganga samtökum svartra mú- hameðstrúarmanna á hönd, og það hefði hræðilegar afleiðingar í för með sér. Það er ekki hægt að kúga fólk enda- laust, krafan um frelsi hlýlur að koma fram, og hún hefur gert það hjá blökku- mönnum í Bandaríkjunum. Ég verð að minnast á annað sem valdið hefur mér vonbrigðum, en það er kirkja hvítra manna og leiðtogar hennar, að fáum undanteknum. Ég hef heyrt fjölda hvítra presta í Suðurríkjunum hvetja sóknarbörn sín að virða kynþáttaaðskilnað af þvíþann ig séu lögin, en ég hef beðið árang- urslaust eftir því að heyra hvíta presta fordæma þau af því slík lög væru sið- ferðislega röng og segja söfnuðinum að blökkumenn væru kristnir bræður. Og á meðan voldug hreyfing berst fyrir fé- lagslegu og fjárhagslegu réttlæti hef ég heyrt marga hvíta presta segja: „Þetta eru þjóðfélagsleg átök sem ekkert snerta guðspjöllin. Ég hef vitað marg- ar kirkj udeildir játa trú sem er fram- andi þessum heirni, og skilur á milli líkama og sálar, hins andlega og verald- lega á du'l’arfulian hátt. Ég hef ferðazt um Alabama, Missisippi og öll Suður- rikin, og séð fagrar kirkjur reisa turna sína mót himni, og ég hef oft spurt sjálfan mig: Hver starfar hér? Hver er guð þeirra? Hvar heyrðist rödd þeirra þegar Barnett ríkisstjóri talaði um aðskilnað og útrýmingu? Hvar heyrðust raddir þeirra til stuðnings þreyttum blökkumönnum og konum sem hristu af sér slenið og tóku að krefj- ast réttar síns með uppbyggjandi mót- mælaaðgerðum? Nú verð ég að slá botninn í þetta bréf. En áður verð ég að minnast á nokkuð í bréfi ykkar sem olli mér al- varlegum heilabrotum. Þið minntust hlýlega á lögregluna í Birmingham, fyr- ir að hafa reynt. að „halda uppi lög- um“ og „forðast ofbeldi". En ég býst við að þið hefðuð komizt öðru’vísi að orði hefðúð þið séð lögregluna siga grimmum hundum á sex óvopnaða að- gerðarlausa negra: ef þið hefðuð séð lögregluna hrinda og formæla ungum sem gömlum blökkukonum: ef þið hefð- uð séð þá ómannúð'legu meðferð á hör- undsdökku fólki hér í fangelsinu. Mér þykir leitt að geta ekki tekið undir lof ykkar um lögregluna. Ég hafði vonað að þið munduð Ijúka lofsorði á hugrekki þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum, fórnfýsi þeirra og undravsrðan sjálfsaga þrátt fyrir ómannlegar ögranir. Sá dagur mun koma að Suðurrikin þekkja hetj- ur sínar. Þær munu verða eins og Jam- es Meredith, sem með tiginni mark- vissu og hugrekki stóð andspænis óð- um fjandsamlegum múg, og eins og 72 ára blökkukona í Montgomery í Ala- bama, sem tók þátt í þeim aðgerðum að nota ekki strætisvagna þar sem kynþættir voru aðskildir. Hún var spurð hvort hún væri ekki þreytt og hún svaraði: „Fætur mínir eru þreytt- ir, en sál mín hefur fengið hvíld“. Sé nokkuð ofsagt í þessu bréfi, hafi komið fram óréttlát óþolinmæði þá bið ég yk’kur að fyrirgefa mér. En hafi ég lumað á sannleikanum og sé þolin- mæði mín svo mikil að ég vænti ein hvers annars en bræðralags þá bið ég Gu_ð að fyrirgefa mér. Ég vona að aðstæður leyfi að ég hitti sérhvern ykkar sem fyrst, ekki sem foringi í baráttu fyrir borgaralegum réttindum heldur sem samstarfsmaður og bróðir í Kristi. Látum oss vona að hin myrku ský kynþáttafordóma hverfi sem fyrst á braut, og þoku misskiln- ingsins muni létta af borgum vorum og sveitum, og að í náinni framtíð muni hin geislandi stjarna kærleikans og bræðralags allra manna skína yfirhina miklu þjóð vora í allri sinni ljómandi fegurð. Stytt og laus. þýtt Atli Heimir Sveinsson. 1. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.