Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 6
Martin Luther King jr.: A Kæru starfsbræður. Meðan mér var haldið hér í borgarfang elsinu í Birmingham barst mér í hend- ur nýleg yfirlýsing ykkar þar sem þið kölluðuð starf okkar „óviturlegt og ótímabært". Það kemur varla fyrir að ég svara gagnrýni á starf mitt og hug sjónir. Ef ég leitaðist við að svara allri þeirri gagnrýni sem hafnar á skrifborði mínu, mundu ritarar mínir komast yfir fátt annað, og ég engan tíma hafa til að sinna uppbyggilegum störfum. En þar eð mér virðist þið menn góðviljaðir og gagnrýni ykkar alvarlega fram sett, þá vil ég leitast við að svara ykkur á þann hátt sem ég vona að kalla megi skyn- samlegan og hógværan. Ég vil segja ykkur ástæðurnar fyrir veru minni hér í Birmningham, því þið hafið látið leiðast af þeirri röksemd „að hér séu utanaðkomandi öfl að verki“. Ég hef þann heiður að vera forseti Southern Christian Leadership Conference, félagsskapar sem starfar í öllum Suðurríikjunum og hefur að- alstöðvar sínar í Atlanta í Georgia. Við höfum starfandi 85 dótturfélög um öll Suðurríkin og eitt þeirra er Alabama Christian Movement for Human Rights. Þegar nauðsyn krefur og möguleikar leyfa skiptast þessi félög á starfsfólki, dreifa með sér fjármunum og fleira. Fyrir nokkrum mánuðum bauð félagið í Birmingham okkur að koma hingað og taka þátt í friðsamlegum mótmælaað- gerðum ef slíkt mundi vera álitið nauð- synlegt. Við lofuðum að koma og efnd- um loforð okkar á réttum tíma. Þann- ig kom ég hingað ásamt nokkrum starfs- mönnum okkar af því að okkur var boðið hingað af félagsskap sem ég til- heyri. Auk þess er ég í Birmingham vegna þess óréttlætis sem rikir hér. Af sömu ástæðum og spámenn Gamla Testa mentisins, sem yfirgáfu þorp sín og boðuðu orð Herrans vítt út um sveitir: af sömu ástæðum og Páll postuli, sem yfirgaf smáborgina Tarsus tid að boða orð Krists í næstum hverri borg í hin- um grísk-rómverska heimi: af sömu ástæðum neiðist ég til að boða guð- spjall frelsisins langt út fyrir þá borg sem ég telst eiga heimili í. Sá sem býr í Bandaríkjunum getur ekki talist „ut- anaðkomandi”, neins staðar í landinu. Þið lýsið yfir hryggð ykkar vegna mótmælaaðgerðanna sem áttu sér stað í Birmingham fyrir skömmu. En mér þykir leitt að í yfirlýsingu ykkar var ekki tjáð nein hryggð vegna þeirra að stæðna sem orsökuðu þessar mótmæla- aðgerðir. Ég mundi ekki hika við að kalla það hryggilegt að þessar svoköll- uðu mótmælaaðgerðir hafi átt sér stað núna í Birmingham, en ég mundi útmála hryggð mína sterkari orðum yfir því að vald hvítra manna í þessari borg, gaf ekki þeldökkum mönnum kost á nokkru öðru. Að undangengnum frið- samlegum mótmælaaðgerðum er fernt sem verður að hyggja að: 1) safna gögnum um hvort óréttlæti sé rí'kjandi, 2) efna til rökræðna, 3) undirbúa sjálf- an sig, og 4) mótmæla, — þetta gerðum við allt í Birmingham. Það er ómögu- legt að mótmæla þeirri staðreynd, að gífurlegt óréttlæti hefur ríkt hér um slóðir. Aðskilnaðir kynþáttanna eru al- gjörri hér í Birmingham en í nokkurri annarri borg Bandaríkjanna, anda er ofríki og ruddaskapur lögreglunnar þekktur um allt ríkið. Réttleysi þel- dökkra gagnvart dómstólimum er óvé- fengjanleg staðreynd. Fleiri sprengju- árásir, sem aldrei hafa kamizt upp, hafa verið gerðar hér á heimili og kirkjur þeldökkra, en í nokkurri annarri borg landsins. Þetta eru óhagganlegar, grimmilegar staðreyndir. í ljósi þessara staðreynda reyndu leiðtogar þeldökkra að ræða við borgaryfirvöldin. En pólitískir ráða menn höfnuðu því alltaf. í síðastliðn- um septembermánuði var því lofað að taka niður úr verzlunum hin auðmýkj- andi merki, þar sem á stóð hvar negrum væri heimilt að verzla. Vikur og mián- uðir liðu og ekkert skeði, — við höfð- um verið sviknir. Við ákváðum því að efna til mótmælaaðgerða um páskana, því að páskar og jól eru rnesta verzl- unartíð ársinis. Með því að bindast samtökum og verzla ekki áttum við að geta knúð kaupmenn til að efna lof- orð sín. En svo uppgötvuðum við að kosningar voru fram undan í marzmián- uði og við ákváðum að fresta aðgerð- unum þangað til eftir kosningamar. Þetta sýnir að við fórum ekki af stað án gaumgæfilegrar athugunar, við hóf- um fyrst mótmælaaðgerðir þegar þær þoldu enga bið. Þið kunnið að spyrja: „hvers vegna mótmælaaðgerðir, setuverkföll, göng- ur? Eru ekki umræður rétta leiðin?“. Þið hafið rétt fyrir ykkur þegar þið farið fram á umræður, enda voru þær tilgangur mótmælaaðgerðanna. Frið- samlegar mótmælaaðgerðir stefna að því að skapa þá spennu og kreppu, að samfélag sem stöðugt hefur neitað um- ræðum eða samningum er neytt til að horfast í augu við vandamálið. Þæi; reyna að blása upp vandamálið þann- ig að það verði ekki lengur fram hjá því gengið. Ég minntist á, að friðsam- legar mótmælaaðgerðir rnundu skapa spennu. Þetta kann að láta óhugnan- lega í eyrum. Og ég skal játa að ég er ekki hræddur við að nota orðið spenna. Ég hef unnið og predikað á móti þeirri spennu sem leiðir af sér ofbeldi, en það er líka unnt að skapa spennu sem ekki hefur ofbeldi í för með sér og getur verið málstaðnum nauðsynleg. Líkt og Sókrates áleit það nauðsynlegt að mynda spennu í huga einstaklinganna svo þeir gætu brotið af sér fjötra goðsagna, hálfsannleika, og laugað huga sinn í hæðum hinnar skap- andi Skynjunar og hlutlægs gildismats, þannig álítum við að friðsamlegar mót- mælaaðgerðir skapi spennu í þjóðfé- laginu og hjálpi fólki að rísa úr djúp- um fordóma og kynþáttahaturs upp til hinna tígulegu hæða skilnings og bræðralags. Tilgangur aðgerða er að skapa svo mikla spennu, að menn neyð ist til að ræða við okkur. Þess vegna tökum við undir kröfu ykkar um að rökræður verði hafnar. Of lengi hefur verið reynt hér í okkar elskuðu Suð- urríkjum að stunda eintal í stað rök- ræðna. Eitt af meginfullyrðingum í bréfi ykkar er, að aðgerðir okkar séu ótíma- bærar. Margir hafa spurt: „Af hverju gefið þið ekki yfirvöldunum tíma til að kippa málunum í lag?“ Eina svarið sem ég get gefið við þessari aðfinnslu ykkar er, að það verður að þrýsta á yfirvöldin áður en þau gera nokkuð. Ég verð að segja ykkur, vinir mínir, að við höfum engum réttindum náð nema með þrýstingi laganna og mótmælaað- gerða. Sagan kennir okkur þau rauna legu sannindi að forréttindastétt lætur aldrei sjálfviljug forréttindi sín af hendi. Einstaklingar hafa fundið til sið- ferðiskenndar og sjálfviljugir látið af hendi óréttlát forréttindi sín, en eins og Reinhold Niebuhr minnir okkur á hef- ir fjöldinn sem heild ekki sömu sið- ferðisikennd og einstaklingurinn. Við vitum af biturri reynslu að kúg- arinn gefur engum frelsi af eigin frum- kvæði, hinir kúguðu verða að heimta frelsi siitt sjálfir. Vissulega 'hef ég aldrei staðið fyrir mótmælaaðgerðum sem voru heppilegar fyrir stundatöflu þeirra sem ekki þjáðust vegna óréttlæt- is kynþáttaaðskilnaðarins. Árum saman hef ég heyrt þetta orð „bíðið“, það gell- uir í eyrumi sérhvers blökkumanns sýknt og heilagt. Þetta „bíðið“ hefur næstum alltaf þýtt „aldrei“. Við verðum að gera okkur grein ’fyrir „að það er sama og afneita réttlætinu og slá því á frest.“ Við höfum beðið í 340 ár eftir þeim mannréttindum sem Guð og stjórn- arskráin hafa gefið okkur. Þjóðir Af- ríku og Afríku öðlast pólitískt sjálfstæði hver á fætur annarri en við erum enn- þá að berjast fyrir því að fá að kaupa kaffisopa á greiðasölustöðum. Ég efast ekki um að það sé auðvelt fyrir þá sem aldrei hafa orðið fyrir hinni stingandi auðmýkingu kynþátta- mismunar að segja okkur að bíða. En ef þið uppliíðuð óðan múg drepa feður ykkar og mæður, misþyrma systrum ykkar og bræðrum: ef þið sæjuð hat- ursfulla lögreglumenn ráðast á, slá eða jafnvel drepa svarta bræður ykkar og systur órefsað: ef þið sæjuð 20 milljón- ir negra grotna niður í örbirgð í barma- fullu neyzluþjóðfélagi: ef tunga ykkar stirðnaði í munninum þegar þið reynd- uð að skýra sex ára gamalli dóttur ykkar fná því að hún mætti ekki leika sér á leikvöllum af því að hún væri svört og sáuð smám saman bitux- leika myndast í sál hennar gagnvart hvítu fólki: ef þið yrðuð að sofa í bíln- um á ferðalögum af því ekkert hótel vildi hýsa ykkur — þá munduð þið skilja að okkur finnst erfitt að bíða. Sá tími mun vissulega koma að þolin- mæðina þrýtur og menn una ekki leng- ur við óréttlætið. Ég vona herrar mín- ir að þið skiljið nú eðlilega og óum- flýjanlega óþolinmæði okkar. Þið lýsið yfir miklum kvíða að við skulum vera reiðubúnir að brjóta lög ef nauðsyn krefur. Þetta er algjörlega réttlætanleg fullyrðing. En þar sem við 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.