Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Side 14
ÞRÍR ÞÆTTIR Framhald af bls. 3 Væri það ekki nóg? £>ví viljinn er frjór, hann lifir, hann knýr jafnan á, nemur hvergi staðar, sest hvergi um kyrrt, á sér engan stað? Líklega. En vildi hann ekki of lángt með þessa mannlegu veru? Byggði hann ekki of fagrar myndir á hæsta degi hennar um það sem á næsta leiti var tii þess að hún fengi afborið blekkíng- una þegar upp komst um svikin? „Mamma, nú er ég komln! litla barnið þitt! Elsku mamma, nú er ég loksins komin heim!“ sagði hún frá sér numin á gánginum og hélt sig vera í sveitinni sinni rúmri öld aftur í tíma. Henni hefur kannski í upphafi verið ætlað að koma þángað að lokum? I raun og veru aldrei verið ætlað að fara neina för? Og úr því hún hélt sig vera þar að lokum er vonandi að allt fari vel, eins og hún hefði aldrei farið neina för, eins og allt hefði gleymst eða aldrei orðið. Það væri þakkarvert, úr því sem komið er, það væri guð- legt. Þá hefur ferðin tekið hana rúma öld, og hún endar hér. A sama stað! HINN EINSTAKI Miog er erfitt að búa til tákn- mynd sem gefa kynni svip af því hversu einstakur frami hans var, eða leið hans til framans. Engu mátti muna að draumurinn yrði að engu og þar með líf hans eyðilagt. Líkja mætti þessu eindæmi við það, ef einhver ætlaði sér að leita uppi stað til að mála á stakan púnkt, en á svo frábæran hátt að hvergi í víðri veröld gæti þessi púnktur sómt sér betur en einmitt þar sem hann setti hann, svo að hann gæti með sanni sagt: Guð hefur beint auga sínu að mér! Hér er staðurinn! Og þess vegna nýtur hann þess nú að gánga hér um elskaður og dáður. Fiugeldum var skotið honum til dýrð- ar, hósíönnum og hallelújum. Og nú skundar hann um háa sah með fagur- gala og skipandi orðum, og árinn hafi að maður geti annað en borið til hans lotníngu þegar hann gengur um snar eins og gosi, og ásjónan ljómar af sæld. Arum saman hafði hann beðið síns tíma á hinum frábæra stað, í porti við smáa hliðargötu, raunar fúlu og ílla þefjandi. Arum saman hafði hann séð mennina bera fyrir skotið, ýmsa mis- lita, klædda dýrindis silki eða þá kuðl- aðar mannhræður, en af frábærum gáf- um sá hann sinn vitjunartíma: hann varð að ákvarða um þúsundirnar, hvern fyrir sig: „Nei, ekki þessi, ekki þessi!“ enda átti gáfan eftir að koma fram í valinu, leiftrandi einmuna stund! Þá var það sem hann sagði: „Núna!“ Þá var það sem hann spratt fram úr fylgsn- inu og framdi morðið! Indæl kvöldstund (Teikningar eftir Jörgen Knudsen) 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.