Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Side 4
A REKI FLEKA I 4'/z MANUÐ etta var 23. nóvember 1942, klukkan 11,15 f.h. Flutn- ingaskipið Benlomond sigldi yfir lygnan hafflötinn í hitabeltinu, 13 daga siglingu út frá Höfðaborg og í 1200 km. fjarlægð frá mynni Ama- zonfljóts. Um borð var lítið um að vera. Yf- irmennirnir skozku höfðu farið und- ir þiljur til að forðast hitann. Nokkr- ir af hinni 55 manna áhöfn voru hálfsofandi að myndast við að skrapa ryðgaða yfirbygginguna. í litlum, hvítmáluðum klefa und- ir þiljum var hinn 24 ára gamli ann- ar bryti, Poon Lim, að slétta úr á- breiðunum í kojunni sinni. Það var klukkan 11.16, sem tundur- skeytið sprakk. Poon Lim þeyttist upp í kojuna við kastið, sem kom á skipið. Að ofan heyrði ihann fótatak og dauf óp. Einihver hljóp •hljóðandi eftir ganginum. P oon Lim stóð upp, þreif björgun- ahbelti og þaut upp á bátadekkið. Hann Ihrasaði við annað hvert skref, því að erfitt var að fóta sig þama. Hann sá tvo yfirmenn og háseta bögglast við eina daviðuna, en áður en hann náði til Iþeirra, höfðu þeir sópazt útbyrðis. Botninn á Benlomond var tsettur frá kinnungi og aftur að skut; það tók hann aðeins þrjár mínútur að sökkva. Poon Lim hringsnerist innan um drasl ið í sjónum. Sogið, sem myndaðist, þeg- ar skipið sökk, dró hann með sér á kaf. Þegar honum skaut aftur upp á yfir- borðið, blásandi af mæði, gat hann náð taki á stórum trékassa. Benlomond var horfinn. Eftir var olíu- brák með örfáum mannshöfðum, sem hóÆust og hnigu eftir öldufallinu. Eitt eft ir annað hurfu þau einnig af yfirborðinu. 0 lían loddi við augun á Poon Lim og stíflaði nef hans og eyru. Hann ríg- hélt sér í trékassann og buslaði með fót- unum til að losna við óhreinindin í vatn inu. Stuttu síðar kom hann auga á mann- lausan björgunarfleka og krifraði upp á hann. U.þ.b. 400 metra frá sér sá hann annan fleka með fjórum mönnum. Hann kallaði til þeirra, en þeir störðu i áttina til hans án þess að veifa og rak smátt og smátt í burtu. Brátt kom upp á yfirborðið hvítur, ítalskur kafbátur. Hlemmurinn á yfir- byggingunni opnaðist; sjóliði sté út og hljóp að litilli byssu framarlega á þil- farinu. En kafbáturinn sneri frá Poon Lim og hvarf honum sjónum. Eftir það sást ekkert lengur á haffletinum, svo að Poon Lim fór í mestu makindum að athuga vistirnar á flekanum. F lekinn var sex fet á hvern veg og traustlega byggður með kistu eftir einni hliðinni endilangri. í öðrum end- anum var vatn, en í hinum sex kexpakk- ar, tvö pund af súkkulaði, tíu dósir af þurrkuðu nautakjöti, flaska með ávaxta- safa og fimm dósir af þurrmjólk. Auk þess hafði hann meðferðis tvær árar, olíuköxmu, reipi, neyðarmerkjatæki og biys. Poon Lim gerði úr einni dósinni ein- hvers konar hnif, þvoði olíuna úr föt- unum sinum í sjónum og tókst auk þess að sníða sér yfirhöfn úr segldúk til að halda á sér hita. Þessi vinna varð hon- um til upplyftingar, og vonir hans um björgun fóru að glæðast. En nóttin kom, áður en nokkuð sæist til skipaferða. egar hann vaknaði, var komin rigning. Honum var mjög kalt, enda gegrublautur. Buxurnar höfðu skolazt útbyrðis, og vestið var rennandi blautt. En þá kom sólin fram úr skýjunum og brátt var allt orðið þurrt. Hann fann þrjá seglbúta og ákvað að sofa undir þeim framvegis. Poon Lim reiknaði það út, að matur- inn og vatnið mundi endast í 50 daga. Og ef hann gæti veitt eitthvað, mundi það verða kærkominn fengur. Hann bjó sér til öngul úr dósarloki og beitu úr bleyttu kexi, sem hann síðan beitti á öngulinn. Þetta leystist upp í vatninu, svo að hann þreifaði undir flek- ann, reif þar hrúðurkarl lausan og not- aði sem beitu. Það fyrsta, sem hann veiddi, var lítill, brúnn fiskur. Hann skar hann í ræmur, sem hann síðan beitti. Næst fékk hann tíu punda hákarl. Brátt rak hann inn í lýsutorfu, og með því að nota hákarlsinnyfli sem beitu veiddi hann heilmikið. Hann flak- aði lýsurnar og herti í sólskininu. Með þessu móti vantaði Poon Lim sjaldan fisk, meðan á þessari erfiðu sjóferð hans stóð. Á sjöunda degi kom hann auga á skip og skaut ákafur upp neyðarblysum. En enginn tók eftir honum og skipið hélt áfram leiðar sinnar. Dagarnir voru lengi að líða, og Poon Lim skemmti sér við að syngja kínversk- ar óperuaríur og stríða hákörlunum, sem eltu flekann. Hann sá fyrir vatnsbirgðunum með því að rífa sundur björgunarbeltið sitt og dreifa svampinum úr því um flekann. Þegar rigndi, varð svampurinn votur af vatni, sem hann síðan gat látið á flöskur. c Lx tundum þegar ekkert rigndi, lét hann niðursuðudós síga niður að sjón- um og beið klukkustundum saman, með- an raki loftsins þéttist og rann í dropa- tali niðux eftir hliðunum. Þannig rak Poon Lim áfram, þar til hann eftir 100 daga var orðinn matar- laus. Fiskarnir vildu ekki bíta á, enda varð hann nú að borða beituna sjálfur. Fimm dögum síðar settust nokkrir litl- ir sjófuglar á flekann. Með furðulegri þolinmæði nær hungurmorða manns beið Poon Lim rólegur til kvölds. Þá veiddi hann nokkra þeirra, meðan þeir sváfu. Þeir brögðuðust líkt og fiskar. Með því að nota ýmislegt úr fuglunum sem beitu gat hann fiskað meira. E iníhvern næstu daga sá Poon Lim flugvélar og 20 litla reykjarstróka, sem stigu upp frá skipalest í margra mílna fjarlægð. Enginn kom auga á hann, en af þessu dró hann þá álykfcun, að ef til vill væri hann nú nálægt landi. Ennfremur var kominn rauðleitur blær á sjóinn, og hann veiddi ekki leng- ur neitt. í raun og veru var hann nú kominn að mynni Amazonfljóts. Þegar Poon Lim vaknaði sunnudags- morguninn 5. apríl 1043, á 133. degi veru sinnar á flekanum, sá hann skógi vaxna strönd og framan við hana flota brasil- ískra fiskibáta. Einn þeirra kom til móts við flekann. í honum voru þrjár konur og fjórir karlmenn. P oon Lim stóð á flekabrúninni og brosti breitt, þegar báturinn lagðist upp að flekanum. „Góðan daginn", sagði hann kurteis- lega. — ★ — Poon Lim, sem í sex ár hafði verið á brezka kaupskipaflotanum, hafði rekið í fjóra og hálfan mánuð — lengri tíma en nokkur annar skipbrotsmaður hafði verið einn síns liðs á hafi úti, svo að vitað sé. Samt fundu læknarnir við spítalann, sem hann var fluttur til strax og hann kom í land, ekkert athugavert við hann nema „magatruflanir“. Hann náði sér fullkomlega á 45 dögum. * essum fáláta og hæverska bryta var brátt ýmis sómi sýndur. Hann var kvaddur til Bandaríkjanna sem „stór- kostlegt dæmi upp á kínverskan baráttu- vilja.“ Og honum var boðið til Bucking- ham-hallar. Georg konungur VI sæmdl hann þar M.B.E.-orðunni 13. júlí 1Ú43, Að þvi tilefni sagði London Gazette eft- irfarandi: „Hann sýndi óvenjulegan kjark, hug- prýði og ráðsnilld með því að sigrast á hinum geysilegu erfiðleikum, sem hann átti við að etja, meðan á þessari löngu og hættulegu sjóferð hans á flekanum stóð.“ Poon Lim var sá eini, sem bjargaðist af hinum óheillavænlega Benlomond. Á þessari stundu er hann við vinnu sína um borð í öðru skipi eimhvers staðar á heimslhöfunum sjö. Það er vafasamt, að nokkur af áhöfn- inni viti sögu hans. Poon Lim talar sjaldan um hina 133 daga þolraun sína. Hagalagöar Litlu munaði í febrúar 1830 féll aurskriða á bæ inn Ráeyri í Siglufirði. Flýði heima fólk jafnskjótt og hennar varð vart og gat þannig bjargað lífi sínu, nema Kristrún Björnsdóttir, sem Hannes nrestur kvað um: Kerling ein, er Kristrún hét komst í hlaðbrekkuna, varð of sein og líf þar lét, litlu þurfti að muna. Tveir bændur bjuggu á jörð þess- ari. Hafði annar þeirra snúið við aft- kerlingu. Tók skriðan hann og spýtti fram á sjó, en þó komst hann heill af. Skriða þessi var um 300 faðma breið. Eíún tók bæinn allan með því, sem í var, fjós með tveim kúm og sauðfé allt, nema 6 ær, en nokkiuð af heyi stóð eftir óhaggað. (Annáll 19. aldar) Skyr-Finnur Friðfinnur Jónsson frá Stóru-Giljá gekk undir nafninu Skyr-Finnur í Öxnadal. Var sú nafngift svo til kom- in, að eitt sinn kom hann blindfullur heim á bæ einn þar í dalnum. Það var að kvöld- eða næsturlagi. Hann reið þar um bæjarsund upp á húsin. Skammt hafði hann farið, er „buldi við brestur, brotnaði þekjan, reið nið- ur rjáfur.“ Fór Finnur þar niður með hesti sínum og meiddist hvorug- ur, svo að orð væri á gerandi. Þar var hnökrótt undir og reyndust vera keröld og kirnur og skyrtunna var þar mikil, því að það var búrþekjan, er niður brast. Lenti Finnur í skyr- inu og kámaðist svo, að hann varð allur hvítur og þó ekki engli líkur. Bónda þótti skaði sinn mikill á hús- broti og skyrmissi og talaði illt til hins óboðna gests. Lauk svo, að Finn. ur varð að greiða skaðabætur. (Mannaf. og fornar slóðir) I Ég hef reynt \ Ég hef reynt í éljum nauða jafnvel meira þér, á Iandamærum lífs og dauða leikur enginn sér. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.