Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Page 9
g vona að Það hafi alltaf komið skýrt fram í þessum þáttum, að þeg- ar íslendingar eru hégómlegir og montnir, þá finnst mér þeir líka hérumbil alltaf hlægilegir og leiðin- legir. Nú man ég ekki betur en að „fegrunarfræðingar“ hafi komið sam- an á ráðstefnu í Reykjavík í sumar, og mikið hvort þeir notuðu ekki tæki- færið og stofnuðu með sér dálítinn félagsskap. Mér finnst þetta fegrunar- stand bæði hégómlegt og skoplegt. Ég vil taka fram að ég er viss um að hreinlæti og snyrtimennska og prúð- mannleg framkoma munu alltaf verða í gildi. Það er líia alltaf skemmtilegt að sjá konu í stríðsmálningu á glaðri stund, og sá eiginmaður er vissulega lánsamur sem á ekki subbu fyrir konu, og það er vissulega alltaf frem- ur leiðinlegt að sitja til borðs með fólki sem rekur olnbogann í augað á heiðursgestinum og slafrar eins og belja. En það er líka allt annar hand- leggur að eyða lífdögum sínum í það (og allri hugsun og orku) að berjast fyrir því að teiknaða augabrúnin sé nákvæmlega á réttum stað, að blær- inn á varalitnum sé í nákvæmu sam- ræmi við litinn á kjólnum og að hár- lokkurinn sem var búinn til á snyrti- stofu Fíu og Bíu fari ekki á ról, jafn- vel þó að Fía og Bía þurfi að reka fimm tommu nagla í höfuðið á við- skiptavininum til þess að allt haldi. Það er afskaplega brjóstumkennan- legt fólk sýnist manni sem finnur engan tilgang í lífinu nema í púður- dósum og innan í tískublöðum, og þegar „fegrunarfræðingar" fara nú á stúfana til þess að leiða þetta fóik á ráfi þess frá vöggu til grafar, þá mun sumum kannski finnast sem skörin sé farin að færast upp í bekk- inn. Það fer heldur ekki hjá því að maður hafi lesið um þessar hunda- kúnstir í erlendum blöðum. Banda- riskt tímarit var síðast um daginn með myndir og frásögn af einum fegrunar- og tiskuskóla í Vestur. Þýzkalandi, og á einni myndinni virð- ist álappalegur karlmaður með vönd- uð kollvik vera að læra að taka brauðsneið af brauðfati án þess að setja píanóið um koll, nema kennar- inn sé að reyna að berja inn í haus- inn á honum að menn slefa ekki yfir matnum, jafnvel þó að spæipulsan sé falleg. Sannleikurinn er vitanlega sá að það er hvorki hægt að kaupa aðlað- andi útlit né aðlaðandi framkomu frekar en að menn geti labbað sig inn í Járnvöruverslun Jes Zimsen og pantað nýjan haus ellegar komið við í kirkjunni hjá öðlingnum honum séra Árelíusi og beðið um huggulegra hugarfar. Mér er næst að halda að allmikið af útlitinu komi innanfrá, og um háttvísina er það að segja að ef mönnum hefur ekki tekist að finna eitthvað af henni í næsta nágrenni sínu, þá er ansi hæpið að þeim tak- ist betur á þriggja vikna námskeiði úti í bæ. Þar að auki sýnist lítil á- stæða til að ætla að það sem þjóðina vanhagi mest um núna, það sé fólk með próf út úr „fegrunarskólum". Ég sé satt að segja ekki að það geti skipt þjóðina miklu máli hvort hér sé slangur af fólki sem viti upp á hár hve margir millimetrar af mansétt- unni eigi að standa fram úr jakka- erminni eða hvernig menn eigi að ávarpa ambassador án þess hann kæri málið fyrir ríkisstjórninni eða hvern- ig tískudama eigi að tyggja enskt buff án þess að sprungur hlaupi í andlitsmálninguna. Það er staðreynd að karlmenn geta verið séntilmenn fram í fingurgóma þó að þeir séu ekki með manséttur fram á fingur- góma, og það er ennfremur staðreynd að konur geta haft yndisþokka og góða greind og marga aðra eftirsókn- arverða eiginleika þó að þær liggi ekki í olíu um nætur og í bómull um daga. Ef þetta er til í manneskjunni, þá skal það, sannið til, skila sér; og ef það er ekki til, þá getur enginn „fræðingur“ búið til þannig eftirlík- ingu að hún verði annað en skop- mynd. ar að er óhugnanlega stutt síðan ég kom í gilliboð þar sem systur tvær voru meðal gesta sem voru lif- andi staðfesting þeirrar kenningar sem hér hefur verið sett fram. í hvert skipti einhver opnaði á sér munninn, þá opnuðu þær sína með þreföldum raddstyrk. Þær voru málaðar í hólf og gólf, og þegar þær hreyfðu sig, þá hringlaði í þeim eins og í skelj- um. Ég hugsa að gesigjafann hafi mest langað að taka þær upp á perlu- festunum og hengja þær fram í þvotta hús, en af því hann var sannkurteis maður, þá eins og lokkaði hann þær með sér út í horn á stofunni og kvald- ist undir blaðrinu í þeim það sem ■MMkliMHWmngMWMWfH eftir var kvöldsins. Fía og Bia höfðu eflaust skrúfað á þær skrautið, og ég veit ekki betur en að þær hafi átt að heita fullnuma í samkvæmis- íþróttum, en á síldarplani hefði ein- hver sprautað óviljandi framan í fésið á þeim með stóru slöngunni og hlotið að launum eilíft þakklæti hins fólksins. Aftur á móti kemur mér í hug önn- ur kona sem ég er viss um að hefði staðist öll próf með prýði þó að sjálf- ur hirðsiðameistarinn í Englandi hefði verið prófdómari. Hún var reyndar ensk og átti bókhaldara fyrir mann að mig minnir og ungan son í skóla. Fólkið í Englandi þarf að bjarga sér sem best það getur ekki síður en fólkið hér heima, og þegar ég kynnt- ist þessari húsmóður upp úr 1950, þá var hún stjórnarráðsbílstjóri. Mér hefur alltaf fundist bílstjórar þess opinbera hér á íslandi með dálítið borginmannlegan svip, eins og þeir væru búnir að gera það upp við sig að það sé fínna að aka með ráðherra heldur en til dæmis þorsk, en það gæti líka bara stafað af því hvað mér ' hefur alltaf fundist þeir fínir í tau- inu. Ég er aldrei viss um það þegar ég sé ráðherrabíl álengdar hvort bílstjór- inn sé að skutla ráðherranum í mat eða ráðherrann bílstjóranum, og ég hef enda heyrt sögu af dálítið asna- legu atviki sem á að hafa átt sér stað suður á Velli þegar ónafngreindur aðmíráll á að hafa flogið með ráð- herrabílstjóra til laxveiða norður í land en skilið ráðherrann eftir á flug vellinum með pela af viský. Enskir ráðherrar, sem byggja óneit anlega á meiri reynslu, ganga til ör- yggis með harðan hatt, og auk þess eru bílstjórarnir sem vinna hjá rík- inu látnir ganga í einkennisbúningi. Þessi enska frú, sem hefur líklega verið kringum þrjátíu og fimm ára gömul, var greinilega auðkennd með einkennisbúningi, og af því Bretar eru hagsýnir menn auk þess sem þeir eru varkárir, þá var bílstjórabúning- ur frúarinnar samskonar búningur og enskt kvenfólk er látið nota í hern- um, nema einkennismerkin höfðu verið numin burtu. Einhverjum kann að finnast sem ég sé kominn út fyrir efnið, en svo er ekki. Ég er að koma að því hvernig þessi húsmóðir sem var bilstjóri í bílalest sem í liðlega viku ók erlend- um gestahóp viðsvegar um England — hvernig hún kunni að vera kurteis án þess að vera auðmjúk, glaðleg án þess að vera framhleypin, virðuleg án þess að vera hátíðleg. Það er svona framkoma sem ég á við þegar ég tala um að kurteisi af fyrstu gráðu og ósvikin reisn verði ekki numin á námskeiðum. Og mig langar að bæta því við að þó að búningur frú Eng- lendings væri hagkvæmur fremur en fallegur, þá bauð hún af sér þús- und sinnum meiri þokka heldur en forskrúfuðu systurnar sem komu af færibandi Fíu og Bíu. SVIPMYND Framhald af bls. 2. gersamlega niður hið gamla flokkakerfi landsins, og stjórnmálamenn í Ródesíu, sem allur heimurinn tal- aði um fyrir nokkru, heyrast nú ekki nefndir á nafn. Vald hans í stjórnmál- um Ródesíu virðist algert, og enginn dregur í efa, að hvítir menn, sem kjósa meirihluta þingmanna, styðja hann af eindrægni, jafnvel þótt þeir viti ekki, hvernig hann ætlar að varðveita þjóð- íélag þeirra. orir Ian Smith að láta til skarar skríða og lýsa einhliða yfir sjálfstæði landsins? Hann segir sjálfur, að til þess geti sannarlega komið, en ekki nema að vandlega athuguðu máli. Sannleik- urinn er sá, að þótt hvítir Ródesíubúar tali digurbarkalega um „U.D.I." („Uni- lateral Declaration of Independence"), eða einhliða fullveldisyfirlýsingu, þá kvíða þeir allir þeim degi, þegar Ian Smith kann að þykja slík yfirlýsing nauðsynleg. Brezka stjórnin vill heldur ekki þvinga Ródesíustjórn til siíkra að- gerða með því að skipta sér of mikið af innanríkismálefnum landsins, og því er líklegast, þegar öllu er á botninn hvolft, að málið dragist á langinn um ófyrirsjáanlega framtíð. Hvað síðan tek- ur við, er auðvelt að spá um: Svertingjar krefjast réttar síns og taka hann sjálfir, fái þeir hann ekki með öðru móti. Þá er aðeins eftir að vita, hvernig sambúð hvítra og svartra verður eftir stjómarár Smiths og fylgjenda hans. Viðbúið er, að þótt svertingjar gætu fallizt á veru hvítra manna í landinu nú, geti þeir það ekki þá. HAGALAGÐAR Stutt líkræða Úm miðja síðustu öld þjónaði sr. Sigurður Sigurðsson Auðkúlupresta- kalli. Hann var búmaður mikill, en þótti glöggur í tekjum. Sr. Sigurður, sem var góður hagyrðingur, hélt yfir einum Svínvetningi þá stytztu lík- ræðu, sem sögur fara af. Hún var stuðluð og hljóðaði svo: Þú liggur hérna laufagrér, lagður niður í grafarihver. Meira ég ekki þyl yfir þér. Þú þrjózkaðist við að gjalda mér. (Föðurtún) 31. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.