Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 8
M* ■M* 20 ára starf í augnabönkum n£ I ú eru liðin nákvæmlega tutt- ugu ár síðan fyrsti augnabankinn var stofnsettur í Bandaríkjunum. Á þessu tímabili hafa hundruð þúsunda manna í mörgum löndum ánafnað augu sin, til þess að hjálpa til að gefa blindu fólki sjónina aftur, og hornhimnuflutningur, sem þessi augu eru notuð til, er framkvæmdur um allan heim. f Bandaríkjunum einum hafa meira en 100.000 manns gefið augu sín, og meira en 70.000 hafa fengið sjónina aftur vegna þessa. En ennþá eru óteljandi einstaklingar um allan heim — margt af því börn — sem gætu fengið sjónina aftur með horn- himnuflutningi. Ráðstefna, sem nýlega var haldin í Washington, tók til meðferðar starf- semi augnabankanna í heild tekið. Þetta var fyrsta Hornhimnuráð- stefnan; hún stóð yfir í fjóra daga og var sótt af augnlæknum frá 36 löndum. Það, sem um var fjallað, var m. a. tækni við geymslu og tilflutn- ing augna, framfarir í skurðlækn- ingum og rannsóknir, svo og starf- semi Al'þjóða-augnabankans. /\lþjóða-augnabankinn er deild í Medico, sem er læknaþjónusta CARE (Co-operatives for American Relief Everywhere). Hann safnar birgðum og sendir ókeypis gefin augu, sem ekki þarf bráðlega á að halda í Bandaríkjunum, til erlendra lækna, sem þarfnast þeirra. Bankinn hefur útvegað 928 horn- himnur og 256 augu handa blindum mönnum í 48 löndum, síðan hann var stofnaður fyrir þremur árum. Hann heldur líka námskeið í augnabanka- tækni og skurðlækningum fyrir að- komandi augnlækna Og félaga sína. Eitt aðalverkefni hans er að ýta undir stofnun augnabanka erlendis, svo að önnur lönd þurfi ekki að treysta á Bandaríkin á þessu sviði. Lög og venjur á hinum ýmsu stöð- um hindra það, að augu séu tekin úr dauðu fólki, og á þetta einkum við um þróunarlöndin, þar sem þörf- in er hvað mest. Tracoma er horn- himnusjúkdómur, sem hægt er að lækna með tilflutningi frá heilbrigðu auga. Áætlað er, að hann þjái 500.000 manns — aðallega í þróunarlöndun- um. uk Bandaríkjanna eru nú augnabankar í Ástralíu, Bretlandi, Ceylon, Indlandi, Pakistan, Hong Kong, Japan, Malajsíu og Singapore. f Bretlandi er sá helzti í Queen Victoria Hospital, East Grimstead, undir stjórn Sir Benjamin Rycroft — og víðar er verið að koma slíkum stofnunum á fót. Konunglega blindrastofnunin hef_ ur yfir 35.000 gjafara skrásetta hjá sér. Augnabankar voru fyrst form- lega stofnaðir í Bretlandi árið 1952, eftir að lög höfðu verið sett um það efni. í Bretlandi tíðkast meira að nota nýjar hornhimnur frekar en geymd- ar. Samt hefur verið fundin ný tækni til geymslu augna, nú fyrir skömmu, í Westminster-sjúkrahúsinu. Með þessari aðferð er hægt að geyraa gefn ar hornhimnur allt að því í tíu eða jafnvel allt upp í 29 daga við -^79°C hita. Á fyrstu timum hornhimnu- flutnings var áríðandi að fram- kvæma flutninginn sem allra fljót- ast, og tíminn til að flytja nýja horn- himnu var takmarkaður við 72 klukkustundir. Ný augu þarf að nota, ef öll hornhimnan er undirlögð, annaðhvort af slysi eða sjúkdómi. í þeim tilvikum, þegar hún hefur að- eins skemmzt á parti, duga augu, sem geymd hafa verið og það jafn- vel lengi. Ekki nægir blindu fólki alltaf hornhimnuflutningur, því að hann kemur aðeins þeim að gagni, sem blindir eru vegna gallaðrar horn- himnu. Hornhimnuflutningur er ekkert ný- mæli í læknisfræðinni. Fyrst voru gerðar tillögur um hann í lok 18. ald- ar, af brezka vísindamanninum Erasmus Darwin. En hinn mikli braut ryðjandi á þessu sviði var þó þýzki augnlæknirinn, dr. Arthur von Hippel, sem árið 1887 flutti horn- himnu úr kanínu í mannsauga. Ári síðar framkvæmdi hann fyrsta flutn- inginn, með góðum árangri, frá einum manni til annars. L æknar í mörgum löndum héldu tilraunum áfram, en með litl- um árangri. Það, sem stóð þeim mest fyrir þrifum, var skortur á nýjum Sé augnavefurinn, sem flytja skal, heilbrigður og laus við galla, skipta aldur gefandans, heilbrigðisástand hans, sjóngæði eða dánarorsök engu máli. Hornhimnur úr gömlu fólki geta oft verið betri en úr ungu. Eina skilyrðið er að hornhimna, sem gef- in er, sé heilbrigð, og hana verður að taka fáum klukkustundum eftir andlátið og setja í þiggjandann, inn- an tiltekins tíma. Sjálfur hefur augnabankinn ekkert samband við sjúklinginn. Læknar með sjúklinga, sem þarfnast aðgerð- arinnar, skrásetja sig hjá bankanum, og fá svo þar nýjar hornhimnur, eftir því sem þær eru fáanlegar. Gefendaþjónustan starfar sem hér segir: Þegar gefandi deyr, og hann hefur á sér eitthvert viðeigandi auðkenni, tilkynnir læknirinn eða sjúkrahúsið það næsta augnabanka og að horn- himna standi til boða. Læknir nemur svo burt hornhimnuna þannig að ekki gæti neinnar afmyndunar og á þann hátt, sem "samþykktur er af ráðamönnum hinna ýmsu trúar- flokka. Augun eru síðan flutt til augnabankans í kældum geymum, og þar eru þau rannsökuð, til að kom- ast að raun um, að þau séu galla- laus og heilbrigð. Samtímis eru vald_ ir tveir sjúklingar, sem næstir eru á skrá. En þar eð sjúklingarnir þola Sérfræðingur í augnabanikanuf skrásetur glervökvasýnishom. augans er hægt að geyraa óskemmdan óratima. Glervökva hornhimnuvefjum. Hornhimnan er einstök í sinni röð að því leyti, að hún er eini gagnsæi vefurinn í mannlegum líkama og starfar sem „gluggi“ fyrir augað, hleypir birtu í gegn og er sá eini, sem auðveldlega er hægt að flytja miiji manna. ekki nema eina aðgerð í senn, verða tveir sjúklingar aðnjótandi hinna tveggja augna. Þá er haft samband við augnlækn- ana og þeir spurðir, hvort þeir geti komið sjúklingum sínum í sjúkrahús fyrirvaralítið. Ef allur undirbúningur er til reiðu, eru nýju augun send Mannsaugu sett í sérstakar umbúðir, sem halda þeim „ferskum“ í 30 klst. til ákvörðunarstaðar síns tafarlaust. Ef ekki, geymir bankinn þau. Stundum líða ekki nema tveir sól- arhringar áður en hinar viðkvæmu skurðaðgerðir eru komnar í kring og tveir sjúklingar eru á góðum vegi að fá sjón sína aftur. Dr. Harry King yngri, forstöðu- maður Alþjóða-augnbankans og pró- fessor í augnsjúkdómafræði við George Washington-háskólann, lét þess getið á ráðstefnu, fyrir skömmu, að takmarkaðar tilraunir með gervi- hornhimnur hafi gefið árangur á mönnum, en þörf sé á betra efni. Slíkar hornhimnur, gerðar úr met- hyacrylat eða silicon hafa gefizt vel á tilraunadýrum. Enda þótt skurðtæknin leyfi flutning á hornhimnum úr dýrum til manns- augna hefur líkami viðtakandans til- hneigingu til að bregðast illa við þeim sem framandi vef. Sterk meðöl eins og cortisone og önnur bólgustillandi meðöl eru notuð til að vinna gegn þessum viðbrögðum, en enn er þörf á betri stillandi meðölum, sagði dr. King. A uknar athuganir og rannsókn- ir á hornhimnuflutningi verða höfuð viðfangsefni nýrrar, mjög sérhæfðrar rannsóknastöðvar, sem stofnuð verð- ur fyrir 1.6 milljón dala fjárveitingu (um 67,2 milljónir íslenzkra króna), írá Heilbrigðismálastofnuninni banda rísku til læknadeildarinnar í Colum- biaháskólanum í New York. Þessi stöð á að hafa með höndum víðtækt rannsóknastarf, sem ein- göngu snýst um heilbrigða og sjúka hornhimnu. Þar verður samhæfð rannsókna- og læknastarfsemi, sem skurðlæknar, lífefnafræðingar, líkamsfræðingar, lífeðlisfræðingar, veirufræðingar, sj úkdómaf ræðingar og ónæmisfræðingar taka þátt L Önnur verksvið taka yfir háræða- myndun í hornhimnunni, nýjar skurð lækningaaðferðir, fullkomnun nýrra gervi-hornhimna og aðferðir við að koma þeim fyrir í auganu — svo og veirufræði og lífefnafræði hornhimn- unnar. Þessi 1.6 milljón dala fjárveiting skiptist á sjö ár, en fjárveitingin fyrsta árið hefur verið ákveðin $ 478.572. Hinir ýmsu augnabankar í Banda- ríkjunum hafa með höndum rann- sóknir, auk hornhimnuflutningsins. Ein þessara rannsókna hefur haft í för með sér söfnun og geymslu gler- vökva, hins hlaupkennda vökva, sem augað er fyllt með. Þar sem horn- himnan hefur losnað, er settur í aug- að glervökvi frá hinum gefnu aug- um, svo að þrýstingurinn eykst og hornhimnan pressast að innri veg- unum, þar til hún situr föst. Gler- vökvann má geyma von úr viti, en eftirspurnin fer langt fram úr fram- boðinu. IX I 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.