Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Qupperneq 13
Vekjari rafmagnsljósöldunnar á íslandi Þóað seint sé, tel ég eiga ve! við, að i þessu tímariti sé minnzt með nokkr- um or’ðum fyrsta rafvirkjameistara þessa lands, Halldórs Guðmundssonar, og get- ið um athafnasemi hans hin fáu ár, sem hans naut við. Halldór Guðmundsson var fæddur 14. móvember 1874 í Eyjarhólum í Mýrdal. Hefur bróðir Halldóis, Eyjólfur bóndi og rithöfundur á Hvoli, lýst foreldrum þeirra og æskuheimili í bók sinni, Pabba og mömmu. Snemma fékk Halldór Guðmundsson áhuga á þvi að læra eitthvað utan heim- ilis síns, en lengi vel blés ekki byrlega fyrir honum vegna fátæktar og erfiðra Iheimilisástæðna. Þó gat hann ekki hugs- að sér að láta tímann líða þannig a'ðgerð srlaust. Um 16 ára aldur dreif hann sig að heiman, næstum allslaus, nema hann áiti þau föt, sem hann stóð í. Var förinni heitið til Reykjavíkur. Halldór gat fljótlega ráðið sig til járn- emíðanáms hjá miklum ágætismanni, Þorsteini Jónssyni járnsmíðameistara á Vesturgötu 33. Þar lærði hann og lauk námi á tilsettum tíma. Var þannig lokið fyrsta þætti á námsbraut hans. Fljótlega að þessu námi loknu sigldi Halldór til Kaupmannahafnar og ré’ð sig þar til vélfræðináms. A rið 1904 kom Halldór heim og hafði þá lokið með miklum ágætum vél- fræðiprófi í Kaupmannahöfn og raffræði prófi í Þýzkalandi, og hlaut hann verð- laun fyrir sumar námsgreinar. Sagði Haraldur heitinn Sigurðsson, vélstjóri á Gullfossi, að Halldór muni hafa verið ffyrsti íslendingur, sem tók svo gott vél- ffræðipróf, a'ð hann hafði réttindi til að taka að sér vélgæzlu á hverju því stór- ek:pi, sem þá sigldi um höfin, enda var honom að námi loknu boðin vélstjóra- 6taða á farþegaskipi Austur-Asíufélags- ias danska. Með komu Halldórs til landsins kvikn fiði sú mikla rafmagnsljósalda, sem geng ur nú yfir land okkar. Þegar hóf hann að ryðja brautina, bæði í orði og verki. Hið sama ár, 1904, byrjaði hann á a'ð leggja raflagnir í mörg hús sem voru í emíðum hér í Reykjavík. Eru sumar raflagnir hans frá þeim tíma enn í not'k- un. Á þessu sama ári setti hann upp fvrstu vatnsafJsrafstöð hér á landi. Var það fyrir Jóhannes Reykdal í Hafnar- ffirði. Var stöðin notuð til að lýsa timbur verksmiðju Reykdals og einnig nokkur íbúðarhús þar í Firðinum. Þetta sama ár mældi Halldór ennfrem ur vatnsmagn í nokkrum ám. Má þar nefna Varmá í Mosfellssveit og Elli'ðaár, með raflýsingu Reykjavíkur í huga, og Varmá í Ölfusi með raflýsingu Eyrar- bakka og Stokkseyrar í huga. — Jafn- framt mældi hann vegalengdir og gerði hráðabirgðaáætlanir fyrir þessa staði. Ekkert af þessu gafst honum tækifæri til að virkja vegna ýmissa andstöðuafla. í“ó setti hann upp smárafstöð í ullar- verksmiðju við Reykjafoss í Ölfusi. Á rið 1905 fór Halldór til Nofegs til að kynna sér rafstöðvar og rafstöðvar- byggingar, bæði í sveitum og bongum. Ferðaðist hann mjög víða um landið. í þvi ferðalagi var hann ráðunautur Jó- hannesar Reykdals um kaup á rafmagns Þessi grein birtist upphaflega í „Rafvirkjameistaranum“ 1961. stöð, sem hann setti síðan upp fyrir Reykdal árið eftir, 1906. Var sú stöð setl upp á Hörðuvöllum vfð Hafnarfjörð, og raflýsti Halldór frá henni flest hús í Hafnarfirði. Árið 1906 lagði Halldór til, að Sogið yrði virkjað fyrir Reykjavík, en fékk er.gar undirtektir. Árið 1907 — 1908 raflýsti Halldór timburverksmiðjuna Völund í Reykja- vík. og var sú stöð knúin með gufuvél, sem knú'ði einnig aðrar vélar verksmiðj- unr.ar. Sama ár lagði hann raflagnir í gamla sjúkrahúsið á Kleppi. Arið 1909 samdi Halldór kostnaðar- áætlun um 100 hestafla rafstöð við Elliða ár og bauð bæjarstjórn Reykjavíkur að reisa hana fyrir 40 til 50 þúsund krónur (sjá ísafold 1909). En fyrir harðan áróð ur fyrir gasstöð hafna'ði bæjarstjórn þessu boði og kaus heldur að láta reisa Gasstöðina. Voru margar ástæður færð- ar fyrir þeirri ákvörðun, svo sem þær, að árnar botnfrysu, að bærinn missti miklar tekjur af laxveiði, að gasið væri ekk^ eins hættulegt og rafmagni'ð og rcikiu þægilegra til ljósa og iðnaðar, og margt fleira þessu líkt var þeirri ákvörð- un bæjarstjórnar talið tiK gildis. Sýnir þetta Ijóslega, við hverja erfiðleika Ilall- dór hefur átt að etja í áhugamálum sín- um. Árin 1909 til 1910 lagði Halldór raflagnir í heilsuhælið á Vífilsstöðum, um leið og það var reist. Árið eftir, 1911, setti hann upp vatnsaflsrafstöð á Eski- firði og raflýsti allt kauptúnið frá þeirri stöð. Þetta sama ár setti Halldór einnig upp vatnsaflsrafstöð á Bíldsfelli í Grafningi, og var það fyrsta rafstöð í sveit á ís- landi. Árið 1913 byggði Halldór vatnsafls- rafstöð í Vík í Mýrdal og raflýsti allt kauptúnfð frá henni, úti og inni. Sama ár setti hann einnig upp vatnsaflsrafstöð í Þykkvabæ í Landbroti og lýsti upp öll bæjarhús frá henni. Er óhætt að segja, að þessar rafstöðvar Halldórs vöktu þann áhuga skaftfellskra bænda til að raflýsa og hita heimili sín frá bæjarlækj um sínum, sem raun ber vitni um. Árin 1914 til 1915 reisti Halldór dísil- rafstöð í Vestmannaeyjum, hina fyrstu sinnar tegundar á þessu landi, og raf- lýsti öll hús og býli eyjarinnar frá henni og einnig götur og bryggjur. Sú stöðvar- bygging var mjög miklum erfiðleikum bundin vegna heimsstyrjaldar þeirrar, sem skall á um þær mundir, en aldrei heyrðist Halldór kvarta. Var alltaf sama viÖKvæ'ðið hjá honum: „Það skal verða svo vel gert sem kostur er á, hvað sem það kostar." Tók þó Halldór verkið a8 sér í ákvæðisvinnu. Árin 1916 til 1918 reisti Halldór vatns aflsrafstöðvar á Patreksfirði og Bildu- dai, og var Bíldudalsstöðin háspennu- stöð. Frá þessum stöðvum raflýsti hann bæði kauptúnin úti og inni. Árið 1919 setti Halldór upp mótorraf- stöð á Þingeyri við Dýrafjörð og lýsti upp allt kauptúnið frá henni. Sama ár setti hann upp nokkrar litlar mótorraf- stöðvar á ísafirði og Akureyri og raflýsti mörg hús frá þeim. Á þessum árum setti Halldór ennfrem- ur upp margar smárafstöðvar í Reykja- vík og raflýsti fjölda húsa frá þeim, þar á méðal Holdsveikraspítalann í Laugar- nesi. ess má geta, að allar þær raf- stöðvar, sem Halldór setti upp og reisti, reiknaði hann sjálfur út. Hann mældi vatr.safl ánna og reiknaði út, hve mikla rafmagnsorku unnt væri að fá úr þeim. Hann mældi einnig allar útilínur og stað setti og ákvað, hversu gildar þær þyrftu að vera. Hann reiknaði út og stjórnaði stíflugerðum, og yfirleitt skipulagði hann öll verkin og gerði kostnaðaráætl- un yfir flest verk, sem hann tók að sér að vinna. Sýnir það bezt, hve fjölhæfur ■hann var í sinni grein. Oftast var Halldór sára heilsulítill, og varð hann að hægja á sér síðustu árin. Staríaði hann þá að mestu í Reykjavík að rafmagnslagningum og gerði það i stórum stíl og hafði jafnan marga menn í vinnu. Ennfremur rak hann stóra raf- tækjaveralun, líklega hina fyrstu hér á lacdi. Því miður ágerðist alltaf sjúkdómur Halldórs, og varð hann að leggjast í sjúkrahús og gangast undir uppskurð. Endaði þessi sjúkdómsbarátta á þann veg, að Halldór andaðist 15. marz 1924, tæplega fimmtugur að aldri. Fuiiyi'ða má, að rafvirkjunanmál okk- ar hafi beðið mikinn hnekki við fráfall þessa ágæta áhuga- og kunnáttumanns, sem Halldór Guðmundsson var, enda þótt nokkur skriður væri þá kominn á hin miklu áhugamál hans. Engan mann hef ég þekkt eins vand- virkan og Halldór var. Hann máttí, aldrei heyra að verki loknu, að menn segðu, að þetta gæti vel gengið svona. Menn urðu heldur að geta sagt: „Það er ekki hægt að gera þetta betur“. Þá fyrst var hann ánægður með verkið, en fyrr ekki. Af þessu stutta yfirliti, sem er þó hvergi nærri tæmandi, geta menn séð, hversu dæmalaus dugnaður Halldórs hefur verið í því mikla brautryðjanda- starfi, er hann tók sér fyrir hendur. Það má segja, að hann hafi kveikt rafljós til og frá um mestan hluta landsins og breytt myrkri í birtu og kulda í hlýju, enda segir Knud Zimsen borgarstjóri i endurminningum sínum, Úr bæ í borg, 222. bls., „og má því með réttu kalla hann föður hinna „hvítu kola“ hér á landi“. Sannarlega stendur öll íslenzka þjóð- in 1 ndkilli þakkarskuld við brautryðj- andann Halldór Guðmundsson rafmagn* fræðing. Jón Ormsson. Halldór Guðmundsson 31. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.